Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Blaðsíða 5
pfei ‘I3P.M5W3É 'S HtF Í/ (I'j}I*V>3IM MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. Fréttir Botnfiskaflakvóti fyrir flóra síðustu mánuði ársins: Um 75 þúsund lestir eftir af þorskkvóta „Þorskkvótinn fyrir þetta ár var áætlaöur 330 þúsund lestir en sam- kvæmt reynslu okkar má gera ráö fyrir að hann fari' upp í 340 þúsund lestir. Og samkvæmt aflatölum um síðustu mánaðamót má því gera ráð fyrir að á milli 70 og 75 þúsund lestir af þorski séu eftir af kvóta ársins,“ sagði Kristján Skarphéðinsson í sjáv- arútvegsráðuneytinu í samtali við DV. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags ís- lands var búið að veiða 260.467 lestir af þorski um síðustu mánaðamót. Það þýðir að veiddar hafa verið 32.500 lestir af þorski að jafnaði á mánuði fyrstu 8 mánuði ársins. Og miðað við að eftir séu 75 þúsund lestir fyrir flóra síðustu mánuðina verður mán- aðaraflinn að meðaltali 18.700 lestir þaö sem eftir lifir ársins. Það er því alveg Ijóst áð mjög mun draga úr atvinnu hjá fiskverkunarfólki á næstunni. Eins og skýrt var frá í DV fyrir skömmu er það mjög mismunandi hvernig ástandið er í hinum ýmsu útgerðarbæjum landsins. Á sumum stöðum hafa veiðar skipanna verið skipulagðar með það fyrir augum að halda atvinnu gangandi út árið. í þeim hópi eru til að mynda Siglu- fjörður og Neskaupstaður. Austfirð- ingar skipuleggja veiðar sinna skipa með það fyrir augum að þeir geti siglt einn eða tvo túra og síðan farið í klössun um leið og síldarvertíð hefst. Á ýmsum stöðum er ástandið aftur á móti þannig að skipin eru búin með kvóta sinn eða um það bil að ljúka ' honum og atvinnuástandið því viða mjöglélegt. S.dór Botnfiskaflakvótinn 1989 Áætlaður afli 340.000 tonn Þegar veitt |®íS;.. Eftirstöðvar 260.467 tonn DVJRJ 75.000 tonn Eiturtunnur í útivistarparadís? Sem betur fer reyndist innihald tunnanna ekki í samræmi við merkingarnar á þeim. DV-mynd Hanna „Eiturtunnur“ í Laugardal Það setti óhug að vegfarendum í Laugardalnum þegar þeir sáu þar tunnur með eiturefnamerkinu. Þær eru við vinnusvæðið við nýja skauta- svellið og notaðar til að bægja óæski- legri umferð frá. Kvartað var yfir þessu við Heil- brigðiseftirht Reykjavíkur, enda sást einhver torkennilegur vökvi á botni tunnanna. Við skoðun heilbrigðiseftirUtsins kom ekkert grunsamlegt í ljós og innihald tunnanna var ekki í neinu samræmi við merkingarnar á þeim. Var þó tahð óheppilegt að nota tunn- ur með þessum merkingum og hefur rerið mælst til þess að því verði hætt. -SMJ Sjálfstæðismenn eystra: Ráðherra missi atkvæðisrétt á Alþingi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins leggur til í stjórn- málaályktun sinni að þingmenn missi atkvæðisrétt sinn á Alþingi þegar þeir verða ráðherrar og vara- menn þeirra taki við sæti þeirra. Þá vih ráðið að þingmönnum verði meinað að sitja í stjómum og eða gegna öðrum störfum er heyra undir framkvæmdavaldið. í ályktuninni fordæmir ráðið nú- verandi ríkisstjóm og telur að henni hafi gersamlega mistekist ætlunar- verk sitt, að reisa við atvinnuvegina. Ráðið fagnar yfirlýsingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins um stefnumörk- un í gengismálum, gjaldeyrisvið- skiptum og eiginfjármyndun fyrir- tækja. Það vih færa stjórn fiskveiða til hagsmunaaðha, láta bændur sjálfa bera sveiflur á markaðinum og hvetja tU virkjana og stóriðju, -gse / SPARAÐU / VIÐHALD NOTAÐU ÁL fhrnT|TfíT||nr Korrugal álklœðning LANGHMALAUSN Kormgal álklœðning á þök, veggi og í loít. Korrugal er sœnsk gœðavara. ------<yKorrugal er ein mest selda álklœðning í Evrópu. ^ Korrugal er jafn vinsœl á íbúðarhús, verksmiðjur, útihús o.fl. Korrugal þarfnast ekki viðhalds, ryðgar ekki, þolir vei hita- breytingar, upplitast ekki og þarí mikið hnjask til að aflagast. \ Korrugal gerir skemmd og illa einangruð hús falleg og hlýy' Korrugal álklœðning stenst örugglega tímans tönn. Nú finnst víst ílestum fullstórt upp í sig tekið, en við höfum dœmi um kirkju í Róm með álþaki frá 1897, sem alltaf er jafn fallegt. Korrugal íœst í 16 litum, ásamt öllum íylgihlutum. Korrugal - 20 ára reynsla á íslandi. Gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Pósthólí 1026 Sími 622434. Teleíax 622475

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.