Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1989, Qupperneq 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989. Loðdýrarækt: Sumir verða gjald- Rar lítið á i ■■■■ nllll þrota en llilv H 1 einhver kjarni liffir - segir forsætisráðherra „Menn gera sér litlar vonir aö það fáist upp í kostnað loðdýrabænda fyrir skinnaverðið núna,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. „En ef bankarnir ætla að ganga að bændum er ég ansi hræddur um að uppskeran verði mjög rýr hjá þeim. Það er náttúrlega öllum til góðs ef það er hægt að fara skikkanlega í gegnum þessa erfiðleika. Sumir munu stöðvast, sumir munu verða gjaldþrota en kannski er einhver kjarni sem getur lifað þetta af og orðið seinna að undirstöðum undir traustum loðdýrabúskap þegar verð- ið fer upp á ný.“ Á fundi ráðherra með lánadrottn- um loðdýrabænda var samþykkt að ekki yrði gengið að bændum eða fóð- urstöðvum við innheimtu á afurða- og stofnlánum fram að næsta upp- boði, sem verður seint í haust. Áður hafði ríkisstjórnin samþykkt að greiða fóður enn frekar niður, eða um 38 milljónir til viðbótar við 55 milljóna niðurgreiðslu frá því um síðustu áramót. - En munu þessar aðgerðir duga til aö halda lífi í greininni? „Það á að duga ásamt því að draga úr fjármagnskostnaðinum og inn- heimtuaðgerðum," sagði Steingrím- ur -gse OPIB ÖU KVÖID C StóBASHACinr TISSOT GÆÐI - GLÆSEEIKI LOKI Skánar þessi andskoti ekki ef veðurfræðingarnir fara aftur í verkfall? okkar í málefnum Mitóll kurr er S ráðherrum Al- þýðuflokksins þar sem Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra vi3I ganga til viðræðna við Borgara- flokkinn um hugsanlega þátttöku í ríkisstjórn á grundvelli afnáms lánskjaravísitölu og matarskatts. „Þeir hafa sett þessa kröfu fram og ég hef sagt að ég séu þessu hvoru tveggja samþykkur. Það ber afar lítið á miili okkar í málefnum; það er alveg hárrétt. Ég hef ekkert far- ið leynt með að ég er mjög andsnú- inn lánskjaravísitölunni,“ Steingrimur. - Er ekki mikil andstaða við þessar hugmyndir innan stjórnarinnar? „Það eru til andstæðingar í ríkis- stjórninni þannig að ég hef ekki getað samþykkt þetta fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.“ Steingrímur hefur haldið á lofti kröfu um afnám lánskjaravísi- tölunnar allt frá vormánuðum 1988. Það er Jón Sigurösson við- skiptaráðherra sem harðast hefur barist gegn hugmyndum Stein- grims um afnám lánskjaravísi- tölunnar innan ríkisstjómarinnar. Deilur þeirra hafa getið af sér nokkrar málamíölanir; lágmark á lánstíma á verðtryggðum lánum, ’nýjan grunn vísitölunnar og skerð- ingu á skiptikjarareikningunum. Bæði Framsókn og Alþýöubanda- lagið halá sett fram hugmyndir um afnám matarskattsins eða sérstakt lægra þrep í virðisaukaskattinum fyrir nauösynjavörar. Alþýðu- flokkurinn hefur Mns vegar staðið gegn því. Upptaka virðisaukaskatts um áramótin mun skerða tekjur ríkis- sjóðs um 2,5 prósent vegna lægri skattprósentu. Ef skattur á mat- væli yröi afnuminn yrði tekjutapið um 6,5 milljarðar og ef sett yrði sérstakt 12 prósent þrep fyrir þær yrði tekjutapið 5 milljarða. Á þingi í vetur lagði Borgara- flokkurinn fram frumvarp um aö hækka skattprcsentuna í virðis- aukanum úr 22 í 25 prósent til þess að fjármagna afnám matarskatts- ins. Slík hækkun á almennri skatt- prósentu myndi leiða til um 2,5 milljarða tekjutaps ef matarskatt- urinn yrði afnuminn og um 1 millj- arða tekjutaps ef matvæli færu í sérstakt skattþrep. -gse Veðrið leikur við börn og fullorðna á Norður- og Austurlandi. Börnin á Egiisstöðum eru léttklædd í blíðunni. Hér eru strákarnir Freyr og Hallur við forláta ökutæki og Hafþór Máni undir stýri. Systir ökumanns, Hafrún Sól, horfir á bróður sinn. DV-mynd Sigrún Þrálát grámygla Ekkert lát er á grámyglunni sem hrjáð hefur íbúa suðvesturhornsins undanfarið og ekki er útlitið alltof gott. Fyrir norðan og austan geisla menn Mns vegar í sólskininu og ráða sér vart fyrir kæti. Hálfþunglyndir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa því margir pakkað rnður og sett stefnuna í norður og austur. Að sögn lögreglu á Selfossi og í Borgarnesi var mikill straumur bíla á þjóðveginum, meiri envenjaertil. -hlh Umhverfisráðu- neyfi um áramót Jón Sveinsson, aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, hefur verið skipaður formaður nefndar sem ætlað er að semja frumvarp um stofnun umhverfismálaráðuneytis. Nefndin mun skila af sér frumvarpi í haust en ráðgert er að umhverfis- málaráðuneytið taki til starfa um næstu áramót. -gse Veðriö um helgina: Hlýtt fyrir norðan og austan - súld sunnan- og vestanlands Á sunnudag verður sunnanátt um allt sunnanvert landið en úrkomulítið fyrir norðan. Hlýtt, einkum á norðan og austanverðu landinu. Á mánudag verða áfram Mýindi um norðan- og austanvert landið og víða sólskin. Súld verður sunnanlands og vestan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.