Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1990, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1990, Qupperneq 1
Annar hluti Söngvakeppni sjónvarpsstöðva verður á laugardagskvöldið og verða þá kynnt síðari sex lögin sem valin voru til undankeppninnar. í síð- ustu viku voru valin þrjú lög til keppni í úrslitakeppninni sem fram fer 10. febrúar. Það lag sem fékk flest atkvæði var Eitt lag enn sem flutt var af Grétari Örvarssyni og Sigríði Beinteinsdóttur en þau sjást hér á myndinni vera að flytja lagið. Hvort það lag stendur uppi sem sigurlag kemur ekki í ijós fyrr en laugardaginn 10. febrúar þegar búið verður að velja önnur þrjú lög til áframhaldandi keppni. Rás 1 á þriðjudögum - leikrit vikunnar: Dauðinn á hælinu Leikrit vikunnar að þessu sinni er fyrsti hluti framhaldsleikritsins, Dauðinn á hælinu, sem byggt er á skáldsögu eftir Quentin Patrich. Út- varpsleikritsgerð er eftir Edith Ran- um. Þýðandi er Sverrir Hólmarsson og leikstjóri Þórhallur Sigurðsson. Aðalpersóna leiksins, sem er í fjór- um þáttum, er leikstjórinn Peter Duluth. Hann er niðurbrotinn maður eftir dauða konu sinnar sem fórst í leikhúsbruna á Broadway. Hann ákveður að leggjast inn á einka- heilsuhæli fyrir vel stæða tauga- sjúklinga. Hann kemst þó fljótlega að því að þar er ekki allt með felldu og á nóttunni heyrir hann sína eigin rödd hvísla aðvaranir um aö morö verði bráðlega framið á staðnum. Með helstu hlutverk fara Siguröur Skúlason, Sigurður Karlsson, Helga Jónsdóttir, Valdimar Flygenring, Pétur Einarsson, Rúrik Haraldsson, Guðlaug María Bjamadóttir, Jóhann Sigurðarson og Steindór Hjörleifs- son. Leikritið er endurflutt á fimmtu- dögum kl. 15.03. Sjónvarp á simnudögum: Kontrapunktur Síðastliðna þijá mánuði hefur ver- ið í Ríkisútvarpinu spurningaþáttur- inn Kontrapunktur. Er spurninga- keppnin fólgin í að þekkja hin ýmsu tóndæmi. Úrslitakeppnin hér heima var svo haldin í Norræna húsinu og var henni sjónvarpað. Þar kepptu tveir stigahæstu keppendumir, Rík- harður Öm Pálsson og Valdemar Pálsson, til úrslita og sigraði Valde- mar. Mátti líta á keppnina hér heima sem undirbúning fyrir samnorrænu keppnina sem fram fer í Osló. Rík- harður og Valdemar era nú, ásamt þriðja keppandanum, Gylfa Baldurs- syni, komnir til Osló og munu þreyta harðvítuga keppni við frændur okk- ar á hinum Norðurlöndunum. Keppnin fer fram í Tónhstarhá- skólanum og era 400 áhorfendur. Keppnin er löng, ellefu þættir, og verður úrshtakeppnin 5. apríl. Fyrst keppa löndin innbyrðis. íslenska hð- ið þurfti aö fá undanþágu til að geta teldð þátt í keppninni vegna þess að í sveitinni er enginn kvenmaður en það er skilyrði. En vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem ísland tekur þátt í keppninni var þessi und- anþága veitt. Má búast við að við erfiða keppi- nauta verði að eiga fyrir íslenska lið- ið því þáttur þessi nýtur mikilla vin- sælda á Norðurlöndum og þátttak- endur þaðan hafa farið í gegnum mun erfiðara próf en íslensku þátt- takendurnir gengu í gegnum. Hver geta okkar manna er í byijun kemur ekki í ljós fyrr en á sunnudag- inn en þátturinn hefst kl. 16.40. Tveir af þremur landsliðsmönnum Islands sem taka þátt í samnorrænu spurningakeppninni Kontrapunktur, Valdemar Pálsson og Ríkharður Örn Pálsson. Á myndina vantar Gylfa Baldursson. Sjónvarp á mánudögum: Að stríði loknu Að stríði loknu (After the War) er mjög vandaður breskur framhaldsmyndaflokkur sem hvarvetna hefur fengið góöa dóma og mikla umfjöllun. Það er hinn þekkti rithöfundur Frederic Raphael sem hefur