Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 9
LAUGARÐAGUR 28. OKTÓBER 1989. 9 selja í sæti. Stúkan í Laugardalnum tekur um 3.200 manns í sæti og verði ekki byggð ný verður það hámarks- fjöldi áhorfenda á hverjum leik. Þetta þykja knattspymuáhugamönnum váleg tíðindi og hafa farið fram á það við borgaryfirvöld að gerðar verði endurbætur á áhorfendasvæðunum. Júhus var spurður hvernig borgar- yfirvöld hefðu hugsað sér að bregð- ast við: „Þessi samþykkt Alþjóða knatt- spymusambandsins hefur þann vanda í för með sér að við getum ekki selt nema 3.200 manns inn á landsleik að óbreyttu. Aftur á móti hefur Evrópusambandið sett þá reglu að aliir vellir skuh vera komn- ir í það horf sem Alþjóöa knatt- spymusambandið fer fram á um aldamótin. Svo að Evrópukeppnir félagshða og Evrópukeppni landshða hafa rýmri möguleika.“ Sóttverður um undanþágu Júhus segir að þegar hafi/verið hreyft við þessu máh innan borgar- innar með þeim aðiljum sem máhð heyrir undir. Arkitekt Laugardals- vallar hefur verið fahð að gera frum- teikningar að nýrri stúku á móti þeirri eldri sem tæki 6-7 þúsund manns í sæti. Júlíus segir að kostn- aðurinn geti legið á bilinu 2-300 mihj- ónir. „Að sjálfsögðu mun ísland sækja strax um undanþágu frá þessum reglum og eðliiegt að það verði gert. Jafnframt munum við gera ráðinu grein fyrir hvað þetta muni kosta okkur og leggja fram áætlun um það hvemig við ætlum að leysa þetta mál. Það er okkar skoöun að aðrar þjóðir eigi ekki að hða fyrir félagsleg vandamál í Bretlandi eða stríðandi öfl í Suður-Ameríku. Við höfum ver- ið blessunarlega laus við öll þau vandamál sem fylgt hafa knattspym- unni víða erlendis. Ef þessu verður neitað verðum við að taka ákvörðun samkvæmt því, annaðhvort að selja ekki fleirum inn en reglurnar segja tii um eða leysa þetta á annan hátt en það verður ákveðið þegar að því kémur.“ Handboltahöllin ermál ríkis- stjómarinnar Fyrirhuguð bygging handbolta- hailar hefur ekki verið rædd hjá Reykjavíkurborg, sagði Júhus þegar hann var spurður um handboltahöh- ina umtöluðu. „í fyrsta lagi hafa borgaryfirvöld ekki gefið loforð eða vhyrði vegna þessarar hugmyndar eins og tvær til þrjár síðustu ríkisstjórnir. Hitt er annað að borgaryfirvöld era fil við- ræðu, óbundin vegna þessa máls. Ég lít þannig á að ekki eigi að byggja sérstaka handboltahöU heldur íþrótta-, sýninga- og ráðstefnuhús í víðtækum skUningi. Máhð er á frum- stigi, htlar upplýsingar hggja fyrir og því varla tímabært að ræða það mikið í {jölmiðlum. „Svona höll verður ekki bara hand- boltahöh heldur alhhða íþróttasvæði og ef hún á að vera tUbúin 1995 verð- ur að hefja framkvæmdir strax á næsta ári og ráðstafa verulegum fjár- munum til þeirra." Endurbætur á hlaupabrautinni Hlaupabrautin í Laugardainum er gömul og úr sér gengin. Frjáls- íþróttafólk hefur gagnrýnt fram- kvæmdir borgarinnar og vill fá nýja braut. „Það er rétt að brautin er orðin léleg og tartanlagið er ónýtt. Um framtíð þessara mála er það að segja að ég hef áhuga á að á aðaUeikvang- inum verði byggð upp fijálsíþrótta- aðstaða. Þetta hef ég rætt við forystu KSÍ og við þær hugmyndir hafa ekki verið gerðar athugasemdir. Fram- kvæmdir munu kosta um fjörutíu tU fimmtíu mUljónir. Þetta er eina raunhæfa tiUagan til að koma upp góðri fijálsíþróttaðstöðu í Reykja- vík.