Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
37
Hinhliðin
Árni Snævarr fréttamaður sá um að halda áhorfendum Sjónvarps vakandi yfir nærri þriggja stunda langri
mynd frá byltingarafmælinu i Frakklandi á sunnudagskvöid.
Leiðinlegt að tala
við leiðinlega
stjómmálamenn
- segir fréttamaðurinn Ami Snævarr
Ámi Snævarr, fréttamaður er-
lendra frétta hjá Sjónvarpinu, hef-
ur nú aftur hafið störf eftir að hafa
dvalið um eins árs skeið í Frakk-
landi í námi í fjölmiðlun. Áður hef-
ur Ámi dvalið um tvö og hálft ár
í Frakklandi þar sem hann lærði
frönsku og sögu. Undanfarna daga
hefur Árni haft í nógu að snúast í
sambandi við fréttir af byltingaraf-
mælinu í Frakklandi. Á sunnu-
dagskvöld sýndi Sjónvarpið þátt
frá afmælinu sem stóð yfir á þriðja
tíma. Árni sá um að ræða við áhorf-
endur á meðan á útsendingunni
stóð en sitt sýndist hverjum um
ágæti dagskrárinnar. Árni Snæv-
arr sýnir á sér hina hliðina að
þessu sinni:
Fullt nafni: Árni Þorvaldur Snæv-
arr.
Fæðingardagur og ár: 4. mars 1962.
Böm: Asgerður, tæplega ársgömul.
Bifreið: Lancia, árg. ’86.
Starf: Fréttamaður.
Laun: Ég er ekki enn farinn að fá
útborgað svo ég veit ekki hver þau
eru.
Áhugamál: Þau eru margvísleg,
svo sem tónlist, bókmenntir, ferða-
lög og starfið.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
'réttar í lottóinu? Eg skil það ekki
en ég hef aldrei fengiö neina. Ég
spila heldur ekki oft.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Ferðast.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Það er margt sem kemur til
greina. Mér þykir tii dæmis mjög
leiðinlegt að tala við leiðinlega
stjórnmálamenn.
Uppáhaldsmatur: Thailenskur
matur, sennilega vegna þess að ég
hef ekki rekist á matsölustaði með
þess konar mat hér á landi.
Uppáhaldsdrykkur: Gott kaffi, ex-
presso.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Ætli mér finnist það
ekki vera KR-ingurinn Rúnar
Kristinsson.
Uppáhaldstímarit: Þjóðlif.
Fallegasta kona sem þú hefur séð:
Ásdís Schram.
Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn-
inni: Allir góðir blaðamenn eru
alltaf í stjórnarandstöðu.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta?-Álexander Dubeck og Gor-
batsjov.
Uppáhaldsleikari: Robert Duval og
Jean-Louis Trintignant.
Uppáhaldsleikkona: Beatrice Balld.
Uppáhaldssöngvari: Lue Reed.
Uppáhaldstjórnmálamaður: Bron-
islaw Geremek.
Hlynntur eða andvígur hvalveiðum
íslendinga: Mér þóttu þær skyn-
samlegar en nú finnst mér báðir
aðilar hafa slæman málstað í þessu
máli.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir í
Sjónvarpinu.
Hlynntur eða andvígur veru varn-
arliðsins hér á landi: Mér finnst ég
ekki geta svarað þessari spurningu
öðruvísi en með jái og neii.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður
G. Tómasson.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Nær eingöngu á Sjón-
varpið því ég á ekki afruglara.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ætli ég
nefni ekki vini mína Egil Helgason
og Jón Óskar Sólnes.
Uppáhaldsskemmtistaður: Það er
tvímælalaust KR-ingastaðurinn
Rauða ljónið þó ég hafi aldrei kom-
ið þangað.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, en framtiðin er
mín veikasta hlið.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég ætla til Brasilíu og ferðast
þar um.
-ELA
M EN NTAMÁLARÁÐU N EYTIÐ
Laust embætti er
forseti íslands veitir:
Við Kennaraháskóla íslands er laust til umsóknar emb-
ætti prófessors I uppeldis- og sálarfræði.
Auk fullgilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa viður-
kennd kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti nægilegan
kennslufræðilegan undirbúning.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1990.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. september nk.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni skýrslu
um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og
rannsóknarskýrslur svo og upplýsingar um námsferil
og störf. Þau verk sem umsækjandi óskar að dómnefnd
fjalli um skulu einnig fylgja.
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við Fósturskóla íslands er laus til umsóknar heil staða
í sálarfræði næsta skólaár í afleysingum. Þá er laust
hálft starf félagsfræðikennara. Upplýsingar veitir skóla-
stjóri í sima 612320.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 3. ágúst nk.
Laugardaga, 9.00 - 14.00
Sunnudaga, 18.00 - 22.00
ER SMÁAUGLÝSINGA
BLADID
SÍMINNER