Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Blaðsíða 27
39 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. Fjölskyldan í fríi: Lífestfll Phantasialand og Panorama-Park Hafi fólk bíl til umráöa og sé statt í Frankfurt er hægt aö nota tímann til margs. Ef fólk er ekki að hugsa um miklar vegalengdir og ætlar kannski að leigja bíl einn dag má benda á tvo skemmtigarða, Phanta- sialand og Panorama-Park. í Phantasialand er unnt að finna eitthvað fyrir alla, bæði böm og full- orðna. Einna helst má lýsa fyrirbær- inu þannig að þarnalsé skemmtileg blanda af Tívolíi í Kaupmannahöfn og Disneylandi. Þetta er ævintýra- heimur, þar sem öllu ægir saman, leiktækjum, dýragarði, fjölleikahúsi, draugalegum frumskógi með furðu- veram og svona mætti lengi telja. Garðurinn er opinn daglega fram til 31. október. Það tekur um tvær klukkustundir að aka þangað frá Frankfurt á hrað- braut fram hjá borgunum Mainz, Bingen og Koblenz (A 61) að hrað- brautargatnamótunum (Autobahn- kreuz) Bhesheim, þar er farið yfir á hraðbrautina A 553. Ekið er út af henni þar sem stendur á skilti Brúhl-Súd. Þegar komið er út af henni er Phantasialand merkt á skiltum, enda örstutt á áfangastað. Panoroma-Park er sömuleiðis mik- ill ævintýraheimur fyrir alla fjöl- skylduna. Annars vegar er um að ræða skemmtigarð, eins og við þekkjum betur undir nafninu Tívolí, og hins vegar er þetta stór dýragarð- ur, þar sem finna má flestar hinar villtu dýrategundir Þýskalands í góðu yfirlæti. í góðu veðri er dagur- inn fljótur að líða í garðinum. Nefna má að þarna er dýrðarinnar „rússí- bani“ - bæði í vatni og á landi, hvers konar sleðarennibrautir, sem allir hafa gamar. af, 180 gráöu kvik- myndahús, töfrabrögð á útivistar- svæðinu og vöfílur með rjóma. Svo er hægt að fara í göngutúra um dýra- garðinn. Garðurinn er á mjög fallegu svæði í Sauerland. Frá Frankfurt er í mesta lagi tveggja tíma akstur þangað. Ekið er frá Frankfurt á hraðbraut A 5 og alltaf fylgt skiltunum þar sem Dortmund kemur fram. Af A 5 er farið yfir á hraðbraut A 45 og enn til kemur að OLPE, þar er farið út er ekið í áttina til Dortmund, þangað af A 5 og komið á þjóðveg B 55. Þá er ekið að bæ sem heitir Lennestadt. Þar er merktur vegur B 236, sem ligg- ur til Oberhundem, en þar er garður- innstaðsettur. -J.Mai Frá Frankfurt er örstutt í tv.o skemmtilega garða. „Gagnrýnendur eru búnir að hakka i sig bókina." -,,Þá verður maður auðvit- að að lesa hana.“ Teikning eftir Storm Petersen sem verður í sviðsljósinu á bókamessunni í Gautaborg. Flughræðsla í síðasta ferðablaði var sagt frá hefur með námskeiðin að gera. hugtækniaðferðum til lækningar á Hún heitir Fræðslumiðstöðin Æsir flughræðslu. Því miður misritaðist og síminn er 172 30. -J.Mar nafnið á fræðslumiðstöðinni sem Bókahátíð í Gautaborg Þeir íslendingar, sem staddir veröa í námunda við Gautaborg í Svíþjóð dagana 7.-10. september, ættu ekki að láta fram hjá sér fara mestu bóka- messu sem haldin er á Norðurlönd- um. Á messunni, sem gengur undir nafninu „Bok & Bibliotek 89“, verða staddir fulltrúar frá öllum helstu útgefendum á Norðurlöndum, ásamt þeim höfundum sem þeir era með á sínum snærum, bæði norrænum og annars staðar frá. Höfundarnir verða kynntir á sér- stökum blaðamannafundum eða ræða um bækur og bókmenntir í opnum fyrirlestrum. Meðal þeirra sem sækja messuna og spjalla viö gesti má nefna kanada- diska höfundinn Robertson Davies, sem spáð hefur veriö nóbelsverð- launum, tyrkneska höfundinn Yasar Kemal, þekktur hérlendis fyrir „Mehmed mjóa“, Ursulu Le Guin, ítalska höfundinn Alberto Moravia, spennusöguhöfundinn Elmore Leon- ard, Bandaríkjamanninn E. L. Doc- torow og svissneska höfundinn Fred- erich Dúrrenmatt. Fjöldi norrænna höfunda kemur að sjálfsögðu einnig við sögu, meðal annars tekur Einar Kárason þátt í málþingi um nýnæmi í norrænni skáldsagnagerð. írak: Talað um teiknimyndir Teiknimyndasögur verða sérstak- lega í sviðsljósi þessarar messu. Teiknimyndahöfundar frá ýmsum löndum tala um verk sín, þar á með- al Ástralíumaðurinn Gary Clark og Bandaríkjamaöurinn Bud Grace, og teiknimyndir verða grandskoðaðar frá ýmsum sjónhomum. í tengslum við þær uppákomur verð'ur sett upp sýning á verkum hins óviöjafnanlega danska teiknara, Storm Petersen. -ai. Reynt að efla ferðamarniastrauminn Aðdráttarafl íraks fyrir erlenda ferðamenn felst fyrst og fremst í fornminjum, sögu þjóðarinnar og þeirri rómantísku áru sem umlykur Bagdad, höfuðborg landsins - borg- ina þar sem Scherazade safnaði sam- an ævintýrunum og sögunum í 1001 nótt og Ali Baha oliusauð 40 þjófa. Um þessar mundir er unnið aö því að endurbyggja hina fomu Babylon og á hún, þegar því verður lokið, að verða eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn til landsins. Meðal bygg- inga, sem unnið er að endurbyggingu á, er höll sem Nebúkadneser reisti á sjöttu öld fyrir Krist og hið fræga Ishtar hlið ásamt nokkrum hofum. Frá höfuðborginni Bagdad er um klukkustundar akstur til Babylon á ágætri hraðbraut. Einnig er unnið að endurbyggingu fornminja í Neneveh, eða Mosol eins og borgin er kölluð nú, en það er ekkert í líkingu við þá endurbygg- ingu sem á sér stað í Babylon. Með því að endurbyggja Babylon hyggjast írakar reyna aö höfða til venjulegra ferðamanna. Landið get- ur samt sem áður virkað fráhrind- andi á ferðamenn því mikil höft era þar á ýmiss konar upplýsingamiðl- un. Til dæmis er bannað að selja er- lend blöð og bækur í landinu, þó er lítið blað gefið út á ensku í höfuö- borginni en það er vandlega ritskoð- að. Á öðrum sviðum ríkir hins vegar meira frjálsræði í írak en í öðrum arabalöndum, til dæmis er er hægt að kaupa áfengi á hótelum og börum og konum er óhætt að ganga um úti án þess að þurfa nokkuð að óttast: írak er mjög dýrt fyrir erlenda ferðamenn sé miðað við löndin sem næst liggja. Hins vegar era yfirvöld að vinna að því aö lækka verð eins og kostur er. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.