Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. 15 Tjaldið fellur Þijú mikilvægustu umræðuefni íslendinga árið 1989 voru fyrir- komulag fiskveiða viö ísland, mál Magnúsar Thoroddsen og hrun sósfalismans í Austur-Evrópu. Hið fyrsta sneri að lífsbjörg okkar, ann- að að stjómskipan landsins og hið þriðja að því umhverfi, sem viö lif- um í. Hér hyggst ég ræða stuttlega um hrun sósíalismans í Austur-Evr- ópu. Ekki er ofmælt, að nú sé járn- tjaldið falhð. Leiksýningunni er lokið. Leikararnir hafa veriö rekn- ir, ep leikskáldið hvílir í gröf sinni í Highgate í Lundúnum, þar sem reiðir áhorfendur geta ekki náö til þess, og mæla nú kaldhæðnir menn fyrir munn þess: „Öreigar allra landa, afsakið." Sósíalismi hlaut að mistakast Miklu máh skiptir að skilja, að sósíalismi mistókst ekki, vegna þess að þeir menn, sem völdust til að framkvæma hann, hafi verið óskynsamir eða illgjamir. Hann mistókst, vegna þess að hann krafðist meira af mannlegri skyn- semi en er á valdi hennar. Menn greinir á um, hvað sósíalismi sé. Líklega em þó allir sammála um, að hann feh í sér sameign og opin- bera ráðstöfun á helstu fram- leiðslutækjum, hráefnum og auð- hndum. En hvernig á að ráðstafa þeim, ef ekki hefur myndast á þeim verð, sem segi til um hlutfaUslegan skort þeirra og brúi biUð á mUli framboðs og eftirspurnar? Á hverjum degi þarf að taka margar og flóknar ákvarðanir úti í atvinnulífinu. í sjálfstýrðu eða frjálsu hagkerfi kapítalismans er frjáls verðmyndun leiðarstjarnan. En í miðstýrðu hagkerfi sósíalism- KjáUarinn Dr. Hannes Hótmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði ans renna stjórnendur að miklu leyti bUnt í sjóinn. í sjálfstýrðu hagkerfi sér sam- keppni á markaði líka um að skUja hafra frá sauðum. Menn græða eða tapa eftir því, hversu hagsýnir og framsýnir þeir hafa verið. Ef menn láta ekki segjast við endurtekið tap, þá verða þeir gjaldþrota. Því má segja, að í kapítaUsma felist sjálfs- leiðrétting. En í miðstýrðu hagkerfi er enginn viðhlítandi mæUkvarði til á hagræna frammistöðu. Þar er einstaklingum ekki umbunað fyrir skynsamlegar ákvarðanir og refsaö fyrir óskynsamlegar, og afieiöingin verður óhjákvæmilega, að miklu fleiri ákvarðanir verða óskynsam- legar en í hinu frjálsa hagkerfi. Þar er engri sjálfsleiðréttingu tU að dreifa. Þar standa stórar verk- smiðjur ónotaðar, vegna þess að hráefni skortir, og biðraðir mynd- ast við verslanir á sama tíma og miklum birgðum er safnað af óþarfri vöru. Sósíalistar engir mannvinir Þar eð stjórnendur sósíalistaríkj- anna hafa svo litla þekkingu við aö styðjast um framleiðslugetu fyr- irtækja og neysluþarfir heimila, geta þeir aldrei 'skipulagt fram- leiðsluna af viti. Afleiöingin verður almenn óánægja, sem valdhafar reyna síðan að halda niðri með margvíslegum áróðri og með beinni kúgun, þegar önnur ráð þrýtur. í miðstýrðu hagkerfi eru vísindi, listir, íþróttir og dómstólar allt tekið í þjónustu yaldhafanna. Þar er enginn óháður valdhöfum og enginn óhultur fyrir þeim. Kúg- un er eðlisnauðsyn kerfisins, ef svo má að orði komast. Fyrr eða síðar kalla skipuleggj- endurnir á fangaverðina: Gosplan leiðir til Gúlags. Sósíalismi mis- „Sósíalismi mistókst ekki, af því að sósíalistaforingjar væru vondir. Hitt er sönnu nær, að sósíalistaforingj ar verða að vera vondir, af því að sósíalismi hlaut að mistakast.“ Árni Bergmann ritstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþbl. og fjármálaráöherra. - „Töluðu þeir ekki um moggalygi fram á síðasta dag?