Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Side 22
22
LAUGARDAGUR 22'. JCLI 1989.
stend
í skilum
segir Ólafur Laufdal veitingakóngur sem ber allar slúðursögur um sig til bakc
„Þaö var aldrei ætlun mín að selja
Broadway. Þessi hugmynd kom upp
fyrst í vor. Ég hefði getað rekið stað-
inn áfram. Hitt er annað mál að
stáðurinn er stór og mikill og ekki
á færi allra aö kaupa hann. Þegar
borgin vildi kaupa sá ég ekki fyrir
mér betri og tryggari kaupanda,"
segir Ólafur Laufdal veitingakóng-
ur er hann var spurður um ástæðu
þess aö hann hefur nú selt Reykja-
víkurborg veitingahúsið Broadway.
„Þetta kom eiginlega upp fyrir til-
viljun. Ég vil segja að borgin geri
gríðarlega góð kaup. Hún fær húsið
langt undir sannvirði, borgar ekk-
ert út og greiðir skuldabréf á mjög
löngum tíma. Broadway er nietið á
176 milljónir en ég sel á 118 milljón-
ir með engri utborgun nema ég fæ
. þrjár lóðir hér við hliðina," segir
Ólafur sem er með skrifstofu sína
að Aðalstræti 16 sem jafnframt er
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur. Sú lóð
var í eigu Ólafs auk Aöalstrætis 14.
Nú hefur hann eignast Aðalstræti
18 og lóðirnar númer 2 og 4 við
Túngötu. Þar með hefur Ólafur
Laufdal eignast fimm lóðir á horni
Aðalstrætis og Túngötu.
„Eins og stendur hef ég ekki
ákveðið neitt sérstaklega hvað ég
ætla að gera við þessar lóðir,“ segir
Ólafur. Hugmyndin var, þegar ég
keypti tvær fyrstu lóðirnar hér, að
byggja nýtt hús. Það er mjög margt
sem hægt er að gera hér því staður-
inn er bæði verðmætur og eftirsótt-
ur. Ein hugmynd er t.d. sú að ef
Hótel Borg leggst niður væri þetta
tilvalinn staður til aö byggja á nýtt
miðbæjarhótel þótt ég hafi það ekki
í huga nú. Ég hef víst nóg með að
reisa Hótel ísland. Þetta er einungis
hugmynd. Ég reikna reyndar ekki
með að gera neitt hér á næstunni
og öll framtíðarplön fá aö bíða,“
segir Ólafur.
Bestu kaup
borgarinnar
„Eg get staðhæft að Reykjavíkur-
borg hefur sparað sér mikla pen-
inga með því að kaupa Broadway.
Slíkan stað vantar tilfinnanlega og
ef ráðist hefði verið í byggingu veit-
ingahúss hefði það verið miklu mun
kostnaðarmeira. Borgin lagði málið
fyrir hina ýmsu sérfræðinga áður
en ákveðið var aö kaupa staðinn og
mér skilst að allir hafi verið sam-
mála um að heppilegt væri að kaupa
staðinn. Broadway er aðeins átta
ára gamalt hús og sérsmíðað sem
veitingahús. Það á eftir að nýtast
borginni mjög vel og hentar fyrir
alls kyns samkomur. Þetta er ein
besta fjárfesting sem borgin hefur
ráðist í.“
Ólafur ber til baka allar sögusagn-
ir um að Broadway henti ekki fyrir
eldri borgara. „Það er af og frá. Ég
hef haldið fjölmörg skemmtikvöld á
hverju ári í Broadway fyrir eldri
borgara og ekki fengið neitt nema
þakklæti frá þessu fólki. Enginn
hefur kvartað yfir tröppum."
