Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Síða 12
12r LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. Úrkoma í % af meðallagi í Reykjavík fyrstu fimm mánuði ársins 300 200 100 Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júni Úrkoma í Reykjavik er talsvert yfir meðaltali það sem af er árinu og í apríl og maí sló hún öll met. Daglegur meöalhiti 1951 -80 • Frávik frá meðallagi DVJRJ J|||||f|| Daglegur meðalhiti 1988 I • 1989 (mán.meðaltal) M A M J J Á S Byggt á heimildum Veðurstofu íslands 200 100 Mismunur asol- skinsstundum alls 49 klst. Bygyt ó heimildum weðurstofu Islands. DV JRJ mai mai 15. júní 30. júní 15. júlí Þessi kort sýna meðalhita fyrstu sex mánuði ársins miðað við áriö 1988 og meðalhita frá 1951 til 1980. Tölurnar undir punktunum sýna frávik frá meðalhitanum. Sólin skein yfir meðallagi í Reykjavík um miðjan mai sl. en í júni fer heldur að halla á ógæfuhliðina og þá sérstaklega þegar komið er fram í júlí. Nú stefnir í íslandsmet i sólarleysi í Reykjavík í júlímánuði. Gráa línan sýnir meðaltal sólarstunda frá 15. maí til 15. júlí samanborið við meðaltal 30 ára. DV-kort JRJ Daglegur meðaltalshiti í Reykjavík og á Akureyri 1951 - 89 Meðalhiti í Reykjavík 1951 - 80,88,89 Meðalhiti á Akureyri 1951-80,88,89 Samanlagðar sólskinsstundir í Reykjavík15.5. -18.7. 89 samanborið við meðaltal 30 ára Frávik frá meöallagi Daglegur meðalhiti 1951-80 J|||||f|l Daglegur meðalhiti 1988 ^ 0 1989 (mán.meðaltal) Aldrei hefur mælst jafnmikil úrkoma i Reykjavík eins og í apríl og maí sl. Búist er við óbreyttu veðri á sunnanverðu landinu á næstunni. Regnhlifarn- ar ættu þvi að vera á nærtækum stað enn um sinn. 300 í sólarleysi Júlímánuður á sunnanverðu landinu stefnir í að slá met í sólar- leysi. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfraeðings á veðurfarsdeiid Veð- urstofu íslands hefur óvenjulítil sól skiniö í borginni í þessum mánuði. „Ennþá eru nokkrir dagar eftir og sól í einn dag getur breytt heilmiklu varðandi meðaltalið," sagði Trausti. Hann sagðist þó ekki sjá fyrir neinar breytingar á næstu dögum. „En þetta er fljótt að breytast." Varla hefur meira verið rætt manna á meðal undanfarið en veðrið og þá sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu. Eftir langan og erfiöan vet- ur eru menn farnir að þrá gott veð- ur, útigrillaðan mat og eitthvað af c-vítamíni í kroppinn til að byggja sig upp fyrir veturinn sem óðum styttist í. Að sögn Trausta er mjög mikið hringt á Veðurstofuna þessa dagana og spurst fyrir um veðrið og menn sannarlega farnir að örvænta. „Vita- skuid er okkur kennt um þetta,“ sagði Trausti. Það sem af er júlímánaði, sem á að heita besti árstíminn, hefur sólin ein- ungis skinið í 24 stundir í Reykjavík. Þetta er met því síðasta met, sem slegið var í sólarleysi, var árið 1955 en þá skein sólin þó í 81 klukkustund. Sem betur fer eru þó ekki allir landsmenn jafn óheppnir með sum- arið því á Noröurlandi og á Aust- fjörðum hefur meginlandshiti verið undanfarnar vikur. Þeir landshlutar fá áfram góða veðrið en við hér sunn- aniands megum búast við áfram- haldandi dumbungi. Þar sem íslendingar hafa alla tíð haft gaman af að spjalla um veöurfar höfum við fengið ýmsa útreikninga á meðalhita og úrkomu undanfar- inna ára samanborið við árið í ár hjá Trausta Jónssyni. Jón Rafn Jó- hannsson, kortasérfræðingur DV, hefur fært tölumar í línurit þannig að ailir geti meö góðu móti séð hvern- ig veðurbreytingarnar hafa verið. Á töflunni, sem sýnir úrkomu í Reykjavík það sem af er þessu ári, sést glögglega hversu vætusamt vor- ið var hér á landi. Apríl og maí eru langt yfir meðallagi eins og sjá má. Og segir Trausti að veðurfræðingar muni ekki arinað eins. Ef skoðað er kortið, sem sýnir sam- anlagðar sólskinsstundir í Reykjavík frá 15. maí til 18. júní samanborið við meðaltal 30 ára, kemur í ljós að gráa línan, sem sýnir árið 1989, er langt fyrir neðan svörtu línuna sem sýnir þrjátíu árin. Þá eru loks töflur sem sýna meðal- hita í Reykjavík og á Akureyri 1951- 1980, 88, 89. Þær skýra sig að mestu sjálfar en ljóst er að meðalhiti í Reykjavík frá áramótum er mun lægri en í meðalári en tölurnar sýna frávikin. -ELA Reykjavík: íslandsmet

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.