Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Page 5
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. 21 íþróttir 20-18, á Seltjarnamesi í miklum fallbaráttuslag Víkingar af sér slenið og söxuðu jafnt og þétt á forskot Gróttu. Guðmundur Guðmundsson, hinn bráðskemmtilegi leikmaður og þjálfari Víkings, jafnaði glæsilega úr hraðaupphlaupi á síðustu sekúndum hálfleiksins. Síðari hálfleikinn hóf Guðmundur með að skora og koma þar með Víking- um yfir í fyrsta skipti í leiknum. Sig- geir Magnússon kom Víkingum yfir, 10-12, og virtist sem Víkingar væru að taka leikinn í sínar hendur en það var öðru nær og Grótta jafnaöi, 14-14. Upp frá þessu var leikurinn hnífjafn og spennan í algleymingi. Víkingar náðu þó aftur tveggja marka forystu, 15-17, en þá tók Sigtryggur upp fyrri leik og lokaði markinu. Grótta hafði eins marks forystu þegar skammt var til leiksloka en Víkingar áttu þó alla möguleika á að jafna. Gróttumenn börðust eins og ijón í vörn- inni og tókst að halda fengnum hlut. Gróttumenn fógnuðu sigrinum að von- um innilega í leikslok. Sigtryggur Albertsson átti frábæran leik í markinu, sömuleiðis var Halldór Ingólfsson sterkur. Það var þó baráttan öðru fremur sem færði Gróttu sigurinn í lokin. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekki má gleyma þætti áhorf- enda en þeir studdu lið sitt vel og tóku þátt í sigrinum. Víkingar eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar, nokkuð óvenjuleg staða því Víkingar hafa um árabil haft á að skipa einu sterkasta handknattieiksliði landsins. Miklar mannabreytingar hafa komið hart niöur á gengi liðsins í vetur. Víkingar geta þó að sumu leyti engum um kennt hvernig fór að þessu sinni. Um tímá í síðari hálfleik höfðu þeir leikinn í sínum höndum en óða- got, mistök og vilji til að sigra varð lið- inu að falli. Bjarki Sigurðsson stendur ávallt upp úr í liðinu og Guðmundur Guðmundsson var einnig ágætur. • Kjartan Steinbeck og Einar Sveins- son dæmdu leikinn og fórst það ágæt- lega úr hendi. • Mörk Gróttu: Halldór Ingólfsson 6/1, Stefán Arnarson 4, Davíð Gíslason 3, Willum Þórsson 3, Svavar Magnús- son 2, Páli Björnsson 1, Friðleifur Frið- leifsson 1. • Mörk Víkings: Bjarki Sigurösson' 5, Árni Friðleifsson 5/5, Ingimundur Helgason 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Magnús Guðmundsson 1, Karl Þrá- insson 1, Siggeir Magnússon 1, Birgir Sigurðsson 1. -JKS örk á 30 mínútum öu 20 mörk í fyrri hálfleik er þeir unnu KA, 27-33, á Akureyri Valsmenn nýttu sér þaö vel. Þeir skor- uðu nánast úr hverri sókn enda varði Axel Stefánsson, í marki KA, aðeins eitt skot (í fyrri hálfleik), var skihnn eftir algjörlega varnarlaus. Valdimar Gríms- son fór hamfórum og skoraði bæði úr horninu og eftir hraðaupphlaup og ekki stóð steinn yfir steini hjá KA. Það örlaði á varnarleik hjá KA í síð- ari hálfleiknum, en Valsmenn spiluðu þá með hangandi haus. Munurinn minnkaði jafnt og þétt og staðan var 23-25 þegar 10 mín. voru til leiksloka. En þá hættu KA-menn í vöminni, Brynjar Harðarson labbaði þar út og inn og sigur Vals var aldrei i hættu undir lokin. Handboltinn, sem sýndur var, er ekki til útflutnings og Valsliðið sýndi ekkert sérstakt í þessum leik nema mjög vel útfærð hraðaupphlaup þar sem horna- mennirnir Valdimar og Jakob Sigurðs- son voru aðalmenn. Þeir áttu báðir góð- an leik en aðrir leikmenn Vals voru slakir. Sumir þeirra virðast líka hta stórt á sig og einbeita sér að nöldri í dómurum eins og Finnur Jóhannesson og er erfitt að sjá að hann hafi efni á slíku. Sömu sögu er að segja um lið KA, þar var enginn mjög góður. Sigurpáll Aðal- FyrstataplR á heimavelli ' - er Stjaman vann ÍR 1 Seljaskóla, 17-19 Breiðhyltingar eru meðframtíðarlið Það hefur lengi verið sagt um lið ÍR að það sé framtíðarlið og eru það orð að sönnu. Liðið hefur komið mest á óvart í deildinni í vetur og í liðinu er aragrúi góðra leikmanna. Liðiö leikur mjög sterkan varnarleik og grimman og fyrir aftan góða vöm stendur einn efnilegasti markvöröur landsins í dag, hinn 19 ára gamli