Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Page 6
."22
FÖSTUDAGUR 2. FEBRCAR 1990.
Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin
> Bíóhöllin:
Læknanemar
Kvikmyndaklúbbur íslands:
Fjársjóður herra Ame
Fjársjóður herra Arne, sem
Kvikmyndaklúbbur íslands sýnir í
Regnboganum á laugardaginn, er
sænsk kvikmynd frá 1919 eftir
Mauritz Stiller en hann og Victor
Sjöström eru fyrstu meistarar
sænskrar kvikmyndagerðar.
Þekktasta kvikmynd Stillers er tví-
mælalaust Gösta Berlings Saga
sem fór sigurför um heiminn. Þar
lék aðalhlutverkið leikkona sem
Stiller uppgötvaði, Greta Gustavs-
son sem síðar varð Greta Garbo.
Fjársjóður herra. Arne er ein af
þekktustu kvikmyndum hans og
vilja sumir segja að hún sé besta
mynd hans. Sagöi meðal annars
einn fremsti kvikmyndagerðar-
maður á fyrri hluta aldarinnar,
F.W. Mumau, að Fjársjóður herra
Ame væri sú kvikmynd sem kæm-
ist næst því að vera fullkomin.
Sögusviðið er lok 16. aldar þegar
skoskir málaliðar í lífverði Johans
III Vasa gera uppreisn. Þrír fangar
úr lífverðinum, sem fangelsaðir
hafa verið fyrir undirróður, flýja.
Reiðubúnir að fórna öllu til að
freista þess að komast heim til föð-
urlandsins koma þeir í sókn herra
Arne, myrða nær alla íbúana og
halda áfram flóttanum til strandar.
Þeir hafa tekið peningakistil
herra Arne með sér en neyðast til
að skilja hann eftir á ísi lögðum
firði vegna þyngsla og verða sjálfir
strandaglópar vegna íssins.
Eini íbúinn sem komst undan
málahðunum er Elsalil, fósturdótt-
ir herra Arne. Hún kemst í skjól
hjá fiskimönnum við ströndina.
Elsalil og einn málahðanna verða
ástfangin án þess að hún viti að
hann er ábyrgur fyrir dauða fóstur-
foreldra hennar...
Myndin hlaut á sínum tíma mikið
lof gagnrýnenda og áhorfenda og
hefur lokaatriði myndarinnar, þar
sem röð af svartklæddum mann-
verum mjakast eftir ísnum, verið
tahð eitt best gerða myndskeið
kvikmyndasögunnar. Sýning
myndarinnar verður á laugardag-
inn kl. 15.00.
Atriði úr Fjársjóði herra Arne sem sýnir líkfylgd.
í dag frumsýnir Bíóhöllin alveg
glænýja kvikmynd, Læknanemar
(Gross Anatomy). Gerist hún með-
al læknanema á stóru sjúkrahúsi
og fjallar um fyrsta árs nemendur
sem eru eins og gefur að skilja
áhugasamir um námið. Það er að
segja ahir nema Joe Slovak. Hann
er gáfaður, glaðlyndur náungi sem
er ahs ekki tilbúinn aö fórna
áhyggjulausu lífemi fyrir lærdóm-
inn. Hann ákveður því að sjá hvað
hann kemst langt í læknanáminu
án þess að líta í bók.
Aðalkennari hans, Rachel Wo-
odruff, sér strax að Joe er efni í
afburða lækni. Hún ákveður því
að setja fyrir hann próf án þess að
hann viti sjálfur um það. Með því
ætlar hún að sjá hvort borgi sig að
snúa honum til betri vegar.
Aðalhlutverkin leika Matthew
Modine, Daphne Zuniga og Christ-
ine Lathi. Modine hefur sannað sig
á undanfömum árum og er í dag
sjálfsagt einn albesti ungi leikarinn
í Hollywood. Hann vakti fyrst veru-
lega athygli er hann lék í kvikmynd
Alan Parkers, Birdy. Þar lék hann
ungan mann sem var iha farinn á
taugum. Þá vakti leikur hans í nýj-
ustu kvikmynd Stanleys Kubricks,
Full Metal Jacket, athygli. Af ný-
legum kvikmyndum sem hann hef-
ur leikið í má nefna Orphans og
Married to the Mob.
Leikstjóri Læknanema er Thom
Eberhardt og er þetta önnur mynd
hans. Áður en hann sneri sér að
kvikmyndaleikstjórn leikstýrði
hann mörgum fræöslumyndum
fyrir bandaríska almenningssjón-
varpið PBS. Hlaut hann mörg verð-
laun og viðurkenningar fyrir störf
sín. Má nefna Emmy verðlaunin
og svo Golden Mike Awards sem
eru veitt fyrir frábæra heimildar-
þáttagerð í sjónvarpi.
Fyrsta kvikmynd hans sem leik-
stjóri var Night of the Comet, sem
var ein af þessum myndum sem
kosta sama og ekki neitt (Meira að
segja ódýrari en íslenskir kvik-
myndagerðarmenn segja að mynd-
ir þurfi að kosta) en stórgróði varð
af.
Síðasta kvikmynd hans áður en
hann leikstýrði Gross Anatomy var
Without a Clue þar sem Michael
Caine og Ben Kingsley leika
Sherlock Holmes og dr. Watson.
