Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 27. JOlI 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (1 )27022- FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Nytsamlegar tillögur
Einn þingmaður Framsóknarflokksins, Guðmundur
G. Þórarinsson, setti nýlega fram athyglisverðar tillögur
um nýja efnahagsstefnu í kjallaragrein í DV. Guðmund-
ur minnist fyrst á ummæh um, að röng efnahagsstefna
árið 1987 hafi leitt af sér vandamál, sem torvelt sé að
leysa. Þá hafa sérfróðir menn fullyrt, að eignatilfærslan
í þjóðfélaginu vegna svonefndrar fastgengisstefnu hafi
orðið shk, að ekki sé unnt að leiðrétta hana. Svo alvar-
legt sé máhð, þegar ársreikningar séu skoðaðir. Eigið
fé útflutnings- og samkeppnisgreina hefur brunnið upp
á altari verðbólgunnar. Verðbólgan hafi verið greidd
niður og lífskjörum haldið uppi með eigin fé útflutnings-
atvinnuveganna. Svo langt hafi verið gengið, að eigið
fé hafi farið niður fyrir hættumörk.
Unnt er að taka undir þetta. En Guðmundur ber síð-
an blak af núverandi ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar. Það gerir þingmaðurinn vafalaust af skyldu-
rækni en nokkuð gegn betri vitund. Hið verðmætasta í
kjaharagreininni eru hins vegar tillögur, sem Guð-
mundur setur fram um að snúa vörn í sókn.
Guðmundur leggur th, að fyrirtækjum verði auðveld-
að að auka eigið fé. Rekstrargrundvelh útflutnings- og
samkeppnisgreina verði breytt með því að nálgast mark-
aðsgengi íslenzku krónunnar. Lánamarkaðurinn verði
opnaður, þannig að innlend fj ármögnunarfyrirtæki
verði að keppa við erlend og útflutningsgreinar geti
fengið lán á svipuðum kjörum og samkeppnisgreinar
erlendis. Loks leggur Guðmundur til, að verð á matvæl-
um verði lækkað með lækkun skatts á matvæli. Taka
má undir allar þessar tihögur.
Síðan hefur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, fjahað í Morgunblaðinu um kjallaragrein
Guðmundar G. Þórarinssonar. Þorsteinn segir rétthega,
að Guðmundur gangi í berhögg við meginatriði í stefnu
núverandi ríkisstjórnar. Hann bendir á, að núverandi
ríkisstjórn hafi það að stefnumiði að auka skattheimtu
á fyrirtæki. Það sé meginstefna stjórnarinnar að hverfa
frá almennum aðgerðum. Framsóknarflokkurinn hafi
síðasthðið haust hafnað með öllu að standa að tillögum
sjálfstæðismanna um nauðsynlega breytingu á gengi
krónunnar. Núverandi stjórn berjist kappsamlega gegn
því að opna lánamarkaði. Loks hafi Framsóknarflokkur-
inn hafnað með öhu thlögum sjálfstæðismanna frá því
í fyrrahaust um breyttar áherzlur í skattamálum, sem
leitt gætu til lækkunar skatta á matvælum.
Túlkun Þorsteins Pálssonar á gerðum núverandi rík-
isstjórnar er að mestu rétt. En á hinn bóginn fegrar
hann mjög sinn hlut, þegar hann lítur til fyrri ríkis-
stjórnar. Rétthega finnst fólki, að ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar hafi á sínum tíma fengið sín tækifæri en far-
ið iha að ráði sínu. Þorsteinn ætti frekar að ræða um
stefnu þeirrar stjórnar, meðan hún var og hét, en skír-
skota eingöngu til óljósra thlagna sjálfstæðismanna,um
það leyti sem stjórnin lagði upp laupana.
Guðmundur G. Þórarinsson segir það auðvitað ekki,
en í raun eru tihögur hans uppreisn gegn stefnu núver-
andi ríkisstjórnar Steingríms Hermannsonar. En thlög-
ur Guðmundar eru verðmætt innlegg í umræðuna.
Þær veita von um, að í stjórnarhðinu finnst menn,
sem vhja í einhverju hverfa frá núverandi vitleysu 1
stjórn efnahagsmála. Flestir landsmenn hafa einnig séð,
að núverandi stjórnarstefna leiðir okkur aðeins 1 ógöng-
ur.
