Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1989, Blaðsíða 22
. 22 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBRR 1989. Verð áfram aðstoðarmaður Stefáns , „Ég er starfsmaður Stefáns Val- geirssonar ennþá og verð það áfram. Mer hefur aldrei verið sagt að hætta,“ segir Trausti Þorláksson, hinn títt- nefndi aðstoðarmaður Stefáns Val- geirssonar. Eins og kunnugt er var Trausti tekinn af launaskrá forsætis- ráðuneytisins um sl. mánaðamót, þar sem hann hefur verið í rúmt ár eða frá myndun ríkisstjórnar Steingríms Herrnannssonar haustið 1988. „Ég var ekki tekinn af launaskrá. Lausráðning mín náði ekki til lengra tímabils. Hvað á að gera nú veit ég ekki en eftir helgina mun ég ræða þessi mál við rétta aðila. Ég á ekki von á öðru en ég verði áfram í þessu starfi," segir Trausti. „Ég var að fá inn á borð til mín frumvarp um að breyta eigi lögum í þá veru að flokkur með einn mann á alþingi njóti sömu réttinda og aðrir flokkar. Hvort það skiptir einhveiju máli í þessu veit ég ekki en ég starfa hér þangað til mér verður sagt að hætta. Ég vissi fyrir löngu að ég væri ekki á launaskrá þvi ég gerði aldrei samning nema fram til síðustu mánaðamóta. Þegar farið var að tala um aðstoðarmann Stefáns Valgeirssonar í fjölmiðlum var ég því ekki á launaskrá hjá ríkinu.“ - En hjá Brunamálastofnun? „Ekki heldur en hins vegar stendur starf mitt þar opið því ég var einung- is lánaður til þessa starfs um tíma. Hvenær ég byija aftur hjá Bruna- málastofnun veit ég ekki á þessari stundu.“ í sjálfboöavinnu - En telurðu þig geta verið launa- lausan? „Ég vona að ég lifi það af. Maður hleypur ekki frá staifi þó eitthvað blási á móti.“ - Hefur þú verið vel launaður? „Ég myndi ekki segja það miöað við alla þessa vinnu. En maður hefur líka mikinn áhuga fyrir starfinu og vill leggja talsvert á sig svo vel takist.“ - Finnstþérekkertundarlegtaðvera allt í einu í sviðsljósi fjölmiðlanna? „Nei, nei. Ég er ekkert banginn við það. Ef ég væri það gæti ég ekki sinnt þessu starfi. Maður þarf að leysa hin margiúslegustu mál.“ - Af hveiju varst þú ráðinn í þetta starf? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. í mörg ár hef ég aðstoðað Stefán Valgeirsson í hinum ýmsu málum. Hann hefur sennilega haft góða reynslu af þeim störfum og þess vegna boðið mér þetta starf. Við erum ekkert tengdir eða skyldir eins og hefur verið látið liggja að í fjölmiðl- um.“ - Ertu framsóknarmaöur eða stuðn- ingsmaður Stefáns? stofnun var að kanna tækjabúnað slökkviliðanna víðs vegar um landið og beitti ég mér mjög fyrir niðurfell- ingu á söluskatti og aðflutningsgjöld- um á búnaði til slökkviliða. Ég get fullyrt að það hefur sparað sveitarfé- lögunum stórfé og varð til þess að slökkviliðin gátu byggt búnað sinn mun betur upp en annars hefði verið. Þetta var mjög þýðingarmikið mál í mínum huga og tókst vel. Hjá Bruna- málastofnun hef ég verið allt þangað til ég var fluttur til innan ríkisins og í þetta starf sem ég gegni nú.“ Áhugavert starf - Ertu pólitískur? „Já, ég hef alltaf haft gaman af stjórnmálum. Ég hef fylgst vel með en hef ekki haft nein sérstök afskipti af þeim. Byggðamál eru mér sérstak- lega kær og ég verst eins og ljón þeg- ar þau eru annars vegar. Ætli það sé ekki vegna þess að ég er ættaður úr sveit.