Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. Spumingin Lesendur Hvað var merkilegast í fréttum í gær? (spurt 25.7.) Eiríkur Guðnason: Ráðherraskiptin hjá Thatcher og að það skuh vera komin ný Thatcher í Japan. Ásdís Sigurðardóttir Cosby: Jú, það var eitthvað um ráðherraskipti í Bretlandi. — Lára Ólafsson: Það voru nógar fréttir fyrir mig að vera einn og hálfan tíma frá Litlu kafíistofunni að Lögbergi á sunnudaginn. Valgarður Sverrisson: Merkilegust var frétt í ríkissjónvarpinu um til- færslur fjármuna frá sparifjáreig- endum til skuldara. Sigrún Sigurðardóttir: Ég hvorki hlustaði né horfði á fréttimar í gær. Ritvinnsla með tölvum: Meiri af köst - betra verk Ritvinnsla með tölvu. - Hagkvæmt gagnavinnslutæki. Dauðastund hjá dýralækni: Ljótar aðfarir Þóra Björg Stefánsdóttir skrifar: Ég fór með rúmlega 15 ára gamla læðu á dýraspítalann í Víðidai til að láta deyða hana. Þaö er ekki auðvelt að sjá á eftir gömlum heimilisvini á þennan hátt en þar sem heilsan.hjá honum var orðin mjög bágborin sá ég mér ekki aðra leið færa. Þegar ég kom á spítalann var læðan orðin hrædd og skalf mikið. Hún hafði aöeins í örfá skipti komið í bíl og þá einmitt til að fara í aðgerðir á þessum sama spítala. Ég hafði hringt nokkrum dögum áður og óskað eftir því að fá að halda á kettinum þegar hann fengi „dauða- sprautuna". Dýralæknirinn kom og vísaði okk- ur inn í herbergi þar sem hann setti köttinn upp á borð. Þær hendur, sem fóru um læðuna mína síðustu sek- úndur lífs hennar, voru ekki mjúkar. Læknirinn lyfti henni ekki öðruvísi upp frá borðinu en með því að rífa í hnakkann á henni og skipaði mér sífellt að vera ekki fyrir. Kötturinn, sem var oröinn skelfd- ur, fékk fyrst snögga sprautu í hnakkann og átti þaö að vera til að róa hann. En læknirinn mátti auðsjá- anlega ekki vera að því að bíða eftir áhrifunum því skyndilega skellti hann dýrinu niður - sem var alls ekki viðbúið og veitti mótspyrnu - stakk sprautu í kviðinn á því og sagði þessu lokið. Nú er ég ekki fagmaður í dýra- lækningum eða dýradeyöingum en þaö segir mér enginn að þetta séu réttu aðferöimar! „Hjólförin verða síðar lækjarfarvegir." Lárus hringdi: Mér datt í hug að hringja til ykkar á lesendasíðunni eftir að hafa lesið bréf frá Pétri Guðmundsyni undir fyrirsögninni „Flaggaö með hræsn- inni“ þar sem hann vitnar til leiðara í tímaritinu Úrvali um hræsni þá sem við íslendingar sýndum í sambandi við handtöku hermannanna þriggja er þeir hinn 17. júní skáru niður nokkra fána í ölæði. - Ég er sam- mála bréfritara um afstöðu hans og leiðarahöfundar Úrvals. Það var reyndcir ekki þetta sem ég ætlaði að tala um heldur grein sem ég fann 1 síðasta Úrvali og var um ritvinnslu og spuminguna hvort að henni væri gagn eða ekki. Það hittist nefnilega svo á að ég hef nýlokið við að fjárfesta í einni af þessum rit- vinnslutölvum, svokallaðri PC tölvu með hörðum diski. Hef hins vegar ekki enn farið á tölvunámskeið og taldi mig ekki þurfa þess eftir að hafa kynnt mér handbækurnar lítil- lega. Þetta er hins vegar mikil firra. Það má gera svo ótalmarga hluti í þessu tæki, sem með réttu má kalla lúxus- ritvél og um leið hagkvæmt gagna- vinnslutæki, að með góðu ritvinnslu- forriti eru manni eiginlega allir vegir færir í þessu efni. - Og eins og segir í greininni í Úrvali er það ekki nema upphafið að geta auðveldlega slegið inn texta í tölvu og kunna að færa bendilinn fram og aftur, þangað sem þarf að breyta eða bæta við. Það varð mér mikill stuðningur að lesa þessa grein um ritvinnslu í Úr- vah og ráðlegg ég öllum sem hafa enn ekki áttað sig á því hvaða gagn getur verið í góðri ritvinnslu að ná sér í ritið og fletta upp á greininni. - Því sá sem er aö byrja að fikra sig inn í tölvuheiminn rekur sig á aö hann þarf aö þjálfa sig upp á nýtt til þess að nýta kosti þessa undratækis. Eftir lesturinn Gunnar Sverrisson skrifar: í vikublaðinu Pressunni, sem kom út fimmtud. 