Haukur Helgason.
„Máske þetta undarlega sumarverður hafi haft þessi áhrif á nikótínneytendur", segir m.a. í greininni.
Umgengnismenning
- alltof fátækleg
Tvö lítil atvik frá liönum dögum
leita áhugann og minna á ótalinn
önnur. Atvik - skyndimynd, hvað
svo sem má kalla þetta, sem alltof
oft bregður fyrir hvar sem er, jafn-
vel á ólíklegustu stöðum. Ekki telj-
ast þessar hugarmyndir til heill-
andi sýna, því hroll geta þær
vissulega vakið þar sem verst
er.
Beint úr öskubökkunum
Ég var staddur sem oftar á bif-
reiðastæði fyrir framan eitt af vist-
heimilum aldraðra hér í borg og
faðir minn fór að benda mér á alla
sígarettustubbana sem þar lágu
bókstaflega út um allt. „Fyrr mátti
nú fyrrvera", eins og sumir segja.
En skýringar var því miður alltfo
auðsæ, fólkið sem er að fara inn í
bifreiðamar sínar eöa út úr þeim -
bifreiðunum með ágætu öskubakk-
ana - hefur endilega þurft að losa
sig við stubbana og þama voru
þeir. Faðir minn sagði þetta vera
með versta móti og ég er á því að
svo sé.
Máske þetta undralega sumar-
verður hafi haft þessi áhrif á nikót-
ínneytendur, máske hefur súldaö
svona inn á sálrtetrið og þegar skín
alvörusól þá fleygir enginn óþver-
ranum svona frá sér. Og sem ég
stóð þarna fann ég aö stæðið blátt
áfram „ilmaði" af nikótínií bland
við nýslegið heyið á grasflötinni
framan við.
Hitt atvikið er frá stuttri göngu-
ferð í nágrenni Reykjavíkur, á
gönguleið sem ég veit raunar, að
mikiö er sótt í. Og þvílík býsn af
„blessuðu" raslinu, hrein gull-
náma þeim sem græða ætla á ein-
nota plastílátunum, sem nú á að
greiða fyrir að skila, og raunar
mikill dýrðarstaður öllum þeim
sem safna öllu mögulegu. Þorsta-
svölun hafði verið að eindæmum,
plastpokar (trúlega frá þeirri tíð er
þeir voru ókeypis) af öllum gerðum
og stærðum fyrirfundust þarna og
svona utan enda.
Útrás fyrir ruslnáttúruna?
Nú er þetta svo sem ekki ný
reynsla, öðm nær og eflaust ætti
hver og einn að fara varlega í for-
dæminguna svo ekki sé aö ein-
hverju leyti kastað steinum úr gler-
húsi. En með tilskrifi eins og þessu
getur maður þó alltaf sagt að reynt
sé að taka sjálfum sér tak og öðrum
um leið.
Orðið menning - rímorðið á móti
þrenningunni eins og kerlingin
sagði - er víöa misnotað. - Það er
talað um umferðarmenningu þótt
tilhtsleysi og sjálfselska séu helstu
einkennin auk þeirrar „meningar"
hófdrykkjufólks sem annarra að
aka drukkið, það er talað um vín-
mennningu mitt í öllum skrílslát-
unum og stórslysum, aUt yfirr í
morð og sjálfsmorð; og það er talaö
um umgengnismenningu þó að aUt
annað orð eigi við umdraslararasl-
arbúskap okkar hvarvetna. - Og
nú er ég ekki að tala um bændur
þó að margir þeirra eigi ruslahauga
KjaUaiinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi
á borð viö meðalþorp eða tól og
tæki vítt um velU í örgustu niðurn-
íslu eða ónýt.
Atvikin tvö og ótaUn önnur sýna
allt annað en sæmilega siðað fólk
sem á auk ágætrar meðalmenntun-
ar íburöarmeiri og nostursfyllri
húsakynni undir rassboruna á sér
en yfirleitt þekkist á byggðu bóU.
