Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. Útlömd Sovétmenn leggja til að efnavopnum verði útrýmt Á fundi allsheijarþings Sameinuöu þjóðanna í gær kvað sovéski utanrík- isráðherrann stjórnvöld í Sovétríkj- unum reiðiibúin til að útrýma öllum birgðum efnavopna sem þau hafa yfir að ráða væri Bandaríkjastjórn reiðubúin til að gera slíkt hið saman. Yfirlýsing Eduard Sévardnadze kom sólarhring eftir ávarp Bush Bandaríkjaforseti á þinginu þar sem hann sagði Bandaríkin reiðubúin til að fækka strax efnavopnabirgðum sínum um áttatíu prósent ef Sovét- ríkin væru tilbúin til að fækka sínum birgðum svo jafnræði ríkti á milli stórveldanna á þessu sviði. „Fyrsta skrefið" I ræðu sinni kvaðst Sévardnadze fagna tillögu Bush frá því deginum áður. Hann sagði hana gefa til kynna að stórveldin ættu þá ósk sameigin- lega að losa mannkynið undan svo ómannúðlegum vopnum. „Sovétrík- in eru reiðubúin, í samvinnu við Bandaríkin, til að ganga skrefi lengra,“ sagði hann. Utanríkisráðherrann sagði að Sov- étmenn væru tilbúnir til tvíhhða samkomulags stórveldanna um stór- fellda fækkun eða algera útrýmingu efnavopna beggja þjóða, áður en al- þjóðasamningar um það lægju fyrir. Sovétmenn myndu líta á það sem fyrsta skrefið til algers banns við slíkum vopnum, sagði hann. Þá kvað Sévardnadze Möskvu- stjómina tilbúna til að hætta fram- leiðslu efnavopna, þar á meðal svo- kallaðra „tvenndarvopna". Tvennd- arvopn eru sett saman úr tveimur annars skaðlausum efnum sem sam- an mynda banvænt vopn. Bandarík- in framleiða slík vopn. Þá eru stjórnvöld í Sovétríkjunum tilbúin að samþykkja ströng ákvæði til eftirhts með því að framleiðslu efnavopna verði hætt sem og að þeim verði útrýmt. Að lokum sagði Sé- vardnadze að Sovétríkin væru reiðu- búin til að fordæma notkun efna- vopna, sama hverjar kringumstæð- umar væra. Áttatíu prósent niðurskurður Tihögur Bush frá því á mánudag fela í sér að Bandaríkin og Sovétríkin fækki efnavopnum sínum strax, án þess að bíða eftir samkomulagi í Genf. Forsetinn bauðst til að fækka í efnavopnabúri Bandaríkjanna um áttatíu prósent ef Sovétríkin væra reiðubúin til að fækka í sínum birgð- um svo jafnræði næðist. Tihögur Bush miða að því að samningar um bann á efnavopn náist innan tíu ára. Bush kvaðst í gær fagna tihögum Sévardnadze og sagði að nú væri tak- markið að koma hreyfingu á þessi mál. Roland Dmnas, utanríkisráð- herra Frakklands, fuhtrúi Evrópu- bandalagsins, kvað EB fagna tihög- um stórveldanna um fækkun og út- rýmingu efnavopna. Hann sagði að Evrópubúar vildu sjá samninga er banna efhavopn undirritaða sem fyrst. Viðræðunum miðar hægt Nú eiga sér staö í Genf viðræður fuhtrúa fjörutíu þjóöa um bann við efnavopnum. En þeim miðar hægt og telja sumir sérfræðingar ólíklegt að samkomulag náist. Þróunarlöndin hafa löngum verið treg tíl aö samþykkja útrýmingu efnavopna. Þau segja að samhhða fækkun þeirra skuh fara fram fækk- un kjarnorkuvopna hemaöarlegra sterkari þjóða. Tuttugu ríki Fyrr á þessu ári birti bandaríska tímaritið Time nöfn sautján ríkja sem þá var tahð að heföu yfir efna- Foreldri heldur um bam sitt. Fórnarlömb efnavopnaárásar íraka á þorplð Halabja í mars í fyrra. Eduard Sévardnadze, utanríkisráð- herra Sovétrikjanna, sagði í gær að Sovétrikln væru reiðubúln tll að út- rýma öllum efnavopnabirgðum sín- um ef Bandarikin gerðu slíkt hið sama. Simamynd Reuter vopnum að ráða. Á þeim lista voru Bandaríkin, Sovétríkin, Frakkland, Líbýa, íran, írak, Sýrland, Afganist- an, Norður-Kórea, Víetnam, Burma, Kína, Egyptaland, Eþíópía, ísrael, Sómaha og Taiwan. Nú telja sérfræðingar að rúmlega tuttugu ríki ýmist eigi efnavopn eða ráði yfir kunnáttunni th framleiöslu þeirra. Fáar hafa þó opinberlega við- urkennt aö eiga birgðir af efnavopn- um en meðal þeirra eru þó Bandarík- in og Sovétríidn. