Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Qupperneq 24
24
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989.
Smáauglýsingar - Sími 27022
Nýtt hefti
Bflar til sölu
Þjónusta
Skylark ’65, 340 cub., 8 cyl., sjálf-
skiptur, góður bíll, mikið endurnýjað-
ur, ýmis skipti athugandi. Uppl. í síma
985-24549.
Segja Rússar satt um
Wallenberg?
Varandi, sími 626069. Alhliða viðgerðir
og standsetning húseigna, innanhúss
sem utan. I>ið nefnið það, við fram-
kvæmum. Varandi, sími 626069 (einnig
tekur símsvari við skilaboðum).
M. Benz rúta, árg. ’77, 45 farþega, til
sölu. Uppl. í símum 83351 og 75300.
Toyota LandCruiser turbo ’87. Til sölu
Toyota LandCruiser turbo ’87 með
öllum aukahlutum, vetrardekk fylgja,
Selst hugsanlega með jöfnum mánað-
argreiðslum í 3 ár. Uppl. í síma 666063,
22335 og 666044.
Lengi vel þóttust Rússar ekkert við Wallenberg kann-
ast.
Svo sögðu þeir að hann hefði verið fangi þeirra en
dáið 1947.
Eftir það hafa fjölmörg vitni borið að hafa hitt hann
og rætt við hann, alveg fram að þessum áratug.
Er hann lifandi?
Er hann dáinn?
Dó hann 1947 eins og Rússar hafa alltaf haldiðfram?
Segja þeir þá satt en öll síðari tíma vitni ósatt?
Lesið ítarlega frásögn af Wallenbergmálinu í Úrvali
núna:
Wallenberg -
lífs eða liðinn í Sovét?
Til sölu Volvo F610, árg. '85. Ath., að-
eins ekinn 98 þús. km, lengd á kassa
5,10 m. Á sama stað er til sölu Volvo
F85.S, árg. '78, á grind, ekinn 133 þús.
km, nýupptekin vél og nýjar fjaðrir.
Uppl. veitir Björn í síma 97-81606
virka daga frá kl. 9-18.
Gröfuþjónusta, simi 985-21901 og
91-689112, Stefán. Tökum að okkur
alla gröfuvinnu, JCB grafa með opn-
anlegri framskóflu, skotbómu og
framdrifi.
Tökum að okkur alla almenna gröfu-
vinnu, allan sólarhringinn. Uppl. í
síma 75576 og hs. 985-31030.
ÖLVUNAR AKSTUR
UUjJEWW,
Fréttir
íslenska herbergiö. Ingvar og synir sáu um þessa innréttingu sem er með sérstakri nýjung, skápabraut fyrir ferða-
töskur. Teppin eru frá Teppalandi. Þetta er látlaust herbergi og án iburðar. Eftirprentun af einu verka Errós hangir
á veggnum. DV-myndirKAE
Endumýjun fyrir hundruð milljóna fram undan:
Fjögur tilraunaherbergi inn-
réttuð á Hótel Loftleiðum
- valið stendur milli íslensks, sænsks, ítalsks og þýsks aðila
Hótel Loftleiðir hafa fengið fjóra
aðila til að innrétta fjögur tilrauna-
herbergi í gömlu álmu hótelsins. Er
það gert í kjölfar ákvöröunar um
gagngera endurnýjun á öllum 218
herbergjum hótelsins. íslenskur aðili
innréttar eitt tilraunaherbergjanna
en umboðsaðilar þýskra, sænskra og
ítalskra fyrirtækja sjá um hin þrjú.
Hans Indriðason hótelstjóri segir
að þessi tilhögun á verkinu sé höfð
til þess að geta betur metið kostnaö
og vinnu við fyrirhugaöar endurbæt-
ur.
„Verktakar gera tilboö vegna efn-
iskostnaðar og vinnu og eru tölur
væntanlegar um slíkt á næstunni,"
sagði Hans í samtali við DV.
„Menn frá fyrirtækjunum hafa
sjálfir annast uppsetningu og er því
auðveldlega hægt að meta tíma og
umfang verkanna. Auk þess er mjög
aðgengilegt fyrir okkur að meta kosti
og galla innréttinganna með skjótum
samanburði enda eru öll herbergin
hhð við hhð. Stjórnarmeðlimir hafa
alhr skoðað herbergin og við höfum
haft talsvert samstarf viö ræstinga-
konur sem hafa mikið th málanna
aö leggja hvað varöar hagkvæmni í
þrifum.
Ekki ákveðfð hver fær verkið
„Við höfum ekki tekið ákvörðun
ennþá um hvaða fyrirtæki fær verkið
en ég vænti þess að stjómin skih áhti
mjög bráðlega. Okkur vantar ennþá
kostnaðartölur og tilboð frá verktök-
um þannig að ekki er búiö að meta
útkomuna með tilliti til kostnaðar-
þátta. Hins vegar ber hóteliö allan
kostnaö af tilraunaherbergjunum.
Ingvar og synir sjá um íslensku
innréttinguna, Ragnar Borg er um-
boðsaðili ítalska fyrirtækisins Mo-
bilgiri, Gunnar Gunnsveinsson er
umboðsmaður Casala, sem er þýskt,
og HP-innréttingar hafa umboð fyrir
sænsku innréttinguna.
Auk þess hafa nokkrir íslenskir
aðilar séð um að innrétta snyrtiað-
stöðu á þessum fjórum herbergjum.
Það var kominn tími til að lífga upp
á hótehð enda er útht herbergjanna
í gömlu álmunni nánast það sama
og fyrir 25 árum. Við höfum þegar
ráðist í breytingar á allri veitingaað-
stöðu á fyrstu hæðinni - það var
ákveðið að láta það ganga fyrir, auk
annars. Ég bind vonir við að sam-
þykkt verði að ráðast í að endumýja
100 herbergi í vetur og eitthvað á
annað hundrað herbergi á næsta
ári,“ sagði Hans Indriðason.
-ÓTT
tölsk innrétting frá Mobilgiri sem Ragnar Borg hefur umboð fyrir. Brúnlakk-
aður viður, sem gott er að þrífa, og fjólublár litur setja svip á herbergið
sem er ekki með hægindastólum heldur sófá (t.v.) - hlýlegt herbergi.
Þýska herbergið er með traustvekjandi innréttingu. Hægindastólarnir eru
á hjólum, sem léttir mjög þrif, borðið er úr marmara og útvarp er i náttborði
- látlaust en traustvekjandi. Umboðsaðili Casala er Gurinar Gunnsveinsson.
Sænska herbergið er meö mjög svo bláleitum blæ. Loftleiðir eru ráðstefnu-
hótel og var þvi skrifboröið hannað með aukaplássi (fjærst). Þægilegir en
litlir stólar fylgja. HP-innréttingar eru umboðsaðili sænska húsgagnafyrir-
tækisins.