Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 5
.8ðði ÍÍ38ÖTH0 .8S aUOAQSAOXJAJ LAUGARDAGUR 28. OKTÖBER 1989. DV TiHinningamál úti á landi - segir Jón Sæmundur „Þetta er töluvert mál vegna þeirr- ar tilfinningar úti á landsbyggöinni aö það. sé ekki suðvesturhoms- maður sém sé í framboði. Það skiptir kannski minna máli á Siglufirði þar sem allir þekkja mig en meira máli þar sem ég þarf að kynna mig annars staðar í kjördæminu," sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson alþingis- maður. Jón Sæmundur fær um 65 þúsund krónum meira greitt frá Alþingi á mánuði vegna þess að lögheimili hans er 4 heimili foreldra hans á Siglufirði. Eins og fram kom í DV í gær, fær hann bæði húsnæðisstyrk og dagpeninga eins og hann þyrfti að halda tvö heimili. Hann sagðist ekki reka heimili á Siglufirði þó að hann væri þar með lögheimili. Hann sagðist ekkert finna athugavert við þær aukagreiðslur sem hann fengi. Þar sem hann hefði aðstöðu á Siglufiröi, á heimili fóður síns, þyrfti hann oft að gista á hótel- um á ferðum sínum um kjördæmið þar sem Siglufjöður væri á ystu mörkum kjördæmisins. Hans aö- stæður væru því aðrar en til dæmis Páls Péturssonar eða Pálma Jóns- sonar sem byggju í miðju kjördæm- inu. -gse Akureyri: Samstarf Prent- lundar og Odda Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þessi samstarfssamningur styrkir stöðu míns fyrirtækis mjög mikið,“ segir Halldór Hauksson, eigandi fyr- irtækisins Prentlundar á Akureyri, um samstarfssamning sem fyrirtæki hans hefur gert við Prentsmiðjuna Odda hf. í Reykjavík. Samningurinn gerir Prentlundi kleift að bjóða stóraukið úrval af tölvupappír og vörur tengdar tölv- um. Má þar nefna um 70 tegundir af tölvupappír og eyðublöðum fyrir tölvur. Einnig er boðið upp á adlar hugsanlegar sérprentanir, hmmiða fyrir tölvur og ýmsar aðrar vörur sem tengjast tölvum og tölvunotkun. Ekki var pláss fyrir þá í gistihúsinu Þegar samningamenn Síldarút- vegsnefndar komu til Moskvu reynd- ist ekki vera hægt að útvega hótel- herbergi fyrir nema þrjá menn af fimm. Fengu því tveir menn að gista í íslenska sendiráðinu. Ástæðan fyrir þvi að svo þröngt er á hótelum borgarinnar er sú að þar stendur nú yfir bandarísk vika og Bandaríkjamenn hafa streymt til Moskvu í stórum hópum og fylla öll hótel borgarinnar. -S.dór Tónleikar í Skemmunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrstu tónleikar Kammerhljóm- sveitar Akureyrar á starfsárinu veröa haldnir í íþróttaskemmunni á sunnudag og hefjast þeir kl. 17. Þar verða leikin klassísk verk eftir Beethoven, Mozart og Haydn. Hljóm- sveitarstjóri verður Ohver J. Kentish og einleikari á píanó Jónas Ingi- mundarson. Fluttur verður píanó- konsert í C dúr Op. 37 eftir Beetho- ven, magnþrungið verk sem tón- skáldið samdi á þeim árum er það bjó í Vínarborg. Hljómsveitin mun leika forleik að óperunni „De Schauspieldirektor" og þriðja verkið á efnisskránni er sinfónía nr. 101 „Die Uhr“ eftir Haydn. Fimm tónleikar eru fyrirhugaðir hjá Kammersveitinni í vetur. Fréttir Blaðastyrkur til stjómmálaflokka: Þrefaldast á áratuq -w v m m r m m r w m r r rm Úthlutanir úr ríkissjóði vegna útgáfu stjórnmálaflokkanna A undanfornum árum hefur styrk- ur til blaðaútgáfu stjómmálaflokk- anna margfaldast. Miðað við verðlag næsta árs var þessi styrkur um 36 milljónir í upp- hafi þessa áratugar. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að hann verði um 110,5 milljónir á næsta ári. Styrkurinn hefur því þrefaldast á þessum áratug. í greinargerð Ólafs Ragnars Gríms- sonar um virðisaukaskatt kemur fram að hann vill enn auka útgáfu- styrkina með því að nota þær tekjur, sem ríkissjóður fær með því að leggja virðisauka á blöð og timarit, í „fjöl- miðlasjóð eða lýðræðissjóð“. Ekki kemur fram í greinargerðinni hvort þessir sjóðir muni starfa á sama hátt og nefnd sú sem útdeihr blaðastyrkjunum eftir tihögum þing> flokkanna. Tekjur ríkissjóös af virð- isauka á blöð og tímarit mun skipta hundruöum milljóna. i flestum Evrópuríkjum er prentað mál ýmist skattfijálst eöa í lægra þrepi virðisaukaskatts. -gse Verðlaun í alþjóðakeppni íslenskur hárgreiðslumeistari, löndum í þremur greinum. Dóróthea Magnúsdóttir, lenti í þriðja Þá var keppt um sérstök verðlaun, sæti á alþjóðlegri haustkeppni í hár- „Oscar of elegance". Sigraöi Dórót- greiðslu í Brussel. Kepptu 16 hár- hea í þeirri keppni. greiðslumeistarar frá jafnmörgum -hlh Sttbara Sedan GL, 16 ventla, með beinni innspýtíngu. arstaerðuntxm 1.800 cc og 2.200 cc. * Stærrí og rúmbetri, gullfallegur, með lúxusínnréttíngu. * 1.800 cc og 2.200 cc, 16 ventla vélar með beínni ínnspýt- íngu, kraftmíklar og fullkomnar. * 14 tommu dekk. * Fullkomnasta sítengda Qórhjóladrífið tíl þessa sem fram- leíðendur Subaru hafa eínkaleyfi á. * Hátt og lágt dríf. * Tölvustýrð 4ra þrepa 4WD sjálfskípting. * Frábært bremsukerfi, dískabremsur aftan og framan. * Sem fyrr aflstýrí, rafdrífnar rúður, samlæstar hurðír og margt, margt fleira. Qorhjóíadrífní QölskyldttbíHiim í heímí Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67- 4000 Subara Wagon ventla, með innspýlingu. Fáan- Iegnr með vélar- stserðunum 1.800 cc og 2.200 cc. Hátiðarbílasýiiíng laugardag og sunntxdag kl. 14-17 í sýníngarsal okkar, Sævarhöfða 2, og á Akureyri, Bífreíðaverkstaeðí Sígurðar Valdímarssonar. EINNIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.