Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1989. Fjáraukalög: eftir af þeim peningum Kjúklingabændur: „Hef kannski unnið illa fyrir félagið“ LOKI Huldukona ríkisstjórnarinnar er örugglega farin úr kassanum! Fjáraukalög ríkisstjórnarinnar t munu hljóða upp á um 6 milljarða að öllu óbreyttu. Af þeirri upphæð eru um 2,5 milljarðar vegna verð- lags- breytinga. Afgangurinn er vegna rík- isstjórnarákvarðana án heimilda í íjárlögum. Stæðstu liðirnir eru auknar niður- greiðslur og hækkun tryggingabóta. Þegar íjáraukalögin verða lögð fram verður ekki búið að eyða þeim Qár- munum sem Alþingi samþykkti að verja til þessara liða. Það verður hins vegar lítið sem ekkert eftir af þeim Úárveitingum. Ef Alþingi myndi þannig hafna 700 milljón króna heimildarlausu framlagi ríkisstjórn- arinnar til niðurgreiðslna myndi þaö h leiða til þess að þúvara yrði óniður- greidd síðustu tvo og hálfan mánuð ársins. Það myndi leiða til allt að 100 prósent hækkunar á útsöluverði. Á sama hátt myndu tryggingabætur lækka stórlega en framlag stjómar- innar til þeirra umfram heimildir nemur um 800 til 900 milljónum. Ef Alþingi ætlaði að taka burt þá hækkun sem ríkisstjómin ákvað á niðurgreiðsluhlutfallinu gæti það dregið um 200 milljónir af þeim 700 sem stjórnin hefur ákveðið. Á sama hátt mætti lækka framlagið til trygg- ' ingabóta úr 800 til 900 milljónum í um 600 milljónir. Þegar er búið að eyða flestum öðr- um „fjárveitingum" ríkisstjórnar- innar; til dæmis 150 til sumarvinnu s'kólafólks, 100 milljónum í sérstáka endurgreiöslu á söluskatti til sjávar- útvegs og 200 milljónum í útflutn- ingsbætur. -gse Hlutkesti líklegast um meirihluta í þingnefndum: Sumir okkar telja best að stjórnin vors segir Ólafur G. Einarsson þingílokksformaður „Það sjónarmiö er vissulega til í Sjálfstæðisflokknum að best sé að stjórnin lifl til vors en á það ber að líta að við höfum ekki líf hennar í hendiokkar,“ sagði Ólafur G. Ein- arsson, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við DV í morgun. Ólafur hefurlýst þvi yfir að ekki komi til greina að eiga samstarf við Borgarafloktonn við nefndakjör á þingi í haust nema flokkurinn lýsi yfir fullri andstöðu við stjómina. Ekkert bendir til að þingmenn Borgarflokksins geri þaö og því stefnir allt í að hlutkesti ráði úrslit- um við val í nefhdir í haust eins og síðasta haust eða stjórnin fái stuðning Borgarafiokksins. „Ef sjálfstæðismenn vilja ekto samstöðu með okkur við nefnda- kjör á þinginu 1 haust þá eru þeir að lýsa því yfir að þeir vilji halda lifl í stjóminni til vors. Þeir em að ' hugsa um að fá góða kosningu í borgarstjórn í vor,“ sagði Óli Þ, Guðbjartsson, formaður þing- flokks Borgaraflokksins, í samtali viðDV. „Við erum í pólitík og getum sam- ið við alla en eins og stendur virð- ist stjórnm svo upptekin af að leysa eigin vandamál að hún kemst aldr- ei að samningaborðinu með okk- ur,“ sagði ÓU Þ. Guðbjartsson. „Ef það liggur fyrir að Borgara- flokkurinn verður aUur í stjómar- andstöðu þá getum við talað saman en fyrr ekki. Við höfum ekkert að ræða við menn sem eru báðum megin við borðið,“ sagði Olafur G. Einarsson um nmöguleikann á samstarfi við Borgaraflokkinn. ,JSg sé aftur á móti ekkert sera bendir til annars en að Borgara- flokkurinn styðji stjómina jafnvel fyrir að fá forraennsku í neftidum. Þeir þurfa ekki ráðherrastóte í skiptum fyrir stuðning," sagði Ól- afur G. Einarsson. Ólafur sagði að allar Ukur væru á samstarfi Sjáifstæðisflokks með Kvennalista