Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989.
51
Afmæli
Baldur Vilhelmsson
Baldur Vilhelmsson, prófastur í
Vatnsfirði, er sextugur í dag. Baldur
er fæddur á Hofsósi í Skagafjarðar-
sýslu og lauk stúdentsprófi frá MA
1950. Hann varkennari í Skaga-
skólahverfi í Austur-Húnavatns-
sýslu 1951-1952, lauk guðfræðiprófi
í HÍ1956 og fyrsta stigs prófi í klass-
ískri grísku frá HÍ1981. Baldur hef-
ur verið prestur í Vatnsfirði frá 1956
og hefur verið settur prófastur í ísa-
fiarðarprófastsdæmi frá 1. mars
1988. Hann var kennari í Barna- og
unglingaskólanum í Reykjanesi
1956-1968 og 1984-1985 og próf-
dómari í Héraðsskólanum í Reykja-
nesi frá 1974. Baldur var formaður
Ungmennafélagsins Vísis 1963-1974,
í sáttanefnd og formaður barna-
verndarnefndar 1962-1976. Hann
var í hreppsnefnd Reykjarfiarðar-
hrepps 195871966 og 1968-1986 og í
sýslunefnd ísafiarðarsýslu 1966-
1968 og frá 1978. Baldur var formað-
ur skólanefndar Barnaskólans í
Reykjanesi 1958-1962 og 1966-1974
og í skólanefnd Grunnskólans í
Reykjanesi 1974-1987. Hann var í
skólanefnd Héraðsskólans í Reykja-
nesi 1962-1966 og 1978-1982, formað-
ur 1965-1966. Baldur hefur verið for-
maður veiðifélags Vatnsfiarðardals
frá stofnun þess 1971 og í stjórn
Æðarræktarfélags Norður-ísafiarð-
arsýslu frá 1964. Hann var formaður
bókasafns Vatnsfiarðarsveitar
1957-1976, bókasafns í Reykjanesi
frá stofnun 1977 og í stjórn Bóka-
safns ísafiarðar 1981-1985. Baldur
kvæntistð. október 1957, Ólafíu
Salvarsdóttur, f. 12. ágúst 1931. For-
eldrar Ólafíu voru, Salvar Ólafsson,
b. í Reykjarfirði í Vatnsfiarðarsveit
og kona hans, Ragnheiður Hákonar-
dóttir, ráðskona í Reykjanesskóla.
Börn Baldurs og-Ólafiu eru, Evlalía
Sigríður Kristjánsdóttir (stjúpdótt-
ir) f. 1. júni 1951, afgreiðslumaður í
Rvík, gift Jóhanni Jónssyni, hús-
gagnsmið og framkvæmdastjóra;
Hallfríður, f. 25. september 1957,
bókasafnsfræðingur, bókavörður á
Landsbókasafni íslands; Ragnheiö-
ur, f. 6. október 1958, póstafgreiðslu-
maður á ísafirði, gift Kristjáni B.
Sigmundssyni vélstjóra; Þorvaldur,
f. 5. nóvember 1959, bifreiðastjóri í
Rvík; Stefán Oddur, f. 5. apríl 1966,
starfsmaður Heklu hf. í Rvík, og
Guðbrandur, f. 2. maí 1968, starfar
við matvælaframleiðslu í Kópavogi.
Systkini Baldurs eru Pálmi, skrif-
stofumaður hjá Vegagerð ríkisins,
Ásdís, gift Þórði Kristjánssyni, yfir-
kennara í Rvik, Birgir, prentari í
Rvík, og Leifur, símvirki í Rvík,
kvæntur Sæunni Eiríksdóttur skrif-
stofumanni.
Foreldrar Baldurs voru Vilhelm
Erlendsson,póst-ogsímstöðvar- —
stjóri á Blönduósi, og kona hans,
Hallfríður Pálmadóttir. Fööursystir
Baldurs var Guðrún, móðir Ólafs
Hauks Árnasonar áfengisvama-
ráðunautar. Önnur föðursystir
Baldurs var Margrét, móðir Erlends
Sigmundssonar, fyrrv. prófasts á
Seyðisfirði. Þriðjaföðursystir Bald-
urs var Anna, móðir Höskuldar,
skrifstofusfióra LÍ, og Valgarðs,
framkvæmdstjóri SÍF, Ólafssona.
