Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 8
24 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 7\ Mynd- bönd Umsjón. Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V v Það eru litlar breytingar á listanum núna. Efstu myndirnar sitja sem fastast með fjörfiskinn Wöndu í fyrsta sæti en sú mynd virðist ætla að standa sig jafnvel á mynd- bandamarkaðnum og í bíó. Tvær nýjar myndir eru inn á list- anum. Þar er snemmborin jóla- mynd um hinn sanna anda jólanng eftir gamali sögu eftir Dickens. Þar fer Bill Murrey á kostum sem.nirf- illinn sem vildi ekki sjá jólin. Gam- anmynd um glæpamenn skýst inn á listann og er til alls vís. 1. (1) A Fish Called Wanda 2. (2) Twins 3. (3) Die Hard 4. (8) Mississippi Burning 5. (4) Willow 6. (-) Scrooge 7. (6) Tequila Sunrise 8. (5) The Accused 9. (-) Married to the Mob 10.(9) Dead Ringers ★★ íl Spæjari af lífi og sál JUSTIN CASE Útgefandi: Bergvík Leikstjóri og handritshöfundur: Blake Edwards. Aðalhlutverk: George Carlin, Molly Hagan og Timothy Stack. Bandarisk 1988. 71 min. Öllum leyfð. Hér er um að ræða Walt Disney mynd í „harðari" kantinum - þ.e.a.s. á stöku stað má sjá lík og byssur sem vanalega eru fjarri heimi Disneys. Myndin er þó trú uppruna sínum í flestu og ekki að efa að þeir sem kjósa „mjúkar" fjöl- skyldumyndir ættu að fmna hér eitthvað við sitt hæfl. Myndin segir frá atvinnulausum dansara sem ræðst til einkaspæj- ara sem nýbúið er að drepa. Gáfu- legt? - En saman byrja þau þó að leysa morðgátuna. Blake Edwards hefur nú oftast áður haldið sig við metnaðarfyllri verk en reyndar hefur heldur hall- að undan fæti hjá honum að undan- fornu. Hann kann þó ýmislegt fyrir sér og þó að atburðarásin sé hvorki frumleg né nýstárleg þá er hún ágætlega fjörleg. Leikarar standa sig bærilega og er Carlin þeirra fremstur. -SMJ ★★!4 Mafíuklandur ORIGINAL SIN Útgefandi: Háskólabíó. Aðalhlutverk: Ann Jillian, Robert Desid- erio og Charlton Heston. Bandarísk, 1989 - sýningartimi 98 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Geta mafíuforingjar átt við sams konar vandamál að stríða og al- menningur? Já, að vissu leyti, eins og kemur fram í Original Sin þar sem þemað er rán á barnabarni mafíuforingja. Munurinn er aö þeir leita ekki eftir aðstoð lögreglunnar. Þeir hafa sín lögmál. Dauði yfír barnaræningjanum er eini dómur- inn sem kemur til greina. í Origirial Sin kynnumst við í byrjun ósköp venjulegri fjölskyldu, eða það heldur eiginkonan Sharon að íjölskylda hennar sé. Þegar barni hennar er rænt skilur lög- reglan hvorki upp né niður í mál- inu. Fjölskyldan á enga peninga, enga ríka ættingja og enga sýnilega óvini. Fjölskyldufaðirinn Matthew veit þó betur. Hann hefur ávallt sagt eiginkonu sinni að foreldrar hans væru látnir. Þetta eru ósannindi, því faðir hans er stór mafíukóngur sem sonurinn hafði sagt skilið við fyrir fullt og allt, en þegar lögreglan bregst leitar hann til föður síns. Original Sin er bæði spennandi mynd og um leið flókin því aö lausn málsins er í raun alls ekki fólgin í að bamsránið upplýsist, eins og væntanlegir áhorfendur munu komast að. Gamh harðjaxlinn Charlton Heston leikur mafíukóng- inn og gerir það með reisn. Gerir hann manneskjulegan á yfirborð- inu