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst fagna tillögum Sovétmanna um algera út- rýmingu efnavopna. Simamynd Reuter Stærstu efnavopnabúr heims Tahð er aö í efnavopnabúri Banda- rhganna séu þijátíu þúsund tonn. Sovétmenn segjast hafa yfir að ráöa fimmtíu þúsund tonnum.þó að vest- rænir sérfræðingar segi að í vopna- búri þeirra sé að finna margfalt meira magn, aht að þijú hundruð þúsund tonn. En þó að stórveldin hafi yfir að ráöa, aö því að margir telja, stærstu efnavopnabúrum heims eru þau ekki talin mestu efnavopna-ógnvaldamir. Sá vafasami heiður fehur í hlut þjóða eins og íraka, sem Sameinuðu þjóð- imar segja að hafi beitt efnavopnum í styijöldinni við írana, og Líbýu- manna, sem Bandaríkjamenn segja að séu að reisa efnavopna-verk- smiðju við Rabta, suður af Trípóh. Efnavopnum beitt í Persaflóastríöinu Þann 23. ágúst í fyrra lýstu Samein- uðu þjóðimar því yfir að þrátt fyrir Genfar-sáttmálann frá árinu 1925, sem bannar notkun efnavopna, hefðu írakar beitt slíkum vopnrnn gegn írönum og Kúrdum eigi löngu áður en vopnahlé í Persaflóastríðinu var samþykkt. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst í fyrra er gerð grein fyrir því að írakar hafi beitt efnavopnum gegn Kúrdum í þorpinu Halabja í norðurhluta landsins í marsmánuði árið 1988. Myndir af hræðhega út- leiknum fómarlömbum árásarinnar birtust í blöðum og tímaritum víðs- vegar um heim og vöktu óhugnað allra jarðarbúa. Árásin á Halabja, sem þá var á valdi Irana, var ein blóðugasta árás- in í hinni átta ára löngu styijöld þess- ara þjóða. Irakar notuðu sinnepsgas, taugagas og blásýru gegn Kúrdum, segir í skýrslunni. Þegar upp var staðið lágu hundruð manna í valn- um, karlar, konur og böm. Notkunin bönnuð en framleiöslan ekki Winston Churchhl kallaði þau á sínum tíma „djöfihlegt eitur“. Aðrir hafa kahað þau „hljóðlausa morð- ingjann“ eða „vopn fátæka manns- ins“. Sérfræðingar segja að framleiðsla efnavopna sé ahs ekki flókin, þau séu einföld í notkun og áhrifarík. Auð- velt er að umbreyta verksmiðju sem framleiðir skordýraeitur í verk- smiðju sem framleiðir efnavopn, segja þeir. Genfar-sáttmálinn frá 1925 bannar notkun efhávopna. En hann nær ekki th birgðasöfnunar né fram- leiðslu. Þó að rúmlega eitt hundraö og þijá- tíu þjóðir hafi undirritað þennan sáttmála á síðustu sextíu og flórum árum hafa ásakanir heyrst um notk- un efnavopna í milhríkjadehum, th dæmis að Líbýa hafi beitt þeim gegn Tsjad og Víetnam gegn Kambódíu. Sameinuðu þjóðimar hafa einnig vitneskju um notkun þeirra í hem- aði. Efnavopn hefur borið á góma hvað eftir annað á fundum Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra samtaka á síðustu árum sem og á hveijum leiðtogafimdi stórveldanna frá því árið 1985. Nú vonast bæði stórveldin th að thlögur þær sem lagðar hafa verið fram á allsheijar- þinginu síðustu daga ýti við samn- ingamönnum í Genf og virki sem hvatning fyrir undirritun alþjóðlegs samkomulags um bann við fram- leiðslu efnavopna. Heimildir m.a. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.