Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 1
Arnar Jónsson leikur aðalhlutverkið, framkvæmdarstjórann Borgar
Jónsson. Með honum á myndinni eru Jóhann Sigurðarsson, Björn Karls-
son, Ólafur Guðmundsson, Lilja Þórisdóttir og Sigurður Sigurjónsson.
Gísli Rúnar Jónsson leikur miskunnarlausan einkaspæjara. Hann er hér
ásamt Arnari Jónssyni og Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur.
Þjóðleikhúsið:
Lítið fjölskyldufyrirtæki, sem
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld,
er eftir breska leikritaskáldið Alan
Ayckbourn sem er einn allra vin-
sælasti leikritahöfundur Breta í
dag.
Ayckbourn samdi Lítið fjölskyl-
dufyrirtæki (A Small Family Buis-
ness) fyrir breska þjóðleikhúsið
1987 en þá var honum boðið að
mynda eigin leikhóp og stjórna
þremur verkum, einu í hverju leik-
húsa breska þjóðleikhússins. Skil-
yrðið var að eitt verkanna væri
eftir hann sjálfan. Niöurstaðan
varð að hann skrifaði Lítið fjölskyl-
dufyrirtæki og þessi grái gaman-
leikur um ýmsar hliðar viöur-
kennds siðgæðis sló í gegn.
Aðalpersónan í leikritinu er
Borgar Jónsson, duglegur og fra-
magjam framkvæmdastjóri á
fimmtugsaldri. Hann hefur sagt
upp starfi sínu til að geta tekið við
fyrirtæki sem tengdafaðir hans
stofnaði fyrir fimmtíu ámm.
Það er ærið verkefni sem bíður
hans því fyrirtækið hefur ekki
gengið vel. Borgar er heiðarlegur
og vill að samstarfsmenn hans, sem
alhr em á einhvem hátt tengdir
honum, séu það líka. En ekki er
allt sem sýnist. Spillingin leynist í
hverju horni og þegar miskunnar-
laus einkaspæjari er kominn í spil-
ið ásamt fimm ítölskum bræðrum
fer ýmislegt að koma í ljós, meðal
annars það hvernig fyrirtæki getur
verið á hausnum þegar eigendum-
ir moka inn peningum á því... Til
að færa þetta nútímalega verk nær
íslenskum áhorfendum hefur það
verið staðfært og fer atburðarásin
þar af leiðandi fram í umhverfi sem
við þekkjum öll.
Fjórtán leikarar koma fram í sýn-
ingunni og fara tólf þeirra með
hlutverk fjölskyldunnar og tengda-
fólksins. Arnar Jónsson leikur að-
alhlutverkið, Borgar, og Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir leikur eigin-
konu hans.
Aðrir leikarar era Jóhann Sig-
urðarson, Lilja Þórisdóttir, Bjöm
Karlsson, Anna Kristín Amgríms-
dóttir, Róbert Arnfinnsson, Margr-
ét Guðmundsdóttir, Sigríður Þor-
valdsdóttir, Sólveig Amardóttir,
Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur
Guðmundsson, Gísh Rúnar Jóns-
son og Sigurður Siguijónsson.
Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson.
Kristniboðsdagurinn 1989
Vaxandi starf
Kristniboðsdagur íslensku þjóð-
kirkjunnar er að þessu sinni á
sunnudaginn, 12. i nóvember. Biskup
íslands hefur kvatt presta til að
minnast kristniboðsins í guðsþjón-
ustum þennan dag.
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga hefur unnið að kristniboði í
Kenýa síðasthðin ellefu ár og í Eþíóp-
íu í hálfan íjórða áratug í nánu sam-
starfi við norska kristniboða.
Það eru Pókotmenn í Vestur-Kenýa
sem hafa notið hjálpar íslenskra og
norskra kristniboða. Hafa íslending-
ar látiö til sín taka á tveimur stöðum
í landi Pókotmanna, Cheparería og
Kongelai. Séra Kjartan Jónsson og
Valdís Magnúsdóttir hafa dvalist
undanfarin ár í Cheparería en þau
eru nú heima í leyfi.
Hjónin Hrönn Sigurðardóttir og
Ragnar Gunnarsson og fjölskylda
þeirra hafa aðsetur í Kongelai. Þar
- Ný verkefni
er afar hijóstugt, heitt í veðri og kjör
fólksins bágborin. í Eþíópíu era
hjónin Valgerður Gísladóttir og Guð-
laugur Gunnarsson og dætur þeirra.
Hefur orðið að ráði að þau flyttust
frá Konsó um 100 km leið vestur til
Voitodals. Ætla þau að koma þar upp
kristniboðsstöð.
Gert er ráð fyrir að ellefu milljónir
króna þurfi til starfa kristniboðsins
á þessu ári auk kostnaðar við að reisa
nýja stöð í Vottó. Enn vantar tölu-
vert svo að endar nái saman. Á
kristniboðsdaginn verður fólki gef-
inn kostur á að leggja sitt af mörkum,
bæði í guðsþjónustum og á kristni-
boðssamkomum. Þess má geta að
kristniboðið getur hagnýtt sér notuð
frímerki, innlend og útlend. Skrif-
stofa SÍK er á Amtmannsstíg 2b í
Reykjavík. Senda má gjafir á gíró-
reikning nr. 651001.