Viss léttir
Þegar Ólafur er spurður hvers
vegna hann hafi selt Broadway
núna svarar hann því til að Hótel
ísland sé mikil og kostnaðarsöm
bygging. „Húsiö kostar á annan
milljarð og nú þegar eru komnar í
það 860 milljónir. Það segir sig sjálft
að maður þarf að selja eitthvað af
eignum til að halda áfram svo
kostnaðarsamri byggingu, Verð-
bólgan hefur vaðið áfram síðan ég
byrjaði að byggja Hótel ísland og
tvær til þrjár stórar gengisfellingar
á ári til viðbótar hafa aukið kostn-
aðinn. Auk þess hefur allt dregist
mjög saman í þjóðfélaginu. Aðsókn
að veitingahúsum hefur stórminnk-
að vegna minnkandi tekna fólksins
í landinu. Þá hefur veitingahúsum
fjölgað að undanfómu langt um-
fram það sem eðlilegt getur tahst. Á
næstu áram sé ég ekki að ástandið
muni skána mikið. Það var því óhjá-
kvæmilegt að losa sig við einhverjar
eignir."
Minnkandi aðsókn
Ólafur segist hafa verið bjartsýim
er hann byrjaði að byggja Hótel ís-
lartd en í ljós hefði komið að það
væri erfitt að halda úti tveimur
stórum skemmtistöðum. „Broad-
way var algjör bylting þegar það var
opnað á sínum tíma og þá voru þeir
ófáir sem spáðu því að ég væri að
fara á hausinn. Broadway var meira
að segja tekið sem reikningsdæmi í
Háskóla fslands og enginn fékk
dæmið til að ganga upp. Það gekk
nú samt upp.
Broadway er sennilega umtalað-
asti veitingastaöur sem til hefur
verið á íslandi. Nýjungamar voru
algjörar á staðnum og ég gat tekið
helmingi fleiri í mat en nokkurn
„Hótel Island er stærsta bygging
sem nokkur einstaklingur á íslandi
hefur ráðist í,“ segir Ólafur Lauf-
dal sem segist vera bjartsýnn á
að Hótel ísland muni standa undir
sér.
tíma hafði áður þekkst. Þegar stað-
urinn var opnaður 1981 þótti það
furðu sæta og var fjallað um staðinn
í erlendum blöðum. ‘
í lok áttunda áratugarins var.
besta aðsókn aö veitingahúsum sem
hefur þekkst en allt frá þeim tíma
hefur hún verið að minnka með
breyttu þjóðfélagi. Á aðeins tuttugu
árum hefur allt lífsmynstur á Is-
landi gjörbreyst. Ég get nefnt dæmi
eins og pöbbana og Stöð 2 en veit-
ingamenn fundu verulega fyrir
minnkandi aðsókn eftir að þeir
komu til sögunnar."
Ólafur segir að það sé vissulega
léttir fyrir sig að losna við að reka
tvo stóra veitingastaði. „Um leið og
verður einu veitingahúsinu færra
er það bara af því góða,“ segir hann.
„Peningar eru mjög dýrir hér á
landi og undanfarið hefur jafnvel
verið betra fyrir mig að láta bygg-
ingu Hótel íslands standa ókláraða.
Ég sé þó fram á betri tíma og stefni
að því að opna helming hótelsins
næsta sumar. Það er grundvöllur
fyrir hótelrekstri hér á landi eins
og sést t.d. á því að Eimskipafélagið
ætlar óhikað að fara út í byggingu
hótels. Ég er því ósmeykur enda er
ég með tvö þúsund og fimm hundr-
uð manna skemmtistað sem ég fylli
á einu kvöldi."
Viturlegt
að draga saman
Ólafur hefur á undanfórnum
árum ráðist í umfangsmiklar fram-
kvæmdir. Fyrst Hollywood, þá Bro-
adway, Hótel Borg, síðan kom Sjall-
inn á Akureyri, hótel á Akureyri,
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur og loks
Hótel ísland. Hann segir að því sé
ekki að neita að þessu fylgi mikil
vinna. „Það er gaman að þessu þeg-
ar vel gengur en vitaskuld liggur
mikil vinna á bak við,“ segir hann.
