Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989. 23 • Kapparnir á myndinni verða í eldlínunni með félögum sínum um helgina. Ormarr Örlygsson, sem er með boltann á myndinni, leikur með liði sínu, KA, gegn KR og þeir Sævar Jónsson og Atli Eðvaldsson i Val leika gegn Víkingum. DV-mynd Brynjar Gauti Boltinn í 1. deild rúllar á nýjan leik Knötturinn byrjar aö rúlla að nýju í 1. deild Islandsmótsins í knattspymu í kvöld en smáhlé var gert á mótinu í kjölfar verslunar- mannahelgarinnar. Þór og Kefla- vík ríöa vaðið á Akureyri í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Á laugardag verða tveir leikir á dagskrá. KR og KA leika á KR- vellinum og ÍA og Fylkir leika á Akranesi. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag leika Víkingur og Valur í Stjörnugróf og hefst leikur- inn kl. 20. Umferðinni lýkur síðan með leik tveggja efstu liðanna, Fram og FH, á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið kl. 20. í kvöld verða fjórir leikir í 2. deild íslandsmótsins. Selfoss og Stjarnan leika á Selfossi, Völsungur og Ein- heiji á Húsavík, Tindastóll og Breiðabhk á Sauðárkróki og loks leika Leiftur og ÍBV á Ólafsfirði. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Opið golfmót fer fram á vegum Golfklúbbs Selfoss á laugardaginn. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Vegleg verð- laun veröa veitt fyrir þrjú efstu sætin í keppni með og án forgjafar og að auki verða verðlaun veitt fyr- ir að verða næstur holu í höggi á stuttum brautum vallarins. GB opna golfmótið verður í Borg- amesi á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 9 um morg- uninn. í golfskálanum verður gisti- aðstaða fyrir aðkomumenn. Hægt verður að fá pantaða rástíma milli kl. 20 og 22 í kvöld í síma 93-71663. -JKS Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 íþróttakennarar íþróttakennara vantar við Grunnskólann á Hvols- velli. Gott og ódýrt húsnæði á staðnum. Uppl. í síma 98-78124 og 98-78220. KENNARAR Staða yfirkennara við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus til umsóknar. Einnig vantar kennara í íslensku og dönsku, ódýrt húsnæði til staðar. Uppl. gefur skólastjóri í síma 97-51159 eða Kjartan Reynisson, formaður skólanefndar, í sima 97-51240. Skólanefnd UMSJÓNARMAÐUR Umsjónarmann vantar til að sjá um rekstur sundlaug- ar og félagsheimilis. Þekking og reynsla í stjórnun og rekstri æskileg. Skriflegum umsóknum með uppl. um menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu Bisk- upstungnahrepps í Aratungu, 801 Selfossi, fyrir 31. ágúst nk. Uppl. um starfið gefur Gísli í símum 98-68931 og 98-68808 og Gústaf í síma 98-68868. 0PIÐ laugardaga kl. 10-16 ALLA VIRKA DAGA TIL KL. 20 MUríDU EFTIR FERÐAGETRAUM DV Við viljum minna á að skilafrestur í Ferðagetraun DV III, sem birtist í Ferðablaði DV 26. júlí, er til 12. ágúst. Misstu ekki af vinningi Framköllun sf., Lækjargötu 2 ogÁrmúla 30, gefur 15 vinningshöfum Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að verðgildi 3.500 kr. á veginn! Flestir slasast í umferðinni á sumrin. Þá er enn meiri þörf á að halda athyglinni vakandi en ella. Látum ekki of hraðan akstur eða kæruleysi spilla sumarleyfinu. Tökum aldrei áhættu! iJuvFHtoAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.