Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 5
20 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989. 21 Messur Guðsþjónustur laugardaginn 4. nóv- ember 1989. Allra heilagra messa. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma kl. 11 árdegis. Sr. Kristinn Ágúst Friðfmns- son. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Organleikari Jón Mýrdal. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Öldrunarstarf í safnaðarheimili Árbæjarkirkju: Mánu- dagur 6. nóv.: Fótsnyrting kl. 15-17, tíma- pantanir í síma 74521. Þriðjudagur: Leik- fimi eldri borgara kl. 14. Miðvikudagur: Opið hús í safnaöarheimilinu frá kl. 13.30. Fyrirbænastund kl. 16.30. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaflisala Safnaðar- félags Ásprestakalls eftir messu. Munið kirkjubílinn. Sr. Árni Bergur Sigur- bjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14, altarisganga. Organ- isti Daníel Jónasson. Að lokinni messu verður kafflsala til fjáröflunar starfs kirkjukórsins. Þriðjudagur: Bænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Fimmtudagur: Bibliu- lestur kl. 20.30 í umsjá sr. Jónasar Gísla- sonar vígslubiskups. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Guð- rún Ebba Ólafsdóttir. Sr. Pálmi Matthias- son. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Minnst látinna. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Einsöngur Eiríkur Hreinn Helgason. Félagsstarf aldraðra miðvikudag e.h. Æskulýðsfundur mið- vikudagskvöld kl. 20. Sr. Pálmi Matthías- son. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju ki. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur 4. nóv.: Bamasamkoma kl. 10.30. Egill Hallgríms- son. Sunnudagur 5. nóv.: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinr. Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Kl. 14: Fjölskylduguðsþjón- usta. Forsöngvari Hallur Vilhelmsson. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra em hvött til að koma. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Miðvikudagur 8. nóv. kl. 20.30: Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefjast með orgeltónleikum prófessors Flemm- ings Dreisig. Laugardagur 11. nóv. kl. 17. Tónleikar Dómkórsins. Sunnudagur 12. nóv. kl. 17: Tónleikar Dómkórsins. Prest- amir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Cecil Haraldsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Pavel Smid ásamt söngfólki Fríkirkjunnar. . Fella- og Hólakirkja: Sunnudagur: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragn- heiður Sverrisdóttir. Messa kl. 14, altaris- ganga. Prestur sr. Guðmundur Karl Agústsson. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Mánudagur: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Þriðjudagur: Starf fyrir 12 ára böm kl. 17-18. Miðvikudagur: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Rcykjavik: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- leikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogsprestakall: Barnamessa kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Folda- skóla. Sunnudagspóstur-söngvar. Skóla- bíll fer frá Hamrahverfi kl. 10.30. Sr. Vig- fús Þór Árnason. Grensáskirkja: Sunnudagur 5. nóv.: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sameigin- leg fyrir öll böm í bamasamkomunum. Nýir sálmar. Foreldrar velkomnir með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Ferm- ingarböm og foreldrar þeirra sérstaklega boðin. Kynningarfundur fyrir foreldra fermingarbama eftir guðsþjónustuna. Kafflveitingar. Fimmtudagur 9. nóv.: Al- menn samkoma kl. 20.30. Ungt fólk með