Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsíngar - Askrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989.
Forsetinn í Sviss:
Málefni EFTA
og EB rædd
4» Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, hitti forseta Sviss, Jean-Pascal
Delamuraz, í gær en Vigdís er nú í
opinberri vinnuheimsókn í Sviss
ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni
utanríkisráöherra.
Á fundinum voru málefni EFTA
og EB rædd og hvaða áhrif aukin
samvinna þar í milii hefði.
______________________-SMJ
Átta landa keppnin:
Enn tap hjá
Jóhanni
íslendingar gerðu jafntefli við
^Finna í 3. umferð átta landa keppn-
innar í skák. Jóhann tapaði sinni
þriðju skák þegar hann lá fyrir West-
erinen. Margeir tapaöi fyrir Rantan-
en, Helgi og Jón L. unnu hins vegar
sínar skákir. Guðfríður Lilja og
Hannes Hlífar gerðu jafntefli.
íslendingar eru í 5. sæti með 9 vinn-
inga en V-þjóðverjar eru efstir með
13 vinninga.
Þá lauk áskorendaeinvígjunum í
London með því að Karpov vann síð-
ustu skákina við Jusupov og Timm-
mi vann skák sína við Speelman. Þar
'’Tneð er ljóst að Karpov og Timman
mætast í undanúrslitum. -SMJ
Garöabær:
Innbrot í
Sæluhúsið
Innbrot var framið í Garðabæ í
nótt. Var brotist inn í verslunina
Sæluhúsið í Smiðsbúð 6 og stolið
þaðan myndbandstæki og fleiru.
Ekki munu hafa verið unnar
skemmdir á húsnæðinu. Þá var farið
inn í Tónlistarskólann í sama húsi
en ekki er vitað hvort einhveiju var
stohð. -hlh
•y Akureyri:
Stolnum
bíl velt
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri:
Fólksbifreið, sem stolið var frá
Smárahlíð á Akureyri í nótt, fannst
á hvolfi skömmu síðar skammt frá
vegamótunum við Ólafsfjarðarveg og
hafði oltið eina veltu. Málið er í rann-
sókn og ekki er vitað hvort einhver
meiðsli áttu sér staö er bifreiðin valt.
í gærkvöldi losnaði varahjól af
tengivagni bifreiðar sem ekið var eft-
ir Hlíðarbraut á Akureyri og lenti
hjóhð á bifreið sem kom á móti.
Meiðsli urðu ekki á fólki í þessu
óhappi.
LOKI
Klerkar vita hvorki né
hvort það muni standast,
að dauður maður dauður sé
daginn sem hann andast.
Meðlimur bresku konungsflölskyldunnar vill íslenskan mat:
Fæ ekki að bjóða hon-
- segir Magnús Steinþórsson, veitingamaður í Englandi
„Málin standa nú þannig að ég neitt,“ sagði Magnús Steinþórsson, tilkomin vegna núkillar kynningar væri ekkert mál að fá kjöt flutt út
er að fá meðlim úr bresku konungs- veitingamaður á Manor House í semhaldinvaráManorHousefyr- ígegnumíslenskasendiráðiðíLon-
fjölskyldumii í mat í kvöld en hann Englandi, í samtali við DV í gær. ir einum mánuði. don. Það virðist hins vegar ekki
er hingaö kominn til að gæða sér á Magnús var þá í hinum stökustu Magnús hefur reynt mikið til að ganga. Það er eins og menn vilji
íslenskum mat. Það vill hins vegar vandræðum því Lord Litchfield, kynna íslenska matreiðslu og ís- ekkinýjarsöluaðferðirheldurbara
svo til að ég fæ ekkert kjöt frá ís- sem er hirðljósmyndari bresku lenskthráefniogmeðalannarslagt slátra fyrir frystigeymslunnar."
