Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Síða 18
18
Ég er svo ómerkileg persóna að
blaðamenn hafa ekkert viö mig að
tala. Þess vegna varð ég að taka
þetta viðtal viö sjálfan mig.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
þig?
Þær eru svo ofsalega margar en
ætli ég segi ekki bara World Survey
of Climatology í nítján bindum. Sú
bók hafði ofsalega heit og köld áhrif
á mig.
Hvaða persóna hefur haft mest
áhrif á þig?
Gvendur smali. Ég er nefnilega svo
áhrifagjam.
Hver er sætasta kona sem þú hefur
séð?
Hún Stína.
Hver er sætasti maður sem þú hef-
ur séð?
Hann Palli.
Hvert er sætasta dýr sem þú hefur
séð?
Þau eru svo ofsalega mörg. En ætli
ég segi ekki Gulli gullhamstur.
Hann er svo sexí.
Hvenær varðstu hræddastur á
ævinni?
Ég hef nú ailtaf verið skíthræddur
og þess vegna aldrei verið neitt sér-
staklega „hræddastur“ á ævinni.
Hvenær varðstu hugrakkastur á
ævinni?
Það var víst í þetta eina sinn sem
ég varð aldeilis óhræddur.
Hvenær varðstu glaðastur á
ævinni?
Það var nú þegar ég var ástfanginn
af gleðikonunni í Glaðheimum, þá
var ég langglaðastur.
Hvenær varðstu hryggastur á
ævinni?
Það var þegar hún yfirgaf mig,
gleðikonan í Glaðheimum. Þá var
ég hryggastur.
Hvenær varðstu graðastur á
ævinni?
Það var þegar ég las viðtahð við
skáldkonuna sem á sér svo dóna-
legan draum að hann er ekki prent-
hæfur. Þá varð ég hjólgraðastur.
Hvernig var veðrið þegar þú fædd-
ist?
Rok og rigning
Hvernig verður veðrið þegar þú
deyrð?
Rok og rigning.
Hvað er uppáhaldsveðrið þitt?
Sól og blíða.
Hver er uppáhaldsfjölmiðlastjarn-
an þín?
Steingrímur.
Hver er uppáhaldsstjórnmálamað-
urinn þinn?
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
Ég á mér draum
Guðmundur H. Garðarsson. -
Hvað myndi þurfa til að þú flýðir
land?
Að hann hætti í pólitík.
Hvert myndirðu fara ef þú yrðir að
flýja land?
Til sjós.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert
orðinn stór?
Stórmenni.
Hvers gætirðu síst verið án?
Ég get ekki hugsað mér lífið án
súrefnis því ég anda svo miklu af
því.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera?
Að gera eitthvað. En það eru ofsa-
lega margir sem kunna það vel.
Hvað frnnst þér skemmtilegast að
gera?
Að standa með vondu fólki og
kjafta illa um náungann, gjarna
Sigurður Þór Guðjónsson.
yfir mjólkurglasi en ég drekk ekki
kaffi.
Hvað finnst þér ofsalegast í lífinu?
Það er algjört leyndarmál.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Það er eiginlega með það eins og
hræðsluna. Það fer allt, allt, allt í
taugarnar á mér.
Manstu eftir einhverri pínlegri að-
stöðu sem þú hefur lent í?
Nei. Ég er búinn að gleyma henni.
En hún var ofsalega pínleg. Jú,
annars! Nú man ég hana. Ég datt
einu sinni í sjóinn og drukknaði.
En ég hef lesið um það í bókum að
sumt dautt fólk viti ekki að það sé
dautt þegar það er dautt. Og þegar
ég vaknaði á gjörgæslunni þá
mtmdi ég eftir þessu. Það var
óþægilegt, vegna þess að nú veit
ég ekki hvort ég vaknaði nokkuð
upp frá dauðum eða hvort ég er
dauður en bara veit ekki að ég sé
dauður. Þetta er oft ofsalega pínlegt
þegar ég er að rölta niðri í bæ og
hitti fólk sem veit þá ekkert hvort
það er að tala við mig eða bara ein-
hvem draug.
Hvað vildirðu helst starfa við ef þú
gætir ekki sinnt ritstörfum?
Eg myndi fara í ballett ef ég mögu-
lega gæti þaö. Ég dansa nefnilega
svo mikið en bara í huganum. Þó
kemur fyrir að eitt og eitt spor fer
á gólf.
Attu þér draum?
Já. Ég á mér draum. Það er að
dónalegustu draumar dónalegu
skáldkonunnar rætist og ég verði í
draumnum. Hann verður sko ekki
prenthæfur. En samt verður hann
prentaður í næsta helgarblaði.
Sigurður Þór Guðjónsson
Finnur þú fimm breytingai? 12
Hvemig líkar stráknum við spældu eggin? Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þegar
betur er að gáð kemur í ljós
að á myndinni til hægri hef-
ur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm
atriði skaltu merkja við þau
með krossi á hægri mynd-
inni og senda okkur hana
ásamt nafni þínu og heimil-
isfangi. Að tveimur vikum
hðnum birtum við nöfn sig-
urvegara.
1. H.C.M. stereoferðatæki
með tvöfóldu segulbandi að
verðmæti kr. 5.785,-
2. E.T.G. útvarpsklukka að
verðmæti kr. 1.400,-
Verðlaunin koma frá Sjón-
varpsmiðstöðinni hf., Síð-
umúla 2, Reykjavík.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 12
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir tíundu get-
raun reyndust vera:
1. Jóhanna S. Ágústs-
dóttir,
Fífusundi 12, 530 Hvamms-
tangi.
2. Sveinbjörg Jónsdóttir,
Drápuhlíð 44,105 Reykjavík.