Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. 23 íþróttir helgarinnar: íslandsmótið í badminton - verður háð um helgina í Laugardalshöll íslandsmeistaramótið í badminton fer fram um helgina í Laugardals- höll. Hér er Guðmundur Adolfsson badmintonleikari að munda spaðann á fjölum Laugardalshallar. íslandsmeistaramótið í badmin- ton fer fram á laugardag og sunnu- dag og verður keppt í Laugardals- höllinni. Það má búast við mjög skemmtilegri keppni og víst er að það verður hart barist um íslands- meistaratitlana í karla- og kvenna- flokki. Keppnin hefst kl. 10 báöa dagana. Körfuknattleikur Ekkert verður leikið um helgina í úrvalsdeildinni í körfuknattleik vegna bikarkeppninar. Þrír leikir eru í bikarkeppni karla um helg- ina. í kvöld leika ÍBK-B og Grinda- vík síðari leik sinn og fer leikurinn fram í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst kl. 20. Á sunnudag eru tveir leikir og er þar sömuleiðis um síð- ari viðureignir liðanna að ræða. Kl. 16 leika í Njarðvík UMFN og UBK og kl. 20 leika í Hagaskóla Víkverji og ÍR. Í1. deild karla eru flmm leikir. í kvöld leika á Akranesi í A og UMFB kl. 20.30 og kl. 20 leika í Digranesi UBK og Léttir. Tveir leikir eru á laugardag og fara þeir báðir fram í Hagaskóla. Kl. 14 leika ÍS og UMFB og á eftir Víkveiji og UMSB. Á sunnudag leika á Laugarvatni UMFL og Snæfefl kl. 14. í 1. deild kvenna er nágranna- slagur í kvöld þegar ÍBK tekur á móti UMFG í Keflvík kl. 20. Handbolti 1. deild karla er kominn í frí vegna undirbúnings íslenska landsliðsins fyrir HM í Tékkósló- vakíu síðar í þessum mánuði. í 1. deild kvenna eru tveir leikir á sunnudag. Kl. 19 leika í Laugar- dalshöll Fram og FH og strax á eft- ir, kl. 20.15, leika Víkingur og Val- ur. í 2. deild karla eru tveir leikir á dagskrá. í kvöld leika í Njarðvík UMFN og Þór Akureyri og á laug- ardag fá gömlu kempurnar í B-liöi Vals Þór í heimsókn á Hlíðarenda og hefst leikurinn kl. 16.30. íþróttir í sjónvarpi íþróttaþátturinn í Ríkissjónvarp- inu hefst að venju kl. 14 á laugar- dag. Þá verða fyrst sýndar myndir frá meistaragolfi atvinnumanna. Það er framhald af móti sem sýnt var um síðustu helgi á velli sem Jack Nicklaus er hönnuður að. Kl. 15 verður stórleikur í beinni út- sendingu þegar Liverpool og Ever- ton eigast við á Anfield Road. Þætt- inum lýkur svo með beinni útsend- ingu úr sjónvarpssal frá þorramóti í gfimu. Á stöð 2 eru íþróttir á laugardag og sunnudag. Kl. 17 á laugardag verða sýndar myndir frá einvígi þeirra Alex Higgins og Steve Davis í snóker. Á sunnudag hefst þáttur- inn kl 13.30. Áætlað er að sýna í beinni útsendingu leik frá ítölsku knattspyrnunni ef svo verður ekki þá verður leikur Juventus og Inter Milan frá því um síðustu helgi sýndur ásamt svipmyndum frá öðrum leikjum. NBA körfuboltinn verður á sínum stað. Leik KA og ÍS í blaki karla verða gerð skil og þá verða sýndar svipmyndir frá úrslitaleik Fram og Fylkis á ís- landsmótinu í innanhúsknatt- spyrnu. Þá verða sýndar myndir frá íslandsmeistaramótinu á bad- minton ásamt erlendri íþrótta- syrpu. -GH STYRKUR TIL NOREGSFARAR Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn- um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1990. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda ís- lendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viður- kenndum félögum, samtökum og skipulegum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna, t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorræn- um mótum sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum." í skipulagsskránni segir einnig að áhersla skuli lögð á að veita styrki sem renna til beins ferðakostnaðar en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum f'rá þeim aðilum sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til- greina þá upphæð sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. mars 1990. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út frágang lóðar fyrir listaverkið „Þotuhreið- ur“. Helstu verkþættir eru gerð undirstöðu fyrir lista- verk, fráveitulagnir og málbikun tjarnarbotns (grunn- flötur um 2.000 m2) Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistof- unni hf., Fellsmúla 26 Reykjavík, frá og með fimmtu- deginum 1. febr. 1990 gegn 30.000 kr. skilatrygg- ingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 8. febr. 1990. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 15. febr. 1990. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Árg. ’87, skinandi fallegur bill, svartur og glæsi . legur, vél 2,8 lítra, 5 gira, beinskiptur, ekinn 33.000 m. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. hjá Bílasöl- unni Blik, Skeifunni 8, simi 686477._______________ í TIL SÖLU Norræna húsið Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð sýn- ingin Aurora 3 í sýningarsölum Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir 20 unga norræna myndlistarmenn, fjóra frá hverju Norðurlandanna. Frá íslandi taka þátt í sýningunni Georg Guðni, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn G. Harð- arson og Svava Björnsdóttir. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur sunnudaginn 11. mars. Þá stendur einnig yfir sýning á ljósmynd- um eftir Bruno Ehrs. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Guðrún Einarsdóttir sýnir málverk í Nýhöfn. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á sl. ári. Þetta er önnur einkasýn- ing Gúðrúnar. Sýningin stendur til 14. febrúar. Hún er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. SPRON Álfabakka 14, í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, útibúi Álfabakka 14, Breiðholti, stendur yfir sýning á múrristum eftir Gunnstein Gíslason. Gunnsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin mun standa yfir til 27. apríl nk. og er opin frá mánu- degi til fostudags kl. 9.15-16. Sýningin er sölusýning. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Srfnið er opiö alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myntsafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, s. 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Daði Guðbjörnsson sýnir í Gallerí RV i dag, 2. febrúar, opnar Daði Guðbjörns- son sýningu í Gallerí RV, Réttarhálsi 2. Daði hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Sýning Daða er nú 12. einkasýning hans. Á sýningunni eru aðallega olíumyndir en eirrnig nokk- uð af grafikmyndum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 8-17. Henni lýkur 23. febrúar. Listkynning á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. kynna að þessu sinni listakonuna Rut Hansen. Á kynningunni eru 9 málverk, unnin með ohu á striga, og eru 2 verkanna frá 1985 en önnur frá árinu 1989. Kynningin er í útibúi Al- þýðubankans hf. á Akureyri, Skipagötu 13, og er opin á afgreiðslutíma. Síðasti sýningardagur er í dag, 2. febrúar. Toyota LandCruiser, dísil, árg. 1988, ekinn 43.000 km, hvítur, upphækkaður, 33" dekk + aukadekk á felgum. BÍUSALU SKEUM HI. Skeifunni 11, Rvk. Sfmi 689555 (4 línur)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.