Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 23
LÁUGARDAGUR' 22; JÚLÍ 1989. 35
„Það er vissulega léttir að losna við að reka tvo stóra skemmtistaði. Um leið og veitingahúsum fækkar um eitt er það af því góða,“ segir Olafur Laufdal. DV-myndir JAK
æði að gefa öllum þessum aðilum
rekstrarleyfi í sömu atvinnugrein-
inni.
Allir í því sama
Ég keypti Sjaliann á Akureyri fyr-
ir nokkrum árum og sá rekstur
gengur ágætlega en það er ná-
kvæmlega sama brjálæðið fyrir
norðan og hér varðandi uppbygg-
ingu veitingahúsa. Það er sama þar
og hér í bænum að húsið troðfyllist
á laugardögum en svo er miklu
færra fólk hina dagana. Laugar-
dagskvöld eru aðalkvöldin yfir
sumarið en á veturna er yfirleitt
eitthvað um að vera á hverju
kvöldi."
Ólafur rekur einnig Ferðaskrif-
stofu Reykjavíkur en hann hefur
selt helminginn til íslaugar Aðal-
steinsdóttur sem sér um rekstur-
inn. „íslaug hefur gert mjög góða
hluti hér enda margir sem þekkja
hana af því góða. Þetta er lítil ferða-
skrifstofa en gengur vel. Það tekur
nokkur ár að tryggja sér sess á þess-
um vettvangi en ég hef trú á að
ferðaskrifstofan spjari sig,“ segir
Ólafur. Þá má ekki gleyma hlut
hans í íslenska útvarpsfélaginu sem
rekur Bylgjuna og Stjörnuna.
TVeirnýir
matsölustaðir
í haust ætlar Ólafur að opna nýjan
sal á Hótel íslandi með sérinn-
gangi. Markaðssetning á hótelinu
er í startholunum á erlendum
mörkuðum. Hótel ísland er samtals
11000 fermetrar, 120 herbergi eru
þar sem eiga að vera í lúxusklassa
og glæsilegar svítur. „Hér eru flott
hótel, svo sem Holiday Inn, Loftleið-
ir, Esja og Hótel Saga. Hótel ísland
verður enginn eftirbátur þeirra
nema síður sé.“
Fjölmörg tilboð hafa komið í hús-
gögn en Ólafur segir að ekkert hafi
enn verið ákveðið í þeim efnum.
„Það hefði verið æskilegt að kaupa
innlenda framleiðslu en það eru
engir á þeim markaði hér á landi.“
Ólafur segir að engin sundlaug
verði á Hótel íslandi en hins vegar
verði tveir veitingastaðir á efstu
hæðunum. „Þar verður um algjöra
nýjung að ræða sem ég vil ekki tjá
mig um enn sem komið er. Á toppn-
um á hótehnu er frábært útsýni.
Þessi staður verður í allt öðrum stíl
en hér hefur þekkst," segir hann.
„Neðri álma hótelsins er tilbúin
undir tréverk núna en ég held að
fólk geri sér enga grein fyrir hversu
mikil þessi bygging er,“ segir Ólaf-
ur. „Það hefur enginn einstakhngur
á íslandi byggt stærra hús,“ bætir
hann við. „Fyrir einn mann er gríð-
arlegt mál að fjármagna slíka bygg-
ingu, fá lán og annað shkt.“
Illkvittnar
slúðursögur
Ólafur Laufdal, sem lengi hefur
gengið undir nafninu kóngur ís-
lenska skemmtanalífsins, hefur ekki
farið varhluta af sögusögnum og
slúðri sem ætíð hefur fylgt íslend-
ingum. Oft hafa heyrst þær sögur
að nú sé Óli Laufdal að fara á haus-
inn. ólafur segist ahtafvera að heyra
einhveijar furðusögur um sig.
„Ég hef alltaf komiö heiðarlega
fram við fólk og þyki traustur í við-
skiptum. Enginn hefur tapað á við-
skiptum við mig. Ég stend í skilum
og ef maður gerir það þá eru manni
allar dyr opnar. Slúðursögur hafa
fylgt mönnum í veitingarekstri hér
á landi löngu áður en ég fór út á
þennan markað. Ég get stundum
orðið öskureiður þegar ég heyri
slíkar slúðursögur og þær snerta
mig. Ég hef aldrei verið kallaður í
yfirheyrslu hjá lögreglu en samt
ganga sögur um að ég sitji í fangelsi
vegna fíkniefnamála. Mér fínnst
þetta ákaflega leiðinlegt því ég hef
aldrei umgengist slíkt fólk, þekki
það ekki og hef ekki áhuga á því.
Þannig fólk er hvorki í vinnu hjá
mér né gestir mínir. Ég heyrði um
daginn að ég væri dáinn. Þetta er
óskiljanlegur hlutur. Því miður
virðist þessi öfund og illgirni hafa
fylgt íslendingum allt frá því þeir
komu úr torfbæjunum. Hér á landi
þurfa þekktir menn að sýna sig með
vissu mihibili til að sýna að þeir séu
hvorki látnir eða í fangelsi.
Stend í skilum
Svo er það sagan um að ég sé kom-
inn á hausinn," bætir Ólafur við og
segir með tilfinningu; „Ólafur Lauf-
aal stendur hundrað prósent í skh-
um og er hvergi getið í vanskha-
skrám. Meira að segja sjónvarps-
stöðvar og blöðin létu mig ekki í friði
því þeir vUdu vita hvort ég væri að
fara á hausinn. Mér finnst þetta
dónaskapur,“ segir Ólafur og segist
því miöur engu geta breytt. „Þeir
sem þekkja mig vita betur. Maður
fær engin lán nema að þau séu
tryggð í bak og fyrir."
Margir gætu haldið að Ólafur
Laufdal væri ákaflega stressaður
maður. Svo er ekki og þar sem hann
situr á skrifstofu sinni og ræðir
slúður og annað miður skemmtilegt
virðist hann afslappaður. „Nei, ég
er ekki stressaður," segir hann þeg-
ar hanner spurður um stressið. „Ég
á mjög gott með að sofa, vakna
snemma á morgnana og fer í sund
og er venjulega mættur í vinnu fyr-
ir átta. Það er heilmikil vinna í
kringum þennan rekstur og ég á
sjaldan frí. Ég hef líka alltaf verið
sjálfur í öllum hlutum og fylgst
með.“
Ólafur verður 45 ára í næsta mán-
uði og segist stundum hugsa til þess
að gott væri að eiga fleiri hvfídar-
stundir. „Innan fárra ára fer maður
að hugsa um að taka það rólegar.
Þetta hefur gengið upp vegna þess
að ég hef verið með puttana í öllum
rekstrinum. Vegna þessarar gífur-
legu vinnu sem ég hef lagt á mig
finnst mér ég eiga skilið það sem
mér hefur áunnist," segir Ólafur
Laufdal og sjálfsagt mun engan
undra þótt hann ætti eftir að bæta
einhver met sín í nýjungum á næstu
árum.
-ELA