Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Page 13
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. 13 Lesendur „Hvar kemst mávurinn í sóóaskap og úrgang ef ekki á sorphaugum mannanna?" er spurt í bréfinu. KENNARAR Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi vantar kennara í almenna kennslu og ensku. Skólinn er í 160 km fjarlægð frá Reykjavík. Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Haukur Sveinbjörnsson, í síma 93-56627 og skólastjóri, Höskuldur Goði, í síma 93-56601. Leyfið mávunum að Irfa Einar Ingvi Magnússon skrifar: Ég var aö hlusta á þáttinn Reykja- vík síðdegis á Bylgjunni þegar þetta bréf er skrifaö (18. júlí). Þar fór fram umræöa um mávinn. Mikill meiri- hluti hlustenda, sem hringdu til þátt- arins, lýsti sig andsnúinn þessari fuglategund. Fólk vildi „hreinsa til“ eöa „grisja stofninn" eins og þaö komst aö oröi. Það vildi eitra fyrir fuglinn, jafnvel skjóta hann, vegna þess aö fólki fannst hann vera með yfirgang. Honum heföi íjölgað ört og þyrfti æti. Talað er um sóðaskap, smit og mengun sem vissir aöilar vilja kenna mávinum um og kalla þennan tígu- lega og fallega fugl með fyrirlitningu „varg“. Þessir menn ættu að líta sér nær. - Hvar kemst mávurinn í sóöa- skap og annan úrgang ef ekki á sorp- haugum mannanna, mengun sem maöurinn er að eyðileggja umhverfið meö. - Svo á að kenna þessum fallega fugli um mengun og óþverra! Mávinum fiölgar og maöurinn fiölgar sér. En mávurinn hreinsar til á meöan maöurinn útbíar. Og þaö hefur mávurinn umfram manninn að á meöan maöurinn bölsótast yfir fuglum loftsins og drepur þá lætur mávurinn manninn i friöi þrátt fyrir þaö aö maðurinn sé aö kaffæra sig og önnur dýr jarðarinnar í eigin spýju. - Leyfiö mávinum að lifa í friði. Hann á einnig sinn tilverurétt. Lífeyrissjóöimir: Ávöxtun á eigin vegum Gamlar bíómyndir Hafliöi Helgason skrifar: Getur nokkur kvikmyndaá- hugamaöur eða bíóeigandi upp- lýst mig um hvað varð um gömlu myndirnar sem sýndar voru t.d. í Austurbæjarbíói fyrir svo sem 20 árum? - myndir með Roy Rog- ers og Trigger. í Stjömubíói man ég eftir myndinni meö sundmanninum mikla Johnny Weissmuller, einng vinsælum Tarzan-mynd- um. - Síðan voru í Hafiiarbíói Abott og Costello-myndirnar. Þetta voru allt listavel gerðar myndir, góöar og fallegar og án alls ofbeldis. Mikið væri gaman að fá upplýst hvað varö um þessar myndir og hvort hægt væri aö fá þær sýndar aftur ef þær eru enn til. Með þökk fyrir birtinguna. Ólafur hringdi: Ég vil taka undir þá takmörkuðu umræðu sem þó hefur orðiö vegna iðgjalda til lífeyrissjóðanna. Það má ekki henda að umræðan um óánægju lífeyrissjóðsgreiðenda detti niður. Þeir sem sitja í stjórn lífeyrissjóöa ættu að taka þátt í umræðunni og helst að koma til móts við þá fiöl- mörgu sem vilja að núverandi formi á greiðslu til þessara sjóða veröi breytt í þá veru að menn geti ávaxtað gjöld til sjóðanna á eigin vegum. Það er rétt sem kemur fram í Vel- vakandadálki Mbl. fyrir stuttu að hér um árið kom fram tillaga eða frum- varp á Alþingi um svokallað gegn- umstreymi hjá lífeyrissjóðunum þannig að iðgjöld sjóðfélaga rynnu strax til þeirra sem komnir eru á líf- eyrisaldur - en væru ekki fryst í kerfinu. Hvað varð um þessa tillögu og hver kom heimi á framfæri? Ég held að umræðan um staðnað lífeyrissjóðakerfi verði ekki drepin í dróma héðan af og skora ég á alla sem nokkra möguleika hafa til að halda umræðunni opinni að gera það og færa skynsamleg rök fyrir því að greiðslur til lífeyrissjóða eiga ekki að „brenna" inni undir stjórn póh- tískra gæðinga í sfiórnum þeirra heldur eiga lífeyrisþegar sjálfir að geta ráðstafað þeim að vild er kemur að vinnulokum viðkomandi. Ég held að ekkert geti mælt því í mót að notaður sé sami háttur við lífeyrissjóðsgreiðslur og nú er á skyldusparnaði unga fólksins. Þar virðist allt ganga eðlilega fyrir sig og engin óánægja með það fyrir- komulag. Torgsalan í miðborginni: Meiri fjölbreytni Kristjana skrifar: Salan á torginu í miðborginni er að verða nokkuð einhæf. Þar vantar margt, sem að mínu viti myndi ganga vel út og væri vel við hæfi að bjóða þarna til sölu. - Hvers vegna ekki að bjóða þarna til sölu saltkjöt í litl- um handhægum kútum - og kart- öflumús? Hafið þið smakkað það? Hér á ég við sérsaltað kjöt, þar sem ekki er notaður saltpétur, heldur strásykur og salt. Ég gef hér upp- skriftina: 16 matskeiðar fullar af grófu salti, 4 matskeiðar af strá- sykri. Saltinu og sykrinum blandað vandlega saman og kjötbitunum velt upp úr á allar hliðar. Síðan lagðar þétt í kútinn. Farg sett yfir og geymt á köldum stað fram að sölu. Þessi uppskrift er komin frá Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Gamalt fólk, sem ekki kemst út úr Úr Austurstræti. - „Mætti vera (jöl- breyttari verslun en nú er,“ segir Kristjana. bænum, er vel fært um að fara niður á Torg og hefur gaman af að snatta þarna í kring og virða fyrir sér úrval- ið. Ég vildi einnig sjá þarna súran blóðmör, þurrkaðan saltfisk, klein- ur, sviðasultu, seytt rúgbrauð, smá- kökur, rófur, rabarbara, egg og ný- týnd ber að haustinu. Margt fleira mætti vera þarna; blóm, peysur, svuntur, pottaleppar, rósóttir borðdúkar með blúndu eða kögri og eldhúsgardínur í stíl við dúkinn, og margt, margt fleira. Þarna gæti verið stór og skrautleg- ur bíll meö varninginn. Mætti kalla hann Kvennabílinn. - Það væri gam- an að hafa þarna meira líf og starf, meiri viðskipti en nú er raunin. Og hafa svo þarna heitt og gott kaffi til að bjóða upp á. - Hugmyndir til að hugsa um, ekki satt? I Renault 19 GTS frá kr. 799.399,- Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 Leðursófasett hornsófar og borð í miklu úrvali. Við erum í NUTIÐ HUSGOGn Faxafeni 14, s. 680755.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.