Fjórða föðursystir Baldurs var Stef-
anía, amma Stefáns Skarphéðins-
sonar, sýslumanns á Patreksfirði.
Vilhelm var sonur Erlends, verslun-
arstjóra á Hofsósi, bróður Vilhelm-
ínu, ömmu Magnúsar Hallgrímms-
sonar, verkfræðings í Rvík. Erlend-
ur var sonur Páls, b. á Hofi í Hjalta-
dal, Erlendssonar, bróður Guðrún-
ar, ömmu Friðriks Friðrikssonar
æskulýðsleiðtoga. Bróðir Páls var
Jónas, afi Guðrúnar, móður Björns
á Löngumýri og ömmu Páls Péturs-
sonar og Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar. Móðir Páls var Sigríður
Guðmundsdóttir, b. í Sörlatungu,
Ólafssonar, skálds í Þverbrekku í
Öxnadal, Jónssonar. Móðir Guð-
mundar var Sigríður Þorláksdóttir,
b. á Ásgeirsbrekku, Jónssonár, ætt-
föður Asgeirsbrekkuættarinnar.
Móðir Erlends var Guðrún, dóttir
Magnúsar, b. á Hjaltastöðum í
Blönduhlíð, Þorsteinssonar og konu
hans, Hólmfríðar, systur Guðrúnar,
ömmu Björns Pálssonar, fyrsta stór-
templars. Hólmfríður var dóttir
Gamalíels, prests á Myrká, Þorleifs-
sonar og konu hans, Hólmfríðar
Stefánsdóttur, prests í Laufási, Hall-
dórssonar, langafa Bjöms, afa
Bjöms Stefánssonar erindreka.
Móðir Hólmfríðar var Þuríður Jóns-
dóttir, systir Þorgríms, langafa
Gríms Thomsen.
Móðir Vilhelms var Guðbjörg
Stefánsdóttir, b. á Fjöllum í Keldu-
hverfi, Ólafssonar, b. á Auðbjargar-
stöðum, Gottskálkssonar, hrepp-
stjóra í Nýjabæ, Pálssonar, langafa
Jóns Trausta og Benedikts, föður
Bjama forsætisráðherra. Gottskálk
var einnig langafi Friðriks, föður
Barða, fyrrv. framkvæmdastjóra
VÍ. Móðir Stefáns var Kristín, systir
Bjargar, ömmu Nonna og
langömmu Jóhannesar, föður Ás-
geirs, forstjóra Innkaupastofnunar
ríkisins. Önnur systir Kristínar var
Guðný, móðir Kristjáns Fjalla-
skálds. Kristín var dóttir Sveins,
hreppstjóra á Hallbjarnarstöðum,
Guðmundssonar, b. á Sandhólum,
Guðmundssonar, b. í Keldunesi,
Guðmundssonar, bróður Steinunn-
ar, móður Stefáns Halldórssonar,
prests í Laufási. Móðir Sveins var
Ingunn Pálsdóttir, b. á Víkinga-
vatni, Amgrímssonar. Móðir Guð-
bjargar var Anna Guðmundsdóttir,
b. á Hallbjamarstöðum, Sveinsson-
ar, bróður Kristínar.
Móðursystir Baldurs var Þór-
Baldur Vilhelmsson.
anna, amma Jónasar Kristjánsson-
ar ritstjóra. Önnur móðursystir
Baldurs var Þorbjörg, amma Leifs
Þórarinssf"'' iónskálds. Móður-
bróður baidurs er Jón, b. á Þingeyr-
um, faðir Guðrúnar arkitekts. Hall-
fríður var dóttir Pálma, prests á
Höfða, Þóroddssonar, bróður Ingi-
bjargar, móður Jóns Loftssonar
framkvæmdastjóra, afa Jóns L.