“ Að sögn Júhusar þarf htið að taka ofan af brautinni, svona 50 til 70 sentímetra, dreneringin er í lagi og hún er vel þétt. Aðrar framkvæmdir em minni háttar en þegar þetta verð- ur komið í lag er aðstaða ftjáls- íþróttamanna orðin vel viðunandi. Sparkvellir úr sögunni Knattspyrnuáhugamenn hafa bent á þá staðreynd að nýhðar í knatt- spymulandsliði séu í meirihluta ut- an af landi. Þeir benda á að fækkun sparkvaUa og annarra opinna svæða í borginni geri það að verkum að krakkar fái ekki að leika sér í fót- bolta-þegar þeim hentar. í flestum tilfeUum verða krakkamir að vera félagsbundnir til að fá tækifæri tíl að leika knattspymu og eru bundnir við sérstakan æfingatíma. „Það er mikið af sparkvöUum víða um borgina en eðhlega hefur opnúm svæðum fækkað frá því sem var. Borgin hefur lagt íjármuni í upp- byggingu íþróttaaðstöðu í hverfun- um og styrkir félögin með framlagi upp á 80% á móti 20% frá félögunum. ÖU félögin eru komin á sinn stað og að mínu mati styrkir þessi leið félög- in og um leið geta þau leikið á sínum heimavelh og fá allan aðgangs- eyrinn. Þetta þýðir líka að minna álag verður á Laugardalsvelhnum og því ætti hann að verða mun betri. Ég er einnig þeirrar skoðunar að'tU- koma gervigrasvaUarins hafi styrkt stöðu knattspyrnunnar í Reykjavík. Framtíðin er sú að lengja æfinga- tímabUið í knattspyrnu með bygg- ingu gervigrasvaUa víðar sem hugs- anlega yrðu opnir. Þetta verður nauðsynlegt vegna þess ’að opnu svæðunum fækkar vegna annarra framkvæmda. Aðalatriðið er það að aUt þetta nái að virka saman, leikur- inn, afreksfólkið og íþróttahreyfing- in.“ Skíðaíþróttin er ein vinsælasta al- menningsíþróttin og hefur Reykja- víkurborg komið upp góðri aðstöðu fyrir skíðafólk í BláfjöUum.Þegar vel viðrar er mikU þröng á þingi í Blá- fjöllum og dæmi eru þess að fólk hafi hreinlega gefist upp í biðröðinni við BláfjöU og snúið heim á leið. Júl- íus var spurður hvort borgaryfirvöld hygðu á einhveijar endurbætur eða fjölgun skíðasvæða innan borgar- markanna. „Það er rétt að örtröðin er of mikU á einstökum álagstímum en það er engin ástæða að mæna sífellt á topp- ana. Ef við gemm það þyrftum við að byggja íþróttamannvirki sem nýttust verr en þau gera. Við stefn- um að því að bæta við stórri stóla- lyftu í Bláfjöllum, sennUega í Kóngs- gih, sunnan við þá stólalyftu sem fyrir er. Kaldhæðnin í þessu er sú að fjöllin í nágrenni borgarinnar em ekki nógu há og þó við væmm öU af vUja gerð getum við ekki breytt því.“ Um Skálafelhð, þar sem skíðasvæði KR-inga er, sagði Júlíus að í athugun væri að borgin yfirtæki rekstur skíðasvæðisins, ekki væri sann- gjamt að leggja á íþróttafélag eins og KR eitt sér slík fjárútlát í sam- keppni við Bláfjöllin. Almenningsíþróttir Að sögn Júhusar em borgaryfir- völd í sífehdum framkvæmdum til að auka þátttöku almennings í íþrótt- um. „Almenningur hefur víða aðstöðu til útiveru en margir vita ekki nægj- anlega vel af því. Fyrir utan Blá- fiaUasvæðið má benda á Heiðmörk, Élhðaárdahnn, sundlaugarnar og auðvitað Laugardahnn. í Laugar- dalnum er fólk skokkandi, í sundi og fótbolta á gervigrasinu og svo framvegis. Borgaryfirvöld vUja stuðla að aukinni þátttöku almenn- ings og leggja í þann kostnað sem nauðsynlegur er tU þess. Ég er aö flestu leyti ánægður með þróun mála í Reykjavík á Uðnum ámm. Mér finnst borgarstjómin vera í stöðugri sókn fyrir betri borg og hafa frum- kvæði í flestum efnum. Það er ekkert launungarmál að ég hef áhuga á að helga þessum störfum krafta mína áfram á næstu árum,“ sagði Július Hafstein að lokum. Komdu tll okkará DAGANA (JM HELGINA Ljúfmeti af léttara taglnu verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar. Kynntu þér íslenska gæðamatíð Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistaiamír veiða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á kynningarveiði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HUS kl.1-6 laugaidag & sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin OSTA- OG SPUORSALAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.