Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 11
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. 11 Utlönd Þúsundir flýja skógarelda Grískir slökkviliðsmenn búa sig undir að berjast við skógarelda norðan Aþenu. Símamynd Reuter Palmeinálið: Dómur verðiu* kveðinn upp í dag yflr meintum morðingja Olof Palme en hann var myrtur árið 1986. Réttarhöldunum yfir raann- inum lauk þann 10. júli síðastlið- inn. Að sögn lögfróðra manna benda allar líkur til að hann hafl verið fundinn sekur og verði dæmdur til ævilangrar fangavist- ar. Segja lögmerm að hafl rétturinn haft ástæðu til að ætla að ákærði væri saklaus heföi átt að tilkynna ■ um það og láta hann lausan úr gæsluvaröhaldi strax að loknum réttarhöldunum. Einnig hefði átt að tilkynna strax ef niðurstaða réttarins væri sú að lúnn ákærði þyrfti að gangast undir geðrann- sókn. „Það er engin ástæða til að bíða með tilkynningu um nauðsyn geðrannsóknar,“ sagði Gunnar Falk lögmaður. Auk þess til- kynntu dómarar að þeir myndu kveða upp dóm og það felur í sér að kveðinn verður upp dómur um sekt eða sýknu svo og lengd fangavistar fyrir ákærða, verði hann fundinn sekur, að sögn Falk. En málinu er ekki lokið þó aö ákærði veröi fundinn sekur því að lögfræðingur hans, Arne Lilje- ros, hefur sagt að sektardómi verði áfrýjaö. Það þýðir að málið kemur til kasta hæstaréttar. Ákærði hefur statt og stöðugt haldiö fram sakleysi sínu en mál- tlutningur saksóknara hvílir að miklu leyti á framburði ekkju Palme, Lisbet. Framkvæmd vitnaleiðslanna yfir henni hefúr veriö mikið gagnrýnd í Svíþjóð. Jörn Svensson, fyrrura þing- maður, hefur farið fram á það við trúnaðarmann dómsmálaráðu- neytisins að hann kanni hvort yfirheyrslurnar samræmist sænskum réttarhefðum. Bendir hann á að hinn ákærði hafi ekki fengið aö vera viðstaddur yfir- heyrslumar yfir Lisbet og hafi ekki heyrt þegar þær fóru fram þar sem hann sat í nærliggjandi herbergi og hátalarakerfið hafi verið bilað. Segir hann að til að sakbomingurinn hefði tök á að taka þátt í vörn sinni hefði þurft að tryggja að hann heyrði munn- leganframburðvitnisins. rr Regnskúrir og lækkandi hitastig hafa gert slökkvihðsmönnum í vest- urhluta Kanada auðveldara með að berjast við mikla skógarelda sem þar geisa. Eldarnir hafa neytt meira en 27.000 manns í þremur fylkjum til að yfirgefa hibýli sín, þar af 25.000 í norðurhluta Manitoba. Þetta em verstu skógareldar sem hafa kviknað á þessum slóðum og fylkisstjórnin í Manitoba lýsti yfir neyrarlögum um helgina vegna hinna gífurlegu mannflutninga. Fólkið sem þurfti að yfirgefa heimih sín bjó flest í afskekktum námubæj- um í norðurhluta fylkisins. Tahð er að um 225 eldar brenni í Manitoba, 150 í Norður-Ontario og 165 í Saskatchewan. Flestir þeirra kviknuðu út frá eldingum. Um 1,7 milljónir hektarar lands hafa eyði- lagst í eldunum, þar af 1,24 mihjónir í Manitoba. Slökkvihðsmenn á Grikklandi reyndu í gær að koma í veg fyrir að skógareldar norðan Aþenu næðu til nunnuklausturs frá 13. öld. Eldurinn hafði áður ógnað fjarskiptastöð arstöð. Eldurinn kom upp á sunnu- veg fyrir að hægt væri að nota flug- bandaríska hersins og ohuhreinsun- dag og mikh vindhæð hefur komið í vélar við slökkvistarfið. Reuter UTSALAN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR Útsala á sólstólum, sólbekkjum og garðhúsgögnum, allt að 40% afsláttur. afsláttur . afsláttur afsláttur SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 Sími 621780 ÓDÝRU PLASTSTÓL- ARNIR KOMNIR AFTUR KR. 1.180 STGR. TJALDSTÓLAR KR. 1.092 TJALDBORÐ FRÁKR. 1.300 BORÐ + 4 STÓLAR, ÁÐUR KR. 38.980 NÚ KR. 28.000 - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR. SÓLBEKKIR FRÁ KR. 1.900 SÓLSTÓLAR, ÁÐUR KR. 4.500 NÚ KR. 2.900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.