Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. Popp Umsjón Snorri Már Skúlason ari ástæðu var horflð frá útgáfu plöt- unnar í desember 1985. Er hér var komið sögu var búið að pressa slatta af plötunni og þar sem nokkrir kassar stóðu í stafla í höfuð- stöðvum Kitchenware Records (dótt- urfyrirtæki CBS) hvarf einn þeirra með þeim afleiðingum að „bootleg“ (ólöglegar útgáfur), sem innihélt efni plötunnar, tók að streyma á markað í Evrópu. Þessi „bootleg" seldust grimmt án þess að hljómsveitin og hljómplötufyrirtækið fengju krónu í kassann. Því var það beinlínis af illri nauðsyn sem "Protest Song" var gef- in út (til að hefta frekari sölu „boot- legsins"), enda kemur platan eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í þró- unarsögu Prefab Sprout. Lög "Prot- est Song" hljóma flest eins og gamlir vinir, og fagnaðarfundir verða öðru hveiju þegar plötunni er rennt í gegn. "Protest Song" ber þess merki að vera jafnaldri "Steve McQueen", en samanburð við þann grip stenst "nýja" platan ekki. Hér er þó á ferð prýðis popp-plata sem sannar að andagift Paddy McAloon árið 1985 var með eindæmum. Prefab Sprout. Prefab Sprout og tímavélin Enafhverju? Skoski popp-kvartettinn Prefab Sprout, sem á sér ófáafylgjendur hér á landi, sendi nýverið á markað plöt- una "Protest Song", plötu sem illt er að staösetja á.tímaás. Þó að "Protest Song" hafi aðeins verið fáar vikur á markaöi er engan veginn hægt að tala um hana sem nýja, þar sem efni hennar var hljóðritað fyrir fjórum árum og hefur aukinheldur gengið kaupum og sölum á svörtum mark- aði í Evrópu um nokkurra missera skeið. Þetta er undarleg saga um plötu, sem varð til, en átti að gleymast, saga um plötu sem komst í hendur óprút- tinna manna og öðlaðist endurnýjun lífdaga, saga um plötu sem gefin var út nú í sumar nánast í óþökk flestra sem að henni stóðu. Bailið byijaði á haustdögum ársins 1985, skömmu eftir útkomu meist- araverksins "Steve McQueen", en þá hélt hljómsveitin í hljóðver í New- castle og tók upp tug laga sem orðið höfðu útundan þegar "Steve McQue- en" var hijóðrituð. Markmiðið með hljóðversför svo stuttu eftir útkomu nýrrar plötu var að búa til plötu sem skyldi seld á tónleikum hljómsveitar- innar veturinn ’85-’86, og var áætluð útgáfa plötunnar í desember 1985. Eitthvað virðist hljómpötufyrirtækið CBS hafa vantreyst skynsemi aðdá- enda hljómsveitarinnar, þar sem fyr- irtækið taldi það rugla fólk í ríminu ef tvær plötur kæmu út með aðeins nokkurra mánaða millibili. Af þess- Örlagasaga hljómplötu Texasbúinn Stevie Ray Vaughan: Edrú og sjaldan betri Gítarhetja er fyrirbrigði sem verður æ sjaldséðara í nútíma rokktónlist. Líklegt er að breyttar áherslur í tónhstinni ráði þar mestu um og fyrir vikið standa gamlar hetjur enn á stalli sem mestu gítarsnillingar rokksins, hetjur á borð við Jimi Hendrix, Eric Clapton, Jeff Beck, Johnny Winter og Jimmy Page svo ein- hver nöfn séu nefnd. Fáar nýjar gítarhetjur hafa risið til frægðar á þessum áratug en í þeim geir- fuglahópi má merkan telja Bandaríkjamanninn Stevie Ray Vaughan sem á dögunum sendi frá sér sína bestu plötu í 6 ár. Helsti lærimeistari Stevie Ray í gegnum tíðina er Jimi Hendrix og lýsir Stevie Ray fyrstu kynn- um sínum af meistaranum þann- ig: „Æth ég hafi ekki verið 11 eða 12 ára gamah þegar bróðir minn kom heim með fyrstu Hendrix plötuna, Are you