Maður gæti freisast til að halda
að vegna aUs flottræfilsháttarins
heima fyrir og siðprúörar um-
gengni við húsherrana! - húsgögn
og aðra innanstokksmuni - þá yrði
fólk hreinlega að fá útrás fyrir
ruslnáttúru sína í skilningi og þess
gyldi svo guðsgræn náttúran sem
og allt anaö umhverfi sem fjarri er
fínu „mumblunum" sem og allt
annað umhverfi sem fjarri er fínu
„mublunum" og málverkunum
o.s.frv. Heima á Reyöarfirði, þar
sem ég á jörð, tjaldaði fólk einstaka
sinnum. Meö ólíkindum ar hversu
mikill mismunur var á frágangi
öllum þegar farið var.
Stundum hafði blikkbeljan
greinUega verið hreinsað af nokk-
urra daga drash og dágóöur haugur
þess og afgangur málsverða og álíta
að auki.
Sannast víða
Stundum sá maður aðeins bælt
gras og búið og mikiö varð maður
nú eitthvað svona glaðari í sálark-
irnunni fyrir bragðið. Ekki get ég
stUlt mig um að segja frá því að
eitt sinn var „fyrirfólk“ á ferð sem
bað leyfis til að fá að tjalda.
Heldur þótti mér ökumaður valt-
ur á fótum en leyfið fékk hann.
Ég lýsi ekki þeim ósköpum sem
biðu okkr á tjaldstað daginn eftir
enda hafði hin svokallaða „vín-
menning" tekið trúlega höndum
saman við „umgengnismenning-
una“. Broslegast þótti mér löngu
síðar að sjá nafn þessa manns
kennt við umhverfisfegrun svo af
bar.
Það er margt skrýtið í manns-
hausnum ekki síður en öðrum
hausum og von að skádUð segði að
erfitt væri að ganga uppréttur af
því að mannashöfuð væri nokkuð
þungt. Þar með var sem sé ekki
fuUyrt aö þunginn væri alltaf mik-
Us virði.
Og þó um þetta vandamál sé að
öðru leyit fjallað í rammri alvöru
kemur annar öðUnsmaður upp í
hugann þegar um ruslahauga er
raett.
í þorpi einu úti á landi bar einn
framkvæmdamaður af um slóða-
skap og hirðuleysi og vinnuaðstaða
hans ar að hvefa bak við haugana.
Nú kom mömmun það snjallræöi
í hug að setja manninn sem for-
mann í einhvers konar umhverfis-
.nefnd staðarins.
Og viti menn. Hann hófst óöar
handa urn átak, skipulegt átak og
lagöi fram róttækar tillögur út og
suður - um allt nema eiginn stað.
Og svarið til samnefndarmann-
anna var sígilt: Þetta er nú mest
meinlaust dót, sem ég þarf oft að
grípa til.
Sagan um flísina og bjálkann
sannast víöa. Annars verður að
segja einmitt í beinu samhengi við
þetta að það er ári hart þegar virki-
lega er gengið í það af opinberum
aðilum, sveitarfélögum fyrst og
fremst, svo og atvinnurekendum
ýmsum og ótöldum einstaklingum
að fegra umhverfið með ýmsum
hætti að þá skuli alltof margir rusl-
kóngar og drottningar - jafnréttis-
ins vegna - ná að spilla oft öðru
eins og stundum vel það.
Og meðan ég sit hér og skrifa
þesar línur er slegið úr öskubakka
hér fyrir utan gluggann af gest-
komandi, reykjandi konu, sem sér
þennan staö sem líklegastan losun-
arstað, en hraðar sér undirleit und-
ir stýri þegar hún sér aö eftir er
tekið. Yfir og allt um kring má því
miður segja um þessa undarlegu
árt.
Mál er að linni þessum lestri, en
oft má nú ofbjóða án þess um sé
talað eða skrifað en að lokum fyll-
ist mælirinn svo út af flóir eins og
nú.
Og fer vel á að enda með ljóðlín-
um andstæðnanna sem einhverju
sinni uröu á vegi mínum.
í sól og sumardýrð
ég sit í naslinu.
Og jörð er skrarti skírð
í skít og drashnu.
Helgi Seljan
„...og það er talað um umgengnismenn-
ingu, þó að allt annað orð eigi við um
draslararuslbúskap okkar hvarvetna.“