Iandi og get því ekki boðið upp á konungsflölskyldunnar og þar að á sig að fiytja út kjöt í ferðatöskum. Magnús sagðist ætla að reyna að
þaö. Þetta er enn eitt dæmi um sei- auki skyldur henni, var þá á leið- Hann sagði að þrátt fyrir margar bjóða hinum tigna gesti upp á ís-
nagang íslenskra stjómvalda en inni í mat á hóteliö. í tilefni þess ferðir til íslenskra ráðamanna, og lenskan grafiax og humar. Hann
mönnum þarna heima virðist vera haföiborgarstjóriTorquayogaðrir þá sérstaklega landbúnaðarráð- sagöist ætla aö reyna að hafa mat-
ómögulegtaðlátasérverðanokkuö ráðamenn þar einnig pantað sér herra, hefði honum ekki tekist að reiðsluna og matinn eins íslenskt
úr verki. Þó mér hafi margoft veriö borð. Þá var búist viö mörgum fáleyfitilaðfiytiaútíslensktkjöt. oghægtværi.
lofað úrbótum þá gerist aldrei fréttamönnum en heimsóknin er „Sfðast í maí var mér sagt að það -SMJ
Kirkjuþing var sett i Bústaðakirkju í gær. Eftir messu setti herra Ólafur
Skúlason biskup þingið. Þá flutti Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra
ávarp. Meðal þess sem verður rætt á kirkjuþingi er ályktun um líffæraflutn-
inga og skilgreining dauðans. DV-mynd Brynjar Gauti
Drukkinn unglingur
sló stúlku harkalega
15 ara gömul stúlka var barin
harkalega af drukkinni kynsystur
sinni er hún var á gangi ásamt vin-
konum sínum við Laugaveg á laugar-
dagskvöldið. Sú sem framdi verknað-
inn fór greinilega mannavillt, baðst
afsökunar og hvarf í burtu.
Þrjár vinkonur voru á gangi á
mótum Laugavegar og Snorrabraut-
ar er þær mættu tveimur stúlkum á
svipuðu reki og þær. Önnur þeirra,
sem að sögn stúlknanna þriggja var
mjög drukkin, veittist skyndilega að
einni þeirra og sló hana bylmings-
höggi í andlitið. Áður en sú drukkna
veitti höggið, kallaði hún kven-
mansnafn sem engin vinkvennanna
kannaðist við. Þegar hún hafði barið
frá sér, sagði hún fyrirgefðu og þusti
í burtu.
„Þessi stúlka hélt greinilega að um
einhveija aðra hefði verið að ræða.
En eftir að hún hafði barið dóttur
mína þá gerði enginn neitt - þarna
var fullt af fólki,“ sagði Heidi Krist-
iansen í samtali við DV en hún er
móðir telpunnar sem var barin.
„Stelpan mín var mjög hrædd og
kom heim eftir atburðinn. Hún
bólgnaði mikið við augað og á
kinninni - það stórsá á henni. Síðan
reyndum við að kæla bólguna niður.
Dóttir mín er frekar hávaxin en það
hefði hæglega getað farið mjög illa
ef hún hefði verið minni - þetta getur
auðvitað komið fyrir fleiri. Mér
finnst bara skrýtið að enginn skuli
rétta hjálparhönd við að ná stúlk-
unni aftur.
-ÓTT
Vísað aftur til Sakadóms
Máh ákæruvaldsins gegn eiganda
og starfsmanni Vinnufatabúðarinn-
ar og gegn löggiltum endurskoðanda
verslunarinnar hefur verið vísað á
ný til Sakadóms Reykjavíkur. Pétur
Guðgeirsson sakadómari vísaði mál-
inu frá þar sem ekki hafði verið rætt
við þann starfsmann endurskoðend-
ans sem sá um að færa bókhald versl-
unarinnar.
Ríkissaksóknari kærði frávísunina
til Hæstaréttar sem hefur nú fellt
úrskurð sakadómarans úr gildi.
Eigandinn, starfsmaðurinn og end-
urskoðandinn eru ákærðir fyrir aö
hafa svikið milljónir undan sölu-
skatti.
í dómi Hæstaréttar segir meðal
annars: „Þeir agnúar á rannsókn
þessa sakarefnis, sem bent er á í hin-
um kærða dómi, .eru ekki shkir að
nægileg ástæða hafi verið til að vísa
ákærunni frá dómi af þeim sökum.“
-sme
Veörið á morgun:
Rigning á
Suðvestur-
Á morgun veröur suöaustanátt,
ahhvöss eða hvöss við suður-
ströndina en hægari annars stað-
ar. Rigning sunnan og suðvestan-
lands en þurrt í öðrum lands-
hlutum. Hitinn verður 6-10 stig.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJORAR
Kentucky
Fried
Ghicken
Hjallahrauni ij, Hafnarfirði
Kjúklingar sem bragð erað.
Opið alla daga frá 11-22.