Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Qupperneq 12
ALASKA Anchoragi 'utch Hartxir "M Aleútaeyjar , Spumingin MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. Lesendur Bankasameinlng og stjórnmálatengsl: Ekki batnar það „Fólk stóð þarna í kulda og trekki undir berum og dimmum himni“, segir hér m.a. - Frá útihátíð við opnun ís- landsbanka fyrr i mánuðinum. Ólafur Gunnarsson skrifar: Mér flnnst það einhvern veginn ekki vera í takt við tímann, nú þegar almenningur er að tjá sig um að stjórnmálamenn séu ekki slíkir auf- úsugestir í bankastofnunum og áður var þegar menn reiddu sig meira og minna á þingmanninn sinn, að verið sé að halda í þetta gamla kerfi - stjórnmálamenn í bankaráðum sem svo aftur ráða bankastjóra eftir póli- tísku litrófi. Með sameiningu bankanna íjög- urra er ekki stigið skrefið til fulls sem hefði þurft að stíga, að enginn stjórnmáfamaður eða pólitískur gæðingur væri þar innanborös. - Það hefði sómt þessum fyrsta stóra áfanga í sameiningu banka hér á landi. Ég er ekki svo viss um að sam: eining þessara banka marki þó eins stórt spor og vonast var til. Því stærri rekstrareining, því meira skipulags- leysi er reynslan hér á landi, og því miður held ég að svo verði í þessu tilviki líka. Ég hefði viljað sjá þessa banka alla (nema Útvegsbankann) standa fyrir sínu. Þetta voru flest einkabankar og þjónuðu hver sínum viðskipta- mannahópi úr þjóðfélaginu. Þetta er þaö sem stefna ber að. Hefði þessi sameining átt sér stað hjá ríkis- bönkunum, Landsbanka og Búnað- arbanka (og þá Útvegsbanka), þá hefði verið hægt að tala um mjög stórt og merkilegt skref. - Því miður varð það ekki og verður ekki í náinni framtíð. Mér fannst útihátíðin við opnun íslandsbanka ekki auka á bjartar horfur; fólk stóð þarna í kulda og trekki undir berum, dimmum himni og lífgað var upp á aðstæður með flugeldum og stjörnuljósum. Mér fannst þetta helst minna mig á orð Marteins Mosdals þegar hann segir: „Einn ríkisbanki, það er það serrt koma skal.“ - Já, ég verð að segja eins og er, ekki batnar það! Löng hefur siglingin frá Islandi verið. - Það er í Dutch Harbor á Aleútaeyj- um við Alaska sem Andri I liggur þessa dagana. Þorskveiöar útlendinga viö Alaska: Skyldi nokk- urn undra Árni hringdi: í þeim umræðum og fréttum sem hér hafa verið sagðar af hugsanleg- um veiði- eða vinnsluheimildum fyr- ir íslenska fiskiskipið Andra I við strendur Alaska, hefur lítt eða ekk- ert verið minnst á þann þátt, sem við íslendingar erum sjálfir viðkvæm- astir fyrir hér, þ.e. að leyfa erlendum aðilum aðgang að fiskimiðum okkar eöa að leyfa erlendum aðilum yfir- leitt aðgang aö vinnu og aöstöðu inn- an íslenskrar lögsögu. Getur nú ekki verið, að eitthvað slíkt sé á ferðinni þarna vestra? Þótt íslenska úthafsútgerðarfélagið hafi fengið vinnsluheimild í byrjun síð- asta árs á 30 þúsund tonna þorskafla, trúir maður varla, að aðstandendur þessa félags hafi byggt framtíðar- vinnslu eingöngu á þessu leyfi síð- asta árs, einkum þar sem skipið komst aldrei á veiöisvæðin á sl. ári. Nú segir að vinnsluleyfi standi til boða, en án þorskvinnsluheimilda. Þessum vinnsluleyfum er úthlutað af sérstakri nefnd í samráði við við- skiptáráðuneyti Bandaríkjanna og hefur það aö sjálfsögðu úrslitavaldið í þessum málum. Það þarf enginn að furða sig á því þótt slík úthlutun sé pólitísk og engum útlendingum sé úthlutað þorskkvóta, þótt málið sé túlkað á þann veg hér heima. - Tök- um við ekki sjálfir hvað harðasta afstöðu í svona málum? Mér kemur heldur ekkert á óvart seinagangur og deig fyrirgreiðsla sendiráðs okkar í Bandaríkjunum, það er ekki ný hlið á málunum. Sendiráð okkar erlendis hafa ekki hingað til verið þess umkomin að veita mikla aðstoð í okkar málum yfirleitt og hefur það ekki síst átt við sendiráð okkar vestra, sem virðist