Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989. Spumingin Leggst veturinn illa í þig? Halldór Jónsson: Nei. veturinn er mjög skemmtilegur skólans og veð- ursins vegna. Þorlákur Runólfsson: Veturinn leggst mjög vel í mig. Árný Atladóttir: Nei, hann leggst mjög vel í mig. Ég er alltaf bjartsýn. Halldóra Björnsdóttir: Nei, alls ekki. Er einhver ástæða til að vera svart- sýnn? Benedikt Hjaltason: Nei, alls ekki. Verður maöur ekki að líta jákvaett á hlutina? Pétur Blöndal: Nei, ekki til í dæminu. Lesendur Samtök sparifláreigenda: Fundur fyrir lítið Frá fundi Samtaka sparifjáreigenda sl. sunnudag. - Þátttakendur í pallborðs- umræðum. Guðjón Magnússon skrifar: Fundur Samtaka sparifjáreigenda var boðaður sl. sunnudag á Hótel Sögu. Fundarefnið var um fyrir- hugaða aðfór ríkisstjórnarinnar að -sparifé landsmanna og lífeyrissjóð- unum með því að skattleggja vaxta- tekjur. Almenningur hefur verið boðaður til fundar af minna tilefni. Á fundinum áttu að mæta fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna. Ég sá engan frá Borgaraflokknum, þeim flokki sem heldur lífi í ríkisstjórn- inni. Það kom fundarmönnum á óvart. Ég varð heldur ekki var við að formaður Samtaka spariíjáreig- enda kveddi sér hljóðs til að tala máli félagsmanna. Varaformaður var hins vegar mættur. Fundurinn var gagnlegur að þvi leyti að hann sýndi ljóslega almenna óánægju fundarmanna, svo að þeir þrír fulltrúar stjórnarflokkanna sem þarna voru mættir hljóta að hafa dregiö sínar ályktanir. - Það var áberandi, hversu forsætisráðherra virðist hafa misst fótanna í málílutn- ingi sínum. Viðbrögð fundarmanna við útskýringum hans voru mest skellihlátur, enda erfítt að átta sig á tilraunum hans til að reyna að gera sig fremstan meðal jafningja í lífeyr- issjóðs- og eftirlaunamálum. Annað kom mér á óvart, og það var að enginn úr hópi fyrirliða Samtaka sparifjáreigenda skyldi koma fram með þá áskorun að sparifjáreigend- um tækju fé sitt út úr bönkum, þar til fallið væri að fullu frá öllum hug- myndum um skattlagningu á vexti. Ur þvi að ráðherrar geta komið fram af slíkri óskammfeilni að viðra hugmyndir um skattlagningu vaxta af sparifé fólks, verður að beita þeirri einu nauðvöm sem sparifjáreigend- um er tiltæk, að taka allt fé út úr bönkum með skipulegum hætti mið- að við einhvem tiltekinn mánaðar- dag - áður en þessar hugmyndir koma til umræðu á Alþingi. Formaður Samtaka sparifjáreig- enda verður að gera sér ljóst að hann hefur skyldum að gegna viö fjöl- mennan hóp sparifjáreigenda, sem nú hafa fengið auknefnið „fjár- magnseigendur". - Verði engin sýni- leg viðbrögð í kjölfar þessa fjölmenna fundar Samtaka sparifjáreigenda, verður að líta svo á að fundurinn á Sögu sl. sunnudag haíl verið til litils, og samtökin ennþá minna megnug. Kannski verri en engin. Jens Evensen (t.v.) ásamt Arne Treholt, einum helsta ráögjafa sínum i utan- ríkismálum. Jens Evensen í Lögbergi: Sá er treysti Treholt... Pétur Pétursson hringdi: Ég var að lesa um að Jens Evens- en, sem nú er orðinn dómari við Al- þjóöadómstóhnn í Haag og fyrrv. ráðherra í Noregi, myndi koma lung- að í boði Lögfræðingafélags íslands og lagadeildar Háskólans til að halda fyrirlestur um vemdun umhverfis mannsins á jörðinni. Þessi sami Evensen var mikið í fréttum hér og reyndar um heim all- an fyrir örfáum ámm þegar mál norska njósnarans Arne Treholt var til umræöu. Sérstaklega vegna þess að Evensen þessi var sérstakur skjól- stæðingur Treholts, sem aftur var einn helsti ráðgjafi Evensens í utan- ríkismálum Noregs. í fréttum á þeim tíma kom fram að Treholt var iðulega í ferðum með Jens Evensen, ekki síst í Sovétríkj- unum, og mátti vart sjá hvor hafði meiri stuðning af hinum, Treholt af Evenesen eða Evensen af Treholt. Treholt var hins vegar sekur fundinn um njósnir en Evensen var gerður að dómara við Alþjóðadómstólinn í Haag. Um þann dómstól eigum við íslendingar hins vegar ekki sem best- ar endurminningar frá deilum okkar við Breta við síðustu útfærslu land- helginnnar. Þótt Lögræðingafélagi íslands þyki sem það hafi himin höndum tekiö meö því að fá Evensen þennan til að ræða hér undirbúning alþjóðlegrar lagasetningar um umhverfi manns- ins á jörðinni, þá eru nú ekki allir sömu skoðunar um ágæti þessa fyrr- verandi norska ráðherra. Stjórnmálamaður sem er þekktast- ur fyrir það að hafa haft einn mesta njósnara síðari tíma fyrir ráðgjafa um árabil - og trúað honum - virðist í fljótu bragði ekki sá allra.traustasti til þess aö vera í forsvari fyrir undir- búningi alþjóðlegrar lagasetningar um eitt eða annað. - En það er at- hyglivert og raunsætt