Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ftitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. Hjálpræðisherinn: Reykkafarar björguðu þremur Eldur kviknaöi í einu af herbergj- um í húsi Hjálpræðishersins í r>Kirkjustræti í gærkvöldi og þurfti fjöldi manns aö foröa sér út úr hús- inu vegna mikils reyks. Þegar slökkviliöiö kom á staðinn voru tveir reykkafarar sendir strax upp á aöra hæð þar sem eldurinn kviknaði. Mik- ill reykur var í herbergjum og á göngum. Þrír aðrir reykkafarar fóru inn í húsiö og björguðu þremur leigj- endum út úr húsinu. Um fjörutíu leigjendur komust sjálfir út en nokkrir voru fjarverandi. Eldurinn haföi aöeins brunnið í einu herbergjanna. Skemmdir uröu einnig töluverðar á göngum hússins af völdum sóts. -ÓTT Grindavík: Tekinn með hass og amfetamín Maöur var handtekinn með flkni- efni í fórum sínum í Grindavík um helgina. Grunur haföi leikiö á um aö maöurinn heföi fíkniefni til sölu og meðferðar. Viö handtöku kom í ljós aö hann haföi á sér nokkur grömm af hassi, amfetamíni og kannabisefn- um. -ÓTT •*__________________________________ Verölagsgrundvöllur landbúnaðarafurða: Aburðarnotk- un ofáætluð - kom í ljós vlð útreikninga í sambandi við kjarasamningana Áburöamotkun bænda er eínn stærsti pósturinn í verölagsgmnd- velli landbúnaöarvara. Og í út- reikningum, sem framkvæmdir voru í sambandi við komandi kjarasamninga, kom í ljós aö áburðarnotkun bænda var ofáætl- uð um 15 þrósent. Raunar var áburöarnotkunin áætluð meiri en Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framieiðir á ári. Og era þá allir garðar og blettir sem áburður er borinn á undanskildir. Karl Steinar Guönason, vara- formaður Verkamannasambands- ins, sagði að þetta dæmi sýndi að hægt væri að ná verði landbúnað- arafuröa verulega niður. Hann sagöi að undanfama daga hefðu verkaiýðsfélögin veriö aö kynna það sem menn hefðu verið að ræða í kjarasamningaviðræðunum og hefði því alls staðar verið vel tekið. Nú væru kjarasamningarnir komnir af athugunarstigi og hin eiginlega samningagerð að hefjast. Eins og DV skýrði frá fyrir helgi var rætt um að leyfa innflutning á kjúklingum, kartöflum og smjör- iíki. Þeirri hugmynd var mjög vel tekið af Vinnuveitendasamband- inu. Vinnumálasamband sam- vinnufélaga mátti aftur á móti ekki heyra á það minnst. Það mun hins vegar vera í athugun aö vinna málinu fylgi og koma með þetta i næstu samningum. Sígurður T. Sigurðsson, formað- ur Hlífar i Hafnarfirði, sagði að á laugardag hefðu stjómir allra verkalýðsfélaganna í Hafharfirðí komið saman og kymrt sér samn- ingahugmyndir. Þeim hefði verið vel tekið. Skilyrði væri þó að kaup- máttur yrði gulltryggður. Sömu- leiðis vilja Hafnfirðingar að gert verði risaátak í smíði íbúða á fé- lagslegum grundvelli, líkt og gert var i Breiðholti fyrir rúmum 20 árum. -S.dór Sameinaðir verktakar ræða stöðuna „Við ætlum bara að hittast nokkrir hluthafar og ræða stöðuna. Þetta er óopinber fundur þar sem við ræðum málin,“ sagði Páll Gústafsson, einn hlutahafa í Sameinuðum verktökum við, DV í morgun. Sameinaðir verk- takar eru einn stærsti hluthafinn í íslenskum aðalverktökum. Fundurinn veður haldinn á Holiday Inn í kvöld. Fundurinn er ekki á vegum Sameinaðra verktaka heldur nokkurra eigenda og boðar Páll til fundarins. Hann sagði að breytt staða innan íslenskra aöal- verktaka með sölu á hlut