Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 19
,i! á'.í <•$ iro.Mn/o'j/ i LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. 19 Sérstaklega einfaldur klæðnaður sem ungar stúlkur á öllum aldri hafa óspart nýtt sér. Hjólabuxnatískan Röndóttar, rósóttar, einlitar, glans- andi, stuttar, síðar og allar niðþröng- ar. Svokallaðar hjólabuxur hafa ver- ið gífurlega vinsælar á meðal ungra stúlkna hér á skerinu í sumar. Ýmist ná þær niður á mið lærin eða rétt niður á hnén. Sérstaklega einfaldur klæðnaður sem ungar stúlkur á öll- um aldri hafa óspart nýtt sér. Eldra fólki hefur þótt þetta frekar furðuleg fatatíska en öllu má venj- ast. Það er svo sem ekki hlýindunum fyrir að fara hér á landi en engu að síður hefur hjólabuxnatískan þótt við hæfi. Enda horfir tískan í fæstum tilfellum til veðurs. Því hafa mis- langleggjaðar stúlkur sprangað um með bera kálfana, bíðandi eftir sumr- inu í suddanum og rokinu og látið sér fátt um finnast, hjólabuxur skulu það vera. Nú má finna þessar flíkur, eða pjötlur eins og sumir vilja kalla þær, á útsölum verslananna úti um borg og bý. Efnismeiri og hlýrri brækur munu væntanlega ráða ríkjum innan skamms, eða um það leyti sem hausta tekur. Ungu stúlkurnar hafa flestar gefist upp á að bíða eftir sumr- inu og eru því farnar að draga buxna- skálmarnar niður fyrir hnén og jafn- vel niður á miðja kálfana. En tíðindamenn telja að hjólreiðar ungra stúlkna hafi lítið aukist í kjöl- far þessa hjólabuxnaæðis, ímyndin hefur aðeins verið fengin að láni. „Hjá ÓS fást sterkar og fallegar hellur til að gera hvers kyns stéttir og bflastæði. Ég mæli með hellunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefhi og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. Hellunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals. I FERÐALAGIÐ MEÐ FANGIÐ FULLT AF EGILS Vi lítri - hvorki meira né minna. ósazislA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.