Hallgrímur Jónasson sem varði af snilld gegn Stjörnunni. Aö öðru leyti var ÍR-liðið jafnt að getu í leiknum. Það hafði mikið að segja 1 hörðum leik og jöfnum sem þessum að ÍR mistókst að skora úr þremur vítum, Brynjar varði tvö og tréverkið sá um það þriðja. • Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 4/3, Matthías Matthíasson 3, Magnús Ól- afsson 3, Frosti Guðlaugsson 3, Sig- fús Orri Bollason 2, og Róbert Rafns- son 2. • Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgis- son 7/1, Skúli Gunnsteinsson 5, Sig- urður Bjarnason 4, Hafsteinn Braga- son 2 og Axel Björnsson 1. • Leikinn dæmdu þeir Egill Már Markússon og Kristján Sveinsson. Dæmdu þeir vel í fyrri hálfleik en illa í þeim síðari. Má með sanni segja að heimamenn hafl ekki hagnast á dómgæslu þeirra á lokasprettinum. -SK steinsson var þó sterkur í sókninni á- meðan hans naut við en Gunnar Kjart- ansson sendi hann í bað fljótlega í síð- ari hálfleik og var það mjög harður dómur. Liðið saknaði Péturs Bjarnason- ar leikstjórnanda sem var í leikbanni og munaði mikið um það. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 10(4), Valdimar Grímsson 9, Jakob Sigurðs- son 7, Jón Kristjánsson 3, Júlíus Gunn- arsson 2, Finnur Jóhannesson 2. Mörk KA: Sigurpáll Aðalsteinsson 6, Erhngur Kristjánsson 5(2), Guðmundur Guðmundsson 4, Karl Karlsson 4, Jó- hannes Bjamason 4(1), Friðjón Jónsson 3, Bragi Sigurðsson 1. • Sigfús Orri Bollason, ÍR-ingur, reynir markskot að marki Stjörnunnar í. leik liðanna i Seljaskóla á laugardag. Stjörnumenn höfðu betur og ÍR-ingar máttu bíta í það súra epli að tapa fyrsta heimaleik sínum á keppnistimabilinu. DV-mynd Brynjar Gauti leiknum. Ekki kom það þó að sök á upphafsmínútum síðari hálfleiks, enda sóknarleikur Stjörnunnar vandræðalegur á köflum. Staðan var jöfn, 10-10,11-11,13-13 og þegar hér var komið sögu kom afleitur kafli hjá ÍR-ingum sem réð úrslitum í þessum leik. Stjörnumenn náðu að skora tvö mörk í röð og komast yfir í fyrsta skipti og staðan breyttist í 13-15. Eftir þessa útkomu áttu ÍR- ingar sér aldrei uppreisnar von í leiknum og sigur Stjörnunnar var nokkuð öruggur í lokin. Þar með beið hið efnilega lið ÍR sinn fyrsta ósigur í vetur á heimavelli sínum og Stjörnumönhum tókst það sem eng- um hafði áður tekist í vetur, að leggja ÍR að velli í Seljaskóla. Betur má ef duga skal til titils Lið Stjörnunnar lék þokkalega í þessum leik. Vörnin og markvarslan var í lagi en sóknarleikurinn ekki. Brynjar Kvaran varði mjög vel en endalausar kvartanir hans í dómara setja leiðinlegan blett á leik hans. Hafsteinn Bragason reyndist drjúgur Garðbæingum í þessum leik og skor- aði þýðingarmikil mörk en einnig var Gylfi Birgisson sterkur. Sigurður Bjarnason var slakur í þessum leik og vantar allan aga í leik hans. Það á að vera auðvelt að laga og þá er Sigurður í fremstu röð en fyrr ekki. ðar lokamínútur Stjörnumönnum tókst það sem engum hefur tekist í síðari hálfleik náðu leikmenn ÍR ekki að halda einbeitingu í varnar- íiknum gegn Gróttu á laugardag og skoraði aðeins eitt mark sem hér er í fæðingu. DV-mynd Brynjar Gauti „Við vorum taugaveiklaðir í lokin og yngri mennirnir í liðinu hafa ekki enn áttað sig á því að þeir eru orönir meira en efnilegir. Það vantar meiri trú í liðið en ég held að þetta komi allt saman. Við áttum alveg að geta unnið Stjörnuna og það vó þungt að glutra niður þremur vítaköstum," sagði Guðmundur Þórðarson, annar af þjálfurum ÍR, í samtali við DV eft- ir að ÍR hafði beðið sinn fyrsta ósigur á heimavelli sinum í Seljaskóla á laugardag. Stjarnan sigraði með 17 mörkum gegn 19 eftir að staðan í leik- hléi hafði verið jöfn, 8-8. ÍR-ingar virtust ætla að selja sig dýrt í Seljaskóla á laugardag og eftir að staðan hafði verið jöfn í byrjun, 1-1, komst ÍR í 5-2 en náði ekki að fylgja þessari góðu byrjun eftir. Varnarleikur beggja liða var mjög góður í fyrri hálfleik og markverð- imir, Brynjar Kvaran í Stjörnu- markinu og Hallgrímur Jónasson í ÍR-markinu, fóru á kostum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.