Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SiMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virlla daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Kvótinn
Mikilvægt er fyrir þjóðarbúið, að stjórnvöld standi
við fyrirætlanir sínar um að minnka þorskkvótann í
ár. Þetta kann mörgum að virðast sárt við fyrstu sýn.
En þetta er það, sem við verðum að gera. Ríkisstjórn-
inni ber að þakka, standi hún við þetta. Þar kemur fyrst-
ur Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.
En stjórnin er veik. Við getum enn ekki treyst henni
fylhlega til að framfylgja boðskap sínum um aflasam-
drátt. Flestar aðrar ríkisstjórnir hafa farið illa að ráði
sínu í þessum efnum. Stöðugt hefur verið gengið á þorsk-
stofninn, útsæðinu eytt. Höfum við á hinn bóginn þá
gæfu að snúa þessu við, munum við innan fárra ára
uppskera ríkulega. Með aflaminnkun er því verið að
búa í haginn fyrir næstu ár og áratugi. Þetta er viturleg
ákvörðun, þar sem loks er hlustað að ráði á tillögur fiski-
fræðinga, þeirra sérfræðinga, sem gleggst þekkja málin.
Þegar við lítum til baka, sjáum við hins vegar áraraðir,
þar sem fiskifræðingar voru hundsaðir og ráðherrar
gerðu jafnvel gys að þessari stétt manna.
Ríkisstjórnin nú þarf að sýna meiri dug en bara að
skrifa eitt pennastrik, til þess að kvótaminnkunin gangi
fram. Þrýstingurinn á stjórnina verður mikill að hvika
frá ákvörðun sinni og auka aflann að nýju. Tölur sýna
okkur, hversu erfitt getur orðið stjórninni að halda
stefnu sinni.
Þótt gert sé ráð fyrir 10,9 prósent samdrætti í þorsk-
afla á þessu ári, drógust þorskveiðarnar ekki saman
nema um 2,5 prósent á fyrri helmingi þessa árs. Til
þess að ná þeim samdrætti, sem að er stefnt, þarf því
að minnka þorskveiðar um 22 prósent á síðari helmingi
ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur
mun koma harðast niður á Suðurlandi, Reykjanesi og
Vesturlandi. Á fyrri hluta ársins hefur þarna verið land-
að 12 til 22 prósent meira af þorski en á sama tíma í
fyrra. Aflasamdrátturinn þarf því að verða gífurlegur
síðari hluta ársins. Gert er ráð fyrir 4 prósent sam-
drætti í afla á öðrum botnfisktegundum en þorski á
árinu. En við landið hefur verið veitt 4,5 prósent meira
af þessum tegundum helztum en á sama tíma í fyrra.
Þama þyrfti því að koma til 14 prósent samdráttur á
síðara helmingi ársins. Menn sjá því, að vandinn er
geysilegur.
Aflaminnkunin verður ekki tekin með sitjandi sæld-
inni. Hún er erfið á þessum tímum almenns samdráttar
í þjóðfélaginu. Aflaminnkunin þýðir auðvitað minnkun
þjóðarframleiðslu. Og hún þýðir einnig, að atvinnuleysi
mun vaxa enn. Eins og fram kom hér að framan, hefur
aflaminnkunarinnar enn gætt lítið. Því má búast við,
að með sumarlokum muni þúsundir bætast við hóp at-
vinnulausra. Enginn mælir með atvinnuleysi. En það
er rétt, að við verðum að færa þessar fórnir til að koma
fiskstofnunum í lag. Við hefðum auðvitað átt að vera
búin að þessu fyrir mörgum árum, einkum þegar góð-
æri var almennt í landinu og við hefðum fundið minna
fyrir fórnunum. En betra er seint en aldrei, og rétt er,
að við getum ekki dregið það lengur að gera þessar ráð-
stafanir til að vernda fiskstofnana.
Og sjávarútvegsráðherra segir sem betur fer, að það
verði ekki bætt við kvótann í haust. Hann bendir auðvit-
að á, að þeir, sem fá aflaheimildirnar, séu ábyrgir sínum
gjörðum. Samt trúi margir, að bætt verði við heimildirn-
ar í haust.
Þetta er rétt hjá ráðherra.
Haukur Helgason.
