Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. Viðskipti__________________________________________dv Skattlagning vaxtatekna: Tíminn er mjög óheppilegur vegna hinnar miklu verðbólgu - segir Ólafur Bjömsson, fyrrum prófessor við Háskóla íslands Skuldir heimilanna hafa aukist um næstum 50 milljarða að raunvirði á sið- ustu árum. Kvennalistinn bendir á að skattlagningin auki fjármagnskostnað heimilanna og skerði kaupmátt þeirra enn meira en orðið er. „Það er verið að leggja til að sam- ræma skattlagningu fjármagns- tekna. Það er réttlætismál aö tekjur séu meðhöndlaðar eins, hvaðan sem þær koma,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra á fundi Samtaka sparifjáreigenda á Hótel Sögu á sunnudaginn. Fundurinn var líflegur og vel sóttur. Málefnið var mál málanna á íslenskum fjármagns- markaði þessa dagana; tillögur fjár- magnsskattanefndar um skattlagn- ingu vaxtatekna á næsta ári. Forsæt- isráðherra sagði á fundinum að meirihluti væri fyrir því á Alþingi að frumvarp þar um yrði samþykkt á þessu hausti. Ölafur Bjömsson, fyrrum prófess- or við viðskipta- og hagfræðideiid Verðbréfaþing íslands - kauptilboð vikunnar FSS = Fjárfestingarsjóður Sláturfélags Suðurlands, GL = Glitnir, IB = Iðnaðar- bankinn, Lind = Fjármögnunarfyrirtækið Lind, SlS = Samband íslenskra sam- vinnufélaga, SP = = Spariskírteini rikíssjóðs Hœsta kaupverö Einkennl Kr. Vextir FSS85/1 181,61 11,1 GL1986/2 151,41 9,5 GL1986/2 138,78 9,3 IB1985/3 208,02 8,1 1B1986/1 186,73 8,2 LB1986/01 152,47 8,2 LB1987/01 149,05 8,1 LB1987/03 139,89 8,0 LB1987/05 134,42 7,9 SIS1985/1 311,43 12,9 SIS1985/2B 206,97 11,7 LYS1987/01 143,46 9,5 SIS1987/01 194,61 11,4 SP1975/1 15805,87 6,8 SP1975/2 11808,96 6,8 SP1976/1 10945,70 6,8 SP1976/2 8627,55 6,8 SP1977/1 7726,20 6,8 SP1977/2 6413,67 6,8 SP1978/1 5238,74 6,8 SP1978/2 4097,24 6,8 SP1979/1 3536,36 6,8 SP1979/2 2662,04 6,8 SP1980/1 2286,85 6,8 SP1980/2 1803,89 6,8 SP1981/1 1497,31 6,8 SP1981/2 1131,19 6,8 SP1982/1 1043,68 6,8 SP1982/2 791,22 6,8 SP1983/1 606,40 6,8 SP1983/2 406,26 6,8 SP1984/1 406,76 6,8 SP1984/2 438,22 6,8 SP1984/3 426,91 6,8 SP1985/1A 360,91 6,8 SP1985/1SDR 292,39 10,0 SP1985/2A 280,47 6,8 SP1985/2SDR 254,06 10,0 SP1986/1A3 249,01 6,8 SP1986/1A4 282,25 6,8 SP1986/1A6 300,23 6,8 SP1986/2A4 235,72 6,8 SP1986/2A6 248,54 6,8 SP1987/1A2 198,13 6,8 SP1987/2A6 179,16 6,8 SP1987/2D2 178,13 6,8 SP1988/1D2 158,55 6,8 SP1988/1D3 161,02 6,8 SP1988/2D3 131,89 6,8 SP1988/2D5 131,76 6,8 SP1988/2D8 129,42 6,8 SP1988/3D3 124,69 6,8 SP1988/3D5 125,87 6,8 SP1988/3D8 124,79 6,8 SP1989/1 D5 121,45 6,8 SPR1989/1 D8 120,30 6,8 Taflan sýnirverð pr. 100 kr. nafnverðs og hagstæðustu raunávöxtun kaupenda í % á ári miðað við viðskipti 25.09.'89. Ekki er tekið tillit til þóknunar. Viðskipti á Verðbréfaþingi fara fram hjá eftirtöldum þingaðilum: Fjárfestingarfé- lagi Islands hf„ Kaupþingi hf„ Lands- banka Islands, Samvinnubanka Islands hf„ Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóði Reykjavlkurog nágrennis, Útvegsbanka Islands hf„ Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans hf. og Verslunarbanka Isl. hf. Háskóla íslands, sagði í samtali viö DV í gær að hvað