Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fleiri flýja land og færri snúa aftur Frá áramótum og fram til 10. júlí fluttu 1.147 íslenskir ríkisborgarar lögheimili sitt af landinu og til út- landa. Á sama tima fluttu um 776 íslendingar aftur heim. Á timabilinu fluttu því 453 fleiri íslendingar til útlanda en sneru aftur heim. Allt áriö í fyrra fluttu hins vegar 415 fleiri Islendingar heim en fóru utan. Áriö áður voru aðfluttir 625 fleiri en þeir sem fóru utan. Árið 1986 var hins vegar landflótti eins og í ár. Þá voru brottfluttir um 519 fleiri en aðfluttir. Á sama tíma og íslenskir ríkis- borgarar flytja í meira mæli utan og koma síður heim er nú minna um aö erlendir ríkisborgara flytji lög- heimili sín til íslands. Frá ármótum og til 10. júlí voru þeir lítið eitt fleiri en á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra. Á sama tíma fluttu um 557 erlendir ríkisborgarar lögheimili sitt af landinu en það er álíka íjöldi og fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. í heild hafa 453 manns flutt lög- heimili sitt af landinu umfram þá sem hafa flutt til landsins. Allt árið í fyrra voru aðfluttir 1.083 fleiri en brottfluttir. -gse Stemgrímur Hermannsson: Vil eiga mína frídaga í friði Steingrímur Hermannsson for- enbleyttivarlafærisjálfur,enda sætisráðherra hefur sent DV eítir- ekki um nema eina stöng aö farandi bréf: ræða. J DV sl. fóstudag birtist grein 4. „Vikutúr í Grenlæk í boði Er- undir fyrirsögninni: „Hefur eytt lendar Einarssonar" kannast ég þrjátíu dögum við laxveiði í sum- ekki viö. Ég geri ráð fyrir aö ar“. Þótt ekki sé þaö venja mín að koma þar viö eins og oftar í 1-2 eltast við rangferslur dagblað- daga. anna, er hér um slíka vitleysu að Ýmsar fleiri villur eru í grein- ræða, að ég sá mér ekki annað fært inni. Ekki kannast ég t.d. viö ríkis- en að koma á framfæri leiörétting- stjómarfund seinni hluta flmmtu- um símleiðis. Þær virðast þó ekki dagsins og ekki get ég því hafa hafa komist fullkomlega til skila. „flýtt mér upp með Grímsá“ í því Því vil ég koraa skriflega eftir- skyni. Þess má og geta aö stærsti greindum leiöréttingum á fram- laxinn er ekki 17 pund heldur 19 færi: og fékk ég hann i Laxá í Þingeyj- 1. Ekkertboðílaxveiðihefégfeng- arsýslu.Þannigraættihaldaáfram. ið frá Amarflugi. Þrír dagar í Mér er ómögulegt aö koraa lax- Norðurá í boði Amarflugs eru veiðidögunum neitt nálægt þrjátíu, því oftaldir. nema viöbótardagamir leynist í 2. Aðra þrjá daga var ég ekki í Reykjadalsá. Þar hef ég verið tvo Norðurá í sumar. Hins vegar daga við veiðar í sumar. hélt ég þar upp á afmælið mitt Loks vil ég leyfa mér að lýsa 22. júní sl. með ágætum gömlum þeirri von minni aö ég geti fengið veiöifélögum. Þá renndi ég fyrir að eiga mína frídaga í friði, hvort lax um kvöldið og næsta morg- sem það er „með dellukörlum í un. Segja má að ég hafi verið veiöi“ eða á annan máta. einn dag í Norðurá. Kveðja, 3. Utanríkisráðherra Dana reyndi Steingrímur Hermannsson“. ég að leibeina í Grimsá einn dag, Eskifjörður: Plönturnar runnu út Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Bæjarstjóm Eskifjarðar festi í síð- ustu viku kaup á 2.600 trjáplöntum sem hún síðan fól fegrunamefnd staðarins að gróðursetja. Að sögn Sólveigar Eiríksdóttur, formanns fegrunamefndar, var almenningi á Eskifirði gefinn kostur á að fá 27 plöntur í poka, sem síðan átti að setja niður í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Plöntumar voru síðan afhentar þeim sem þess óskuðu á útimarkaði sem umf. Austri hélt sl. laugardag og er skemmst frá því aö segja að plöntumar runnu út eins og heitar lummur og fór svo að lokum að færri fengu en vildu. Sólveig kvaðst afar ánægð með við- brögð Eskfirðinga í þessu efni. Greinilegt væri að trjáræktaráhugi væri fyrir hendi þar sem fólk heföi tekiö þessu tækifæri feginshendi. Bæjarstjómin hefur áhuga á að halda áfram á þessari braut og vænti Sólveig þess að þráðurinn yrði tek- inn upp að nýju næsta sumar. Björgunarhundasveit Islands var með mikla æfingu í Garðabæ um síðustu helgi. Meðal annars var leit með hunda í húsarústum ætð. Æfingin þótti takast mjög vel. Á myndinni er verið að æfa einn hundanna. Ölvaðir unglingar: Brutu og Hópur ölvaðra unglinga frá Akra- nesi var með drykkjulæti á Kirkju- bæjarklaustri aðfaranótt laugar- dagsins. Starfsfólki og gestum á Hót- el Eddu þótti nóg um og