ekki geta orðið að liði í smærri mál- um en þessu. - En skyldi nokkum undra þótt Bandaríkjamenn leyfi ekki umsvifalaust hveijum sem er, og útlendingum í þokkabót, að nýta þorskkvóta við strendur lands síns! A prófkjörsfundi Sjálfstæðisflokksins: Heimdalli pakkað saman Sjálfstæðismaður skrifar: Ég fór á fund fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í gærkvöldi (10. jan.) á Hótel Sögu, þar sem fundað var um m.a. hvort viðhafa ætti próíkjör eða ekki fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar hér í borginni. - Um þetta hafði verið nokkur umræða. Heyrði ég m.a. viðtöl í einhverjum útvarps- stöðvum sama dag við núverandi borgarfulltrúa flokksins og ein- hvherja fleiri og töldu fréttamenn að vænta mætti tillögu frá ungum sjálf- stæðismönnum, t.d. Heimdalli, um að viðhafa prófkjörsaðferðina. Að þessu heyrðu ákvað ég að fara á fundinn þótt ég hefði ekki ætlað og ekki farið á aðalfund fulltrúaráös- ins í nokkurn tíma. Ég sá í sjálfu sér ekki eftir að fara á fundinn því hann var líflegur þótt hann væri ekki eins fjölmennur og hér áður fyrr - Borg- arstjóri hélt t.d. afbragðsræðu og kom inn á rekstur borgarinnar og verkefni sem lokið hefur verið við á sl. átta árum. Ég held að Davíð sé besti borgarstjórinn af þeim fimm sem ég man eftir. Listinn ætti því aö vera öruggur með hann í farar- broddi. Ekki finnst mér eins öruggt með alla hina á listanum. Það hefði því verið snjallt aö viöhafa prófkjör og leyfa flokksmönnum að velja upp á nýtt eða staðfesta þá sem fyrir eru. Þetta var fellt á fundinum. Ég er þó sáttur við þá niðurstöðu að kosning skyldi hafa verið viðhöfð um máhð, og atkvæði féllu eins og raunin varð, 90 með og 136 á-móti. - Ég er hins vegar ósáttur við að forysta Heim- dallar skuli hafa látið pakka sér sam- an eins og raun varð á þrátt fyrir að stjórn þess félags hafði ályktað um fylgi við prófkjör. Það var ekki stjórn Heimdallar að þakka að gengið var til kosninga heldur tveimur ungum mönnum sem höfðu kjark til að bera fram tillögu um kosningu á fundinum. Menn voru að ræða það hver eða hverjir hefðu þrýst á stjóm og for- mann Heimdallar að falla frá tillögu um kosningu. Var það mál margra að hér hefðu núverandi borgarfull- trúar, þó ekki allir, verið að verki og hreinlega lagst á stjórn Heimdall- ar um að falla frá tUlögunni. - Ég verð nú að segja fyrir mig að ef svo er þá er ekki vanþörf á að rútta ær- lega tfi á þeim lista sem fram verður borinn til borgarstjórnarkjörs næsta vor af hálfu sjálfstæöismanna því borgin verður áfram að vera undir stjórn sjálfstæðismanna. Er kukl gott og gilt? Margrét hringdi: Aðstoðarlandlæknir segir í DV hinn 10. þ.m. að skottulækningar séu lögbrot. Það er gott að vakið skuli máls á slíkum faraldri sem nú virðist ganga yfir íslenskt þjóðfélag. Ýmsar eru aðferðirnar tfi að hafa fé af trúgjörnu fólki. í dagblöðum er t.d. auglýst hjálp við höfuðverk, vöðvabólgu og streitu. Einnig hug- lækningar o.s.frv. Svo er það spáfólkið með sín sér- fræðistörf; kaffibollaspár, lófalestur og stjömuspádóma. Sumir segja fólki hvað það hafi verið í fyrra lífi. Þá eru þeir til sem selja fólki teikningar af „áru“ þess.en segja hana þó geta ver- ið mismunandi og breytilega. Margt fleira þessu líkt mætti nefna. - Spurning er hvort þétta flokkast ekki undir það sem kallast „kukl“ - og er þá brot á íslenskum lögum? Skyldi fólk t.d. greiða skatt af slíkri iðju? Á að fjölga frídögum í árinu? Þorbjörg Halldórsdóttir: Nei, það er alveg nóg af þeim. Sigrún Mjöll Halldórsdóttir: Ég hugsa ekki. Bogi Bogason: Nei, mér finnst vera nóg af þeim. Vala Káradóttir: Þeir em alveg pass- lega margir eins og er. María Hallgrimsdóttir: Nei, það er alveg nóg af þeim. Hlédís Sigurðardóttir: Já, það mætti alveg fjölga þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.