sem mætti segja um réttlætingu skatts á vaxtatekjur og almenna samræmingu skatta á fjármagnstekjur væri tíminn núna sérlega óheppilegur til að innleiða þetta. Nauðsyn á auknum sparnaði „Verðbólgan gerir það að verkum að tíminn er mjög óheppilegur. Við búum við mikla verðbólgu, þenslu, á meðan aörar þjóöir sem menn eru að bera sig saman við búa við stöð- ugt verðlag og trausta gjaldmiðla. Efnahagsvandamálin í þessum lönd- um eru öfug viö okkar. Þar er at- vinnuleysi aðalvandamálið. Þarlend stjörnvöld segja sem svo að ef menn eru ósáttir við að spara vegna skatt- lagningarinnar skuli þeir bara eyöa peningunum. Hérlendis er hins veg- ar nauðsyn á auknum sparnaði fólks til að draga úr verðbólgunni." Ólafur segir ennfremur að vegna þess að raunvextir séu tiltölulega lágir í íslenskum bankastofnunum, eða þetta á bihnu 3 til 4 prósent af þeim innstæðum sem gefa mest af sér, megi búast við að skattlagningin verði sá dropi hjá sparifjáreigendum sem fylli bikarinn svo að út úr flói. Hann segir að stjórnvöld hafi beitt handafli til að lækka vextina hér- lendis og það sé rökrétt hugsun spariíjáreigenda að búast við því að stjórnvöld haldi því áfram þrátt fyrir skattlagningu vaxtatekna. „Það er fyrst og fremst verðbólgan sem mælir gegn skattlagningu vaxta- tekna núna svo og minni peningaleg- ur spamaður sem fylgja mun í kjöl- farið. Á hitt hefur líka veriö bent, t.d. af Ólafi Nilssyni, löggiltum end- urskoöanda, að skattlagningin verð- ur ákaflega erfið í framkvæmd. Þess vegna tel ég betra að eyða kröftunum í að koma verðbólgunni niður í stað þess aö innleiöa skattlagninguna.“ Önnur viðhorf ef verðbólgan lækkar Og áfram: „Ef veröbólgan fer niður skapast önnur viðhorf gagnvart skattlagningunni. Auk þess er þá hægt að skattleggja nafnvextina, eins og gert er í öðrum löndum," segir Ólafur Björnsson. Flestir þeir sem hafa fjallað um skattlagningu vaxtatekna í íjölmiðl- um að undanfómu telja víst að skatt- lagningin leiði til hækkunar vaxta. Og raunar kemur sú skoðun fram í skýrslu nefndarinnar. Telja má lík- legt að skatturinn deilist bæði á þá sem spara og þá sem taka lán, að sparifjáreigendur fái lægri raunvexti á sama tíma og lántakendur þurfi að greiða hærri raunvexti af lánum. Afleiðingin verði sú að peningalegur spamaður minnki. Og þar er ákveöið hættumerki. Eftir því sem innlendur spamaður er minni þeim mun meiri þrýstingur kemur frá atvinnulífinu um á að fá erlend lán. Rökin fyrir skattinum En hver eru þá rökin fyrir skattin- um? Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur í framsögn sinni fyrir skattlagningu vaxtatekna að undanfórnu ítrekað að það sé rétt- lætismál að tekjur séu meðhöndlaðar á sama hátt, hvaðan sem þær koma. Hann hefur einnig áréttað að veriö sé að samræma skattlagningu fjár- magnstekna þar sem þegar eigi sér stað skattlagning á vissar eignatekj- ur. Þannig þurfi þeir sem eiga hús- næði og leigja það út að greiða skatt af húsaleigutekjum. Jafnframt þurfi menn að greiða skatt af arði hluta- bréfa. Ólafur Ragnar hefur einnig sett á oddinn í umræðunni að ætlun- in sé að draga úr skattheimtu á hluta- bréfum og auka þannig ásókn spari- fjáreigenda í þau. Sömuleiðis