“ spyr greinarhöfundur. tókst ekki, af því að sósíalistafor- ingjar væru vondir. Hitt er sönnu nær, aö sósíalistaforingjar verða aö vera vondir, af því að sósíalismi hlaut að mistakast. Sósíalismi hvílir á óheftu valdi, sem lagt er í hendur sósíalistafor- ingjanna í trausti þess, aö þeir fari vel með það. En þeir eru menn eins og aðrir og falla sumir fyrir freist-. ingum. Fréttir berast þessa dagana af munaðarlífi austrænna valdhafa og háum upphæðum inni á sviss- neskum bankareikningum þeirra. Þurfti þetta í raun og veru að koma á óvart? Við skulum enn fremur gera okk- ur grein fyrir tveimur staðreynd- um. Valdhafar í Kremlkastala hafa ekki tekið skyndilegum hamskipt- um. Þeir sætta sig ekki við aukið lýðræði af manngæsku, heldur af því að þeir hafa gefist upp á raun- verulegum sósíalisma. Og í mörg- um löndum Austur-Evrópu er eng- in hefð fyrir lýðræðislegu stjórnar- fari. Þar eru víða engar venjur, reglur eða stofnanir, sem geta sjálf- krafa komið lagi á þjóðlífið. Við megum því ekki vera of bjartsýn á framvinduna. Aðgát skal höfð Hvernig eigum við að bregöast viö hinum miklu tíðindum úr austri? í fyrsta lagi skulum við muna, að Ámi Bergmann, Ólafur Grímsson og þeir félagar eru boð- flennur í heimi lýðræðissinna. Þeir þögöu að mestu leyti um kúgunina í þeim löndum, þar sem þeir voru heimagangar, þangað til kúgararn- ir féllu. Töluðu þeir ekki um moggalygi fram á síðasta dag? í ööru lagi er óheppilegt að veita löndum Austur-Evrópu þróunar- aðstoð. Slik aðstoð rennur jafnan til ríkisins, ekki fólksins. Hitt er heppilegra, að opna vest- ræna markaði fyrir vöru að austan og fjárfesta í Áustur-Evrópu, þar sem vinnuafl er ódýrt. í þriðja lagi eigum við að taka meira mark á því, hvað Kremlverjar gera en hvað þeir segja. Við skulum afvopnast, þegar þeir afvopnast, en ekki fyrr. Hér sem fyrr gildir gamla reglan: Jafnframt því sem við leyfum okk- ur að vona hið besta, hljótum við að búa okkur undir hið versta. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Að skatHeggja mannréttindi Lesandi góður. Um síðastliöin áramót urðu þau merku tíðindi í íslandssögunni að hið opinbera ákvað að sekta framtakssama ein- staklinga: um 100.000 krónur þá sem stofna hlutafélag eða sam- vinnufélag og um 50.000 krónur þá sem tilkynna sjálfstæðan atvinnu- rekstur eða sameignarfélag til firmaskrár. Viðmótið gagnvart atvinnurekstrinum Þeir sem reka atvinnufyrirtækin eru jú bara ribbaldar, illmenni, svindlarar eða aumingjar, eins og ailir vita. Þeir eru aumingjar sem ekki geta rekið fyrirtækin sín og fara á hausinn. Þeir sem reka þau með hagnaði eru ribbaldar og ill- menni og fá líka sekt; því hærri sekt sem hagnaðurinn er meiri. Og hinir, þeir sem reka fyrirtæki sín á núilinu ár eftir ár, hijóta að vera svindlarar og hafa óhreint mjöl í pokahominu því svoleiðis fær ekki staðist. Þannig er nú við- mótið gagnvart þeim sem standa í atvinnurekstri. Síðustu aðgerðir fj ármálaráðuneytisins undirstrika þetta lífsviðhorf. Það vill nú þjóðinni til „heilla“ að enginn af ráðherrum í núver- andi ríkisstjórn hefur „eyðilagt mannorð sitt“ með því að standa fyrir atvinnurekstri. Atvinnu- rekstrarstarfsemi er líka eitthvað fyrir „aðra“. Það kostar sem sagt frá 1. janúar 1990 fimmtíuþúsund- kall eða hundraðþúsundkall sá lúx- us að neita sér um að vinna hjá ríkinu. Væri nú ekki nær að selja at- vinnútækifærin hjá ríkinu fyrir fimmtíuþúsundkall stykkið og ráð- herrastólana fyrir eitt hundrað KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur, rekur Starfs þjónustuna hf. í Reykjavík þúsund? Er það eitthvað vitlausari hugmynd? Hvar eru hagsmunasamtökin? Að skattleggja fyrirtæki í fæð- ingu er hagfræðilegur glæpur og því meiri sem skattlagningin er hærri. íslenskt atvinnulíf er að verulegu leyti byggt upp af smáfyr- irtækjum, sérstaklega úti á landi. Ég hef starfa minna vegna kynnst verulegum hópi fólks sem farið hefur út í sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Það gerir enginn vegna þess að hann eigi svo mikið af pen- ingum sem ómögulegt er að losna við. Þeim sem eiga eitthvert fé á milli handanna bjóðast líka ýmsar hættulausar