Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Page 17
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990.
25
Fjárhagslegir erfiðleikar sveitarfélaga:
Tap Siglufjarðar
um 37 milljónir
- bæjarstjóm nýtir ekki heimildir til álagningar að fullu
„Ég vil ekkert um þetta segja,“
sagði ísak J. Ólafsson, bæjarstjóri á
Siglufirði, þegar hann var spurður
hvort Sigluíjörður væri meðal þeirra
tólf sveitarfélaga sem tahn eru vera
það illa stödd fjárhagslega að aðstoð
þurfi til að koma fjárhag þeirra á
eðlilegan grundvöll.
Bæjarsjóður Siglufjarðar var rek-
inn með tæplega 20 þúsund króna
halla á hvem íbúa á árinu 1988, sam-
kvæmt árbók sveitarfélaga. Miðað
við íbúatölu á Siglufirði 1. desember
1988 var tap bæjarsjóðs því rétt tæpar
37 milljónir króna.
Bæjarfélagið hefur nýverið fengið
50 milljóna króna lán til aö létta á
erfiðustu skuldunum. Samkvæmt
heimildum DV er sú hugmynd uppi
að selja Rafmagnsveitum ríkisins
Rafveitu Siglufjarðar. Siglfirðingar
hafa búið við lágt raforkuverð. ísak
bæjarstjóri sagði að sú hugmynd
hefði verið rædd að sélja Rafveituna
en engin ákvörðun verið tekin þar
um og bætti við að það væri um
margt spjallað.
Á Siglufirði hefur verið ákveðið að
0,4 prósent verði stofn til fasteigna-
skatts af íbúðarhúsnæði og 1,15 pró-
sent af ööru húsnæði. Heimilt er að
leggja meira á en gert er á Siglufirði
eða 0,45 prósent og 1,25 prósent. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um hver
álagning aðstöðugjalda verður en
heimilt er að hafa hana 1,3 prósent.
Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur
ákveðiö að vera með hámarksálagn-
ingu útsvara eða 7,5 prósent.
Isak J. Ólafsson, bæjarstjóri á
Siglufirði, segir að fasteignaskattar
þar í bæ hækki um 46 til 47 prósent
milli ára vegna hækkunar á fast-
eignamati og það hafi þótt nóg. Hann
sagði jafnframt aö ef lagt hefði verið
á samkvæmt hámarki hefðu tekjur
bæjarsjóðs aukist um 4 til 5 milljónar
króna.
Útht er fyrir að tekjur bæjarsjóðs
Siglufjarðar á síðasta ári verði um
150 miUjónir. ísak vildi ekki gefa upp
hveriar skuldir bæjarsjóðs eru en
þær munu vera mjög miklar.
-sme
Nýlegt malbik skófst af veginum út á Eiði á löngum kafla. DV-myndir Ómar
Brjóstvömin gaf sig í ofviðrinu
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Eftir að ofviðrinu slotaði hér á
þriðjudag var farið að huga að brjóst-
vörn Vestmannaeyjahafnar gegn
vestan- og norðvestanáttum, Eiðinu,
og komu þá í ljós verulegar skemmd-
ir. Skörð mynduðust í varnargarð
ofan á Eiðinu og grióthleðsla utan í
því laskaðist. Þá hefur skólplögn,
sem hggur frá Eiðinu, skemmst og
malbik á veginum út á Eiði farið af
á nokkur hundruð metra kafla. Það
var lagt fyrir örfáum mánuðum.
Hávaröur Sigurðsson, verkstjóri
hjá bænum, sagði að ekki væri búið
að meta tjónið en það hlyti að skipta
einhveijum mihjónum króna. Hann
sagði að brýnt væri að sem fyrst yrði
hafist handa við lagfæringar. Fyrir
tíu árum gekk sjór yfir Eiðið í miklu
vestanveðri og var gijóthleðslan lögð
eftir það th vamar því. Nú hefur hún
gengið tíl og gliðnað og telur Hávarð-
ur sennhegt að grafist hafi undan
henni neðst og hún sigið niður.
Brimiö t óveörinu mikla aðfaranótt þriðjudags olli verulegum skemmdum á Eiðinu.
Fréttir
- hætta 31. mars
Um áramótin hættu 76 sím-
smiðir störfum hjá Pósti og síma
og nú hafa 30 símsmiöir th við-
bótar sagt upp störfum. Uppsögn
þeirra er frá og með áramótum
og láta þeir af störfum 31. mars.
Talið er að Póstur og sími muni
þá nota þann neyðarrétt, sem
opinberar stofnanir hafa, að
framlengja uppsagnarfrestinn
um þijá mánuði þannig að menn
geti ekki hætt fyrr en í júnhok
hafi samningar ekki tekist fyrir
þann tíma.
Að sögn Páls Þorkelssonar, for-
manns Félags símsraiða, verða
engir símsmiðir eftir, þegar þess-
ir 30 eru hættir, nema yflrmenn.
Félag símsmiða hefur boðað
verkfah frá morgundeginum, 16.
janúar. Launadehd fjármála-
ráöuneytisins hefur lýst því yfir
að verkfalhð sé ólöglegt. Að sögn
Páls hefur ekki verið skýrt frá
því hvers vegna þaö er talið ólög-
legt. Ráðuneytið hefur skorað á
símsmiði aö hætta við verkfalhö.
„Við munum að sjálfsögðu ekki
gera það nema að hægt sé að sýna
fram á að það sé ólöglegt. Við
ætlum að fara að lögum i einu
og öhu,“ sagöi Páh Þorkelsson.
-S.dór
VANDAÐAR DANSKAR
IIÐNAÐAR
I LOFTPRESSUR
[ Mótor: 5,5-10,0 HP
■ Afköst: 790/501 -
1 1420/970 Ltr/mín.
| Loftkútur: 150-500 Ltr
J ♦ ALSJÁLFVIRKAR
| Greiðslukjör
| MARKAÐSÞJÓNUSTAN
| Skipholti 19 3. hæð
| (fyrir ofan Radíóbúðino) ■
sími; 2 6911 ^
ú n rsA 1AI N RI H A Fl N I
ÚTSA ÚTSALA ODffifll ■
LAUGAVEGI 47, SlMAR 29122 OG 17575