skrifaö handritið. Fjaha þættirnir, sem eru tíu, um tvo skólastráka, Michael og Joe, sem hittast fyrst við lok síðari heimsstyijaldarinnar. Bakgrunnur þeirra er ólíkur. Michael kemur úr bresku aðal- stéttinni og hefur htið kynnst hörmungum stríðsins en Joe er flóttamaður frá meginlandi Evrópu sem hefur lifað í ótta nasismans. Báðir era þeir gyð- ingar. Verða þeir óvinir eða verða þeir vinir? Það er spumingin sem velt er upp í fyrsta þættin- um. Allavega finna þeir á sér að leiðir þeirra eiga eftir að hggja saman hvort sem það er th góðs eða hls fyrir þá. Að stríði loknu gerist á þrem- ur áratugum og lýsir þeirri kynslóð sem vex upp þegar heimsfriður er en byltingar- tímar á öðrum sviðum. Leiðir félaganna liggja í margar áttir. Leikhús, hstir, blaðamennska og póhtík verður starfsvett- vangurþeirra. -HK Michael og Joe í fyrsta þættinum, ungir og óreyndir. Það eru Nicholas Fletc- her og Nicholas Dastor sem leika þá félaga i byrjun. Nýjasta tækni og vísindi: Sigurður Richter á fimmtán ár og hátt í 300 þætti að baki Sigurður Richter hefur séð um Nýj- ustu tækni og visindi i fimmtán ár. Arið 1990 verður hið sextánda í röðinni er sjónvarpsáhorfendur fá heyrt og séð Sigurð Richter fjalla um nýjustu tækni og vísindi. Þótt dijúg vinna liggi að baki hveij- um einstökum þætti er staffið hhð- arbúgrein hjá Sigurði. Hann er dýra- fræðingur að mennt og hefur sér- hæft sig í sníkjudýrafræði. Vinnur hann að rannsóknum í greininni á tilraunastöðinni að Keldum. Þá kennir hann einnig líffræði við Há- skóla íslands og sér um þátt í Morg- unblaðinu sem heitir íslenskar rann- sóknir. Af þessu má sjá að það er í mörgu að snúast hjá Sigurði, fyrir utan störf í Sjónvarpinu. Nýjasta tækni og vísindi hefur í raun ekki mikið breyst frá því þátt- urinn hóf göngu sína fáum árum eft- ir að sjónvarpsútsendingar hófust hér á landi. Reynt er að vera með sem fjölbreyttast myndefni. Helsta breyt- ingin er að nú er íslenskt efni í þátt- unum, helst ein íslensk mynd í hverj- um þætti. Þar sem íslenskar myndir um rannsóknir hggja ekki á lausu hefur Sigurður sjálfur beitt sér fyrir gerð stuttra heimildarmynda, leitað uppi verðug umfjöhunarefni, ritað hand- rit og séð um frágang á hátt í þrjátíu shkra stuttmynda, jafnan þó í sam- ráði við sérfræðinga á viðkomandi sviðum. Ein slík íslensk kvikmynd verður í næsta þætti sem er á þriðjudaginn kl. 21.50. Er hún endursýnd og fjallar um skammdegisþunglyndi. Hún var á dagskrá um sama leyti í fyrra en mun ekki eiga síður við nú en þá. Stöö 2 á þriðjudögum: Raunir Ericu Raunir Ericu (The Labours of Erica) er nýr breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum. Aðal- persónan er Erica sem Brenda Blethyn leikur. Hún hefur eytt lífi sínu í tvær persónur. Þetta byijaði aht þegar eiginmaður hennar dó á brúðkaupsnóttinni. Síðan þá hefur tími hennar eingöngu farið í að stjana í kringum son sinn, Jeremy, og vinnuveitanda sinn sem hún hefur staðið í ástarsambandi við ahtof lengi eða í tólf ár. Þegar þættimar heflast er Jer- emy sextán ára og gengur vel í vinnu og þarf htið á móður sinni að halda. Yfirmaður hennar nýtur að vísu enn ásta með henni en mörgum öðrum í leiðinni. Erica tekur því þá örlagaríku ákvörðun að segja elskhuganum upp um leið og hún segir upp í vinnunni. Hún finnur grein í blaði sem heitir: Tólf hlutir sem ég ætla að gera áður en ég verð fertug og ákveður að lifa samkvæmt þessum reglum í fram- tíðinni... Brenda Blethyn leikur Ericu sem gjörbreytir lifsstil slnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.