hlutverk. Föstudagur 10. nóv.: Unglinga- starfið fyrir 10-2 ára böm kl. 17. Laugar- dagur: Biblíulestur og bænastund kl. 10. Prestamir. Hallgrimskirkja: Laugardagur 4. nóv.: Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju kl. 14. Sunnudagur 5. nóv.: Messa og bamasam- koma kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkja á sunnudag frá kl. 9.30 í síma 10745 eða 621475. Minning- ar- og þakkarguðsþjónusta kl. 17. Sr. •' Karl Sigurbjömsson prédikar. Mánudag- ur 6. nóv.: Fundur með foreldmm ferm- ingarbama kl. 20.30. Þriðjudagur 7. nóv.: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 8. nóv.: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Fimmtudagur íslenska óperan: Margreta Havarinen og Collin Hansen Margreta Havarinen. Á vegum Tónlistarfélagsins veröa tónleikar á laugardaginn kl. 14.30 í íslensku óperunni. Á tón- leikunum mun fmnsk-rússneska sópransöngkonan Margreta Ha- verinen og eiginmaður hennar, Collin Hansen píanóleikari, ílytja lög eftir Brahms, Duparc, Liszt og Tchaikovsky. Fimm ár eru síðan Margreta töfr- aði fullt hús áhorfenda í Austur- bæjarbíói og haft var eftir einum gagnrýnanda: „Rödd hennar hljómaði eins og ástin væri vöknuö á ný...“ Síðastliðinn vetur var sýndur í Sjónvarpinu þáttur um hana sem vakti mikla athygli og hrifningu, því auk þess að vera frábær söng- kona hefur hún sterka útgeislun á sviði og er mjög sjarmerandi. Margreta Haverinen mun dvelja hér á landi næstu vikur því hún mun syngja titilhlutverkið Tosca eftir Puccini sem sett verður upp um miðjan mánuðinn í íslensku óperunni. Sýning þessi er sam- verkefni íslensku og norsku óp- eranna. Miðasala er í íslensku ópe- runni. Basar á Hrafnistu Á Hrafnistu í Reykjavík er nú unnið af krafti við undirbúning á sölu handavinnu vistmanna. Hér er um að ræða árlega fjáröflun vist- fólks. Hver vistmaður fær andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið og seldir verða fyrir efniskostnaði. Þarna má fá hvers kyns handa- vinnu, til dæmis ofna borðdregla, stóra og smáa heklaða dúka og rúmteppi, trévörur, handmálaðar silkislæður, tauþrykkta dúka, litla skinnskó að ógleymdu úrvali af prjónavörum. Basarinn verður opinn frá kl. 13.30 til 17.00 á laugardaginn og kl. 10-15 mánudaginn 6. nóvember og er til húsa á fjórðu hæð í C-álmu Hrafnistu í Reykjavík. Vistfólk á Hrafnistu með hluti sem það hefur búiö til og er til sölu á basarnum um helgina. Hafnarborg: Sýning á verkum safnsins I Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stend- ur nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Á sýningunni eru olíu- málverk og vatnslitamyndir eftir þekkta Ustmálara á borð viö Kjarv- al, Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdótt- ur, Júlíönu Sveinsdóttur, Jón Eng- ilberts og Svein Þórarinsson. Sýningin er opin frá kl. 14-19. Henni lýkur mánudaginn 6. nóv- ember. Sigriður Ásgeirsdóttir. Gallerí, einn, einn: Grafík og teikningar Sigríður Ásgeirsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sýnum í Gallerí, einn, einn, Skólavörðustíg 4a í dag kl. 18. Á sýningunni eru teikningar unnar í Edinborg 1985 og nokkrar grafikmyndir sem Sigríöur vann í Printmakers Workshop í Edinborg í sumar. Sigríður stundaði nám við Edin- burgh College of Art 1979-1984 og í Þýskalandi 1984. Þetta er fjórða einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Steint gler eftir Sigríði er aö finna meðal annars í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, -kapellu Kvennafangelsins í Cornton Vale í Stirling í Skot- landi, i Iðnaðarbanka íslands viö Lækjargötu og í kapellu sjúkra- hússins á ísafiröi. Sýningin í Gallerí einn, einn stendur frá 3.