Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989.
Fréttir
íslenskur tölvuvírus
gerir usla í útttmdum
„Það viröist einhver hafa búiö tll andiþarsemhannvaránámskeiði Kristján sagði að vírusinn færi þaö lítið að unnt ætti aö vera að us, sem heitir enn sem koraið er
þennan virus eftirað umræöan fór umtölvuvirusa. Hann segistsjálfur hægt afstað og sýkti ekki útfrá sér rekja uppruna virusins nokkuð bara „íslenski tðivuvirusinn‘',
í gang i upphafl árs,‘' sagöi Kristján ekki hafa komist £ návígi viö þenn- fyrr en í tíunda hvert skipti sem nákvæmlega. Töluverða sérfræði- skemmir ekki gögn né forrit. Hann
Ingvarson, kerfisfræðingur hjá an islenska tölvuvfrus en er þó forritiö,þarsemhonumheföiverið þekkingu þyrfti til að gera slíkan fer eingöngu inn á svæði sem eru
Gísla J. Johnsen hf., en nú virö- nokkuö kunnugur honum. Ekki plantað i, væri keyrt. Vírusinn vírus og greinilegt væri að hér er ónotuö á hörðu diskunum og merk-
umst viö íslendlngar hafa eignast vlssihanntilþessaðEnglendingar breiðist því ekki mjög hratt út en enginn viðvaningur á ferö. ir þau sem notuð þannig að
okkar eigin tölvuvírus og það hefðu orðið fyrir barðinu á virusn- erfitterhinsvegaraðfmnahann. Ekki er ijóst hvernig slík mál eru geymslurými hverfur skyndilega.
nokkuð skæðan. um en þeir heföu greinilega heyrt meðhöndluð fyrir dómstólum hér á Kristján sagði að erfitt væri að
Virussins, sem hér um ræðir, var umhann. Hugsanlega hœgt aö finna landi en erlendis er gerð töivuvir- gera sér grein fyrir útbreiðslu vir-
getið í The Sunday Times frá siö Vírusinn vinnur á þann hátt að forritarann usatalinflokkastundirskemmdar- ussins en hugsanlega gæti hann
astasunnudegioghanntekinnsem hann eyðir upp geymslurainni Aö sögn Kristiáns þá leynir sér starfsemi og fellur undir almenn verið kominn viöa. Þá gæti farið
dæmi um skæðan tölvuvirus þar í harðra diska. I hvert skipti sem ekki að virusinn hefur verið búinn hegningarlög. Framleiðsla á að bera meira á honum eftir því
landi. hannlæturtilskaraskríðahverfur til vfljandi. Hann taidi hins vegar tölvuvírus getur því verið skaða- sem ffam líöa shmdir.
Kristján er nýkominn frá Engl- minni upp á um 2000 bite. að hiö íslenska tölvusamfélag væri bötaskyld. Þessi íslenski tölvuvir- -SMJ
Sjóflugvélin hifð upp á þurrt með krana.
DV-mynd S
Sjóf lugvélin komin á þurrt
Sjóflugvélin, sem valt í Skeriafirði
aðfaranótt sunnudags, var dregin á
þurrt land í gær. Vélin er í eigu
bandaríska flugmannsins Thomasar
Casey sem ætlaði að fljúga henni í
kringum hnöttinn án þess að lenda
á flugvelli.
Þaö voru nokkrir félagar í siglinga-
félaginu Ými sem stóðu að björgun-
inni ásamt flugvirkjum úr flugskýli
á Reykjavíkurflugvelli sem koma til
með að gera við vélina.
Um tíuleytið fór kafari niður aö
vélinni og setti undir hana flotholt.
Var trilla síðan notuð til að draga
vélina á hvolfi út að enda flugbrautar
þar sem krani velti henni við og hífði
upp á þurrt.
Að sögn Páls Hreinssonar hjá Ými
er mótorinn í vélinni heill og eins
var olían í lagi en öll tæki eru auðvit-
að ónýt.
-GHK
Himdurinn orðinn hitalaus:
Fékk málninguna á
sig vegna óhapps
- var að leika við krakka í vmnuskólanum
Hundurinn, sem fékk á sig bláa
olíumálningu og var um hríð í mik-
ilii lífshættu, er nú orðinn hitalaus
og allar líkur á að hann nái sér.
Upplýst er að hundurinn fékk á sig
málninguna við óhapp í Vinnu-
skóla Reykjavíkur.
Sigurður Lyngdal, yfirkennari í
Vinnuskóla Reykjavíkur, skýrði
blaðinu í gær frá tildrögum at-
burðarins.
„Vinnuflokkur frá vinnuskólan-
um var að vinna við málningar-
framkvæmdir við Kvistaborg í
Fossvogi þegar labradorhundinn
bar að. Hann hoppaði um og lét
eins og gengur og gerist með
hunda,“ sagði Sigurður.
„Hann náði í vinnuvettling af ein-
um í flokknum sem síðan náðist
aftur af hundinum. Barst síðan
vettlingurinn til stúlku og hoppaði
hundurinn með framfætuma upp
á læri hennar en hún var nýbúin
að fylla málningardósina sem hún
var með. Brá þá stúlkunni mjög og
missti hún úr dósinni yflr hundinn.