Reynt að nýta verkföll
í þágu perestrojku
Viku eftir aö verkfallshreyfing
kom upp meðal kolanámumanna í
Sovétríkjunum eru þeir sem riðu á
vaðið, námuverkamenn í Kúsbass
í Síberíu, teknir að hverfa aftur til
vinnu að ráði verkfallsnefnda
sinna. En samtímis breiðist verk-
fallið út til fleiri og fleiri staða í
Evrópuhluta Sovétríkjanna. Þar
komu verkfollin upp í Donbass í
Úkraínu en ná þegar þetta er ritað
einnig til náma á kolasvæðunum
við Vorkúta norðan heimskauts-
baugs, Rostof-við-Don nærri
Asovshafi og Dnépropetrofsk.
Kolanámumenn eru meðal tekju-
hæstu starfsstétta í Sovétríkjunum
og kröfur verkfallsmanna snúast
aðeins að takmörkuðu leyti um
kaupgjald. Verkfallshreyfingin,
einstæð í síðari tíma sögu Sovét-
ríkjanna, beinist einkum að tveim
markmiðum. Annars vegar vilja
námumenn fá viðhlítandi trygg-
ingu fyrir að í byggðum þeirra sé
á boðstólum varningur sem er
kaupmáttar þeirra virði, fyrst og
fremst matvæli en einnig aðrar
nauðsynjavörur og húsnæði mönn-
um bjóðandi. Hins vegar krefjast
þeir aukinnar sjálfsstjórnar byggð-
arlaga sinna og fyrirtækja, lausnar
undan þrúgandi skrifræði og lítt
skorðuðu vaidi mishæfra manna í
kolanámuráðuneyti og stofnunum
þess og héraðsstjómum Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna.
Aflétting ógnarstjórnar hlaut að
hafa í fór með sér að þolendur sov-
éska hörgulþjóðfélagsins létu til sín
heyra. Mikhail Gorbatsjof sovét-
leiðtogi hefur klifað á því sí og æ
síðan hann kynnti umbótastefnu
sína, perestrojku, að tíminn til að
ná árangri sé takmarkaður, ekki
sé hægt að vænta þess aö fjöldinn
láti sér til langframa nægja fyrir-
heitin og vonina um betri tíð.
Athyglisverðar voru áherslur
Gorbatsjofs í ræðu hans um þessi
efni utan dagskrár á fundi Æðsta
ráðsins á miðvikudag. Leiðtoginn
var fullur skilnings á málstað
námumanna og kvörtunarefnum
þeirra, jafnframt því sem hann var-
aði við alvarlegum afleiðingum,
póhtískum og efnahagslegum, af
því að hver starfshópur út af fyrir
sig reyndi að leysa sinn vanda með
hliðstæðum aðgerðum. Þá væri
endurbótaáætlunin í yfirvofandi
hættu.
Mun harðari voru þó áminning-
ar- og aðvörunarorö sem ræðu-
maður beindi til valdsmanna í
kommúnistaflokknum og að
nokkru til yfirstjórnar opinberu
verkalýðsfélaganna. Ekki væri
hægt að láta það viðgangast að
dratthalar í áhrifastöðum tefðu og
stæðu í veginum fyrir aö umbætur
ættu sér stað í starfi flokksins og
hindruðu þannig framkvæmd um-
bótastefnunnar í sovésku þjóðfé-
lagi.
Ekki eru nema tíu dagar síðan
Gorbatsjof gerði sér ferð til Len-
íngrad til að stjórna fundi flokks-
deildarinnar þar sem vék úr starfi
Júri Solovjof héraðsflokksritara og
einum af fulltrúum án atkvæðis-
réttar í 20 manna Stjórnmálanefnd
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
miðsfjómar Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, æðstu valdastofnun
landsins. Solovjof náði ekki kjöri í
kosningum síðla vetrar til Full-
trúaþings Sovétríkjanna og var þó
einn í kjöri í sínu kjördæmi. Meira
en helmingur kjósenda strikaði
nafn hans út á kjörseðlinum. í þess-
um kosningum fór eins fyrir tugum
annarra flokksbrodda, en Solovjof
var þeirra hæst settur og sá fyrsti
sem verður að taka afleiðingum
óvinsælda sinna.
Utandagskrárræða Gorbatsjofs
er tvímælalaust boðskapur til þjóð-
ar og flokks um að hann sé reiðu-
búinn að draga þá ályktun af verk-
fallsöldunni að umbótum verði að
hraða og íhaldssamir flokksforingj-
ar, sem á móti streitist, veröi látnir
víkja.