„Síöan er alltaf spurning hvort öll
þessi vinna sé þess virði að standa
í henni. Á næstu árum er örugglega
viturlegt að draga frekar saman en
hitt. Ég er samt ekki að segja að ég
gæti ekki eignast fleiri veitingastaði
- það má vel vera. Þaö er mjög
þægileg tilfinning að vera vinsæl-
astur á markaðnum og ég hef alltaf
keppt að því,“ segir Ólafur og bros-
ir.
Ekki dýr aðgangseyrir
Eins og flestum er kunnugt hefur
Ólafur Laufdal gjörbreytt skemmti-
staðamenningu íslendinga og verið
maðurinn á bakvið allar þær breyt-
ingar. Hann er ábyrgðarmaður fyr-
ir öllum sínum eignum persónulega
og trúir á það sem hann er að gera.
Þá átti hann hugmyndina að
„show“ skemmtikvöldum sem um
leið hækkuðu aðgangseyrinn að
veitingahúsunum sem aftur hefur
verið gagnrýnt. Ólafur telur alls
ekki of dýrt inn á Hótel ísland ef
staðurinn er borinn saman við svip-
aða staði erlendis. Hann bendir á
að aðgöngumiðar hans gildi á fióra
staði, séu nokkurs konar skipt-
imiöar.
„Raunar er Hótel ísland langt á
undan öörum skemmtistöðum hvað
varðar flesta hluti. Erlendir veit-
ingamenn, sem hingað hafa komið,
hafa rekið upp stór augu er þeir
koma á Hótel Island.
Ég hef enga trú á að lægri að-
gangseyrir breytti miklu. Verslun á
barnum á mann á kvöldi nær ekki
átta hundruð krónum. Fólk kemur
ekki inn fyrr en um miðnætti og
staðnum er lokað klukkan þrjú. Það
eru rúmir tveir tímar sem einhver
verslun er á barnum og ef aðgangs-
eyrir væri ekki til staðar gæti ég
gleymt því að reka þennan stað.
Aðgangseyririnn er dýr, vín er líka
dýrt og matur en þetta hefur ekki
hækkað neitt umfram annað sem
hækkað hefur í þjóðfélaginu. Stór
hluti fólks sem kemur inn á
skemmtistaðina drekkur ekki neitt.
Það er t.d. mun ódýrara hér á landi
að fara út að skemmta sér en ann-
ars staðar á Norðurlöndunum.“
Leigusamningur
Borgarinnar
að renna út
Ólafur segist oft hafa látið sér
detta í hug að setja upp krá í mið-
bænum en segir að ágóðinn af þeim
sem eru fyrir sé mjög lítill. „Tíð eig-
endaskipti á þessum stöðum sýna
það best,“ segir hann. „Fólk kemur
ekki inn á krár til að drekka. Þaö
kemur til að hitta fólk og fær sér
kannski einn bjór,“ segir Ólafur.
Hótel Borg hefur verið talsvert til
umfiöllunar vegna áhuga Alþingis
á að kaupa staðinn. Ólafur tók
Borgina á leigu til tíu ára en hefur
nú stytt leigusamninginn. „Borgin
er óráðið dæmi en leigusamningur
minn rennur út núna 1. september.
Umræður eru nú að fara af stað um
hvort ég verði með hana einhvern
smátíma í viðbót en eigendur hafa
áhuga á að selja Alþingi staðinn.
Ég stytti leigusamninginn einfald-
lega vegna þess að leigan er orðin
allof há. Það borgar sig ekki að
halda áfram rekstri með þeirri
leigu. Fyrir sex árum voru sextán
staöir á höfuðborgarsvæðinu með
vínveitingaleyfi, nú eru þeir að
nálgast hundrað. Þetta er eins og
meö vídeóleigur eða sjoppur - allir
ímynda sér aö hægt sé að græða á
þessum viðskiptum en núna eru
ótrúlegustu staðir aö fara á haus-
inn. Ég tel það algjört brjál-