Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. OKÍPÓBER 1989. 5 Fréttir Eru komnar AukaQárveitingar á þessu ári eru nu orönar 65, aö andvirði 833 milljónir króna, að því er Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráö- herra segir. Sagöi hannjafníramt að stórkostlega hetði dregið úr aukafíárveitingum í ár miöað við undanfarin ár. Pálmi Jónsson, fulltrúi Sjálf- stmöisflokksins í fjárveitinga- nefnd, gagnrýndi aukafjárveit- ingar núverandi ríkisstjóniar harölega viö utandagskrárum- ræöu í gær á Alþingi. Sagði Pálmi að nú væri því spáð að útgjöld ríkisins færu 8 milljarða króna fram úr íjárlögum í ár og því væri nauðsvniegt að stemma stigu viö fjárveitingum án laga. Einnig gagnrýndi Pálmi óskir Qármálaráöherra til fjárveitinga- nefndar um aö nefndin færi með lista yfir aukafjárveitingar sem trúnaðarmál. Sagði Pálmi að nefndin hefðí 13. júlí fengiö lista yfir aukaflárveitingar að upphæð um 800 miUjónir og hefði fylgt beiðni ura að þegja yflr þvl Sagö- ist Pálmi líta svo á að aUar greiðslur úr ríkissjóði væru opin- bert mál sem þjóðin ætti rétt á að vita um. Ólafur Ragnar sagði að hér hefði gætt misskilnings hjá Pálma og sagði hann aö héðan i frá yrði að hafa upplýsingar til flárveitinganefndar um aukafjár- veitingar meira í fréttatilkynn- ingaformi. -SMJ 800 milljónir þunkaðar út Sú ákvörðun ríkisstjómarinnar að lækka ríkisútgjöld um 800 mUljónir króna á miðju sumri á sér enga lagastoð segir Pálmi Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í flárveitinganefnd. Frá þessu var sagt í athugasemdum fyrir flárlagafrumvarpið - fyrir næsta ár en þessi niðurskurður á að koma til framkvæmda nú. Pálmi segir að til að þetta sé raögulegt þurfi lög sem ekki hafi verið afgreidd frá Alþingl Sagði hann aö það væri óviðfeldið að á meðan ríkisstjómin væri að auka útgjöld ríkissjóðs ura marga mUIjarða, með eigin ákvöröun og án atbeina Alþingis, væri hún einnig í heimildarleysi að tU- kynna niðurskurð til þeirra verk- legu framkvæmda og fjármagnst- ilfærslna sem Alþingi hefði sam- þykkt. Sagðist Pálmi hafa fyrir satt að 500 mUþónir ættu að spara í hús- næðiskerflnu og einnig hefði heyrst af því að spara ætti meö þvíaðbreytavegaáætlun. -SMJ Óskaðeftir skýrslu um með- ferðarheimili Minnihluti fjárveitinganefndar Alþingis heíur komið því á fram- færi við formann nefiidarinnar, Sighvat Björgvinsson, að óskað sé eftir skýrslu um stofnsetningu meðferðarheimilis fyrir unga fikniefnaneytendur á vegum rík- Í9ins. Að sögn Pálma Jónssonar, full- trúa Sjáifstæðisflokksins í fjár- veitinganefiid, er ekkert að finna í núgildandi fiárlögum um þetta. Þá sagði hatrn að jafnframt heíði verið skýrt frá þeirri ákvöröun ríkisstjómarinnar að verja á þessu ári 20 til 30 miUjónum króna til reksturs þessarar stofn- unar. Sagði Pálmi að allt þetta tök væru aö saftia fjármunum til svipaðrahluta. -SMJ Loðdýrabændur á Fljótsdalshéraði: Vilja nota niður- skorið fé í fóður Nokkurrar óánægju gætir nú hjá nokkrum loðdýrabændum á Fljóts- dalshéraði vegna niðurskurðar á fé þar um slóðir vegna riðuveiki. Loð- dýrabændur hafa sýnt áhuga á að nýta fé frá ósýktum bæjum til loð- dýrafóðurs og