Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989. Spumingin Lesendur Helduröu aö þetta verði snjóþungur vetur? Jón Brynjar Jónsson: Þaö verður að koma í ljós. Sigríður Jóhannsdóttir: Ég vona að veturinn verði ekki mjög snjóþung- ur. Sigríður Valsdóttir: Ég veit það ekki, ég vona að svo verði ekki. Guðmundur Reynisson: Ég hef ekki minnstu hugmynd um það. Lára: Ég býst ekki við því. Niels Hermannsson: Nei. Fundarstaður framtíðar Frá ráðstefnu með erlendum þátttakendum í Reykjavík á sl. ári. - Sjá þarf einnig um óskir gesta utan ráðstefnutimans að deginum, segir m.a. i bréfinu. Reykvíkingur skrifar: Nú þegar Uðin eru um þrjú ár frá því að leiðtogafundurinn var haldinn hér í Reykjavík er loks kominn skrið- ur á þá hugmynd aö borgin sé kjör- inn staður fyrir þá aröbæru tegund þjónustu sem tengist ferðamönnum. Borgin hefur nú varið tæpum 20 milljónum króna til að kynna Reykjavík sem „fundarstað framtíð- ar“ og gefið út kynningarrit sem sent verður til erlendra stórfyrirtækja og ferðaskrifstofa. Þetta er þarft átak sem hefði þó þurft að fylgja eftir strax að loknum leiðtogafundinum. En betra er seint en aldrei og má vissulega þakka borgarstjóra og ýmsum aöilum í ferðamannaþjónustu þetta átak. Það ætti að geta gefið okkur gott forskot ef því verður fylgt eftir af festu og framsýni. En það þarf meira til en skipulagða sölustarfsemi erlendis. Ég er þess fullviss að ekki verður svo erfitt að fá fólk, einstaklinga og fyrirtæki til aö heimsækja okkur. Það hefur reyndar alltaf borið árangur þegar eitthvað slíkt hefur verið reynt með sameinuðu átaki. Það er annað sem ég er smeykari við. Það er hin rótgróna fastheldni á ríkjandi fyrirkomulag í þjónustu sem hér er og virðist vera erfitt að breyta. Eitt er það t.d. sem verður að breyta ef hér á að vera samastaöur erlendra gesta mikinn hluta ársins og það er afgreiðslutími verslana. Hér verður að vera hægt að treysta því að versl- anir séu opnar alla laugardaga til kvölds og þó sérstaklega að sumrinu. Mörg önnur atriöi verður einnig að hafa í huga til að samræma þá aðstöðu og þjónustu sem ferðamenn og ekki síst ráðstefnugestir reikna með. Þar má nefna aðgang að spila- vítum eða rúllettuspilum á bestu hótelunum a.m.k., rýmri afgreiðslu- tíma fyrir áfengisveitingar innan hótela og aðra þætti afþreyingar og skemmtunar sem þar er (tennis, billj- ard- og líkamsræktaraðstöðu, svo eitthvað sé nefnt). - Það þarf nefni- lega líka að sjá fyrir þörfum og ósk- um ráðstefnugesta utan ráðstefnu- tímans að deginum. Það þarf enginn að halda að þótt við íslendigar höfum sætt okkur við ýmsar þessara takmarkana (t.d. lok- aðar verslanir tvo daga í viku yfir sumarið o.fl.) þá er sú þjónusta sjálf- sagður hlutur í augum flestra sem koma frá öðrum vestrænum þjóðum. Meira að segja erum við íslendingar sjálfir kröfuharðastir í þessum efn- um og þykjumst eiga kröfu á þessari þjónustu er við dveljum erlendis. Það er því margs að gæta áður en við getum með sanni sagt að við sé- um tilbúnir að taka á móti erlendum ráðstefnugestum og gera Reykjavík að víðþekktum fundarstað framtíð- arinnar. Margfalt ódýrari erlendis. Innílutningur landbúnaðarvara: Reynt að ófrægja hugmyndina Gunnar Jónsson skrifar: í allri þeirri umræðu sem spunnist hefur um niðurskurð.