-16. nóvember og er opin alla daga kl. 14-18. Þórður Hall ásamt nokkrum verka sinna. Gallerí Borg: Teikningar í lit og svart-hvítu Þórður Hall opnaði sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, í gærdag. Þórður er fæddur í Reykjavík 1949. Hann nam við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands, einnig var hann við í nám í Kon- unglega listaháskólanum. í Stokkhólmi. Þórður hefur verið kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1974. Þetta er fjórða einkasýning Þórðar en síðast sýndi hann í Norræna húsinu 1983. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis, meðal annars í sýningum félagsins íslensk grafík í Reykjavík, á Norðurlöndum, í Kraká, Var- sjá, San Francisco, New York og víðar ár árunum 1975-1986. Verk í eigu opinberra stofnana og safna eru mörg meðal annars á Listasafni ís- lands, Listasafni Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum, Listasafni Háskóla ís- lands, Seðlabanka íslands, Norræna hús- inu í Reykjavík og Færeyjum. Einnig í Finnlandi og Svíþjóð. Þórður Hall hlaut starfslaun listamanna í ár 1989. Hann dvaldi þrjá mánuði i sum- ar í norrænu gestavinnustofunni í Svea- borg í Finnlandi. Á sýningu Þórðar eru nýjar teikningar, bæði í lit og svarthvítar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Henni lýkur þriðjudaginn 14. nóvember. Norræna húsið: Kvikmyndasýning fyrir böm í nóvember verður bryddaö upp á þeirri nýjung í Norræna húsinu að sýna kvik- myndir fyrir börn á sunnudagseftirmið- dögum. Fyrsta sýningin verður næstkom- andi sunnudag kl. 15. Þá verða sýndar tvær sænskar teiknimyndir, Lilla syster Kanin, sem höíðar til yngri aldurshópa og Johnny Katt och piratvalsen fyrir böm á aldrinum 8-14 ára. Myndirnar eru með sænsku tali og eru ekki með íslenskum texta. Helgina þar á eftir verða sýndar tvær danskar teiknimyndir, Eventyret om den vidunderlige kartoffel og Natterytter. Að- gangur er ókeypis fyrir börn og fullorðna á þessar sýningar. Leikfélag Akureyrar: Hús Bemörðu Alba Sjötta og sjöunda sýning á Húsi Bernörðu Alba verður hjá Leik- félagi Akureyrar í kvöld og annað kvöld og mun forseti íslands verða sérstakur heiðursgestur sýningar- innar í kvöld. Hús Bernörðu Alba er síðasta leikrit Garcia Lorca, en hann var myrtur af spænskum fasistum 1936. í leikritinu segir frá ekkjunni Bernörðu, móður hennar, fimm dætmm, vinnukonum og öðrum Evudætrum, en hlutverkin eru aUs fimmtán talsins, allt kvenhlutverk. Eríitt er að lýsa leikritinu í orðum, en þar lýstur saman miklum járn- vilja og magnþrungnum brennandi ástríðum. Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur, lof gagnrýnenda og að- sókn hefur verið mikil og vaxandi. Sýningar á leikritinu verða aðeins tólf og er áætlað að síðasta sýning verði laugardaginn 2. desember. Þrjár af fimm dætrum Bernörðu Alba, Steinunn Ólafsdóttir í hlutverki Emilíu, Ingunn Jensdóttir í hlutverki Ágústinu og Maria Sigurðardóttir i hlutverki Mörtu. List gallerí í Skerjafirðinum: Grafíkmyndir Tryggvi Arnason listmálari. Tryggvi Árnason myndlistar- maður heldur grafíksýningu í sýn- ingarsal sínum, List gallerí, að Ein- arsnesi 34, Skerjafírði. Á sýningunni eru 25 nýjar grafík- myndir, bæði silkiþrykk og collo- graphmyndir en þær eru gerðar með nýrri tækni sem gerir hsta- menn óháða sýrum sem hafa verið notaðar við hefðbundnar ætingar- myndir. Þær myndir eru oftast handmálaðar og veröa því eintökin alltaf ólík hvert öðru. Tryggvi hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sinum undan- farin ár, meðal annars að Kjarvals- stöðum 1983 og 1985, Laxdalshúsi á Akureyri, Kaupmannahöfn og Holstebro 1986, List gallerí 1987 og tekið þátt í samsýningum. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. Sýn- ingin er opin frá kl. 14-20 daglega til 12. nóvember og er öllum heim- 01 aðgangur. Borgar- leikhúsið til sýnis Fólki gefst kostur á að skoða Borgarleikhúsið undir leiðsögn á morgun, laugardaginn 4. nóvemb- er, kl. 13-16. Safnast veröur saman í anddyri hússins og gengið síðan um húsið. Sýningar verða um helgina á báð- um sviðum leikhússins. Á litla sviðinu sýnir Leikfélag Reykjavík- ur Ljós heimsins, fyrsta hluta Heimsljóss Halldórs Laxness í leik- gerð og leikstjórn Kjartans Ragn- arssonar. Á stóra sviðinu er annar hluti Heimsljóss, Höll sumarlandsins, einnig í leikgerð Kjartans. Sýning- ar eru í kvöld, laugaradags- og sunnudagskvöld, og hefjast kl. 20. Hið glæsilega Borgarleikhús verður til sýnis almenningi á laugardag kl. 13-16. 8. nóv.: Fundur Kvenfélags Hallgríms- kirkju kl. 20.30. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Amgrímur Jónsson. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barnaguðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestamir. Hjallaprestakall: Bamasamkoma kl. 11 í Digranesskóla. Kl. 10.30 hefst fondur- stund. Messa kl. 14 í Digranesskóla. Fermingarböm aðstoða við messuna. Magnús Erlingsson guöfræðingur pré- dikar. Allir velkomnir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. - Kársnesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Um- sjón hafa María og Vilborg. Messa í Kópa- vogskirkju kl. 14. Fermd verður Hildur Björg Helgadóttir, Þinghólsbraut 53, Kópavogi. Samvera aldraðra í safnaöar- heimilinu nk. fimmtudag eftir hádegi. Sr. Ami Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Laugardagur 4. nóv.: Basar Kvenfélags Langholtskirkju í safnaðar- heimilinu kl. 14. Sunnudagur 5. nóv.: Allra heilagra messa. Óskastund bam- anna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Jón og Þórhallur sjá um stundina. Guðs- þjónusta kl. 14. Altarisganga. Allur Lang- holtskórinn syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Málmblásarahópur leikur með kómum. Minningarsjóður Guðleifar Pálsdóttur kostar tónlistarflutninginn. Molakaffl í safnaðarheimilinu eftir stundina. Miðvikudagur 8. nóv. kl. 17: Æskulýðsstarf 10-12 ára bama. Sr. Þór- hallur Heimisson. Laugarneskirkja: Sunnudagur 5. nóv.: bama og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Messa kl. 17. Flutt verður allra heilagra messa eftir Egil Hovland. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Ann Toril Lindstad. Undirleik annast Þröstur Eiríksson og málmblásarar undir stjórn Lámsar Sveinssonar. Einsöngvarar verða Laufey G. Geirlaugsdóttir og Þórður Búason. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Allir liðir messunnar em sungnir en hún fer fram eins og hefðbundin messa með alt- arisgöngu. Kirkjugestir verða þátttak- endur í messunni og hafa texta hennar í höndunum. Mánudagur 6. nóv.: Fundur Kvenfélags Laugamessóknar kl. 20. Þriðjudagur 7. nóv.: Fundur hjá Samtök- um um sorg og sorgarviðbrögð kl. 21. Helgistund kl. 22.30. Fimmtudagur 9. nóv.: Kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Orgelleikur, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimil- inu á eftir. Bamastarf fyrir 10-12 ára böm kl. 17.30 í safnaðarheimilinu. Æsku- lýðsstarf kl. 20. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardagur 4. nóv.: Sam- verustund aldraðra kl. 15 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Bjöm Jónsson skóla- stjóri sýnir myndir. Munið kirkjubílinn. Sunnudagur 5. nóv.: Bamasamkoma ki. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórs- son. Orgel- og kórstjóm Reynir Jónasson. Mánudagur: Bamastarf 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudagur: Barnastarf 10-11 ára kl. 17. Miövikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Öldr- unarþjónusta: Hárgreiðsla og fótsnyrting í safnaðarheimili kirkjunnar frá kl. 13-17, sími 16783. Fimmtudagur: Opiö hús fyrir aldraða í safnaðarheimilinu frá kl. 13-17. Leikið verður á orgel í kirkjunni frá kl. 17.30 á fimmtudögum. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kf. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kvöldbænaguðsþjónusta meö altarisgöngu fostudag kl. 21. Bama- og unglingastarf Seljakirkju: Fundur Æskulýðsfélagsins mánudag kl. 20. Fundir í KFUK mánudag, yngri deild, kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fundur í KFUM miðvikudag, yngri deild kl. 18.30, eldri deild kl. 20. Fundur Kvenfélags Selja- sóknar þriðjudag kl. 20.30. Sóknarprest- ur. Seltjarnarneskirkja: Fjölskyldumessa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Adda Steina, Sigríður og Hannes. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Gide- onfélagar kynna starf sitt. Sigurbjörn Þorkelsson prédikar. Erindi dr. Sigur- bjöms Einarssonar um trú og trúarlíf eftir messu og léttan hádegisverð. Um- ræður á eftir. Mánudagur: Fyrirbæna- stund kl. 17. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Þriðjudagur: Opið hús fyrir 10-12 ára böm kl. 17.30. Fimmtudagur: Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 14-17. Tak- ið börnin með. Sóknarprestur. Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Frikirkjan í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Biblíufræðsla miövikudags- kvöld kl. 20. Einar Eyjólfsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Messa og bama- starf kl. 11. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Innri-Njarðvíkurkirkja: Barnastarf í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Aðal- safnaðarfundur á Stað eftir messuna. Kaffiveitingar. Sóknarprestur. Þingvallakirkja: Guðsþjónusta á sunnu- dag kl. 14. Organleikari Einar Sigurðs- son. Sóknarprestur. Hafnarfj arðarkirkj a: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skóiabílinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Einsöngvari Elísabet F. Eiríksdóttir. Organisti Helgi Bragason. Sr, Gunnþór Ingason. Dómprófastur Hádegisverðarfundur ^presta verður í Bústaðakirkju mánudaginn 6. nóv. kl. 12. Opið hús á miðvikudögum kl. 13.30 í safn- aðarheimili Árbæjarkirkju fyrir eldri borgara. Helgistund kl. 16.30. Hársnyrt- ing fyrir eldri borgara safnaðarins er alla þriðjudaga í Hárgreiðslustofunni Stellu, sími 673530. Til]<yniiingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi á morgun. Lagt af stað frá, Digranesvegi 12 kl. 10. Nýlagaö molakaffi. Orator með dans- leiki á Hótel Borg Orator, félag laganema, hefur tekið að sér skemmtanahald á Hótel Borg á íostu- dags- og laugardagskvöldum í vetur. Fé- lagið hefur gert samstarfssamning við Ólaf Laufdal veitingamann, sem nú rekur Hótel Borg, en þetta er þriðji veturinn sem félagið sér um skemmtanahald á Borginni um helgar. Fyrsti dansleikur- inn á þeirra vegum verður í kvöld, 3. nóvember. Laganemar munu sjá um skemmtanahaldið fram aö áramótum til að bytja með en, eins og kunnugt er, er óljóst hvað verður um Hótel Borg. Basar í Sólvangi Basar verður haldinn í Sólvangi í Hafnar- firði (anddyri) á morgun, laugardag, kl. 14. Þar verða á boðstólum fallegar jóla- gjafir og margt fleira. Allt unnið af vist- mönnum Sólvangs. Barðstrendingafélagið heldur skemmtikvöld í Hreyfilshúsinu laugardaginn 4. nóvember