Árnasonar stórmeistara. Ingibjörg
var einnig móðir Pálma, forsfióra
Skipaútgerðar ríkisins, afa Más
Gunnarssonar, starfsmannasfióra
Flugleiða. MóðirHallfríðarvar
Anna Jónsdóttir, prófasts á Reyni-
stað, Hallssonar, afa Jóns Stefáns-
sonar Ustmálara. Baldur verður að
heimanídag.
Guðrún Jónína Sveinbjömsdóttir
Guðrún Jónína Sveinbjörnsdótt-
ir, Hjallalundi 15E, Akureyri, verð-
ursjötugámorgun.
Guðrún fæddist á Kolgrímastöð-
um í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.
Fyrri maður Guðrúnar var Sopus
Franz Jónsson Trampe, f. 1916. For-
eldrar hans voru Jón P. Trampe, b.
í Litla-Dal í Saurbæjarhreppi, og
kona hans, Þórdís Árnadóttir. Franz
lést 1941.
Börn Guðrúnár og Franz eru
Brynjar, f. 16.7.1939, fasteignasah í
Reykjavík, kvæntur Ástu Pálsdótt-
ur, húsmóður og starfsmanni hjá
Verðlagsstofnun, ög eiga þau þrjá
syni og þrjú barnabörn; RagnhUdur,
f. 8.11.1940, húsmóðir og skrifstofu-
maður á Akureyri, gift Gísla Kristni
Lórenssyni slökkvUiðsmanni og
eiga þau fiögur börn og þrjú barna-
börn.
Seinni maður Guðrúnar var Bern-
harð Pálsson bifreiðastjóri, f. 1903,
en hann lést 1969. Foreldrar hans
voru PáU Sigurðsson, síðast b. á
TorfufeUi í Eyjafirði, og kona hans,
Sigríður Jónsdóttir. Bernharð ólst
upp á Grund frá unga aldri og þar
áttu þau Guðrún heima til 1959. Þá
fluttu þau í nýbyggt félagsheimiU
HrafnagUshrepps, Laugaborg, þar
sem þau tóku við stöðu húsvarðar.
Því starfi gegndi Guðrún tU ársins
1980 er hún flutti til Akureyrar en
þar hefur hún starfað við Dvalar-
heimiUð Hlíð.
Börn Guðrúnar og Bernharðs eru
Sigrún, f. 2.5.1946, húsmóðir á Ak-
ureyri og starfsmaður á leikvelli,
gift Val Baldvinssyni rafvirkja og
eiga þau þrjú böm og eitt barna-
bam; Aðalsteinn, f. 6.2.1954, lög-
reglumaður í Reykjavík, kvæntur
Rögnu Ágústsdóttur, húsmóður og
sjúkraUða og eiga þau tvo syni; Sig-
ríður, f. 22.4.1955, húsmóðir og
sjúkraUði á Akuryeri, gift Valgeiri
Anton Þórissyni bifvélavirkja og
eiga þau þrjár dætur.
Systkini Guðrúnar eru Rósa, f.
1904, d. 1967, húsmóðir í Hleiðar-
garði, gift Halldóri Friðrikssyni;
Herbert, f. 1906, málari á Akureyri,
kvæntur Friðriku Hallgrímsdóttur;
Daníel, f. 1911, d. 1976, b. í Saurbæ,
kvæntur GunnhUdi Kristihsdóttur;
Sigtryggur, f. 1916, b. í Sandhólum,
kvæntur Helgu Jóhannesdóttur;
Hrafn, f. 1928, bifvélavirki á Akur-
eyri, kvæntur Báru Ólsen.
Foreldrar Guðrúnar voru Svein-
björn Sigtryggsson, f. 8.6.1882, d.
17.10.1938, síðast bóndi í Saurbæ í
Eyjafirði, og kona hans Sigrún Jóns-
dóttir, f. 28.11.1882, d. 18.1.1945,
húsfreyja.
Foreldrar Sveinbjörns voru Sig-
Guðrún Jónína Sveinbjörnsdóttir.
tryggur, b. í Hólakoti, Jónsson, b. í
Hólum ogvíðar, Jónassonar, og
kona Sigtryggs, IngibjörgFriðbjarn-
ardóttir, b. á Völlum, Benediktsson-
ar.