ávöxtunaraðferðir sem eru miklu þægilegri og áhyggjulausari en að vasast í at- vinnurekstri. Atvinnurekstrinum fylgja jú bara áhyggjur, basl og skattar. Erlendis leggja stjórnvöld sig fram við að hvetja einstaklinga til að hefja atvinnurekstur með alla- vega hlunnindum: styrkjum, eftir- gjöf á sköttum og svo framvegis, en ekki á íslandi heldur þveröfugt. Ef við íslendingar högum okkur ekki eins og aðrir gagnvart at- vinnustarfseminni í landinu getum við einfaldlega ekki gert sömu kröf- ur til hennar og þeir. Það er sárt til þess að vita að svona grundvallarmannréttindi, eins og þau að stofna fyrirtæki, geti einn maöur afnumið með einu pennastriki, án samráðs við saim ráðherra sína. Og samráðherrarn- ir, allir nema Júlíus Sólnes, láta sér fátt um finnast. Hvar eru hagsmunasamtök at- vinnulífsins? Hvar eru nú tals- menn hinnar frjálsu samkeppni? Hvað um atvinnumálastefnu ríkis- stjórnarinnar??? Um skattpíningu atvinnufyrirtækja Það eru tvö atriði öðrum mikil- vægari fyrir stjórnvöld sem hafa þarf í huga þegar verið er að skatt- pína atvinnureksturinn í landinu. Fyrra atriðið er aö fyrirtækin séu til staðar og ekki gjaldþrota. Hið síöara er að þau fyrirtæki, sem aldrei eru stofnuð, veröa aldrei skattpínd. Satt best að segja virðast flestir ráðherrar í ríkisstjórn íslands ekki gera sér grein fyrir þessu eða lifa í einhverjum þeim fílabeinsturnum að þetta skiptir þá ekki máli. Það þýðir ekkert, eins og staðan er í dag, að segja við fólk að það eigi að stofna ný atvinnufyrirtæki en byrja á því að staðgreiða ríkinu fimmtíu til hundrað þúsund krón- ur. Stjórnarskrárbrot? Það er stór spuming hvort félaga- frelsi er lengur í landinu. Atvinnu- starfsemi ber aö tilkynna sam- kvæmt lögum til ríkisins og ríkið sjálft skattleggur síðan harkalega þessar sömu félagatilkynningar. Þeir sem ekki geta, eða vilja, borga skattinn verða því frá að hverfa. Þarna er beinlínis verið að skatt- leggja grundvallarmannréttindi, réttindip til þess að sjá sjálfum sér farborða með eigin atvinnustarf- semi eins og íslendingar hafa flest- ir gert frá landnámsöld. Ef þetta er ekki brot á sijómarskránni þá er það vegna þess að hún er gölluð. Lesandi góður. Alþingi er nýbúið að samþykkja lög sem taka gildi 1. mars 1990 þess efnis að lágmarks- hlutafé í hlutafélögum skuli vera 400.000 krónur. Það er 20-fóld hækkun á lágmarkshlutafé. Það er gott mál og mér vitanlega hefur því ekki veriö mótmælt. Þrjár ástæður hafa forvígismenn fiármálaráðuneytisins gefið fyrir þessum gríðarlegu hækkunum á skráningargjöldum. í fyrsta lagi segja þeir að þessar hækkanir hafi ekki áhrif á visitölur. Sú staðhæf- ing er rétt en engan veginn svara- verð. í öðru lagi er sagt að hér sé um tekjuöflun að ræða fyrir ríkis- sjóð. Því er til að svara að minni hækk- anir á þessum skráningargjöldum heföu gefið ríkinu mun meiri heild- artekjur þannig að tilgangurinn getur ekki verið að ná inn sem mestum tekjum í ríkissjóð. í þriðja lagi er því haldið fram að verið sé að koma í veg fyrir að „skussarn- ir“ fari af stað með óhugsaða at- vinnustarfsemi. Því er til að svara að þeir munu fara af stað eftir sem áður. Þeir munu bara ekki tilkynna fyrirtæk- in á eðlilegan hátt og allt verður morandi í ótilkynntri og ólöglegri atvinnustarfsemi eftir skamman tíma, öllum til ógagns og óþurftar og þá sérstaklega ríkinu. Þessar gerræðislegu ákvarðanir fiármálaráðuneytisins gagnvart at- vinnurekstrinum eru gjörsamlega óverjandi og útilokað að skilja hvernig hægt er að reka frambæri- lega atvinnumálastefnu í nafni rík- isstjómarinnar undir þessum kringumstæðum. Brynjólfur Jónsson „Þeir munu bara ekki tilkynna fyrir- tækin á eðlilegan hátt og allt verður morandi 1 ótilkynntri og ólöglegri at- vinnustarfsemi eftir skamman tíma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.