Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Side 8
Útlönd Eldsvoði í diskóteki: Fjörutíu og þrír létust Fjörutíu og þrír létu lfflð í elds- voða í diskóteki í borginni Zaragoza á Norður-Spáni aðfara- nótt sunnudagsins. Næstum öll fórnarlömbin, sem flest voru á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára, létust af völdum eitraðs reyks að, því er talið er. Ein kona liggur með alvarleg brunasár á sjúkrahúsi. Að sögn embættismanna voru hundraö og þrjátíu manns í diskó- tekinu þegar eldurinn kom upp. Talið er víst að kviknað hafi í vegna of mikils álags á rafmagnskerflð í diskótekinu. Öll ljós slokknuðu skömmu eftir að eldurinn varð laus og reyndist því nær ómögulegt að finna útgöngudyr fyrir þá sem ekki rötuðu. Slökkviliðsmenn segja að þeir hafi fundið lík nokkurra gesta í hægindastólum í kjallara diskó- teksins og þykir það benda til þess að þeir hafi oröið eitruðum reykn- um svo fljótt að bráð að þeim hafi ekki gefist neitt tækifæri til að reyna að komast út. Einn þjónanna í diskótekinu segir að eldurinn hafi komið upp nálægt neyðarútgöngu- dyrum og þess vegna hafi fólk lok- ast inni. Þeir sem búa í nágrenni við diskótekið segjast hafa vaknaö viö örvæntingarfull óp og bank á veggi er gestir dansstaðarins reyndu að komast út. Reuter Lík gestanna fyrir utan diskótekið sem brann í Zaragoza á Spáni. Símamynd Reuter * 40 MB Harður diskur • 8086 10MHz Örgjörvi • 640Kb Vinnsluminni • 14 Einlitur skjár * Laser mús 3 takka * MS-DOS 3,30 :. ' v,s4' ‘ ‘ ■, Þennan pakka : ’ bjóöum við á: Kr. 86.250s9 Söluaðilar: EINKATÖLVAN HF Bergstaðastræti 10a Sími 628775 Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 I MANCDAGCR 15. JANúAR 1990. Hundruð Armena komu saman í Moskvu um helgina til að mótmæla otbeldinu i Baku, höfuðborg lýðveldisins Azerbajdzhan. Simamynd Reuter Sovetrikin: Blóðug helgi í Azerbajdzhan Rúmlega þrjátíu manns hafa týnt lifi í bardögum milli Armena og Az- era í Baku, höfuðborg sovéska lýð- veldisins Azerbajdzhan, síðustu tvo daga þrátt fyrir að hermenn frá sov- éska innanríkisráðuneytinu hafi veriö sendir þangað að því er skýrt var frá í útvarpi í Moskvu í gær. Útvarps- og blaðafréttir hafa skýrt frá því að bæöi Armenar og Azerar hafi sett á laggirnar vopnaðar liðs- sveitir til sjálfsvarnar. Þessar sveitir hafa aftur á móti ráðist á þorp í og nærri Nagorno-Karabakh héraðinu. Átök í héraðinu hafa verið daglegt brauö en bardagar síðustu daga á þessu svæði eru þeir blóðugustu sem átt hafa sér þar stað frá því að þjóð- ernisróstur hófust fyrst í Transkák- asuslýðveldum Sovétríkjanna, fyrir tæpum tveimur árum. í fréttum útvarpsins í Moskvu var skýrt frá óstaðfestum fréttum um að þrjátíu hefðu látist og tugir annarra slasast í Baku er baráttan um yfirráð Nagorno-Karabakh hófst að nýju. Fréttamenn í borginni sögöu í gær að vopnaðir Azerar væru á ferö á götunum og embættismenn vöruöu við því að hætta væri á frekara manntjóni. Fulltrúi stjórnmálaráðs sovéska kommúnistaflokksins, Nikolai Sly- unkov, var sendur frá Moskvu til Armeníu, nágrannalýðveldis Az- erbajdzhan, til að lægja öldumar. Er hann reyndi að ávarpa um tugi þús- unda Armena sem safnast höfðu saman á Lýðræðistorginu í Jerevan, höfuöborg lýðveldisins, gerði mann- fjöldinn hróp að honum, að því er heimildarmenn skýrðu frá og hróp- uðu; „Við viljum ekki sendiboða Mosvu". Talið er að allt að hálf millj- ón manns hafi komið saman í Jere- van í gær. Fólkið sakaði yfirvöld í Mosvku um aö loka augunum fyrir ofbeldinu og hét því aö taka málið í eigin hendur. Leiðtogi armenska kommúnista- flokksins, Suren Arutyunyan, lýsti yfir neyðarástandi í lýðveldinu eftir mótmælin í Jerevan, að því er tals- maður Alþýöufylkingarinnar, hreyf- ingar þjóðernissinna, sagði í samtali við Reuter-fréttastofuna. „Hræðileg ódæðisverk“ Rósturnar í Baku hófust á laugar- dag. Sovéska sjónvarpið skýrði frá því að upphafið hafi veriö það að tveir Azerar hafi farið að armensku heimili í borginni og reynt að flytja íbúana á brott. Armenarnir vörðust og brugðu