Foreldrar Sigrúnar voru Jón, b. í
Ytra-Dalsgerði, Jósúason, b. í Ár-
gerði, Jónssonar, og kona Jóns,
Guðrún Bergrós Oddsdóttir, b. á
Rauðalæk á Þelamörk, Bergsson.
Guðrún tekur á móti gestum í
Laugarborg á afmælisdaginn milh
klukkan 15 og 19.00.
Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir
Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir
póstafgréiðslumaður, Hátúni 6,
Vestmannaeyjum, verður fimmtug
á morgun. Guðlaug er fædd í Vest-
mannaeyjum og ólst þar upp. Guö-
lauggiftist 6.júní 1959 Jóni Valgarði
Guðjónsssyni, f. 8. október 1931,
skipstjóra. Foreldrar jóns eru Guð-
jón Jónsson vélstjóri og kona hans
Marta Jónsdóttir sem bæði eru ætt-
uð úr Landeyjunum. Börn Guðlaug-
ar eru Ásdís Þorvaldsdóttir, f. 1956,
gift Annfinni Hansen og eiga þau
eina dóttur; Marta Jónsdóttir, f.
1959, gift GústafÓ. Guðmundssyni
og eiga þau fióra syni; Gunnar Jóns-
son, f. 1960, en hann er látinn; Guð-
jón Valur Jónsson, f. 1962, sem einn-
ig er látinn; Sigurbjörg Jónsdóttir,
f. 1964 og er sambýhsmaður hennar
Gunnar Þór Friðriksson; Valgarð
Jónsson, f. 1969, í foreldrarhúsum
en unnusta hans er Erla Guðmunds-
dóttir. Bróðir Guðlaugar var Kjart-
an Hreinn Pálsson, f. 1938, kvæntur
Halldóru Valgerði Jóhannsdóttur,
en þau eru bæði látin. Kjartan
Hreinn og Halldóra Valgerður eign-
uðust þrjú börn sem öll eru búsett
á Selfossi.
Foreldrar Guðlaugar eru Gunnar
Kristberg Sigurðsson, f. 9. ágúst
1914, málarameistari, og kona hans,
Sigurbjörg Sóley Böðvardóttir, f. 21.
október. 1913. Gunnar er sonur Sig-
urðar sjómanns Gunnarssonar og
konu hans, Guðbjargar Ingveldar
Eyjólfsdóttur, b. á Hryggjum í Mýr-
dal Bjarnasonar, b. í Hæðargarði,
Gíslasonar. Móðir Guðbjargar var
Sigríður Sigurðardóttir, b. í Péturs-
ey í Mýrdal, Péturssonar, og konu
hans Vilborgar Jónsdóttur, b. í
Drangshlíð undir Eyjafiöllum,
Björnssonar. Móðir Vilborgar var
Þuríður Guðmundsdóttir, b. á Stein-
um, Jónssonar, lögréttumanns í Sel-
koti undir Eyjafiöllum, ísleifssonar,
ættföður Selkotsættarinnar.
Sigurbjörg er dóttir Böðvars, b. á
Bólstaö í Mýrdal, Sigurðssonar, b. á
Rauðhálsi, Loftssonar, b. á Höfða-
brekku, Guðmundssonar, b. í Holti,
Loftssonar. Móðir Sigurðar var Þór-
dís Markúsdóttir, b. í Bólstað, Árna-
sonar, og konu hans, Elínar Skúla-
Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir.
dóttur. Móðir Böðvars var Steinunn
Guðlaugsdóttir, b. á Ketilsstöðum,
Eyjólfssonar, ogkonu hans, Ingi-
bjargar Ingimundardóttur. Móðir
Sigurbjargar var Hugborg Runólfs-
dóttir, b. á Ketilsstöðum í Mýrdal,
Sigurðssonar, b. á ljótarstöðum Bót-
ólfssonar. Móðir Hugborgar var Vil-
helmína Eiríksdóttur, b. Leirum,
undir Eyjafiöllum Jónssonar og
konu hans Elínar Sveinsdóttur.