“ - Leist þér strax vel á að taka að þér hlutverk aðstoðarmanns Stefáns? „Mér leist mjög vel á starfið og var tilbúinn að taka það að mér. Eg sé ekki eftir því. Starfið er bæði lifandi og skemmtilegt. Starfsfólk Alþingis, þingmenn, ráðherrar og allt það fólk sem ég umgengst daglega er allt sam- an gott fólk og dreg ég engan þar undan.“ - Áttir þú von á allri þessari umræðu í kringum starf þitt? „Ég átti ekki von á því og mér finnst þessi umræða öll vera á afskaplega lágu plani. Auk þess er ég hissa á að íjölmiðlafólk skuli ekki leita sér ör- uggari heimilda en raun er þegar það skrifar fréttir. Margt af því sem sagt hefur veriö er alrangt.“ - Getur þú nefnt dæmi þar sem rangt hefur verið farið með staðreyndir? „Ég veit ekki hvort maður á að vera að nefna nokkur dæmi því til stað- festingar. Þeir sem þekkja til min vita að margt af þessu er rangt. Aftur á móti er ég ekkert sár. Ég sef rólega og þetta kemur mér ekki úr jafn- vægi.“ - Hefur þessi umræða þá ekkert snert þig? „Hún hefur ekkert snert mig enda varla svaraverð." Ekki starf fyrir einn mann - Finnst þér ekkert athugavert við að Stefán hafi aðstoðarmann? „Nei, ég veit ekki hvernig Stefán Valgeirsson á að geta komist yfir öll þau störf, sem hann þarf að sinna vegna þátttöku Samtakanna í ríkis- stjórn, ef hann hefði ekki aðstoðar- mann. Það væri líka alveg útilokað fyrir okkur tvo að komast yfir allt þetta ef við heföum ekki stóran hóp manna úti í þjóðfélaginu sem hjálpar okkur. Allt það fólk starfar í sjálf- boðavinnu." - íhveijuerstarfþittaðallegafólgið? „Starfið er fyrst og fremst fólgið í því að fara yfir öll þau frumvörp sem koma frá ráðuneytunum og senda til þessara vinnuhópa sem eru bæði í kjördæminu og í Reykjavík. Síðan þarf að kalla þau inn aftur og halda fundi. Síminn þagnar aldrei frá morgni til kvölds. Hann er stór fylgi- fiskur stjórnmálamanna. Þá get ég nefnt öll þau samskipti sem ég þarf að hafa við ráðuneytin og þingmenn. Þetta er mikil vinna. Menn hljóta að átta sig á því að flokkur eins og Sam- tök um jafnrétti og félagshyggju hlýt- ur að hafa mikið umleikis þar sem - segir Trausti Þorláksson „Sú stefna, sem Samtök um jafn- rétti og félagshyggju boða, fellur mjög að mínum skoðunum. Ég hef kosið Framsóknarflokkinn fram að þessu.“ Af tónlistarfólki Trausti Þorláksson hefur verið mikið í fréttum undanfarið en fæstir þekkja manninn. Hann segist vera fæddur á Gautastöðum í Skagafirði en foreldrar hans voru Þorlákur Magnús Stefánsson og Jóna Sigríður Ólafsdóttir. „Við bjuggum á Gauta- stöðum þar til ég var sjö ára. Þá stofn- uðu foreldrar mínir nýbýli á jörð sem nefnd var Gautland. Þar var mitt æskuheimili,“ segir Trausti. Hann er einn þrettán systkina en þijú þeirra létust mjög ung. „Senni- lega er Gautland þekktast fyrir hversu mikið tónlistarfólk var þar á bæ. Bræður mínir stofnuðu hljóm- sveitina Gauta og spiluðu saman í þijátíu ár. Auk þess sungu þeir með karlakómum Vísi. Faðir minn var organisti í tveimur kirkjum í Fljótum, Baröskirkju og Hnappstaðakirkju í meira en fimmtíu ár og kenndi söng í skólum. Sem unglingur hafði ég geysilega gaman af tónlist og hef enn- þá. Ég fylgist alltaf vel með tónlistar- straumum,“ segir Trausti. Hann hef- ur sungið með Karlakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og segist eiga góða vini þar. Trausti flutti ungur að heiman og hóf störf hjá flughernum á Keflavík- urflugvelli. Þar starfaði hann í fjögur ár en þess má geta að Stefán Valgeirs- són ók leigubíl á Vellinum á sama tíma. Trausti segist ekki hafa þekkt hann mikið þá en þeir vissu þó hvor af öðmm. „Við kynntumst fyrir um tuttugu og fimm árum og höfum ver- ið góðir kunningjar síðan,“ segir Trausti. „Okkar kunningsskapur hófst í gegnum pólitíkina hjá Ste- fáni.