Bar þá að einhvem eldri dreng sem
síðan reyndi aö ná málningunni af
honum með terpentínu. Þá reif
hundurinn sig lausan og hvarf
sjónum krakkanna," sagði Sigurð-
m-.
Hann sagði að stúikan væri mjög
leið yfir þessum atburði og vonaði
innilega að hundurinn næði sér.
Hundurinn er
orðinn hitalaus
Edda Farestveit, einn eiganda
hundsins, sagði í samtali við DV
að honum líöi nú miklu betur.
„Hann er orðinn hitalaus en það
tekur hann nokkra daga að jafna
sig. Málningin er ennþá dálítið föst
á eyrum og undir auganu og hann
er ennþá með bláma á sér annars
staðar. Fólk hefur hringt til okkar
og boðið okkur efni til aö þrífa hann
með og aðstoð.
Helga Finnsdóttir dýralæknir
sagði að þaö yrði að fylgjast vel
með honmn. Hann er farinn að
borða núna og fá smáglampa í aug-
un. En hann var mjög veikur og
við vissum ekki hve mikla máln-
ingu hann var búinn að sleikja í
sig. Auk þess hefur terpentínan
slæm áhrif.
En það er mikill leikur í svona
labradorhundum þannig að því fór
sem fór. Þegar þeir ná einhverium
hlut og verið er að elta þá er voða
gaman hjá svona dýrum,“ sagði
Edda.
Þórður Friðjónsson:
Samkeppnisstaða útf lutnings hef ur batnað mikið
„Það er alveg ljóst að samkeppnis-
staða útflutningsgreina hefur batnað
töluvert mikið. Raungengi hefur til
dæmis lækkað um rúmlega 10 pró-
sent á mælikvarða launa frá 1988 og
um 6 prósent á mælikvaröa verðlags.
Ef við notum þennan grófa mæli-
kvarða þá gefur hann vísbendingu
um hvemig þetta er fyrir atvinnu-
greinamar í heild,“ sagði Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar.
Eins og fram kom í DV fyrr í vik-
unni telja Samtök fiskvinnslustöðva
að fiskvinnslan sé nú rekin með um
4,2 prósent tapi. Þjóðhagsstofnun
hefúr enn ekki birt sams konar mat
en að sögn Þórðar er niðurstaða
stofnunarinnar mun betri eða nálægt
1 prósent tapi. Staða frystingarinnar
er þar örlítið lakari en söltunar. Ef
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
útgerð er tekin inn í myndina breyt-
ist hún lítið. Frystitogarar og venju-
legir togarar em reknir með litlum
hagnaði en bátamir hins vegar með
umtalsverðu tapi eins og oft áöur.
Þegar litiö er til þess að sjávarút-
vegurinn stendur frammi fyrir um 6
prósent aflasamdrætti á árinu bendir
þetta mat Þjóðhagsstofnunar til að
aðrar atvinnugreinar hafi fengið
mun meiri bata en staða sjávarút-
vegsins gefur tilefni til aö ætla. Auk
þess hefur verð á sjávarafurðum
nánast staðið í staö frá áramótum
og því lækkað að raungildi þar sem
aðrar afuröir hafa hækkað í verði í
takt við verðbólgu.
Að sögn Þórðar mun 6 prósent afla-
samdráttur draga afkomu fisk-
vinnslunnar niöur um 2 til 4 prósent.
Rekstrammhverfi fiskvinnslunnar
að aflasamdrættinum slepptum hef-
ur því snúist mjög við frá fyrra ári
þegar vinnslan var rekin með um 4
prósent tapi. Ef hún hefði sama hrá-
efnismagn til ráðstöfunar nú og í
fyrra mætti því gera ráð fyrir aö um
1 til 3 prósent hagnaður væri á
rekstri hennar.
Þegar litið er til breytinga frá ára-
mótum á tekjum og útgjöldum fisk-
vinnslunar lætur nærri að afkoma
hennar hafi batnað um 5 prósent.
Enn sem komið er hefur aflasam-
drátturinn ekki sett sitt mark á af-
komuna. Það mun hins vegar gerast
þegar líður á árið og þá má búast við
aö árið í heild komi út meö svipuðum
hætti og áætlun Þjóðhagsstofnunar
bendir til.
Aðrar atvinnugreinar þurfa hins
vegar ekki að þola þennan aflasam-
drátt - að minnsta kosti ekki beint.
Það má því gera ráð fyrir að rekstrar-
skilyrði þeirra hafi batnað um 5 pró-
sent það sem af er árinu og að sá
bati verði ekki dreginn til baka.
Þar sem staða sjávarútvegsins hef-
ur verið notuð sem helsta viðmiðun-
artæki stjórnvalda við skráningu
gengisins má búast við aö aðrar út-
flutnings- eða samkeppnisgreinar
muni njóta góðs af aflasamdrættin-
um. Til þess að vega upp áhrif hans
á sjávarútveginn munu stjómvöld
freista þess að lækka raungengi
krónunnar um 2 til 4 prósent umfram
þaö sem hefði þurft að gera til að
eyða áhrifunum af fastgengisstefn-
unni.