En eftir er að bíta úr nálinni með
verkfollin. Meðan þau eru að mestu
einskorðuð við kolanámumenn er
framleiðslutapið að vísu tilfmnan-
legt fyrir sovéskt hagkerfi en þau
valda ekki ófremdarástandi. Allt
öðru máli er að gegna ef rætast
sögusagnir um verkfall járnbraut-
arstarfsmanna nú um mánaðamót-
in, en að þeim vék Gorbatsjof í
ræðu sinni. Járnbrautirnar eru líf-
æð allra samgangna og aðdrátta á
því víðlenda flæmi sem Sovétríkin
ná yfir. Vegalengdir eru svo miklar
og þjóðvegakerfið svo ófullkomið
að neyðarástand hlytist umsvifa-
laust af járnbrautaverkfalli.
Ekki er svo að skilja að kola-
námuverkfallið eitt dragi ekki dilk
á eftir sér fyrir sovéska hagkerfið
í heild. Heyrst hefur að námu-
mönnum hafi verið heitið helmings
hækkun á heildsöluverði kola.
SUkt hefði í fór með sér kostnaðar-
hækkun fyrir aðra atvinnuvegi,
fyrst og mest yrði hún í stáliðnað-
inum. Af hlytist enn aukinn verð-
bólguþrýstingur í Sovétríkjunum
og er hann þó nægur fyrir.
Ein krafa námumanna í Kúsbass,
sem ekki mun hafa fengið neinar
undirtektir, er að námufyrirtækin,
með aðild þeirra sjálfra að stjórn,
fái heimild til að sjá sjálf um kola-
útflutning og verja gjaldeyristekj-
um af honum til beins innflutnings
á rekstrarvarningi fyrir námurnar
og nauðsynjavarningi til að fylla
upp í auðar búðarhillur í námu-
mannabæjunum.
Þessi krafa ætti að sýna fram á
hve tímabærar gætu verið uppá-
stungur róttæka sovéthagfræð-
ingsins Nikolai Shmeléfs um
bráðabirgðaaðgerðir til að fleyta
perestrojku yfir fyrsta og örðugasta
hjallann. Þær snúast fyrst og
fremst um að bæta úr neysluvöru-
skortinum hjá sovéskum almenn-
ingi. Við það ynnist tvennt, að dómi
Shmeléfs. Fólk flest sæi svart á
hvítu að til einhvers væri að leggja
sig fram í afkasta- og gæðahvetj-
andi launakerfi og afstýrt væri
hættu á verðbólgu áf völdum
„lausrar" kaupgetu við losun á
verðlagshömlum sem er óhjá-
kvæmileg til að skapa vitrænt
verðmyndunarkerfi.
Shmeléf leggur til að bændum
verði greitt í erlendum gjaldmiðli
fyrir framleiðslu umfram tiltekið
magn. Við það spöruðust fimm eða
sex milljarðar Bandríkjadollara
fyrir innflutning matvæla. Eins og
nú háttar eyðileggst meira sovéskt
korn vegna trassaskapar í með- -
fórum en nemur öllum innflutningi
þeirrar vöru, 15% kjötframleiðslu
fara líka í súginn og 60% af upp-
skeru ávaxta og grænmetis. Reka
þarf obbann af eftirlitsliðinu í land-
búnaði. Nú starfa þrjár milljónir
skriffinna þar, með þeim árangri
að Sovétríkin eru í svelti, en í
Bandaríkjunum megna tvær millj-
ónir bænda að sjá þjóðinni fyrir
mat og hafa þar að auki ærið afiögu
til útflutnings.
Þá vill Shmeléf að sovétstjórnin
afii sem svarar 30 milljörðum doll-
ara erlends gjaldeyris að láni á
næstu tveim til þrem árum, til
dæmis gegn veði í sovéska gullforð-
anum. Þessu fé veröi varið til að
bæta úr vöruskortinum á sovésk-
um neytendamarkaði.
Shmeléf hefur lengst af átt undir
högg að sækja hjá sovéskum stjórn-
völdum með uppástungur sínar en
Gorbatsjof hafði hann með í fóru-
neyti sínu í opinberu heimsókninni
til Frakklands um daginn. Og ann-
ar hagfræðingur, sem hallast hefur
að róttækum úrræðum, Leoníd
Abalkin, er orðinn aðstoðarforsæt-
isráðherra í ríkisstjórninni með
yfirumsjón efnahagsstefnu á sinni
könnu.
Verkfallsmenn á fundi á aðaltorgi námubæjarins Prokopéfsk í Kúsbass
vestarlega í Síberíu.