era fordæmi fyrir slík- um aðgerðum. AUs mun eiga að skera niður um þrjú þúsund íjár á þessum slóðum og era aðgerðir þegar hafnar. Karl Jóhannsson, loðdýrabóndi á Fljótsdalshéraði, sagði í samtaU við DV að tíu loðdýrabændur hefðu boð- ist til að taka sig saman um að sjá sjálfir um slátrun. „Við mundum leigja hús til þess eftir sláturtíð og annast -svo sjálfir frystingu enda höfum við yfir aö ráða óráðstöfuðu geymslurými í frysti- geymslum. Auk þess mundum \dð loðdýrabændur sjálfir sjá um akstur. Þessar aðgerðir gætu orðið mjög til þess að styrkja stöðu loðdýrabænda sem búa við kröpp kjör,“ sagði Karl. Kristinn Árnason í fóðurstöðinni Loðmundi á EgUsstöðum segir að búið sé að spyijast fyrir hjá ráðu- neytinu um hvort loðdýrabændur fái að njóta góðs af því fé sem verður fargað frá bæjum sem riðuveiki hef- ur ekki komið upp á. „Við höfum fengið þau svör hjá ráðuneytinu að það vilji farga fénu með því að skjóta það og grafa - þ.e.a.s. með sem minnstum tilkostn- aði eins og skiljanlegt er. Það kostar auðvitað sitt að slátra fénu. Þetta væri samt vel hægt en ég held bara að hér sé um að ræða peninga sem ejcki eru til. Það kæmi sér vel fyrir loðdýrabændur að njóta góðs af þessu kjöti. Hins vegar eru til birgðir af kjöti í landinu sem er öragglega ekki sýkt og sem selst ekki. Reglur Korninu dælt í umbúðir á vörubíl. DV-mynd Páll Komskurður í Mýrdal: Mjög góð uppskera PáU Pétursson, DV, Vík í Mýrdal: AUmargir bændur í Mýrdalshreppi í Vestur-SkaftafeUssýslu tóku sig sam- an í fyrra og hófu komrækt. Nú í sumar var kom ræktað á 60-70 hekt- uram lands IMýrdalnum og aUt virð- ist benda til aukningar þegar fram í sækir. Það er tveggja raða bygg sem var vaUð til ræktunar hér og virðist það þrífast mjög vel. Kornskurðurinn hófst seinni hluta september og var notuð kornskurð- arvél af gerðinni Massey Ferguson. Uppskeran reynist mjög góð eða 2500 kUó af korni á hektara að meðaltaU. Komið er verkað þannig að það er sett í tunnur'og súrsað og verður síð- an notað sem fóður fyrir búfénað. Einnig hefur það verið notað sem íblöndunarefni í heyköggla sem framleiddir hafa verið af færanlegri heykögglaverksmiðju hér í Mýrdaln- um. Þetta fóður mun spara kaup á innfluttum fóðurblöndum og verða mun ódýrara fyrir bændur. Leiguflug British Midland til Edinborgar: Flugleiðir hf. neita að bjóða sambærilegt verð - segir Sigurður Eiríksson hjá Skoti hf. „Málið stendur enn þannig að Brit- ish Midland hefur fengiö leyfi fyrir einu leiguflugi í viku til Edinborgar. Það dugar ekki ef bjóða á fjögurra daga ferðir. Ef ferðirnar væru tvær í viku gætum við boðið fjögurra daga ferð fyrir 17.000 krónur, flug og gist- ingu í Edinborg. Við höfum rætt við Flugleiðir hf. en fengið þar neitun um sambærilegt verð. Samgönguráð- herra er erlendis og við bíðum heim- komu hans til að fá endanlegt svar um hvort British Midland fær að fljúga tvisvar í viku eða ekki,“ sagði Sigurður Eiríksson hjá Skoti hf. sem er umboðsaðili British Midland á ís- landi. Að sögn Sigurðar verður Ferðaskrifstofan Atlantic hf. sölu- skrifstofa fyrir Edinborgarferðirnar ef leyfi fæst fyrir tveimur ferðum í viku. Sigurður segir að hugmyndin