13. júh sl„ rakst ég á athyghsverða grein er nefndist Nátt- úruvörur - viðurkennd vísindi eða skottulækningar. - Örn Svavarsson í rimmu við lyfjaeftirlitið. Mér fannst augljóst mál, þegar ég tók að velta efni greinarinnar fyrir mér, að báðir aðilar hefðu eitthvað til síns máls. Lyfjaeftirlitið er viður- kennd stofnun sem gætir hagsmuna sinna í hvívetna, er vel vakandi og starfi sínu vaxin. - Hið sama má líka segja um Örn Svavarsson sem virðist vel kunna á rekstur Hehsuhússins, hefur reyndar rekið það í mörg ár. Mér finnst að taka megi jákvætt mið af mörgu í viðtali þessu, einmitt í þessu ljósi. Ég er einnig þeirrar skoðunar að ef þessi grein hefði verið skrifuð fyr- ir tíu eða fimmtán árum hefði hún getað valdið nckkru fjaðrafoki. Jafn- vel deilum. Svo virðist ekki gerast í dag þar sem fólk er mun upplýstara en áður. Greinin virðist í fljótu bragði geta valdið leiðum misskiln- ingi en gerir þó ekki annað en vekja athygli á málstað Arnar. Eflaust munu sumir flokka slíkt undir eigin hagsmuni. - En þarna eru frjáls sjón- armið á ferðinni. Enda þótt svo virðist sem um hálf- gert hringl hjá Lyfjaeftirlitinu sé að ræða í þessari grein er svo ekki í raun þar sem þessi virta stofnun er einungis á varðbergi eins og aðrir á þessum síðustu og verstu tímum. - Þeir tímar munu þó koma að sú stofnun og fyrirtæki eins og Svavars og önnur svipuö munu njóta gagn- kvæms trausts. Hvað varð um Decamin? Jóhanna hringdi: Decamin megrunarkúrinn var hér á markaönum hér fyrir nokkru og var talsvert auglýstur. Það er hins vegar nokkuð síðan ég hef getað fengið hann keyptan. Ég notaði þennan kúr talsvert og fannst hann áhrifaríkur. Með því að taka þetta inn að kvöldi til hjaðnaði löngunin í mat og ég gat auðveldlega haldið minni.kjörþyngd. Ég get því fyllilega mælt með Dec- amin fyrir þá sem eru að beriast við aukakílóin. Máhð er þó ekki einfalt á meðan þetta fæst ekki. Ég vil því gjarnan koma þeirri spurningu á framfæri aö þeir sem vita hvað varð um þetta ágæta megrunarefni láti í sér heyra. Lesendasíða DV tekur að sjálf- sögðu við upplýsingum um málið eins og fyrri daginn. Heybrækur og hálendisgæsla fslendingur skrifar: Miklar dauðans heybrækur eru löggæslumenn okkar. Vegir um há- lendi íslands hafa verið lokaðir vegna aurbleytu og vegna þess að enn er snjór og leysingar. Þetta er enn vandamál þótt komið sé fram á sumar. Þrátt fyrir augljósar takmarkanir á vegum og tilkynningar um lokun vega hafa útlendir ferðaménn farið sínu fram og ekið um hálendið og gert þar mikinn skaða. - Að aka um ógróið land er slæmt undir þessum kringumstæðum þar sem hjólforin verða síðar lækjarfarvegir og því má sjá hversu fráleitt þaö er að þola slíka framkomu. Belgíumenn voru stöðvaöir á leið sinni suður Kjöl en þeir bara hlógu og glenntu sig framan í yfirvöldin, fóru rakleitt suður á land og óku norður Kjöl að Hveravöllum. - Sýslu- maðurinn á Blönduósi glúpnaði fyrir framan þessa kauða en lét þá greiða 3000 kr. í sekt. Belgarnir glenntu sig enn og hlógu. - Við þekkjum þessa menn úr landhelgisstríðinu. Þeir voru vanir að fara sínu fram þar. Þeir skildu ekki fyrr en skotið var á þá. En þá seig hjartað líka ofan í buxurnar. Meðferð máls af þessu tagi er okkur til minnkunar og nú geta allir ferða- menn farið sínu fram uppi á hálend- inu. Það kostar ekki nema 3000 krón- ur að vaða um landið þvert og endi- langt, tæta og eyðileggja öræfin og sniðganga öh aðvörunarmerki! Það er kominn tími til að láta annað en heybrókarhátt skakka þennan leik. Hér þarf verulega hert aðhald og miskunnarlausar sektir. Ella verður vaðið yfir hausinn á okkur á öllum sviðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.