að lækka eignaskattinn. Þá segir hann að ekki sé ætlunin að auka heildar- skattheimtuna í þjóðfélaginu heldur sé verið að samræma hana. Á fundi sparifjáreigenda á Hótel Sögu á sunnudaginn benti Ólafur á að skattlagning vaxtatekna væri ekki Fréttaljós Jón G. Hauksson eitthvert séríslenskt fyrirbæri. „Þetta er ekki eitthvað sem við erum að flnna upp. ísland er eina landið innan OECD sem ekki skattleggur vaxtatekjur. í löndum eins og Banda- ríkjunum, Englandi, Japan og Þýskalandi, sem búa við hagvöxt, sterkt fjármagn og mikinn sparnað, eru vaxtatekjur skattlagðar," sagði Ólafur. Hann sagöi einnig á fundinum á Sögu að mikilvægt væri fyrir okkur íslendinga að hafa sams konar reglur í skattlagningu fjármagnstekna og aðrar þjóðir. Hann nefndi reglur landanna í Evrópubandalaginu sem dæmi þar um. Ólafur varð hissa á Þórhildi Á fundinum á Sögu kom það Ólafi Ragnari nokkuð á óvart að Þórhildur Þorleifsdóttir, fiflltrúi Kvennalistans á fundinum, lýsti því yfir aö Kvenna- listinn ætlaði ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu um skattlagningu vaxta. Þórhildur sagði ástæðuna þá að nú væri ekki rétti timinn til að hrinda henni í framkvæmd. „Það eru þung rök fyrir því að vext- ir muni hækka og þar með fjár- magnskostnaður, bæði fyrirtækja og heimila. Kaupmáttur tekna heimil- anna hefur stórlega dregist saman og skattaálögur aukist. Þess vegna er þetta ekki rétti tíminn,“ sagði Þór- hildur. Hrikalegar skuldir heimilanna Hagfræðingar hafa undanfarin misseri bent á gífurlega aukningu skulda heimilanna í landinu. Sam- kvæmt mánaðarriti Seðlabankans, Hagtölum mánaðarins, skulduðu heimilin á íslandi rúma 19 milljarða í árslok 1983, sem gerir um 64 millj- aröa á verðlagi í desember 1988. Skuldir heimilanna voru á hinn bóg- inn komnar í 111 milljarða króna í árslok 1988. Þetta er raunaukning upp á um 47 milljarða á þessu tíma- bili. Á fundi spariíjáreigenda á Sögu sagöi Ólafur Nilsson, löggiltur end- urskoðandi, að hann teldi það tækni- lega óframkvæmanlegt aö innleiða skattlagningu vaxtatekna á næsta ári. Hann sagði að það þyrfti lengri aðlögunartíma og hvatti til þess að beðið yrði í fimm ár. Ólafur sagði að flókin atriði ættu eftir að koma upp í sjálfri fram- kvæmdinni. Það væri sérstaklega flókið og erfitt fyrir greiðendur vaxta í staögreiðslu að reikna út á hverjum tíma í misjafnri verðbólgu að við- komandi vaxtagreiðsla væri í reynd raunávöxtun og þar með skattskyld. Með öörum orðum að hætta sé á að farið verði að skattleggja neikvæðar tekjur, tap. Jafnframt telur hann aö fjármálaráðuneytið og skattyfirvöld séu ekki i stakk búin að hrinda tillög- unni í framkvæmd. Hann sagði mik- ið vinnuálag koma á skattyfirvöld, framteljendur og síðast en ekki síst þær peningastofnanir sem greiöi vextina og þurfi að reikna út skattinn í staðgreiðslu. Vaxtatap ekki frádráttarbært Ólafur gagnrýndi ennfremur að neikvæðir raunvextir, vaxtatap, kæmu ekki til frádráttar við skatt- lagningu vaxtatekna. Hann tók dæmi af manni sem ætti tvo bankareikn- inga. Annar reikningurinn reyndist bera skattskylda raunávöxtun en hinn væri með neikvæðri ávöxtun. Þessi maður þyrfti að borga skatta af þeim reikningi