Til hamingju með afmælið 23. júlí
80 ára 50 ára
Pálina Sigurðardóttir, Nýbýlavegi 28, Hvolhreppi, Rangár- vallasýslu Guðrún Gisladóttir, Hlégarði 17, Kópavogi Hrefha Sighvatsdóttir, Hátúni 14, Vestmannaeyjum Sveinn Gunnur Hálfdánarson, Kveldúlfsgötu 16, Borgamesi Sveinn Steinar Guðjónsson, Bakkaseli 2, Reykjavík Birgir Friðriksson, Heiöarholh 32 F, Keflavík Ema Geirmundsdóttir, Kárastíg 9, Hofsósi Sveinn Sigurjónsson, Melabraut 75, Selijarnamesi
75 ára
Ingólfur Sigmarsson, Braeðraborg, Hofsósi
70 ára 40 ára
Friðbjörn Þórhallsson, Kirkjugötu 3, Hofsósi. Hann tekur á móti gestum í félagsheimilinu Höfða- borg frá kl. 16. Ragnheiður Hafstað, Grímshaga 1, Reykjavík
Bima Margrét Guðjónsdóttir, Tungusíðu 6, Akureyri Kristinn Björnsson, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavik Sigurður Hlöðversson, Suðurgötu 86, Sigluflrðí Una Vilhjálmsdóttir, Fellsenda, Þingvallasveit Guðbjörg Guðbjörnsdóttir, KJébergi 14, Þorlákshöfo Jónina Kristbjörg Pálsdóttir, Kjarrhólma 4, Kópavogi Jósef L. Marinósson, Árskógum 17, Egilsstööum Örlygur Sveinsson, Ásmundarstöðum 2, Ásahreppi, Rang- árvallasýslu
60 ára
Helga Jóhannesdóttir, Smáragrund 1, Ytri-Torfustaðahreppi, Húnavatnssýslu Elsa Friðriksdóttir, Austurbrún 27, Reykjavík Hildur Guðný Ásvaldsdóttir, Gautlöndum 1, Skútustaðahreppi, Suö- ur-Þingeyjarsýslu
Margrét Halldórsdóttir
Margrét Halldórsdóttir húsmóöir,
Erluhrauni 4, Hafnarfirði, er áttatíu
ogfimmáraídag.
Margét fæddist í Reykjavík, dóttir
hjónanna Önnu Erlendsdóttur og
Halldórs Friðrikssonar skipstjóra.
Hún flutti eins ár til Hafnarfiarðar
og hefur átt þar heima síðan, að
undanskildum nokkrum árum í
Breiðafiarðareyjum og fyrstu bú-
skaparárunum í Vestmannaeyjmn.
Margrét átti fimm systkini og er
ein systir hennar á lífi. Sú er Helga
sem býr í Reykjavík. Hin systkinin
voru Erlendur Hahdórsson bruna-
eftirhtsmaður, Jón Halldórsson út-
gerðarmaður, Friðrik, loftskeyta-
maður á gömlu Esjunni, og Ólafía
sem lést tólf ára að aldri.
Margrét giftist 1940 Guðna Páls-
syni, ættuðum úr Biskupstungum.
Hófu þau búskap í Vestmannaeyj-
um en fluttu síðan í Hafnarfiörðinn
þar sem þau byggðu sér hús að Vita-
stíg9.
Dóttir Margétar og Guðna er Anna
húsmóöir, gift Birgi Eyjólfssyni og
eiga þau þrjú börn, Guðna, f. 1971,
Kristrúnu, f. 1967, og Margréti, f.
Margret Halldórsdóttir.
1960, en hún er gift Gunnari Ólafs-
syni, gestamóttökustjóra á Hótel
Esju, og eiga þau tvær dætur, Önnu
Hlín og Thelmu. Dætur Guðna frá
fyrri sambúð eru Guöfinna og Theo-
dóra.
Margrét missti mann sinn 1959 og
bjó hún þá ein í húsinu sínu á Vita-
stígnum þar til fyrir níu árum að
hún flutti í íbúð í sama húsi og dótt-
ir hennar og tengdasonur búa en
þarbýrhúnenn.