“ Sá um bíla Stefáns Trausti nam bifvélavirkjun hjá 01- íuverslun íslands eftir að hann hætti á Vellinum. „Eftir námið setti ég upp mitt eigið fyrirtæki, Vélverk, ásamt kunningja mínum. Þetta var bæði verkstæði og sala á varahlutum. Við byggðum upp fyrirtækið í samein- ingu ásamt fleiri hluthöfum og ég starfaði við það þar tO fyrir tíu ámm,“ segir Trausti en meðal við- skiptavina hans var Stefán Valgeirs- son. Trausti segist hafa gert við bíla hans og séð um þá. Bifvélavirkjunina lagði hann á hilluna árið 1979. Þannig var ástatt hjá okkur félög- unum í Vélverki að við ákváðum að minnka fyrirtækisreksturinn. Við leigðum Bifreiðaeftirliti ríkisins meg- inhluta húsnæðis okkar á Bíldshöfða því við vomm orðnir þreyttir á þessu og vildum minnka við okkur. Mig langaði að breyta til og sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum og fékk það. Ég var starfsmaður í Miðausturl- öndum nær í rúm fjögur ár.“ - Hvemig kom það upp að þú sóttir um hjá Sameinuðu þjóðunum? „Það er kannski erfitt að segja hvemig mér datt það í hug. Ég hafði áhuga á að víkka sjóndeildarhringinn og var vanur viðskiptum við útlönd. Vélverk var með geysimikinn inn- flutning frá mörgum löndum. Ég starfaöi fyrst í Jerúsalem en starf mitt var fólgið í að sjá um bíla- flota Sameinuðu þjóðanna og einnig rafstöðvar. Starfiö var á vegum gæslusveitanna," segir Trausti. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og mér gekk virkilega vel í þessu starfi. Lengst starfaði ég í Líbanon en einnig í Jerúsalem auk samskipta við gæslulið SÞ í Sýrlandi og Egypta- landi. Ég var með fjölskyldu mina með mér og við vomm öll mjög á- nægð með veruna þama þessi fjögur ár.“ Eiginkona Trausta er Guðbjörg Ing- unn Magnúsdóttir og eiga þau fjögur böm og sjö barnaböm. „Okkur leið mjög vel og þetta var athyglisverður tími. Við bjuggum vissulega á hættu- svæði en við vorum í Líbanon þegar ísraelar réðust þar inn árið 1982. Það venst að umgangast vopnað fólk og vera á hættusvæði. Ég held ekki að við höfum nokkurn tíma verið hrædd en það gerðist vitanlega margt alvar- legt í kringum okkur. Fólk, sem vinn- ur við störf sem þessi og býr á hættu- svæði, er náttúrlega alltaf í einhverri hættu. Þó manni sé ekki sama fyrstu tvo mánuðina virðist þetta ástand venjast furðu fljótt. Vann fyrir slökkviliðin Eftir fjögurra ára vem á þessum slóðum urðum viö að gera upp hug okkar; hvort við ætluðum heim aftur eða að ég yrði í þessu starfi fram á eftirlaunaaldur. Vegna þess hversu margt við áttum hér heima, sem erf- itt var að slíta sig frá, héldum við heim aftur. Þá hóf ég störf hjá Bruna- málastofnun ríkisins þar sem ég er deildarstjóri. Ég starfa þar bæði með tækjabúnað og að námskeiðahaldi ásamt ööm fyrir slökkviliðin. Mitt fyrsta verk hjá Bmnamála-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.