Myndlistarsyning
6-12 ára skólabama
I tilefni af aldaríjórðungsafmæli
Iðnaðarbankans í Hafnarfirði efndi
bankinn til verðlaunasamkeppni um
myndir meðal 6-12 ára skólabarna i
Hafnarfirði. Geysilegur fjöldi mynda
barst eða um það bil tvö þúsund. Úr
þeim voru fyrst vahn 600 myndverk
og fékk dómnefnd það hlutverk að
velja 130 myndverk sem verða sýnd
í Hafnarborg 11.-16. nóvember.
Dómnefndin, sem skipuð er Hring
Jóhannessyni, Eiríki Smith, Braga
Hannessyni og Jóhanni Egilssyni,
hafði með höndum vandasamt verk
að velja í lokin úr þessum 130 mynd-
um verk sem verða verðlaunuð á
laugardaginn þegar sýningin verður
opnuð kl. 14.
Jóhann Egilsson, útibússtjóri Iðn-
aðarbankans í Hafnarfirði, sagði að
Iðnaðarbankinn myndi einnig kaupa
nokkur verk sem sett yrðu upp í
bankanum. Þá sagði Jóhann að þetta
væri ekki fyrsta barna-myndhstar-
sýningin sem Iðnaðarbankinn stæði
fyrir. Áður hefðu verið haldnar fimm
eða sex sýningar víðs vegar um land
og væri tilgangurinn meðal annars
að vekja áhuga barna og unglinga á
myndhst auk þess sem þetta væri
tilraun fil að koma upp myndhstar-
safni fyrir þennan aldurshóp.
Dómnefndin, talið frá vinstri: Hringur Jóhannesson, Eiríkur Smith, Jóhann
Egilsson og Bragi Hannesson virða fyrir sér nokkur myndverk barna úr
grunnskólum Hafnarfjarðar.
Háskólabíó:
Katja Ricciarelli
með
Sinfóníunni
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands á morgun, laugardaginn 11.
nóvember, mun sópranrödd hinnar
heimsfrægu Kötju Ricciarehi hljóma
í sal Háskólabíós. Ricciarelli hefur
sungið sig inn í hjörtu heimsbyggð-
arinnar undanfarin tuttugu ár í öh-
um helstu óperuhúsum. Á efnis-
skránni verða meðal annars aríur
eftir Rossini, Behini, Chea og Catal-
ani. Auk þess verður flutt sinfónía
nr. 23 eftir Mozart, Exultate jubhate,
einnig eftir Mozart, forleikurinn úr
Lmsa Mhler eftir Verdi og Stunda-
dansinn eftir Ponicehi.
Allir tónlistarunnendur fagna komu
Kötju Ricciarelli.
ítalska óperustjarnan Katja Ricc-
iarehi fæddist í Rovigo á Norður-
ítahu. Hún hóf þar tónhstamám en
framhaldsnámi lauk hún í tónhstar-
háskólanum í Feneyjum. Ricciarelh
hefur í tuttugu ár komið fram í aðal-
sópranhlutverkum allra helstu söng-
bókmenntanna í fjölmörgum lönd-
um. Hún hefur sungið í öllum fræg-
ustu óperuhúsum heims. Ricciarelh
hefur auk þess sungiö og leikið í
kvikmyndum, meðal annars á móti
Placido Domingo í kvikmyndinni
Óþehó.
Ricciarelli hefur sungið inn á fjöl-
margar hljómplötur undir stjórn
Herberts von Karajan. Auk þess að
starfa með þessum mönnum hefur
hún unnið með Pavarotti og hljóm-
sveitarstjóranum Claudio Abbado.
Katja Ricciarelh var væntanleg á
Listahátíð 1986 en gat ekki komið þá
vegna skyndhegra veikinda. Hljóm-
sveitarstjóri á tónleikunum verður
Péfri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hann
hefur undanfarnar vikur verið á tón-
leikaferöalagi um Svíþjóð með
Sænsku kammersveitinni. Hljóm-
leikamir hefjast kl. 17 og er miðasala
í Gimh við Lækjargötu.
FÍM-salurinn:
Bautasteinar
Ingibjörg Eyþórsdóttir opnar
fyrstu einkasýningu sína í FÍM-saln-
um í dag, fóstudaginn 10. nóvember
kl. 20.
Ingibjörg stundaði nám við Mynd-
hstaskóla Reykjavíkur 1982-1983 og
Myndhsta- og Handíðaskóla íslands
1983-1987. Myndimar, sem hún sýn-
ir, era allar málaðar á síðasthðnu
einu og hálfu ári. Sýningin ber yfir-
skriffina Bautasteinar.
Sýningarsalurinn er opinn frá kl.
13-18 virka daga og frá kl. 14-18 um
helgar.