en er kaldur sem steinn þegar skehn er brotin. Það er helst að Ann Jillian nái ekki alveg tökum á Sharon og því er nokkuð um ofleik hjá henni, en í heild er Original Sin vel heppnuð sjónvarpskvikmynd. -HK Af svarthvítu stríði MISSISSIPPI BURNING Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Alan Parker. Handrit: Chris Gerolmo. Framleiðendur: Frederick Zollo og Robert F. Collsberry. Aðal- hlutverk: Gene Hackman og Willem Dafoe. Bandarísk 1988.122 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjórinn Parker er án efa með þeim metnaðarfyllri í kvikmynda- heiminum en hingað til hefur hann ófeiminn stokkið á milh mjög óhkra viðfangsefna. Nægir að nefna myndir eins og Midnight Express, Bugsy Malone, The Wall og Angel Heart. Síðasta mynd hans, Angel Heart, var engan veginn nógu Heilsteypt en hér er Parker loksins farinn að vinna úr reynslu sinni. Hann tekur hér fyrir kynþáttam- isrétti Bandaríkjanna áöur en um- bótaaldan í kjölfar Marteins Luters King náði að segja til sín. í sýslu ! 7ACA0EMY AWARD NOMINATiONS * fiffit WILUM HAGKMAN DAFOE Mi HUtlMIItSfliHI MISSISSIPPI BURNING mm S.!í MaiUlt MB i* « KHM HttEH WS TtfiBRMKTMkáklEHfH SMkCm Wm ttt MMKmKMMH SRWiaUIMmMáMkinmttt MkiwsiMiiiMtafnaaiiMiHffinHi einni í Mississippi eru þrír baráttu- menn fyrir réttindum svertingja drepnir. Lögreglan hefur ákaflega takmarkaðan áhuga á að upplýsa máhð. Því eru tveir menn á vegum FBI sendir niður eftir. Þeir eru ákaflega óhkir og vilja vinna á mis- munandi hátt að málinu. Aðal þessarar myndar felst í vönduðu handriti, góðum leik en þó ekki síst markvissri leikstjóm Parkes sem er hér líklega að leik- stýra sinni heilsteyptustu mynd. Þó hún hafi ekki notið náðar við óskarsverðlaunaafhendinguna, eftir að hafa fengið sjö útnefningar, telst hún tvímælalaust í hópi betri mynda seinni ára. Umfjöllunarefnið er krefjandi þó nokkuð sé um hðið. Umfjöllun Par- kes er ekki hafin yfír gagnrýni en hún hefur komið úr báðum áttum þannig að myndin hefur greinilega höggvið á viðkvæma strengi. Sam- leikur Hackmans og Dafoe er góður og sannar Hackman hér en'n einu sinni ágæti sitt. Reyndar eru flest hlutverk vel skipuð enda myndin unnin af miklum metnaði. -SMJ Sigurvilji og réttlæti UNCONQUERED Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Dick Lowry. Aóalhlutverk: Peter Coyote, Dermot Mulroney og Tess Harper. Bandarisk, 1988 - sýningartími 113 min. Unconquered er byggð á sönnum atburðum og segir okkur frá fjöl- skyldu sem barðist fyrir réttlæti á tveimur vígstöðvum í Montgo- mery, Alabama 1962. Fjölskyldufaðirinn er rikissak- sóknari Alabama, Richard Flow- ers. Hann komst í embætti með vilja ríkisstjórans George Wahace, en snerist fljótlega gegn honum í mannréttindarmálum og varð einn helsti talsmaður mannréttinda í Montgomery, borg sem var gegn- sýrð svertingjahatri. Það er ekki að sökum að syrja að hann eignast marga hatursmenn sem reyna með ótal brögðum að koma honum úr embætti. Þeim tekst það og meira til því þeir koma honum í fangelsi. Á hinn bóginn er sögð saga sonar Flowers, Rich, sem ekki var burð- ugur til íþrótta í æsku en stálvilji og áhugi á íþróttum gerir hann að PETER COYOTE DER.MÖT MILRONEV TESS HARPER IX.UIM! BtDXIMC WITH