Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990.
23
Iþróttir
„Keflvíkingar
gætu náð langt“
- segir Viöar Guöjónsson, hinn gamalreyndi badmintonspilari
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum:
„Ég er alveg sannfærður um að
Keflvíkingar gætu náð langt í bad-
minton það sem ég hef séð til þeirra,
þeir haía keppnisandann í lagi en það
vantar forystu til að taka þetta að
sér, sýna þessu áhuga og stofna deild
innan ÍBK,“ sagði Viðar Guðjónsson
en hann hefur meðal annars unnið
til margra verðlauna í badminton,
orðið þrisvar sinhum íslandsmeist-
ari í tvíliðaleik og íjórum sinnum
Reykjavíkurmeistari og einnig unnið
til verðlauna í eldri flokki karla.
Viðar hefur spilað og æft í 35 ár
með TBR en hann fluttist til Kefla-
víkur 1988. „Ég kom hingað til Kefla-
víkur fyrir 25 árum til að sýna bad-
minton. Þá virtist vera áhugi en hann
hefur ekki vaknað sem skyldi. í dag
er aðstaðan mjög góð í Keflavík, sér-
staklega í nýja húsinu sem er alveg
kjörið fyrir badmintonspilara en það
vantar efniviðinn. Það verður að
taka á þessum málum sem fyrst og
byrja á að stofna deild þar sem áhug-
inn myndi vakna óg badminton yrði
spilað sem keppnisíþrótt og stefnt að
einhveiju.
Værir þú tilbúinn til að aðstoða við
að stofna deild ef til þín værileitað?
„Já, ég er tilbúinn að aðstoða ef til
mín yrði leitað og ég er viss um að
hér gætu leynst snjallir badminton-
spilarar. Til aö byija með væri hægt
að gera eins og þeir hjá TBR, þeir
gefa 9 ára bekk Langholtsskóla
spaða, sem þurfa ekki að vera dýrir,
og það skilar sér mjög vel til baka.
• Þarna sjáum við Viðar Guðjónsson til hægri á myndinni og með honum
er Þorsteinn Þorsteínsson. Þetta er hans fyrsti vetur í badminton og hefur
hann alltaf mætt á æfingar og sýnt geysilegan áhuga. DV-mynd Ægir Már
Með því væri hægt að fá yngri krakk-
ana til að byija æfingar. Frá Stykkis-
hólmi hafa komið bestu spilarar
landsins eins og Lovísa Sigurðar-
dóttir, formaður TBR, og Ágúst
Bjartmann. Það geta allir stundað
þessa íþrótt. Hún er mjög erfið'sem
keppnisíþrótt en mér finnst mjög er-
fitt að hætta þar sem ég hef verið
lengi í íþróttinni. Ef ekki verður gert
neitt í málunum hér í Keflavík þá
mun ég sækja æfmgar til Reykjavík-
ur,“ sagði Viðar Guðjónsson.
Golfað á
gamlársdag
á Króknum
- spennandi og jöfn keppni
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Golfleikarar á Sauðárkróki hafa
getaö stundað íþrótt sína af kappi í
vetur. Þrjú golfmót voru haldin hjá
Golfldúbbi Sauðárkróks rétt fyrir og
á jólafóstunni og á gamlársdag var
haldið mót í frábæru veðri, blanka-
logni og hitastig sem á vordegi. Kepp-
endur á mótinu voru tæplega 20 og
var keppni mjög jöfn og spennandi.
í keppni án forgjafar sigraði ungling-
urinn efnilegi, Örn Sölvi Halldórs-
son, og með forgjöf lék Gunnar Guð-
jónsson best.
• Þeir eru kallaðir meistaragengið en náðu samt ekki að sigra á mótinu.
Frá vinstri: Steinar Skarphéðinsson, Magnús Rögnvaldsson og Einar Einars-
son. DV-mynd Þórhallur
motid
• Landsbankamót Hauka í körfubolta fór fram í fþróttahúsi Hafnarfjarðar um áramótln. Keppt var f
3 ffokkum. ÍBK sigraði f 6. og 8. flokkf en Haukar i 7. flokki. Myndin er af 8. flokki ÍBK ásamt þjálf-
arnum, Stefáni Arnarssyni, til vinstri. Lengst til hægri eru Ólafur Magnússon, formaður körfuknatt-
ieiksdeildar Hauka, og Bjaml Magnússon, útlbússtjórl Landsbankans f Breiðholti. DV-mynd Hson
KYNFULLNÆGJA KVENNA
Nýtt fimm vikna námskeið að hefjast fyrir konur.
Upplýsingar og innritun í síma 30055 alla virka daga
milli kl. 10 og 17.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur.
HARNY
Hárgreiðslu- og rakarastofa
Nýbýlavegi 22 • Sími 46422 • 200 Kóp.
KMS sjampó
og næring
HÁRGREIÐSLU- 0G
RAKARAST0FAN
/ KLAPPARSTlG. 29, RVÍK
® 13010 • 12725
VHSUBHIR
OG IIEinNGM
Við höfum vistlega og þægilega
veitingasali fyrir 10-130 manns.
Höfum opnað nýjan veislusal að
Bæjarhrauni 2.
Salimir henta vel fyrir hvers konar
mannfagnaði.
Allar veitingar
Uettingohú/ið
GAPt-mn
v/Reykjanesbraut, Hafnaifirði
Símar 54477, 54424, 51857