kl. 20.30. Spil- uð verður félagsvist og dansaö á eftir. Kvenfélag Hallgrímskirkju Basar félagsins verður háldinn laugar- daginn 4. nóvember kl. 14 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Tekið verður á móti basarmunum í dag frá kl. 15-22 og á laug- ardag frá kl. 10-13. Kökur eru mjög vel þegnar. Handavinnu- og kökubasar kvenfélagsins Hringsins Kvenfélagið Hringurinn heldur sinn ár- lega handavinnu- og kökubasar sunnu- daginn 5. nóvember kl. 14 í Fóstbræðra- heimilinu við Langholtsveg. Þar verður til sölu mikið úrval af ágætum jólagjöfum og alls konar kökum á góðu verði. Enn- fremur verða til sölu ný og falleg jóla- kort félagsins. Svo sem jafnan áður renn- ur allur ágóði til líknarmála barna. Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin helgina 4.^5. nóvember að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13 báða dagana. Hægt er að skrá sig í síma 17966. Barnaskemmtun og fjölskyldu- hátíð í Mannþingi Sunnudaginn 5. nóvember nk. verður fjölbreyttasta fjölskylduskemmtun helg- arinnar haldin í nýjum samkomusal Mannþings, Borgartúni 18 (í húsi Spari- sjóðs vélstjóra). Þetta er kjörinn há- punktur á sunnudagsbiltúmum því þama verður boðið upp á skemmtiatriði við allra hæfi í hlýlegu umhverfi. Húsið verður opnað kl. 14.30 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Skemmt- unin verður endurtekin kl. 21 um kvöldiö og leikur hljómsveit Antjré Bachmann gömlu góðu lögin fyrir þá sem vilja lyfta sér upp og fá sér snúning. Basar á Dalbraut 27 Um þessar mundir em liðin 10 ár frá því þjónustuíbúðir aldraðra við Dalbraut 27 vom teknar í notkun. í tilefni af því er haldin sýning og basar á handunnum munum íbúa og dagdeildargesta. Jafn- framt verður sýning á handunnum brúð- um gerðum af yfirmanni handavinnu- deildar Dalbrautar, Arndisi Sigurbjöms- dóttur. Sýningin verður opin laugardag- inn 4. nóv. og sunnudaginn 5. nóv. frá kl. 14-17. „Opið hús“ í MÍR I tilefni þjóðhátíðardags Sovétríkjanna og 72 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi verður „opiö hús“ í félags- heimili MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10, laugardaginn 4. nóvember. Húsið verður opnað kl. 14 og síöan verða fjölbreytt dagskráratriði fram eftir degi. M.a. flytur Leoníd Vakhtin, fulltrúi í sovéska sendi- ráðinu, spjall og situr fyrir svömm um perestrojku og nýjustu viðhorf í Sovét- ríkjunum. Sýndar verða stuttar kvik- myndir, efnt til hlutaveltu, haldinn basar og að sjálfsögðu verður kaffi á boðstólum og nýbakaðar vöfllur. Aðgangur er öllum heimill. Kvenfélag Háteigssóknar heldur sinn árlega basar ásamt kaffi og vöfflum sunnudaginn 5. nóvember kl. 13.30 í Tónabæ. Tekiö verður á móti gjöf- um á basarinn í dag kl. 17-19 í kirkjunni og á laugardag kl. 10-12 í Tónabæ. Fund- ur félagsins verður þriðjudaginn 7. nóv- ember kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. ITC-mælskukeppni Sunnudaginn 5. nóvember kl. 14 í Ársöl- um, Hótel Selfossi, verður mælsku- og rökræðukeppni III. ráðs ITC á íslandi. ITC Seljur, Selfossi, mæla með þeirri til- lögu að „aldrei verði fluttar erlendar landbúnaðarvörur til íslands" ITC Stjama, Rangárþingi, mælir gegn tillög- unni. Öllum er heimill aðgangur. Leiklistarþing 1989 Leiklistarsamband íslands boðar til leik- Ustarþings sem haldið verður laugardag- inn 4. nóvember í ráðstefnusal A, ann- arri hæð í nýbyggingu Hótel Sögu. Þjóð- leikhúsið á tíunda áratugnum er yfir- skrift þingsins og hefst það kl. 10 og stendur til kl. 17. Þess ber að geta að stjóm Leiklistarsambandsins vinnur nú að þvi að fá kunnan norrænan leik- húsmann til að koma og ræða um nýjar leiðir í stjómun og rekstri stórra leik- húsa. Þátttökugjald er kr. 600 og innifalið í þvi er molakaffi fyrir og eftir hádegi. Veitingasalur Hótel Sögu „Skrúður" verður opinn hádegisverðargestum sem þess óska. Námskeið Kristalskynjun og sállíkamsmeðferð Helgina 4.