að baki þessum ferðum sé sú að gefa þeim efnaminni í þjóðfélaginu kost á að fara til útlanda, með því að bjóða lægstu hugsanlegu fargjöld. Ferðirn- ar eru fyrirhugaðar á tímabilinu 30. október til 18. desember og sagði Sig- urður að þær ættu ekki á nokkum hátt að ganga nærri samkeppnis- stöðu Flugleiða hf., ekki síst verðsins vegna. Inni í þessu dæmi er líka að reyna að fá ferðamenn frá Skotlandi í leigu- flugsferðir til íslands á þessu sama tímabili. Sigurður sagði að það hefði í raun ekki verið keppikefli Skots hf. að fljúga með British Midland. Byðust svipuð kjör hjá Flugleiðum hf. og British Midland býður yrði að sjáif- sögðu samið við Flugleiðir hf. -S .dór ráðuneytisins og svör þess um að herða mjög á öllum smitleiðum verð- ur ekki breytt og ég held að það sé ekki hægt að hreyfa frekar við þessu máli. DV haíði samband við Kjartan Blöndal, yfirmann Sauðfiárveiki- varna, og sagði hann að féð yrði allt grafið. Hann benti einnig á að mál sem þetta hefði strandað á því að loðdýrabændur gætu ekki borgað fyrir slátrun á fénu. -ÓTT Landssamband slökkviliðsmanna: Vill yfirtaka rekstur Brunamála- stofnunar Landssamband slökkviliösmanna hefur falið stjórn sambandsins að hefia viðræður viö félagsmálaráð- herra og forsvarsmenn tryggingafé- laga, sem fara með branatryggingar, um hvort hagkvæmt væri og raun- hæft að Landssamband slökkviiiös- manna og tryggingafélögin yfirtaki rekstur Brunamálastofnunar ríkis- ins. Þessi samþykkt var gerð á þingi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldið var á Akureyri um helg- ina. Öryggis- og heilbrigðisnefnd sam- bandsins ályktaði að stjóm sam- bandsins leiti eftir nánu samstarfi við Vinnuefitirlit ríkisins um úrbæt- ur á aðbúnaði og hollustuháttúm og öryggi á slökkvistöðvum sem sam- kvæmt skýrslu Vinnueftirlits ríkis- ins er víða mjög ábótavant. Nefndin telur að sambandið eigi jafnvel að þrýsta á Vinnueftirlitið til að loka þeim slökkvistöðvum sem í verstu ásigkomulagi era ef ekki nást fram lágmarksúrbætur. -sme Nýr formaður Landssambands verslunarmanna Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var kjörin formaður Landssambands verslunarmanna á þingi sambands- ins sem haidið var um helgina. Hún tók við af Birni Þórhallssyni sem ekki gaf kost á sér áfram. Ingibjörg sagði í samtali við DV að á þinginu hefðu farið fram miklar umræður um vaxandi atvinnuleysi í stétt verslunarmanna. Nú væru um 200 verslunarmenn á atvinnuleysis- skrá í Reykjavík en alveg fram á þetta ár hefði atvinnuleysi verið nær óþekkt hjá verslunarmönnum. Þá sagöi hún að miklar umræður hefðu orðið um lífeyrismáhn og það misgengi sem þar ríkir milli opin- berra starfsmanna annars vegar og félaga í verkalýðshreyfingunni hins vegar. „Og að sjálfsögöu urðu líflegar umræður um kjaramálin enda kjara- samningar okkar lausir um áramót. Kjaramálaályktun, sem samþykkt var á þinginu, leggur þær línur sem við ætlum að vinna eftir í komandi kjarasamningum," sagði Ingibjörg. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað (18.10.1989)
https://timarit.is/issue/192489

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað (18.10.1989)

Aðgerðir: