Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989. c££l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK • SÍMI - 696900 Sjötíu ár frá því Bam náttúrunnar kom út: Þversumman af öllu sem ég hef skrifaö i wam y - X, - sagði Halldór Laxness síðar um frumraun sína „Þetta er blóðlaus og merglaus bók,“ skrifaði ritdómari í blað sitt haustið 1919 og var að veita ungu skáldi, Halldóri frá Laxnesi, ráðn- ingu. Og hann bætti Um betur með því að segja: „listin þohr engan barnaskap“ og var helst að skilja að hann frábiði lesendum fleiri verk frá hinum unga höfundi. Bókin, sem vakti andúð ritdómar- ans, var Bam náttúrunnar. Hún kom út fyrir réttum 70 árum og var reynd- ar lengi vel ekki í uppáhaldi hjá höf- undi sínum. Hann sagði þó í formála að bókinni, þegar hann hafði loks sætt sig við að hún yrði gefin út að nýju árið 1964, að Barn náttúnmnar vær besta bók hans. „Liggja tfl þess þær orsakir að hún geymir óm bemskunnar,“ sagði þar og skáldið hafði tekið æskuverk sitt í sátt. Ef til vill óskabam þjóðarinnar Það vom þó ekki allir ritdómarar á því að veita Halldóri frá Laxnesi ráðningu fyrir frumsmíð sína þegar hún birtist almenningi. Hafi ein- hvem langað til að sjá hvemig spá- mannlegar vaxinn maður htur út þá var tækifærið til þess þegar rit- dómari Alþýðublaðins lyfti penna sínum til að ljúka ritdómi um Bam náttúrunnar með þessum orðum: „Og.hver veit nema að Hahdór frá Laxnesi eigi eftir að verða óskabarn íslensku þjóðarinnar.“ Þetta hefur lengi verið ein frægasta setning í íslenskum ritdómi ef frá era talin orð Kristjáns Albertssonar þeg- ar hann hóf ritdóm sinn um Vefar- ann mikla á orðunum „Loksins, loks- ins... “. Vel má vera að enn séu spámenn í sveit íslenskra ritdómara. í það minnsta er vissara að hta eftir spá- dómlegum orðum í ritdómum til að missa ekki af fréttunum. Bam náttúrannar var. tímamóta- verk í þeim skilningi að þar með hófst ferih fremsta skálds sem skrif- að hefur á íslensku. Hún olh samt sem áður engum straumhvörfum í íslenskum bókmenntum enda höf- undurinn sextán ára þegar hann bókin varð til. Áðumefndur ritdómari Alþýðu- blaðins sagði að „viðvaningshöndin væri auðfundin á ahri bókinni. En þrátt fyrir alla gahana, hlýtur les- andinn að dáðst að dugnaði og dyrfsku unglingsins, og ég hygg, að vér megum vænta hins besta frá hon- um, þegar honum vex aldur og viska.“ Útdráttur, niður- staða og þversumma Hahdór hafði líka orð vinar síns fyrir því síðar að Bam náttúrunnar „væri í senn útdráttur, niðurstaða og þversumma af öhu sem ég hefði skrifað síðan; að síðari bækur mínar væra ahar eintóm greinargerð fyrir þeim niðurstöðum sem komist er að í Bami náttúrunnar.“ En hvemig var svo þessi bók sem Hahdór Laxness hóf feril sinn á? Sagan er rómantísk, fuh af náttúra- lýsingum í anda norrænna skálda á þessum tíma. Norska skáldið Knut Hamsun er hvergi langt undan og Selma Lagm-löf er þama líka. Aðalpersonumar eru Randver Ól- afsson og bóndadóttirin Hulda. Randver er glæsimenni sem hefur komist í álnir í Ameríku en ekki fundið hamingjuna og leitar hennar þess í stað hjá náttúrubarninu Huldu. Hún er ólærð á allan kristin- dóm enda ahn upp í sjálfræði í ó- spilltri náttúra. Hún vill fara út í heim til að kynnast veröldinni en Randver vih verða bóndi