HATRED. THEV.Hi.'ST STAND tMTED... f WWIT’ff mmsmí berst fyrir mannréttindum. Sá vin- ur Ricks þolir samt ekki álagið, sem þessu fylgir, jafn vel og Rick. Unconquered er vel gerð kvik- mynd sem segir sögu fjölskyldu sem er trú sannfæringu sinni í blíðu og stríðu. Handritið er’ágæt- lega skrifað en þó ekki laust við væmni. Hinu mikla negrahatri, sem ríkti á þessum árum í Alabama og nágrannafylkjunum, eru gerð sæmileg skil, ádeilan hefði samt að ósekju mátt vera skarpari. Peter Coyote er mjög góður í hlutverki ríkisstjórans en Dermot Mulroney skortir nokkuð til að vera sannfær- andi í hlutverki sonarins. -HK einum besta grindahlaupara Bandaríkjanna á þessum tíma. Braut hans að settu marki er þó þyrnum stráð því enginn vill eiga samskipti við son ríkissaksóknar- ans. Hann eignast aðeins tvo vini, stúlku og dreng, sem eins er ástatt um, en faðir hans er ritstjóri sem Fyrirgefning syndanna ABSOLUTION Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Anthony Page. Handrit: Ant- hony Shaffer. Aóalhlutverk: Richard Burton, Dominic Guard og Dai Bradley. Bresk 91 min. Bönnuö yngri en 16 ára. Það er þarft fyrir minningu Ric- hards Burtons að gefa út þessa mynd því einhvern vegin er það svo að allt of fáar af hans „betri“ mynd- um hafa verið hér á boðstólum. Meira hefur borið á. „peninga- KfCHAKD BUm ON -HiíA. ItCAiiNk. ■ OM ifNAOtt'. WIMttV M lk • f-ít t> fOAitkt'rt l\ >.<>») *.iu»n t.sat 1.1« myndum“ hans þar sem hann hef- ur stokkið inn í metnaðarlaus hlut- verk sem gefa mikið af sér á tíma- einingu. Honum veitti sennilega ekki af til að standa undir viskí- reikningunum. Myndin gerist í kunnuglegu um- hverfi fyrir íslenska sjónvarps- glápara - nefnilega á breskum heimavistarskóla. Þar eru breskir unglingar aldir upp í umhverfi sem virðist í engum tengslum við tím- ann. Aðalsöguhetjan er efnispiltur sem hefur náið samband við læri- föður sinn. Þegar hann síðan verð- ur fyrir utanaðkomandi áhrifum er fjandinn laus og piltarnir hefja, hættulegan leik sem lærifaðirinn skilur ekkert í. Sálfræðiþátturinn er nokkuð for- vitnilegur en einnig götóttur, sérs- taklega þegar hann kemur ekki al- veg heim og saman við moröhlu- tann. í lokin situr áhorfandinn uppi með lausn sem engan veginn var hægt að sjá fyrir en kemur eigi að síður að mestu saman við fram- vindu myndarinnar. Burton fer hér fyrir góðum hópi leikara en sérs- taklega má minnast á frammistöðu Bradleys í hlutverki fatlaða pilts- ins. Hann er vægast sagt ógnvekj- andi í hatri sínu í lokin. _SMJ Stryker í vandá DIRTY DIAMONDS Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Tony Wharmby. Aðalhlutverk, Burt Reynolds. Bandarísk, 1989-sýningartimi 92 mín. Dirty Diamonds er þriðja myndin þar sem Burt Reynolds leikur einkalögguna Stryker. Eins og í fyrri myndum á hann í vandræð- um með fyrrverandi eiginkonu sína. Nú bætast við vandamál gam- allar frænku sem er farin að færa sig heldur betur upp á skaftið. Meira er lagt upp úr gamansemi í Dirty Diamonds heldur en í fyrri myndum og þótt Reynolds sýni ágæta takta er ekki sömu sögu hægt að segja um meðleikara hans, enda er handritið slakt. Á móti vega ágæt hasaratriði og sólin á Florida. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.