Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Qupperneq 8
24 íþróttir Sport- stúfar íslandsmótið í innanhússknatt- spymu var á dagskrá um helgina í Laugardalshöll og var keppt í 2. og 5. deild. Valur Reykjavík, KA, Breiðablik, Þór Akureyri, og Njarðvík komust upp í 1, deiid. í 5. deild uröuliö Ungmennafélags- ins Fram, Eyfellings, og Pjölnis hlutskörpust og leika næst í 4. deild. • Breytingar hafa verið geröar á þjálfaramálum hjá 1. deildar liði Hauka í kvennahandknattleik. Árni Hermannsson hefur látið af störfum sem þjálfari og við starfi hans tók Sigurgeir Marteinsson. • Lýsismótið í borötennis fór fram um helgina. Kjartan Briem, KR, sigraði í mfl. karla, Ásta Ur- bancic, Eminum í mfl. kvenna, Vignir Kristmundsson Erninum í 1. fl. karla, Pétur Kristjánsson Stjömunni í 2. fl. karla og Rakel Þorvaldsdóttir UMSB í 1. fl. kvenna. • TBR-mótiö í badminton fór fram um helgina. Þórdís Edwald vann sigur í kvennaflokki og vann mótið í 8. skipti í röð. Hún vann Guðrúnu Júlíusdóttur í úr- slitum 11-5 og 11-2. Þórdís vann einnig í tvíliðaleik ásamt Ingu Kjartansdóttur. í karlaflokki vann Broddi Kristjánsson, vann Guðmund Adolfsson 15-8 og 17-16 i úrshtum. Broddi og Þorsteinn Páll Hængsson unnu Guðmund Adolfsson og Jóhann Kjartans- son í tvíliöaleik, 18-13, 14-18 og 15-12. í tvenndarleik sigruöu þau Guðrun Júlíusdóttir og Guð- mundur Adolfsson. Kristján Bemburg, DV, Belgiu: • Anderlecht vann verðskuld- aðan sigur á íjögurra liða mótinu á Kanaríeyjum í knattspyrnu. Anderlecht lék til úrslita gegn Hamburger frá V-Þýskalandi og unnu eins marks sigur, 1-0. Þremur minútum eftir aö Arnór kom inn á átti hann mikinn þátt í sigurmarkinu. Griins skoraði sigurmarkiö. Amór lék htið meö Anderlecht á mótinu þar sem þjálfarinn vildi stilla upp liðinu sem kemur til með að leika gegn Waregem í 1. deild. Þá veröur Amór í leikbanni vegna þriggja gulra spjalda. • Sigutjón Kristjánsson og fé- lagar í Boom léku í belgísku bik- arkeppninni í gær gegn Germinal og endaði sá leikur 2-2. Sigurjón kom inn á i leikhléi en staðan í leikhléi var 2-2- Germinal heldur áfram í keppninni en höíð vann fyrri leikinn, 1-0. • Ruud Krol var sagt upp störf- um sem þjálfari belgíska hðsins Mechelen. Daginn fyrir síðari bikarleik Mechelen og Lokeren. Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sögð sú að leikmenn hösins hafi misst alla trú á hinum hol- lenska þjálfara, Krol var rekinn þrátt fyrir að hðiö sé i 2. sæti 1. deildar og hafi aðeins tapaö tveimur leikjum undir hans stjórn á keppnistímabilinu. • Heistu úrsht í spænsku knattspymunni um helgina urðu þessi: Real Oviedop-Real Madrid 0-1, Real Soceidad-Sevíha 2-1, Vallecano-Atletico BUbao 0-0, Atletico Madrid-Sporting Gijon 0-1, Barcelona-Real Zaragoza 3-1, Tenerife-Malaga 2-1, og Real Mallorca-Real VaUadoUd 1-1. • NapoUhefuraðeinseinsstigs forskot í ítölsku knattspymunni eftir leUd helgarinnar en helstu úrsUt uröu þessi: AscoU-Roma 1-1, Atalanta-Lecce 2-1, Bari- Sampdoria 0-2, Cesena-Cremo- nese 1-1, Genoa-Fiorentina 1-1, Inter MUan-Bologna 3-0, Juvent- us- Verona 2 -1, Lazio AC Milan 1-5, og Udinese-Napolí 2-2. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. Guðmundur Torfason um mark sitt gegn Hibemian um helgina: ERt glæsilegasta markið til þessa - Guðmundur gerði sigurmarkið gegn Hibs og átti að auki tvö skot í stöng „Viö unnum meiri háttar sigur gegn Hibernian í Edinborg og um leið var þetta okkar besti leikur á . tímabilinu. Liöinu hefur gengið allt í haginn í síð- ustu leikjum og nú erum við komnir mjög nálægt öðrum liðum sem eru um miðja deildina. Með sama áfram- haldi er aldrei að vita hvort við verðum með í baráttunni um Evrópusæti þegar upp verður staðið í vor. Ég er óhrædd- ur við framhaldið,“ sagði Guðmundur Torfason, knatt- spyrnumaður hjá skoska félaginu St. Mirren, í samtali við DV í gærkvöldi. Guðmundur Torfason heldur áfram að slá í gegn með félagi sínu St. Mirren í skosku úrvalsdeild- inni. Guðmundur skoraöi sitt 12. mark á keppnistímabilinu gegn Hibernian og er nú fjórði marka- hæsti leikmaður úrvalsdeildarinn- ar þegar 23 umferðum er lokið. Skoskir fjölmiðlar fara lofsamleg- um orðum um frammistöðu