á íslandi. Niðurstaðan verður á endanum sú að þau kjósa að eyða ævinni við erf- iði og lítilþægni sveitafólks. Ættfræði sögupersóna Fólk líkt Randver og Huldu kemur aftur og aftur fyrir í verkum Laxness og er komið til þroska í bestu verkum hans. Á það hefur verið bent að Hulda á margt skylt með Sölku Völku, Snæfríði íslandssól, Úu og Uglu. Randver á með sama hætti til skyldra að telja í Steini Elhða í Vefar- anum mikla, Amaldi í Sölku Völku, Amas Amæus og Búa Árland. Þannig má ‘í ættfræði skáldsagna- persónanna finna rök fyrir hug- myndinni um að Barn náttúrunnar sé útdráttur, niðurstaða og þver- summa af öllu því sem Hahdór Lax- ness skrifaði síðar. Hahdór kahaði söguna á sínum tíma ástarsögu en taldi þá nafngift á misskhningi byggða - þegar sagan birtist öðru sinni - eða í besta falli strákapar í auglýsingamennsku. „Það verður með aungvu móti ráðið af sögunni að höfundurinn hafi verið kynþroska þegar hann samdi hana,“ skrifaði hann í formála útgáfunnar. Hins végar taldi hann ekki úíilokað að bókin sýndi „innræti skóladrengs úr nágrenni Reykjavíkur með annan fótinn í bænum síðasta árið í stríðinu fyrra.“ Áhugaleysi um skólalærdóm Bókin er sem sé verk skóladrengs sem engan áhuga hafði á náminu en lá þess í stað í erlendum bókmennt- um. Eitt af því sem menn fundu Bami náttúrunnar til foráttu vora enskuslettumar enda las höfundur- inn ahar enskar bækur sem hann komst yfir. Frágangur bókarinar var einnig heldur hraklegur, stafsetning- arvhlur margar og greinarmerkja- skipun óskhjanleg. Skýringin var m.a. sú að útþráin greip höfundinn meðan bókin var í prenntun og hann sá aldrei prófarkir að henni og sá raunar sjálfa bókina ekki fyrr en hálfu ári eftir að hún kom út. Hann var að kynna sér heims- menninguna í Kaupmannahöfn með- an prentvhlupúkinn fór sínu fram á síöum bókarinnar. Hahdór sagði síð- ar að maður sem eyddi skóladögum sínum í að skrifa bækur á borð við Bam náttúrannar hefði varla verið th stórræða í greinamerkjaskipun og réttritun. Hahdór lauk við Bam náttúrunnar um áramótin 1918 th 1919. Um vorið var hann langt kominn með aðra sögu sem aldrei fékk nafn og er nú hvergi th. Hann bauð Reykvíkingum að hlýða á upplestur úr bókinni 10. maí í Bárunni þar sem Ráðhús Reykjavíkur er nú að rísa. Skáldið var að afla sér fjár th utanfararinnar og seldi aðganginn á 1,50 krónur en fáir komu að hlýða á söguna sem enginn hefur heyrt síðan. En þrátt fyrir tæpan íjárhag þá komst Hahdór Laxness utan og náði einnig að kosta útgáfuna á Bami náttúrunnar um haustið. Þar með hófst eftirminnhegasti ferhl íslensks skálds - þótt aðeins spámenn gran- aði hvað færi á eftir. -GK Kaupmannahöfn veturinn 1919 til 1920. Laxness enn á rómatísku ár- unum sem og félagar hans, þeir ísleifur Sigurjónsson og Jón Páls- son. Halldór frá Laxnesi nýkominn til Kaupmannahafnar 1919. Á meöan lék prentvillupúkinn lausum hala á síðum Barns náttúrunnar. . OG FELAGASAMTOK EINDAGIUMSÓKNA UM LÁN a) til byggingar leiguíbúöa eða heimila fyrir aldraöa, b) dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða, c) kaupa eöa byggingar sérhannaðra íbúða fyrir fólk, 60 ára og eldra, er ]• desember nk. vegna framkvæmda sem heQast eiga á næsta ári. SAMEINAÐA/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.