óskað var brömluðu aðstoðar lögreglunnar í Vík í Mýrdal. Áöur en lögreglunni tókst að stöðva hamaganginn höfðu ungling- arnir brotið niður fánastangir og unnið önnur skemmdarverk. -sme Helgi Einar Harðarson hjartaþegi úr Grindavík: Vonast til að koma heim um mánaðamótin Helgi Einar Harðarson, 16 ára gamli Grindvíkingurinn sem gekkst undir hjartaflutningsaðgerð þann 4. júní síðastliðinn, fer nú reglulega í göngu- og verslunarferðir í nágrenni við heimili sitt í Denham. „Þetta er nú bara lítill og rólegur svefnbær sem við búum í núna. Hingað hafa margir komið og heim- sótt mig frá íslandi. Móðir mín og vinir úr Grindavík eru héma núna, amma og afi hafa komiö líka og fleiri,“ sagði Helgi í samtali við DV í gær. „Bærinn er ekkert langt frá Heat- hrow flugvelli. Viö erum svona um 15 mínútur að ganga út í næstu búð. Þegar við ætlum að versla eitthvað meira þá keyrum við í bíl til Ux- bridge. En það er rosalegur hiti hérna. Núna er t.d. 25 stiga hiti en hann hefur farið alveg upp í 34 stig. Það verður bráðlega tekið sýni úr hjartanu og ég vonast til að komast heim til íslands í framhaldi af því - þ.e.a.s. í lok mánaðarins. Læknamir hafa verið ánægðir með mig og ekk- ert alvarlegt komið upp á. Síðan þarf ég að fara mánaðarlega í skoðun, síð- an á þriggja mánaða fresti og svo hálfsárslega - það líður alltaf lengra á milli.“ Helgi bað fyrir þakklæti til allra sem hafa stutt hann á síðustu mán- uðum. -ÓTT FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989. Sandkom dv Germönsk for- Þjóðverjarhafa verið þekktir f\rirj)aðað viljafásem mestfyriraur- innsinn.Þaðer sosum bara eðlilegten : mörgumjjykir Þjóðveijar ganga fulllangt í þessum efnum. Þannig var um þjón á einu Edduhót- elanna. Hann hafði nokkra þýska túrhesta í morgunmat og tóku þeir vel til matar síns. Fengu sumir þeirra scr nesti í poka en einn sýndi sykur- molunum svo mikinn áhuga að hann hvolfdi hrcinlega úr molakarinu í vasann. Þjóninum var þá nóg boöið. Tók hann mjólkurkönnuna, hellti í vasa Þjóðvetjans og spurði: „Bitte- sjön, viltu ekld taka þetta með þér líka?“ Sautjánda- júnípanik Fiármálaráð- herrahefur viðraðþáhug- myndaðfæra gildistímaflár- lagaþannigað þaugildifiál. júnitil31.maí. Muneinrök- semdintyrir þeimbreyting- um vera sú að þá gefist þingmönnum betri tími til að fjalla um fjárlögin. Losni þingmenn þá við hina alræmdu jólapanik þegar stritað er við það dag ognóttað koma fjárlögunum í gegn. Einliver hefur bent á að alþingis- menn séu ekki svo frábrugðnir skóla- nemendum sem bíða alltaf fram á síðasta dag með aö skila ritgeröunum sínum. í stað vökunótta fyrir jólin muni þingmenn því strita í sautj- ándgjúnipanik. Himnaför UngurSelfyss- itigur.semvar nokkuövið skál.fékkþá fluguíhöfuðiö aðsýnahvaðí honumbyggi. Ilann bísaöi fimmfánum .',cm blakta í auglýsinga- skyni við olíustöðvarnar á Selfossi, batt þá saman og hugðist hefja þessa sambindingu til himna. Lagði hann leið sína að mastri Pósts og síma á Selfossi, sem er jafhhátt 16 hæða blokk, og bytjaði að klífa upp. Þótt Bakkus hefði gert sitt til að fipa manninn tókst honum aö komast slysalaust upp á pall sem ekki er raeira en 30 sentímetrar á kant. Upp frá þessum kanti er þriggja metra sveigjanleg stöngþar sem maðurinn festi fánana. Mátti ekki mitóð út af brcgða til aö þetta yröi himnaför í orðsins fyllstu merkingu. Vaknaði maðurinn í bæli sínu daginn eftir og þóttist góður en ó vist er að Selfyss- ingar gorti mitóð af slíkum „afreks- mönnum". Reglugerðarölæði Þeirferða- menn.sem komahingaötil lands, höfðu fullaástæðutil aðfagnaádög- unum.Ný reglugerð leyfðiþeim nefhilegaað hafameðsér einn tollfrían ölkassa inn í iandið, h vort sem ölið var innlent eða er- lent Auk þess mátti nú koma með þijá ölkassa að autó, avo framarlega sem maður vildi borga í rítóskass- ann. Bravó og skál. En Adam var ektó nema örskotsstund í paradís. Á sama tíma kom út reglugerö sem tek- ur fyrir sölu á almennilegu öli í frí- höfninni. Þetta lyktar einkennilega af nýjufötumkeisarans. Þeirsem ætla að nýta sér rýmri reglur um innflutning á öli verða að kaupa ölið sitt í utlandinu ogþvaslast meðþað um borð í þotumar - flugfreyjum til óblandinnar ánægju! Hver ölkassi er um lOkíló á þyngd þannig aö einhver peningur ætti að koma í kassann hjá tóugleiðum af greiðslu umframvigtar. Umsjón: Haukur L. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.