-5. nóvember verður haldið námskeið þar sem farið verður í gmnnat- riði við notkun kristalla og heilunar- steina til aukinnar sjálfsþekkingar og næmni. Gerðar verða æfingar og skoðað hvemig nota má þessa fóstu vini til að flýta fyrir skilningi og jafnvægi, t.d. eftir hömlulosunar- og djúpslökunaræfmgar. Leiðbeinandi er Leifur Leópoldsson en hann er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann jók á þekkingu sína i „mannúðarsálfræði" og ýmsum ,jaðar- lækningum", þar á meðal kristalheilun. Upplýsingar em gefnar í versluninni Berglist að Laugavegi 11, sími 623211. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 5. nóv. kl. 13, Kjalames - Músarnes. Ekið að Brautarholti og gengið þaðan um Músar- nes. Á leiðinni til baka er gengið á Braut- arholtsborg. Létt gönguferð um láglendi. Verð 800 kr. Brottfor frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Útivist um helgina Dagsferð sunnudag 5. nóvember. Miðdalsheiði - Álfaborg. Róleg síðdegis- ganga fyrir alla tjölskylduna um fagurt vatnasvæði. Brottfór frá Umsferðamið- stöð, bensínsölu, kl. 13. Stoppað við Ár- bæjarsafn. Leikhús Þjóðleikhúsið sýnir gamanleikinn Lítið fjölskyldufyr- irtæki í kvöld og á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Alþýðuleikhúsið sýnir ísaðar gellur í síðasta sinn á laug- ardag kl. 16. Leikfélag Reykjavíkur Sýningar í Borgarleikhúsinu: Á litla sviðinu verður sýnt leikritið Ljós heimsins föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Á stóra sviðinu verður Höll sumarlands- ins föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20. Nemendaieikhúsið sýnir Grímuleik á laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Sýriingar Art-Hún, Stangarhyl 7, Reykjavík Að Stangarhyl 7 er sýningarsalur og vinnustofur. Þar em til sýnis og sölu oliu- málverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir eftir myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elín- borgu Guðmundsdóttur, Margréji Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur. Opiö alla virka daga kl. 13-18. Árbæjarsafn, sími 84412 Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms stendur yfir sýning á myndum Ásgrims frá Þingvöllum. Á sýn- ingunni era 25 verk, aðallega vatnslita- myndir, en einnig nokkur olíumálverk. Sýningin stendur fram í febrúar og er opin um helgar og á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16. Ásmundarsalur v/Freyjugötu, Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir grafík- og þurrkrítarmyndir. Á sýningunni eru 36 verk, 15 þurrkrítarmyndir og 21 dúk- rista. Verkin era öll unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 12. nóvember og er opin kl. 14-20 alla sýningardagana. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Sýningu Kristins G. Jóhannssonar lýkur sunnudaginn 5. nóvember en hann sýnir 22 ný olíumálverk sem öll fjalla um lands- lag og náttúra landsins. Þetta er 17. einkasýning Kristins en hann hefur einn- ig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Þórður Hall sýnir teikningar. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur þriðjudaginn 14. nóvember. í Grafík-gallerí Borg, Austurstræti 10, er mikið úrval af grafík og keramiki, einnig olíuverk eftir yngri kynslóðina í stækk- uðu sýningarrými. Grafík-galleríið er opið virka daga kl. 10-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.