Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1989, Blaðsíða 1
Nær hundrað titlum fleira en í fyvra Nú lætur nærri aö fimm hundruð bækur séu á bókamarkaðnum eða um eitt hundrað fleiri en í fyrra. Áberandi er að endurminningum og viðtalsbókum hefur fjölgað en það skýrir þó ekki aukmnguna. Bækur í þessum flokki eru flestar gefnar út af „grónum" forlögum en bókum frá þeim hefur ekki fjölgað að marki. Þau stærstu, eins og Ið- unn og Mál og menning, halda sínu striki en hjá öðrum má greina sam- drátt. Fjölgun titla kemur fyrst og fremst fram í því að fleiri gefa nú út bækur á eigin vegum en áður og forlög sem hafa haft hægt um sig lengi reyna nú fyrir sér af aukn- um krafti. Vinnsla bóka og prent- kostnaður hefur lækkað og því geta einstaklingar gefið út bækur án þess að hafa úr verulegu tjármagni að spila. Það er fyst þegar kemur að aug- lýsingunum að munurinn kemur í ljós. Þá taka grónu forlögin foryst- una og veija töluverðum hluta út- gáfukostnaðarins í auglýsingar. Hinir verða að treysta á að bækur þeirra spyijist vel út. Stór hluti af útgáfubókum ein- stakhnga eru ljóðabækur og smá- sögur. Þá verður það æ algengara að menn gefi út sínar skáldsögur sjálfir. Bækur í þessum flokkum seljast að jafnaði illa og því hafa forlögin takmarkaðan áhuga á þeim nema höfundarnir séu þekkt- ir. í ár er svo að sjá sem þjóðlegur fróðleikur hafi nánast horfið af markaðnum eftir að hafa um ára- bil verið mjög áberandi. Á móti kemur aö bókum um dulræna reynslu og dulspeki hvers konar fjölgar óðfluga. -GK Ég heiti ísbjörg Eg er ljón Ég heiti ísbjörg • Ég er ljón. Ung stúlka situr í fangelsi fyrir á ástmanni sínum. Á tólf stundum rekur hún örlög sín fyrir lögfræðingi. í ritdómi í Morgunblaðinu segir: „Vigdís reynir á þanþol allra skilningarvita okkar í sögu ísbjargar og skilur lesandann eftir í miskunnarlausri óvissu. í óvissu sem er full af grimmd og fegurð.“ IÐUNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.