m.a. exi sér til varnar. Báðir Azerarnir voru fluttir á sjúkra- hús þar sem annar lést skömmu síö- ar að því er skýrt var frá í sjón- varpi. Hinn var illa haldinn. Eftir að tilkynnt var um atvikið á fjöldafundi hófust rósturnar. Þátttakendur á fundinum hrópuðu „burt með Arm- ena úr Baku“. Hin opinbera fréttastofa í Sovét- ríkjunum, Tass, skýrði frá því að þrátt fyrir veru hermanna frá innan- ríkisráðuneytinu í lýveldinu sem sendir voru þangað frá Moskvu, verði ekki við neitt ráðið í mörgum hverfum Baku. „Hópar ribbalda hafa staðið fyrir miklum ódæðisverkum," sagði í frétt Tass. Eduard Shakhnaz- aryan, ristjóri Armenpress, frétt- stofu Armeníu, sagði að þijátíu manns hefðu verið drepnir í róstun- um í Baku, allt Armenar. „Þrír, þar af vanfær kona, voru brenndir lif- andi eftir að bensíni hafði verið hellt yfir þá,“ sagði hann. Tass skýrði frá því að lögregla heföi staðið aögerðarlaus hjá þegar mann- fjöldinn hefði látið greipar sópa um hús i Baku og tvístrað húsmunum á víð og dreif um götumar. Frétt so- véska sjónvarpsins var á öðrum nót- um. Þar var skýrt frá því að lögregla væri aö verja Armena sem margir hverjir nytu aðstoðar nágranna sinna. Að minnsta kosti eitt hundraö og fimmtíu hafa látist í bardögum milli Armena og Azera um yfirráð yfir Nagomo-Karabakh. Héraðið, sem er í Azerbajdzhan, er að mestu byggt Armenum. Ólgan í Azerbajdzhan er að mestu vegna yfirráða yfir hérað- inu þó að upp á síðkastið hafi mátt greina sívaxandi óánægju með Moskvustjórnina og auknar kröfur um sjálfsforræði. Litháar einbeittir Það var víðar sem róstur áttu sér stað um helgina en í Azerbajdzhan. íbúar Georgíu fóm í fjöldagöngu um stræti borga og kröfust þess að full- trúar Moskvu-stjórnarinnar kæmu til lýðveldisins til að ræða hvernig Georgia gæti sagt sig úr ríkjasam- bandi Sovétríkjanna. Kröfur íbúa Georgíu koma í kjölfar heimsóknar Gorbatsjovs Sovétforseta til Litháen, eins Eystrasaltslýöveldanna, þar sem kommúnistar hafa sagt skilið við kommúnistaflokk Sovétríkjanna og sett á laggirnar sjálfstæðan flokk. Eystrasaltlýðveldin em komin mun lengra á braut sjálfstæðisbaráttunn- ar en lýðveldin í suðurhluta lands- ins. Ferð forsetans, sem farin var til að fá Litháa til að falla frá þessari ákvörðun, virðist ekki hafa borið árangur sem erfiði. Hann kann að hafa keypt sér tíma með ferðinni en loforð hans um ný lög er skilgreini viö hvaöa aðstæður lýðveldin geti sagt sig úr ríkjasambandi við Sovét- ríkin, virðast ekki geta stöðvað Lit- háa á braut sinni til sjálfstæðis. Kommúnistar í lýðveldinu segja að slit við sovéska móðurflokkinn verði ekki tekin aftur. Sovétforsetinn hef- ur sagt pólitíska framtíð sína velta á að tvíhhða stefna sín, perestrokja og glasnost, nái árangri í öllum lýðveld- unum. í hinum Eystrasaltsríkjunum, Lett- landi og Eistlandi, hefur orðiö vart svipaðra hræringa og í Litháen. Reuter Forystuhlutverk flokksins afnumið Búlgarska þingið kemur saman í dag til að afnema úr stjómarskránni ákvæöi um forystuhlutverk komm- únistaflokksins í stjóm landsins. í Ungveijalandi, Póllandi, Austur- Þýskalandi og Tékkóslóvakíu hafa þegar slík ákvæði verið numin úr gildi og þar er nú hafinn undirbún- ingur fyrir fiölflokkakosningar á þessu ári. Búlgarska þingið lofaöi í síðasta mánuði aö afnema ákvæöið um for- ystuhlutverk flokksins í kjölfar mót- mæla tugþúsunda manna sem safn- ast höfðu saman fyrir utan þing- húsið. En til að koma í veg fyrir að slík mótmæli endurtækju sig var í gærkvöldi birt í sjónvarpi bréf þing- forseta þar sem lögreglan var beðin um að „tryggja nauðsynlegan vinnu- frið þingmanna." Beiðni þingforseta fylgdi í kjölfar mótmælagöngu í Sofíu síðdegis í gær þar sem krafist var lýðræðis. Hvöttu stjómarandstæð- ingar til þess aö haldnir yrðu dagleg- ir mótmælafundir fyrir utan þing- húsið það sem eftir væri vikunnar. Búist er við að aukin réttindi tyrk- neska minnihlutans verði einnig rædd á þinginu í dag en þau hafa orðið tilefni til mikilla mótmæla. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.