-HK
BIOBORGIN sýnir myndina Bekkjarfélagið (Dead Poet Society) sem
hefur fengið mjög góðar viðtökur hvar sem hún hefur verið sýnd. Fjall-
ar hún um nokkra nemendur sem stofna með sér leynifélag með óopin-
beru samþykki kennara síns. Leikstóri er Peter Weir. Aðalutverkið, kenn-
arann, leikur Robin Williams. Á myndinni sjást nemendur mótmæla
með að standa uppi á borðum.
LAUGARASBIO sýnir sakamálamyndina Losti (Sea of Love) sem segir
frá lögreglumanni einum sem er að eltast við fjöldamorðingja sem vel-
ur fórnarlömb sin eftir einkamálaauglýsingum dagblaðs. Al Pacino og
Ellen Barkin leika aðalhlutverkin og hafa þau fengið mikið hrós fyrir
leik sinn.
Matthew Modine og Daphne Zuniga leika tvo læknanema sem hafa ólík-
ar skoðanir á náminu.
Sýningar
Art-Hún,
Stangarhyl 7,
Reykjavík
Að Stangarhyl 7 eru sýningarsalur og
vinnustofur. Þar eru til sýnis og sölu olíu-
málverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir
leirmunir eftir myndlistarmennina Erlu
B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elín-
borgu Guðmundsdóttur, Margréti
Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu
Gunnarsdóttur. Opið alla virka daga kl.
13-18.
Árbæjarsafn,
sími 84412
Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í
síma 84412.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms stendur yfir sýning á
myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn-
ingunni eru 25 verk, aðallega vatnslita-
myndir, en einnig nokkur olíumálverk.
Sýningin stendur fram í febrúar og er
opin um helgar og á þriðjudögum og
funmtudögum kl. 13.30-16.
Ásmundarsalur,
Freyjugötu 41,
Bjami Ragnar og Ulla Hosford opna sýn-
ingu á verkum sínum á morgun kl. 16.
Sýningin stendur til 18. febrúar og er
opin daglega kl. 14-20 og um helgar ki.
14-22.
FÍM-salurinn,
Garðastræti
Hafsteinn Austmann listmálari opnar
sýningu á vatnshtamyndum laugardag-
inn 3. febrúar kl. 14.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9
Sýning á verkum „gömlu meistar-
anna“. öll verkin eru til sölu.
1 Grafík-galieri Borg, Austurstræti 10,
er nú blandað upphengi. Grafík-myndir
eftir um það bil 50 höfunda, litlar vatns-
Uta- og pastelmyndir og stærri oUumál-
verk eftir marga af kunnustu Ustamönn-
um þjóðarinnar.
Gallerí „einn-einn“,
Skólavörðustíg 4a
Samsýning listamanna af yngri kynslóð-
inni. Opið daglega kl. 14-18.
Gallerí List,
Skipholti 50
Til sölu verk eftir þekkta íslenska Usta-
menn. Opið á afgreiðslutíma verslana.
J. Hinriksson,
Maritime Museum,
Súðarvogi 4
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er
opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar-
daga.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Þar standa yfir þrjár sýningar. í vestur-
sal sýnir Þorlákur Kristinsson (TolU) ol-
íumálverk. í vesturforsal sýnir Guðný
Magnúsdóttir leirmuni. í austurforsal
sýnir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndir. í
austursal er sýningin „Kjarval og
landið", verk í eigu Reykjavikurborgar.
Listasafn ASÍ,
v/Grensásveg
Ljósmyndasýning Ljósbrots, ljósmynda-
félags framhaldsskólanema, veröur opn-
uð laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Frá
árinu 1987 hefur Ljósbrot haldið sýningar
á verkum nemenda viðs vegar af landinu.
11 framhaldsskólar taka þátt i sýning-
unni í ár. Alls eru um 180 myndir á sýn-
ingunni. Sýningin verður opin til 11. fe-
brúar og er aðgangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu-
daga. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega ki. 11-17.
Katel,
Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda Ustamenn, málverk, grafik og leir-
munir.
Sýning í Odda,
nýja hugvisindahúsinu,
er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega
eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
Listasafn Islands,
Fríkirkjuvegi 7
Mynd mánaðarms heitir „Mynd“ og er
eftir Gunnar Öm Gunnarsson. Leiðsögn
í fylgd sérfræðings er á fimmtudögum
kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í and-
dyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin
og ókeypis.
Sýning á íslenskri myndlist 1945-1989 í
eigu safnsins stendur nú yfir í öllum sýn-
ingarsölum. Almenn leiðsögn um þá sýn-
ingu er á sunnudögum kl. 15. Listasafnið
er opiö alla daga nema mánudaga kl.
12-18.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig-
uijón gerði á árunum 1960-62. Þetta era
aðaUega verk úr járni. Þá eru einnig sýnd
aðfóng og gjafir sem safhinu hafa borist
undanfarin ár, þar á meðal myndir frá
árunum 1936-46 sem hafa verið í einka-
eign í Danmörku. Sýningin, sem mun
standa uppi í vetur, er opin laugardaga
og sunnudaga kl. 14-17 og ÖU þriðjudags-
kvöld kl. 20-22.