Regins hf., sem er í eigu SÍS, til ríkisins yrði meðal annars rædd. „Ég vil ekki úttala mig um fundar- efnið. Þetta er aðeins rabbfundur nokkurra aðila‘ ‘. -GK Góð loðnuveiði í gær, sunnudag, tilkynntu 33 bátar sig til loðnunefndar með alls 25.880 tonn af loðnu. Frá miðnætti hafa síð- an 4 bátar tilkynnt sig með 3.650 tonn. Milli 5 og 10 bátar era á miðunum. Á 13 dögum þessarar vertíðar eru um 154 þúsund tonn af loðnu komin á land sem er um 100 þúsund tonnum meira en á haustvertíðinni. -hlh Verkfallsverðir úr Bifreiðastjórafélaginu Sleipni stöðvuðu allan akstur hjá Landleiðum hf. milli Hafnarfjarðar og R.eykjavikur í morgun. Áður en yfir lauk hafði komið til átaka, hieypt var lofti úr dekkjum bifreiða og ryðvarnar- efni sprautað á framrúður þeirra. DV-mynd S Verkfallsátök hjá Landleiðum í morgun: Hleypt úr dekkjum og ekið á verkfallsvörð - engar strætóferðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í morgun hófst þriggja daga verk- fall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sem í eru rútubifreiðarstjórar. Og í morgun gekk mikið á bæði í Hafnar- firði og í Reykjavík þegar hefja átti ferðir á milli með Landleiðabifreið- um. Landleiðir höfðu fengið menn til að ganga í störf þeirra bifreiðarstjóra sem lagt höfðu niður vinnu. Sleipnis- menn vora hins vegar mættir með verkfallsverði og hindruðu með öll- um ráðum að akstur gæti hafist. Að sögn Pálma Pálmasonar hjá Landleiðum hleyptu verkfallsverðir úr dekkjum bifreiðanna, sprautuðu ryðvarnarefni á framrúður þeirra og í einu tilfelli sagði hann að skorið hefði verið á dekk bifreiðar. Það var í Lækjargötunni, þar sem er enda- stöð Landleiðabifreiða sem ganga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Landleiðir fengu líka leigurútur til að aka. Þegar ein slík ætlaði af stað, við endastöð í Hafnarfirði, gekk verkfallsvörður fram fyrir bílinn og var ekið á hann. Lögreglan var köll- uö til óg málið kært. Maðurinn mun ekkert hafa slasast. Hafsteinn Snæland, í verkfalls- stjórn Sleipnis, sagðist ekki kannast við að dekk hefðu verið skorin. Aftur á móti að lofti hefði verið hleypt úr dekkjum og ryðvarnarefni sprautað á rúður. Hann sagði að allir bifreiö- arstjórar Landleiða væru í verkfalli en viðgerðarmenn og aðrir starfs- menn hefðu ætlað að ganga í störf þeirra. Það hefði verið stoppað og Sleipnismenn myndu halda uppi fullri verkfallsvörslu meðan verk- fallið stæði yfir. Allar ferðir hjá Norðurleið hf„ milli Akureyrar og Reykjavíkur, liggja niðri. Sömuleiðis liggja niðri ferðir sem Kynnisferðir hf. annast, þar á meöal með farþega í millilanda- flugi milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar. Nokkur rútufyrirtæki, eins og til að mynda Vestfjarðaleið, halda uppi áætlun á sínum leiðum þar sem um er að ræða fjölskyldufyrirtæki og eig- endur eru ökumenn. -S.dór LOKI Áburður er þetta með áburðinn! Veðrið á morgun: Skúrir og él Á morgun verður norðapst- anstrekkingur á Vestfjörðum en mun hægari austan- og suðaust- anátt annars staðar. Skúrir eða él á víð og dreif um landið. Hiti um og yfir frostmarki á Suður- og Vesturlandi en vægt frost nyrðra. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR mmmm ÞjÓðar msmamm SALIN býr í Rás 2. Kl. 16: Dagskrá-dægurmálaútvarp Kl. 18: Þjóðarsálin, sími .38500 FM 90,1 - útvarp með sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.