í landbúnaðr- framleiðslu hefur mikið borið á því að þeir sem andvígir eru innflutningi á hluta landbúnaöarvara reyni að ófrægja þá hugmynd með öllum ráð- um. Þeir segja sem svo; nú vilja menn fara að flytja inn mjólk, osta, lamba- kjöt og hvaðeina sem við getum auð- veldlega framleitt sjálfir. - Auðvitað er þetta ekki rétt. Engum dettur í hug að byija á því að flytja inn mjólk, jafnvel ekki osta. Þetta eru hvort tveggja vörutegundir sem fólki finnst að vísu dýrar, en dettur ekki í hug að flylja inn frá útlöndum. Þaö eru hins vegar kjöttegundir, svo sem nautakjöt og kjúkhngar og svo egg, kartöflur og grænmeti. Einkum þó kjúklingar, egg og græn- meti. Þetta eru vörutegundir sem auðvelt er að flytja inn og fá á marg- falt lægra verði en hér er hægt að fá. - Þess vegna er það ótrúleg rangtúlk- un þegar andstæðingar eru að halda því fram að fylgjendur innfluttra búvara vilji algjörlegan óheftan og takmarkalausan innflutning þeirra. Vonandi komumst við upp úr því fari sem umræöan um innfluttar búvörur hefur fest sig í. Það er ótrú- legt að fulltíöa menn, sem eiga að' vera ábyrgir aðilar fyrir hönd þjóð- arinnar, skuh leyfa sér að ófrægja svo mjög allar tilraunir og umræður sem ganga í frjálsræöisátt. - Það hlýtur að verða þeim sjálfum aö falli og þeim málstað sem þeir þykjast vera að veija. Hvemig tekið er á sifjaspellum Móðir skrifar: Mig langar til að vekja máls á því hvemig tekið er á siflaspellsmálum. - Fyrst er það dómskerfið. Þar er hringlftð með mál fram og til baka og máíin veltast oft í eitt eða tvö ár meðaií rannsókn fer fram og annað sem henni tilheyrir. Alltaf er frestað að dæma. Jafnvel þó að sakboming- ur játi virðist samt alltaf þurfa ein- hverrar frekari rannsóknar við og á meðan er hann frjáls ferða sinna og gæti þá haldið áfram á sinni fyrri afbrotabraut. En hvað er svo gert fyrir fórn- arlömbin? Akkúrat ekki neitt! Það er e.t.v. reynt aö koma þeim frá móð- urinni sem aö sjálfsögðu hefir ekkert gert af sér. Sakborningar em nefni- lega karlmenn í miklum meirihluta. - Oft og tíöum fá bömin enga sál- fræðiaðstoð eða aðra aðstoð eftir að búið er að finna þeim heimih. Barnaverndamefnd virðist geta farið með börnin eins og söluvöru. Ef hún fær mál til meðferðar, hvort sem þaö er út af sifjaspellum eða öðru, endar þaö oftast með því að heimilum er splundrað og dæmi em um að bömum sé flækt á milli staða. Algengt er að eftir að þau hafa verið th reynslu á heimili í þijá mánuði era þau send á annað heimih ef við- komandi foreldrar gefast upp. - Þetta aht kalla ég ekki að vernda börn. - Eða finnst ykkur það, lesendur góð- ir? Afnotagjald Ríkisútvarps: Hækkar enn í ársbyriun Helga skrifar: Eins og kunnugt er hækkaði af- notagjald Ríkisútvarps (hljóðvarps og sjónvarps) verulega á síöasta ári og er nú svo komið að við greiöum 1500 kr. á hverjum mánuði í stað þess að th skamms tíma var gjaldið greitt á þriggja mánaða fresti og var með þeim hætti eitthvað í kringum 1800 kr. Nú létu forráöamenn hjá RÚV í það skína, eftir að 1500 króna gjaldið var komið á fyrir thstuölan menntamála- ráðherra, aö þessi hækkun yrði sú sem fyhti mælinn, ef svo má að orði komast, og hér eftir yrði þeim ekki skotaskuld úr því að ná saman end- um. Og þaö hefði maöur nú líka hald- ið! - En ekki aldehis. Nú er sagt að gjaldskrá Ríkisútvarpsins þurfi að hækka um 8%, og það strax í byrjun næsta árs, th þess að ná endum sam- an. Sagt er að heildarútgjöld RÚV verði á næsta ári tæpir 2 mhljarðar króna en tekjur þess tæpum 200 mhljónum króna lægri. Þetta þýði því að leggja veröi á notendur Ríkisútvarpsins um 8% hækkun afnotagjalda - í árs- byijun vel að merkja. Ég spái því nú að áður en langt verður hðið á næsta ár þurfi enn að biðja um hækkun afnotagjalda - og hún verði heimiluð eins og alltaf áður. Þetta með afnota- gjöld útvarps og sjónvarps hjá hinu opinbera er að verða gjörsamlega óþolandi og ég veit satt að segja ekki hvers vegna stjómvöld gera ekkert í því að minnka umsvif þessa rekst- urs, t.d. með því að leggja niður rás 1 og sjónvarpið. Við höfum enga sér- staka þörf fyrir þessa þætti í rekstri hins opinbera og þeir sem vhja þá endilega eiga þá einir að greiða en ekki þeir sem aldrei nota þessa miðla. Hringið í síma 27022 rnilli kl. 14 og 16, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.