og Fijálslyndum hægrimönnum við nefndakíör. Guðrún Agnarsdóttir frá Kvemia- lista sagði að ekkert væri farið að ræða máUð en úfilokaði ekki sam- starf. -GK ~ ^ „Ég er búinn að vinna mikið og lengi fyrir greinina, í 21 ár, og hef verið formaður félagsins í 18 ár. Ég hef kannski unnið illa fyrir félagið þegar þeir kasta formanni eftir þenn- an tíma. En ég hef unnið í þessu fé- lagi af hugsjón, ferðast milU Akur- eyrar og Reykjavíkur í 20 ár og borg- aö þær ferðir úr eigin vasa. Kannski hef ég ekto farið nógu oft á miUi. Þrátt fyrir það held ég að það sé kom- inn tími til að hvíla gamla gaura,“ sagði Jónas Halldórsson, fyrrverandi formaður Félags kjúkUngabænda, við DV í morgun. Jónas féll í stjórnarkjöri á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á Selfossi í gær. Ný stjórn kaus Bjarna - Ásgeir Jónsson strax sem formann félagsins en hann var áður vara- formaður. -hlh Fjögurra bila árekstur varð á Sætúni, við Sambandshúsið, um klukkan átta deild. Ekki er talið að fólkið sé alvarlega slasað. Bílarnir skemmdust talsvert. Veðriö á morgun: Þunt á landinu Hæg norðaustlæg átt norðan- lands en austan- eða suðaustanátt sunnanlands. Súldarvottur á an- nesjum norðanlands en annars léttskýjað eða skýjað með köflum og þurrt á landinu. Fremur svalt norðanlands en 10-15 stiga hiti að deginum til sunnanlands. morgun. Tvennt var flutt á slysa- DV-mynd S Farmiöasaia Flugleiöa fyrstu 6 mónuöi ársins 565 013 ■ Flugloftir B Samvlnnuf. (5 Útsýn 0 Ssgs □ Úrval □ AÐrlr Tölurnar sýna sckia farmlöa Ferðaskrifstofumar: Leyniplaggið sem óvart var sent út DV hefur undir höndum upplýs- ingar um farseðlasölu einstakra ferðaskrifstofa fyrir Flugleiðir fyrstu sex mánuði ársins svo og heildarfar- seðlasölu Flugleiða í fyrra. Sólar- landaferðir eru ekki inni í þessum tölum. Farið er með þessar upplýs- ingar sem mannsmorð hjá Flugleið- um en vegna mistaka ritara þar voru upplýsingamar sendar til aflra ferðaskrifstofanna. Nú vita þær um sölu hverrar annarar og hefur þetta að vonum valdið nokkru íjaðrafoki þótt erlendis þættu svona tölur sjálf- sagðar upplýsingar til fjölmiðla. Það vekur athygli að ferðaskrifstof- urnar selja stærstan hluta farseðla fyrir Flugleiðir. Fyrstu sex mánuð- ina séldu þær um 40.162 farseðla af 69.631. Afganginn selja Flugleiðir og umboð félagsins víða um land. Samvinnuferðir seldu flesta far- seðla fyrstu sex mánuðina af einstök- um ferðaskrifstofum eða 8.241. Þær bæta við sig frá sama tíma í fyrra um 1.800 farðseðlum og er skýringin fyrst og fremst verkalýðsflugin svo- nefndu. Útsýn er í öðru sæti með um 4.900 selda farseðla. Það er um 1.500 far- seðlum minna en í fyrra. Saga kemur í þriðja sæti með um 3.800 farseðla. Það er aukning um þúsund frá sama tíma í fyrra. Úrval kemur í ijórða sæti með um 3.600 farseðla og er á svipuðu róh og í fyrra. Þess má geta að Saga hefur selt sólarlandaferðir með Flugleiðum í gegnum London og eru þær ferðir inni í þessum tölum. -JGH Öldruð kona fyrir bfl Rúmlega áttræð kona varð fyrir bíl á gatnamótum Hverfisgötu og Klapp- arstígs í gær. Konan var flutt á slysa- deild Borgarspítalans. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Þegar slysið varð var konan að fara norður yfir Hverfisgötuna en bíllinn varaðkomauppKlapparstíg. -sme Kgntucky Fried Chicken Hjallahrauni iy, Hafnarfirði Kjúklingarsembragö eraö. Opið alla daga frá 11—22. UmAmsterdam til allra átta ARNARFLUG •JSSf KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.