sem bæri raun- vextina þrátt fyrir að raunávöxtun hans til samans af reikningunum væri hugsanlega engin. Önnur gagnrýni sem sést hefur í fjölmiölum að undanfornu um tillög- ur fjármagnsskattanefndar er aö vaxtagreiöslur einstaklinga almennt skuli ekki vera frádráttarbærar að fullu fyrst vaxtatekjumar eru skatt- lagðar. Einnig að þegar útgefin spari- skírteini ríkissjóðs og þau sem seld verða til áramóta sleppi viö skatt- heimtu fái eigendur annarra verð- bréfa og innstæða í bönkum ekki sömu skattalegu meðferð. Þá gagnrýna andmælendur skatts- ins að þegar lánskjaravísitölunni var breytt í upphafi ársins hafi fahst í því veruleg rýmun lánskjaravísi- tölunnar og að það sé í raun ekkert annað en skattur á sparifjáreigend- ur. Loks hefur veriö bent á að minnki sparnaður innanlands í kjölfar skatt- lagningarinnar sé hætta á þeirri skömmtun í lánakerfinu sem við- gekkst á ámm áður og að pólitískir flokksgæðingar fái frekar lán en aðr- ir. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverötryggð (%) hæst Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 6-9 Úb.Sp 3ja mán. uppsögn 6,5-11 Úb 6 mán. uppsögn 9-12 Vb 12mán.uppsögn 7-11 Úb 18mán. uppsögn 23 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 3-9 Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 2,25-3,5 13-16 Ib Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8 Ab.Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskar krónur 8-8,5 Vb.Sb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvixlar(forv.) 24-26 Úb.Ab Viöskiptavixlar(fo'rv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 27-29 Sb.Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlánverðtryggð 28-32 Lb . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 7-8,25 Lb Isl.krónur 25-30 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Allir nema Úb Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Úb Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 i Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverötr. sept 89 30.9 Verðtr. sept. 89 VÍSITÖLUR 7,4 Lánskjaravisitala sept. 2584 stig Byggingavisitala sept. 471 stig Byggingavísitalasept. 147,3stig Húsaleiguvísitala 5%hækkaöi 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,230 Einingabréf 2 2,332 Einingabréf 3 2,775 Skammtímabréf 1,453 Lífeyrisbréf 2,127 Gengisbréf 1,879 Kjarabréf 4.200 Markbréf 2,227 Tekjubréf 1,816 Skyndibréf 1,267 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóðsbréf 1 2.025 Sjóðsbréf 2 1,587 Sjóðsbréf 3 1,429 Sjóðsbréf 4 1,197 Vaxtasjóðsbréf HLUTABRÉF 1,4350 Söluverð aö lokinni jofnun m.v. 100 nafnv Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 388 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiðjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 132 kr. lönaðarbankinn 166 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 142 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriöja aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaöarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb=Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkað- Inn birtast I DV ð fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.