Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. Iþróttir Dýrmæt stig Eyjamanna - er þeir unnu HK, 25-20, 1 Eyjum Ómar Garöaisson, DV, Eyjum: Staöan á íslandsmótinu í 1. deild karla er þannig eftir leiki helg- arinnar: KA-Valur...............27-33 ÍR-Stjaman.............17-19 Grótta-Víkingur........20-18 ÍBV-HK.................25-20 Valur......11 9 1 1 284-240 19 FH.........10 8 1 1 271-230 17 Stjarnan.. 11 7 2 2 253-221 16 KR.........10 6 2 2 223-219 14 ÍR.........11 4 2 5 243-239 10 ÍBV....... 11 3 3 5 259-265 9 KA.........11 3 1 7 248-270 7 Grótta.....11 3 1 7 221-247 7 Vikingur.il 1 3 7 238-261 5 HK.......11 1 2 8 225-273 4 • FH-og KR leika síðasta leikU. umferðar á miðvikudagskvöld. I.deild kvenna Staðan í 1. deild kvenna eftir leiki helgarinnar er þessi: Stjarnan-Fram..........19-21 Grótta-Haukar..........17-16 FH-Valur...............23-22 Fram......12 11 0 1 235-177 22 Stjarnan.12 10 0 2 275-202 20 Víkingurll 7 0 4 202-175 14 FH........12 7 0 5 213-222 14 Valur.....12 4 1 7 230-231 9 Grótta....12 4 1 7 220-222 9 KR........11 3 0 8 210-258 6 Haukar.;.12 0 0 12 156-304 0 Eyjamenn unnu dýrmætan sigur á HK í Vestmannaeyjum á laugardag- inn var. Lokatölur leiksins urðu 25-20 en í hálfleik var staðan jöfn, 13-13. HK er því enn í neðsta sætinu í 1. deild en ÍBV hefur fimm stiga forskot á Kópavogsbúana. Framan af var leikurinn í jafnvægi en glöggt mátti sjá að taugaveiklun ríkti hjá báðum liöum. Hún hvarf þegar á leikinn leiö og þó öllu meir hjá Eyjamönnum sem náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálíleik. Smám saman sóttu HK-menn í sig veðrið og náðu aö jafna metin þegar skammt var til loka fyrri hálíleiks- ins. Eyjamenn mættu öllu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu brátt forystu, 17-14. Tvær sóknir í röð fóru í súginn hjá HK og eftir það var aldr- ei spurning um hvorum megin sigur- inn hafnaði. HK skoraði ekki mark í heilar sex mínútur og Eyjamenn gengu á lagiö. Á mikilvægu augna- bliki í síðari hálfleik varði Sigmar Þröstur vítakast og það var nokkuö sen HK-menn máttu ekki við. „Ég er ánægður með stigin tvö út úr þessari viðureign. Þaö er alltaf erfitt að leika þegar margir eru í hnapp í deildinni enda hvert stig afar dýrmætt. Sterkan svip á þennan leik setti jólafríið sem hefur staðið yfir í fimm vikur. Þetta kemur haröast niður á liðunum utan Reykjavíkur- svæðisins, lið utan þess svæðis geta ekki orðið sér úti um æfingaleiki á meðan. Það á að keyra íslandsmótið á mun meiri hraða en gert er, það væri miklu nær að leika tvo leiki í viku,“ sagöi Hilmar Sigurgislason, þjálfari og leikmaður ÍBV, í samtali við DV eftir leikinn í Eyjum á laugar- dag. Sigurður Gunnarsson og Sigmar Þröstur voru bestu menn Eyjaliðsins í leiknum. Sigurður Friðriksson komst einnig vel frá leiknum. Vörn liðsins var ekki nógu sannfærandi í fyrri háifleik en þéttist til muna í þeim síðari. Magnús Sigurðsson var mest áber- andi í liði HK en Bjarni Frostason varði á köflum vel. • Dómarar leiksins voru Árni Sverrisson og Aðalsteinn Örnólfsson og komust þeir þokkalega frá dóm- gæslunni. • Mörk ÍBV: Sigurður Gunnars- son 9/3, Sigurður Friðriksson 6, Guð- mundur Albertsson 3, Sigbjörn Óskarsson 2, Hilmar Sigurgíslason 2, Guðfinnur Kristmannsson 2, Óskar Freyr Brynjarsson 1. • • Mörk HK: Magnús Sigurðsson 9/5, Óskar Elvar Óskarsson 3/1, Gunnar Már Gíslason 2, Róbert Har- aldsson 2, Ásmundur Guðmundsson 2, Eyþór Guðjónsson 1, Ólafur Pét- ursson 1. DV-mynd S Fram stendur vel - í 1. deild kvenna eftir 19-21 sigur gegn Stjömunni Um helgina fóru fram þrír leikir í 1. deild kvenna í handknattleik. Á fóstudagskvöldið áttust við Grótta og Haukar á Seltjarnarnesi og lauk þeirri viðureign með sigri Gróttu, 17-16. Á laugardaginn fóru fram tveir leikir. í Garðabæ tók Stjarnan á móti Fram og vann Fram með tveggja marka mun eða 21-19 og síð- an tók FH á móti Val í Hafnarfirði og sigruðu heimamenn, 23-22. Fram hefndi ófaranna frá fyrstu umferð og sigraði Stjörnuna, 21-19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9-8 fyrir Fram. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur allan tímann og var mikil stemning í „HöUinni" í Garðabæ. Fram var alltaf fyrra til að skora en Stjaman náði þó yfirleitt að jafna leikinn en það dugði henni ekki því Framliðið var sterkari á lokamínútunum. Leiknum lauk eins og fyrr segir með tveggja marka sigri Fram, 21-19. Guðríður og Ingunn í liði Fram fengu að sjá rauöa spjaldið þegar lítið var eftir af leiknum en þeim hafði báðum verið vísað út af þrisvar sinnum. Guðríður var tekin úr umferð mestallan tímann en þrátt fyrir það gerði hún 12 mörk. Kolbrún varði mjög vel og lokaði hreinlega markinu fyrir homamönnum Stjömunnar. Hjá Stjörnunni vora það útispilararnir Erla, Ragnheið- ur og Herdís sem vora í aðalhlut- verki. • Mörk Stjömunnar: Ragnheiður 9/5, Erla 3, Herdís og Ásta 2 hvor, Helga, Guðný Guðnad. og Ingibjörg 1 mark hver. • Mörk Fram: Guðríður 12/7, Ósk og Sigrún 3 hvor, Arna 2, Björg 1 mark. • Grótta vann nauman sigur gegn Haukum, 17-16. Mörk Gróttu: Laufey 7/3, Elísabet 4, Sigríður 4/3, Bryn- hildur og Sara 1 mark hvor. Mörk Hauka: Björk 7/2, Ragnheiður G. 4, Halldóra 3 og Margrét 2 mörk. • FH vann Val með eins marks mun, 23-22. Mörk FH: Rut 8/1, Björg 7, Eva og Berghnd 2 mörk, Amdís 2/2, Kristín og Sigurborg 1 mark hvor. Mörk Vals: Margrét 8/4, Guð- rún 4, Una 3, Berglind og Katrín, 2 mörk hvor, Ásta 1 mark. -ÁBS/BB ; /■ • Birgir Sigurðsson fékk ekki margar línusendingar frá félögum sínum í Víkingi í U Rafmagna þegar Grótta sigraði Víking, „Það má með sanni segja að þetta hafl verið kærkominn stig. Það var orð- ið langt síðan aö við unnum síðast leik í deildinni. Leikurinn var gífurlega spennandi undir lokin en við reynd- umst sterkari á taugum. Vonandi gefur þessi sigur liðinu byr undir báða vængi því við þurfum svo sannarlega á fleiri stigum að halda,“ sagði Árni Indriða- son, þjálfari Gróttu, í samtali við DV eftir leik Gróttu og Víkings í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á Sel- tjarnarnesi á laugardaginn var. ís- landsmótið hófst þá aö nýju eftir fimm vikna frí. Grótta sigraði í leiknum með 20 mörkum gegn 28 eftir að staðan í hálf- leik hafði verið jöfn, 10-10. Leikur liðanna haíði óhemjumikla þýðingu fyrir bæði hðin enda þau með fallhættudrauginn í eftirdragi. Loka- mínútur leiksins voru rafmagnaðar og voru stuðningsmenn liðanna með önd- ina í hálsinum aht þar til að dómararn- ir flautuðu til leiksloka. Taugar Vík- inga brustuá lokamínútunum en þegar tíu mínútur voru til leiksloka virtust Víkinga hafa leikinn í hendi sér eftir að hafa verið undir lengst af. Stefán Arnarson kom Seltirningum á bragðið og Davíð Gíslason skoraði ann- að markið glæsilega úr horninu. Vík- ingar áttuðu sig brátt á ástandinu og jöfnuðu leikinn. Síðan höfðu Gróttu- menn ávallt forystuna í hálfleiknum, náðu mest fiögurra marka forystu, 9-5. Á þessum. leikkafla sýndi Sigtryggur AlberSson, markvörður Gróttu, hreint stórkostlegan leik. Sigtryggur lokaði markinu og varði oft á undraverðan hátt. Þegar á fyrri hálfleikinn leið hristu • Brynjar Harðarson skoraði 10 mörk fyrir Val gegn KA á Akureyri. 20 m - Valsmenn skoru Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það var ekki burðugur handbolti sem íslandsmeistarar Vals og KA buðu áhorfendum upp á er liðin mættust á Akureyri um helgina. KA-menn virtust ekki átta sig á því fyrr en í síðari hálf- leik að jólaleyfið er búið og Valsmenn löbbuðu sig þá út og inn um vörn þeirra að vild og skoruöu 20 mörk gegn 12. í síðari hálfleik slökuðu Valsmenn síöan á og KA-menn náðu' nokkrum sinnum að minnka muninn í 2 mörk áður en lauk en lokatölur urðu 33-27 fyrir Val eða mark á mínútu að jafnaði. KA lék ekki vörn í fyrri hálfleik og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.