dæmi um það hvernig pólitískum nefndakóngum er komið fyrir í kerfinu að loknum starfsdegi venjulegra borgara, að Evensen skuli enn vera í sviðsljósinu (á 73. aldursári) - og það uppi á ís- landi hjá lagadeild Háskólans! Hreinar jurtasnyrtivörur 6468-0528 skrifar: Mig langar til að fá að koma á fram- færi þeirri hugmynd að jurtasnyrti- vörumar Weleda verði auglýstar betur og þá einkum hvar þær fást hér á landi. Ég hef aldrei séö þær auglýstar. Ég veit af eigin reynslu að þetta eru þvílíkar gæðavömr að það er skaði að konur skuli almennt ekki vita um þær - og raunar ekki bara konur heldur líka karlmenn og böm. Ég hef reynt, að ég tel, allar mögu- legar snyrtivömr sem fáanlegar eru og loks var það læknir sem benti mér á Weleda vömrnar. Mér finnst það skylda mín að vekja á þessu athygli þar sem í þessu merki má fá frábær- ar gigtarolíur og sömuleiöis heppi- legar vörur fyrir börn. Ég veit aö vömmar em unnar á lífrænan hátt og eru því hreinar jurtasnyrtivörur. Þar aö auki eru þær ódýrar miðaö við hágæðaflokk. Ég hef þurft að fara langa leið til að ná í þetta en ekki væri til of mikils mælst að vörumar fengjust víðar en á einum stað. Auögildi eða manngildi 1 spariQármálum: Klifað á slagorðum H.S.J. hringdi: Það virðist vefjast fyrir fjármála- ráðherra, Ólafi Ragnari Grímssyni, að skilja að sparifé fólks er arður af vinnu þess sem það hefur þegar greitt alla skatta og skyldur af. Á fundi Samtaka sparifjáreigenda sl. sunnudag belgdi fjármálaráö- herra sig út af því að það yrði að leggja skatt á sparifjáreigendur, al- veg eins og skatt á hverja aðra vinnu - annað væri aö „meta auðgildi ofar inanngildi"! Slagorð sem margir vinstri menn slá um sig með en skilja tæplega sjálfir. Það er áreiðanlegt aö gamla fólkið, sem sparað hefur nokkrar krónur til ellinnar, hefur þurft að vinna fyrir þeim hörðum höndum og hefur greitt hverja krónu í skatt eins og ætlast hefur verið til. Það er ekki stórt manngildið þeirra sem nú leggja allt kapp á aö klófesta þessa ellitrygg- ingu. Ætli það verði ekki næsta skrefið að elta uppi hvern þann sem á málverk eða silfurskeið og kreista út úr honum einhvem skatt? Á fundinum áðurnefnda þrástag- aðist Ólafur Ragnar Grímsson á því að fólk misskildi hina merku skatta- fyrirætlan hans. Þann misskilning held ég að hann hafi átt bágt með að leiðrétta enda er áreiðanlega best fyrir okkur að láta vinstrimenn ekki ráða of miklu í efnahagslífi okkar. - Sporin hræða. Hvernig er ekki ástandið fyrir aust- an tjald; er manngildið mikils virt þar? Og er Austur-Evrópa ekki öll á fullri ferð snapandi peninga hjá auð- magninu á Vesturlöndum svo að lýð- urinn deyi ekki úr hungri? - Við ættum í lengstu lög að forðast hung- ursósíalisma Austur-Evrópu og aðdáendur hans. Athugasemd frá stjóm og starfsfólM VmdáshJlðar: ■■■ ■ ■ ■ ■■ ■ Fleiri leikir ■ ■wll ■ ■WlVm.ll ekki á dagskrá Frá stjórn sumarstarfs KFUK og fyrr en eftir að þær komu niður í starfsfólkí: torðsal, og heyrðu bank ffá öðrum A lesendasíðum DV fóstudaginn 1. sept. má lesa bréf móöur, þar sem hún lýsir næturleik í Vindáshlið sunnudagskvöldið 13. ágúst. Það er samdóma álit okkar, stjórnar Sum- arstarfs KFUK í Vindáshlíð og starfsfólks sumarsins, að umrædd- ur næturleikur hafi ekki tekist vel. - Hann reyndist of grófur og telp- umar urðu of hræddar. Okkur þykir miður aö svona skyldi fara. Það er alltaf auðvelt aö vera vitur eftir á en fatt hægt að gera. Starfsfólkiö lagði sig þó sérstaklega fram um að gera það sem eftir var dvalarinnar í Vindás- hlíð skemmtilega fyrir telpumar og leyfa þeim aö reyna margt eftír- minnilegt í bréfi sínu nefhir móðirin aö það hefði mátt hætta við leikinn þegar viöbrögð telpnanna komu í ljós. Þaö var gert því að það fór ekki aö bera á hræðslu meðal telpnanna „lögregluþjóninum“ sem var að loka gluggunum þar. Þá greip hræðsla um sig og þær fóm margar að gráta. - Um leiö og það kom í Ijós var leikurinn stöövaöur og þeim sagt hvemig í öllu lá. Okkur þykir mjög leitt aö svo skyldi til takast. Jafnframt leiðist okkur ef veriö er að flytja ýktar frásögxu af því sem geröist í Vind- áshlíö umrædda nótt. Mörgum telpunum fannst þetta spennandi ævintýri eftir að þeim varð Ijóst aö þetta var bara leikur og höfðu ró- ast við aö drekka kakó. - Margar fóm þá inn á herbergi til að ná í myndavélar svo aö þær gætu fest „löggurnar og bófana" á filmu! Auðvitaö gekk ýmsum illa aö sofna eftir allan spenninginn enda fengu þær að sofa lengur en vei\ju- lega daginn eftir. - Við viljum taka fram að slíkir leikir verða ekki framar á dagskrá í Vindáshlíö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.