Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Side 13
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. 13 Uppáhaldsmatur á suimudegi férð. DV-mynd Brynjar Gautí Uppáhaldsmatur: ódýrt nautakjöt - að hætti Guðrúnar Ágústsdóttur, aðstoðarmanns menntamálaráðherra „Eg hélt flölskylduftind um máliö og niðurstaöan varö sú að ég gæfi lesendum DV uppskrift sem viö notuðum oft er við bjuggum í Skot- landi," sagði Guðrún Agústsdóttir, aöstoðarmaður menntamálaráð- herra, er helgarblaðiö baö hana að gefa okkur uppáhaldsuppskrift. J þessa uppskrift er notað ódýrt nautakjöt sem er meðhöndiað þaraúg aö það verði eins og dýrasti vöðvinn og mjög bragðgott. Þessi réttur er rajög vinsæll á mínu heimiii á sunnudögum. Reyndar hef ég haft mjög lítinn tiraa undan- farið til að stússast í raatargerð starfsins vegna og fjölskyldunni fannst þvi fyndið að ég skyidi vera beðin um uppskrift,“ sagði Guö- rún. Hún sagði aö rétturinn hefði ver- ið uppgötvaður er hún bjó í Edin- borg á sínum tíma. „Ég var at- vinnulaus húsmóöir, fékk enga vinnu og hafði þá góðan tíma til aö spá í matargerö. Þar sem viö vorum blönk þurfti ég að finna uppskriftir sem ekki voru mjög dýrar. Lambakjöt var ekki ætt og fiskurinn ekki góður þannig að nautakjöt var oftast á borðum. Þá þurfti að finna margvíslegar upp- skriftir til að sami matur væri ekki alltaf á boröum. Ég keypö mér mikið af matreiðslubókum og las og fann þá þessa góðu uppskrift. Eiginlega á ég mikið safn af upp- skriftum með nautahakki því þaö var oftast á borðura hjá okkur,“ sagði Guðrún. Uppskriftin lítur þannig út en matreiðslan fer að mestu fram dag- inn áður en maturinn er borðaður. Keypt er ódýrt nautakjöt en Guö- rún sagðist hafa fengiö nautakjöt á 470 kr. kílóið í Miklagaröi er hún bjó réttinn til fyrir DV í vikunni. ,JEf einhver á næga peninga má auðvitaö nota dýrara kjöt.“ Kryddlögur 2 dl ólívuolia (hituð) 1 gulrót í sneiðum 1 niðurskorinn iaukur 2 selleristilkar Allt brúnaö vel í olíunni þannig að grænmetið fái brúnan lit Þá er bætt viö: 1/4 1 hvitvin eða mysa 1 dl vínedik 2 tsk. steinselja 2 sneidd hvitlauksrif 2 tsk. timian lárviðarlauf 2 tsk. rosmarin 6 svört piparkorn pínulítið salt Kryddlögurinn er látinn malla í þijátíu minútur og síöan kældur niður. Aðferðin Þegar kryddlögurinn er kólnaður er honum helit yfir kiötið sem skor- ið hefur verið í bita. Kjötið er látið hggja i leginum í 24 klukkustimdir. Þá er kjötið steikt á pönnu og sett í eldfast mót með loki. Kryddlögur- inn er sigtaður ogsettur yfir kjötið. Bætt í hvítvíni eða mysu, aðeins meira af kryddjurftun og einu pressuðu hvítlauksrifi. Fjórar bei- konsneiðar settar saman við og þijár til fjórar sneiddar guirætur. Loks eru grænar og svartar stein- lausar óhfur settar út í. Snýörpapp- ír er settur milli potts og loks og mótinu stungið í ofii og bakað við vægan hita, 120-130 gráður, í þrjár klukkustundir. „Rétturinn er borinn fram með soðnu pasta. Yfir pastað er helit óiífuolíu, rifiium osti og pínulitlum legi af Kjötinu. Smjörpappírinn kemur í veg fyrir að lögurinn gufi upp,“ sagði Guörún og bætti við að eftir þetta bragöaöist nautakjötið eins og um besta bita nautsins væri að ræða enda meyrt og gott. Hún sagði að mjög þægilegt væri að gera þennan rétt þegar von væri á gestum því mesta umstangið væri daginn áður. -ELA Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglugerð nr. 1/1980, veður haldið verklegt próf til löggild- ingar til endurskoðunarstarfa í nóvember 1989. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófa- nefnd löggiltra endurskoðenda, fjármálaráðu- neytinu, tilkynningu þar að lútandi fyrir 1. sept- ember nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta pró- fraun, sbr. lög nr. 67/1976. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum í september nk. Reykjavík, 21. júlí 1989 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Forval HAFNARFJARÐARVEGUR Kópavogur - Arnarneslækur Vegagerð ríkisins efnir hér með til forvals á verktökum vegna ofangreinds verkefnis. í verkinu felst gerð brúa og undirgangs og vegarlagning á Hafnarfjarðarvegi frá Kópavogi suður fyrir Arnarneshæð. For- valsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík, frá og með 24. þ.m. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögn- um skal skila á sama stað eigi síðar en mánudaginn 14. ágúst 1989. Vegamálstjóri V ________J NETAGERÐARMENN ÓSKAST Netagerðarfyrirtæki í Ástralíu óskar eftir að ráða tvo netagerðarmenn með sérþekkingu á botn- og flot- vörpugerð, þurfa að geta unnið sjálfstætt. Starfið er aðallega fólgið í uppsetningum og viðgerðum á troll- um. Ótakmörkuð vinna á aðalvertíðum. Um er að ræða samning til eins, tveggja eða fleiri ára, fríar ferð- ir og atvinnuleyfi tryggt af hálfu fyrirtækisins. Laun fyrirtækisins hliðstæð samsvarandi vinnu í Ástralíu. Aðstoð við útvegun á húsnæði, skóla, dagheimili, sjúkratryggingum og fleiru er sjálfsögð af hálfu fyrir- tækisins ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað. Vinsamlega skrifið á ís- lensku eða ensku. Sendist til: Portland Nets Po/Box 831 3305 Portland Victoria Australia Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjorðum Framkvæmdastjóri Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum vill ráða framkvæmdastjóra frá 15^ ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi. Aðsetur svæðis- stjórnar er á Isafirði. Æskilegt er að umsækjendur séu félagsráðgjaf- ar, félagsfræðingar eða hafi uppeldisfræðilega menntun en reynsla af störfum fyrir fatlaða kemur einnig til greina þegar ráða skal í starfið. Upplýsingar um starfið gefur formaður svæðis- stjórnar, Magnús Reynir Guðmundsson, í síma 94-3722 og 94-3783 (utan vinnutíma) og framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 94-3224. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1989. Umsóknir skulu sendar til formanns svæðisstjórnar, póst- hólf 86, Isafirði. ísafirði, 12. júlí 1989 Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.