Experienced, hún var mér uppljómun. Mér fannst tónhstin sambland af öhu því besta sem ég hafði heyrt, hún kom yfir mig sem reiöarslag og éghefekkiveriðsamur eftir. ‘ ‘ TU að gera langa sögu stutta þá sá Davið Bowie þennan fima gít- arleikara í sjónvarpi haustið 1982 þegar upptökur Let’s Dance plöt- unnar voru í burðarhðnum. Þar sem Bowie sat og hreifst fyrir framan skjáinn hét hann sjálfum sér því að fá þennan fingralipra Texasbúa tíl hðs við sig og varð það úr. Samstarf Bowies og Stevie Ray Vaughans varð heldur enda- sleppt þvi þegar æfingar fyrir Serious Moonlight hljómleika- ferðina voru komnar á lokastig rak Bowie Stevie Ray úr þjónustu sinni þar sem honum fannst gít- arleikarinn of frekur á aurinn. Stevie Ray Vaughan þurfti þó ekki að örvænta því skömmu eft- ir að hann tók pokann sá hinn aldraði CBS maður John Hamm- ond til hans á sviði. Hammond þessi hafði m.a. unnið sér það til frægðar aö hafa uppgötvað Bob Dylan og Bruce Springsteen á sínum tíma. Hammond hreifst strax af fingralipurð, krafti og ferskleika Stevie Ray Vaughans þar sem hann framdi gítargaldra með 26 ára gamlan Stratocaster að vopni. Gítarleikaranum var boöinn samningur og sumarið 1983 var hann mættur í hljóðver og viðfangsefnið var eigin sóló- plata. Platan sem kahaðist Texas Flo- od veitti Stevie Ray fljúgandi start enda opinberaði hún stór- kostlegan gítarleikara og blúsara af gamla skólanum. Á fjórum mánuðu seldist 'A mhljóneintaka af plötunni, tvö lög hennar voru útnefnd til Grammyverðlaun- anna og sjálfur var Stevie Ray Vaughan vahnn besti og efni- legasti gítarleikari ársins af sér- stöku gítartímariti og Texas Flo- od vahn besta gitarplata ársins. Síðan 1983 hefur Stevie Ray Vaughan sent frá sér nokkrar hljómplötur sem ekki hafa náð Texas Flood að gæðum nema ef vera skyldi platan Couldnt Stand the Weather. Endurkoma Stevie Ray Vaughan árið 1989 er sérlega ánægjuleg ekki síst fyrir þá sök að hann hefur náð tökum á drykkjusýki sem var á góðri leið með að eyðheggja líf hans. „Ég lifði í þeirri goðsögn sem predikaði aö þeim mun fyllri og dópaðri sem maður er þeim mun betri sphari, þeim mun meiri fil- ingur. Því miður þurfti ég að ganga á veggi tU aö sjá að svo er ekki. Á nýju plötunni, In Step, er ég ekki að predika edrúmennsku því að þeir sem eru á mörkunum eða komnir yfir þau vita stöðu sína, þurfa bara að viðurkenna hana fyrir sjálfum sér. Ég er þakklátur fyrir að hafa gert það og í dag lifi ég nýju og betra lífi.“ In Step tileinkar Stevie Ray Vaughan minningu John Hamm- onds sem lést tæplega áttræður fyrir fáum mánuöum. Hammond var maðurinn sem veitti Stevie Ray tækifærið og eftir að leiðir þeirra lágu fyrst saman árið 1983 ríkti mikU vinátta þeirra í milli enda útsetti John Hammpnd tvær fyrstu plötur Stevie Ray Vaug- hans í félagi við gítarleikarann. In Step verður aö telja yfirveg- uðustu plötu Stevie Ray Vaug- hans. Á 6 ára ferli hefur hann sannað fmgralipurð sína og kraft, en á nýju plötunni virðist Stevie Ray vera að sanna sig sem tónlist- armann frekar en hljóðfæraleik- ara. Tónhstin fellur ekki í skUgg- Stevie Ray Vaughan með Mick Jagger. ann af fingraæfingum heldur eru laglegar laglínur skreyttar af smekkvísi. Blúsaðar ballöður fara Stevie Ray Vaughan aö vanda best og er ein slík Riviera Paradise hápunktur annars góðr- arplötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.