Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. Fréttir * > > I I i w > I I Biskupsvígsla á Skálholtshátíð A sunnudaginn mun Ólafur Skúla- son, biskup yfir íslandi, vígja séra Jónas Gíslason biskupsvígslu á Skál- holtshátíö. Séra Jónas var fyrir skömmu kjörinn vígslubiskup í Skál- holtsstifti. Messan hefst kl. 14 og mun séra Heimir Steinsson lýsa vígslunni. Alt- arisþjónustu annast séra Guðmund- ur Óh Oddsson, en Helgi Bragason stjórnar söng kórs Hafnarfjarðar- kirkju. Klukkan hálfíimm verður hátíðarsamkoma, þar sem kirkju- málaráðherra, Halldór Ásgrímsson, flytur ræðu, Barokksveit sumartón- leika í Skálholti leikur, Margrét Bó- asdóttir syngur auk kirkjukórs Hafnarfjarðarkirkju og séra Hall- dóra Þorvarðardóttir flytur ritning- arlestur og bæn. í upphafi samkom- unnar flytur staðarráðsmaðurinn Sveinbjörn Finnsson ávarp en hann lætur nú af störfum fyrir Skálholts- stað. Aætlunarferð verður frá BSI á há- degi, kl. 12. Öllum er velkomið að sækja guðþjónustu og samkomu og kafíiveitingar sem boðið verður upp á eftir messuna í Skálholtskirkju. -GHK LOKI íþróttamenn í Hafnarfirði munu á hraðferð austur til að taka þátt í Skaftárhlaupi! Loki kom af stað Skaftárhlaupi. Skaftárhlaup í Hafnarfirði „Við rákum augun í brandara Loka á baksíðu DV á fimmtudaginn og fannst þá tilvahð að kalla þetta Skaft- árhlaup,“ sagði Gísli Ásgeirsson hjá Vinnuskólanum í Hafnarfirði. Vinnuskólinn mun halda lokadaga sína á fimmtudaginn og fóstudaginn í næstu viku, 27. og 28. júlí. Ætla Hafnfirðingar aö gera sér margt til gamans þessa daga. Á fimmtudaginn verður taflfélag bæjarins með úti- skákmót kl. 15 og um kvöldið munu Stuðmenn skemmta í Vitanum. Aðalfjöriö mun þó verða á föstu- daginn þegar kassabílarallið byijar kl. 13. Áætlað er að víðavangshlaupið byrji klukkutíma síðar. Keppt er í fjórum fiokkum og er elsti flokkur- inn hið svokallaða Skaftárhlaup. „Við fáum þekkta menn úr bæjar- lífmu til að taka þátt í þessu hlaupi, meðal annars fulltrúa bæði minni- og meirihluta bæjarstjórnar. Bjössi Bolla ræsir hlaupið og verður með spreh. Ég á von á mikilli þátttöku í hlaupinu og eina skilyrðið er að vera í sem asnalegustum fótum,“ sagði Gísli. Hlaupinn verður um 1500 metra hringur í bænum. -GHK Fyrirlestur um fjárlagahalla Á flmmtudaginn í næstu viku mun dr. Walter Goldstein, bandarískur stjórnsýslufræðingur, halda erindi á hádegisverðarfundi Stjórnunarfé- lagsins og fjárlaga- og hagsýslustofn- unar um fjárlagahalla í Bandaríkj- unum og hér. Goldstein er þekktur fyrirlesari og ráðgjafí ýmissa stórfyr- irtækja. Hann mun fjalla um nýjar leiðir til að komast fyrir gífurlegan fjárlagahalla í Bandaríkjunum og hta til svipaðs vanda íslenskra stjórn- valda. -gse iíMSMSir: Framhjóladrifin tímamótabifreið frá VOLVO sem fengið hefur stórkostlegar móttökur á íslandi. Við eigum aðeins örfáa bíla eftir á sérstöku kynningarverði. Tryggið ykkur VOLVO á hreint frábæru verði. Brimborg hf. Faxafen 8 • sími (91)685870 . Kr. 1.049.000, - stgr. a götuna VOLVO Meira en oryggi og endmg 2. ágúst- 23. ágúst-13. september in óvissa. Við staðfestum brottfarardag og gististað S-T-R-A-X. stætt verð - fyrsta flokks ferð. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKURS Aðalstræti 16 • 101 Reykjavík • sími 91-621490 Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). vikur Verð frá kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.