Guð- mundar í Edinborg á laugardaginn var'og í einu þeirra, Daily Mail, fékk Guðmundur níu í einkunn og var vahnn i liö vikunnar hjá blaö- inu í þriðja skipfið í röð. Aðeins einn annar leikmaður fékk níu í einkunn eftir leikina á laugardag, Paddy Connolly frá Dundee United. í fjölmiðlum í Skotlandi í gær kemur fram að St. Mirren hafi gert bestu leikmannakaupin í Skotlandi fyrir þetta keppnistímabil en St. Mirren greiddi belgíska liðinu Genk 250 þúsund sterlingspund fyrir Guðmund. Þegar þetta er haft til hhðsjónar og frammistaða hans er þetta gjafverö, sögðu fjölmiðlar í Skotlandi í gær. Guðmundur skoraði eina mark leiksins gegn Hibernian með hjól- hestaspymu í fyrri hálfleik og sagöi Guðmundur í samtalinu viö DV í gærkvöldi að markið væri eitt það glæshegasta sem hann hefði skorað á ferlinum. Guðmundur átti síðan hörkuskot í stöng og þaðan fór knötturinn í hina stöngina og út í teiginn. Skömmu fyrir leikslok skaut Guðmundur í samskeytin úr aukaspyrnu af tuttugu og fimm metra færi. St. Mirren var þar með fyrsta félagið til að sigra Hibernian á heimavehi, Easter Road, á keppn- istímabilinu í vetur. „Árangur erfiöra æfinga er aö koma í ljós og ég held að það sé óhætt að segja að ég sé að leika mitt besta keppnistímabil til þessa. Hnjámeiðsh hafa angrað mig und- anfarið og um tíma var haldið aö ég yrði ekki leikhæfur gegn Hi- bemian en það fór betur en á horfö- ist,“ sagði Guðmundur Torfason. Glasgow Rangers með góða forystu Glasgow Rangers er komið með fjögurra stiga forystu í skosku úr- valsdeildinni eftir 3-0 sigur á Dundee á Ibrox. Aberdeen, sem er í öðru sæti, vann Dunfermline, 4-0. Celtic tapaði fyrir Dundee United á útivehi, 0-2. Úrsht á laugardaginn urðu þessi: Aberdeen - Dunfermhne.......4-1 Dundee Utd - Celtic........2-0 - - im 0 Guðmundur skoraði eitt glæsilegasta mark sem hann hefur skorað á ferlinum er St. Mirren sigraði Hibernian, 0-1, á útivelli. Hibernian - St. Mirren....0-1 Motherweh - Hearts.........0-3 Rangers - Dundee...........3-0 Staðan er þessi: Rangers......23 14 Aberdeen.....23 12 Hearts.......23 11 4 32-12 33 6 37-20 29 7 40-25 27 Celtic...y...23 DundeeUtd....23 Motherwell ....23 Hibernian....23 Dunfermline..23 St. Mirren...23 Dundee.......23 7 7 28-21 25 10 6 25-24 24 9 8 30-32 21 7 9 21-27 21 6 10 25-35 20 5 11 21-39 19 7 14 28-52 11 -JKS Alfreð átti stórleik og skoraði tíu mörk - gott gengi Islendinganna í spánska handboltanum um helgina „Þetta var mjög auðveldur leikur hjá okkur enda lékum við gegn einu af botnliðunum. Varamenn okkar fengu mikið að spreyta sig og ég lék ekki mjög mikið með en er engu aö síður ánægður með minn hlut í leiknum," sagði Kristján Arason, leikmaður með Teka í spánska handboltanum, í samtah við DV í gærkvöldi. Kristján og félagar sigruðu Malaga 26-14 og skoraði Kristján 3 mörk í leiknum. Hafði Teka mikla yfirburði í leikn- um og nánast formsatriði að ljúka honum. Alfreð Gíslason í miklum ham með 10 mörk Alfreð Gíslason átti sannkallaðan stórleik með liði sínu Bidasoa um helgina er hðið sigraði Michehn Vahadohd, 29-23. Alfreð skoraði 10 mörk í leiknum. • Ath Hilmarsson er meiddur á hendi og lék ekki með Granollers er hðið vann gífurlega mikilvægan úti- sigur á hinu sterka hði Atletico Madrid, 18-20. Geir Sveinsson átti góðan leik með Granohers en tókst ekki að skora. Geir fiskaði hins vegar þrjú vítaköst í leiknum sem öh gáfu mörk. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á spánska sjónvarpinu. • Barcelona er í toppsæti 1. deild- arinnar á Spáni er keppnin er tæp- lega hálfnuð en einni umferð er ólok- ið í fyrri umferðinni. Barcelona er með 26 stig en í öðru sæti er Granoll- ers með 23 stig. Teka er með sömu stigatölu en lakara markahlutfall. Atletico Madrid er í fjórða sæti með 22 stig og Bidasoa í 5. sæti með 20 stig. • Líklegt verður að teljast að Barc- elona verði meistari og er liðið mjög sterkt um þessar mundir. Á dögun- um var mjög sterkur leikmaður keyptur til hðsins en þar er á ferð júgóslavneski landshðsmaðurinn Portner sem er með bestu hand- knattleiksmönnum heims í dag. -SK • Alfreð Gíslason skoraði 10 mörk fyrir Bidasoa um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.