Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990. 5 Kvikmyiida í Köln: Gera heimild- arniynd um Jóhanna Sigþóiad., DV, V-Þýskalandi: Nú standa yör í Köln í Vestur- Þýskalandi tökur á íslenskri kvikmynd um tónskáldiö Atla Heimi Sveinsson sem stundaöi á sínum tíma nám í Köln. Ásamt Atla Heimi eru þar nú staddir Baldur Hrafnkell Jónsson, fram- leiðandi og stjómandi kvikmynd- arinnar, og Guðmundur Emils- son, tónlistarstjóri Rikisútvarps- ins. Samstarfí þeirra Baldurs Hrafnkels og Guðmundar er þannig háttað að sá síðarnefndi er Baldri til aðstoðar um tónlist- : arlega hiið málsins. Kom ríkis-; sjónvarpið til samvinnu við Bald- ur á síðustu stigum myndarimv ar. Hann hefur verið aö fást við þetta verkefni síðastiiðin þijú ár. Áætlað er að myndin verði sýnd í ríkissjónvarpinu í apríl; næst- komandi og verður hún um 30 mínútna löng. „í svo stuttri mynd er enginn vegur að lýsa ferli Atla Heimis liö fyrir lið,“ sagði Baldur Ifrafnkell í samtali við tréttaritara DV. „Ég ætla á hinn bóginn að kynna tón- skáldið Atla Heimi og það sem hann er að fást við. Það er ógern- ingur að taka nema brot af ferli hans. Tii dæmis sleppum við allri leikhústónlist Atia. Þetta verður eins konar kvikmyndalegt „port- rett“ af listamanninum." . Ekki kvaöst Baldur Hrafnkell geta tjáð sig um kostnaðinn við gerð slíkrar myndar þar sem verkinu væri ekki lokið og engar heildartölur lægju fyrir, Eför að hafadvalið tvo daga við tökur í Köln heldur hópurinn til Parísar þar sem Atli Heimir dvel- ur um þessar mundir við tón- smiðar. Þar verður lokiö við töku myndarinnar. Embætti húsameistara: Að sögn Steingrims Hermanns- sonar forsætisráðherra getur vel komið fil greina að leggja niður embætti húsameistara ríkisins. Það yrði þó að skoöa í tengslum við aðrar breytingar varðandi framkvæmdir ríkisins. Þetta kom fram þegar forsætis- ráðherra svaraði fyrirspum frá Guðna Ágústssyni um reglur þær er giltu um heimildir til húsam- eistara til að sinna fyrir einkaað- ila sams konar störfum og hann er ráöinn til hjá liinu opinbera. Sagði Guöni að tnistök væru al- geng hjá embætti húsameistara og þar færu kostnaðaráætlanir iðulega úr bðndunum. Forsætisráðherra sagði að eng- ar sórstakar reglur giltu fyrir húsameistara um einkastörf hans. Þar gilti það sama og með aðra opinbera starfsmenn sem verða að gera ráðuneytunum grein fyrir sínum störfutn fyrir utan opinberar starfsskyldur. Sagöi forsætisráðherra aö Garðar Halldórsson húsameistari heföi gremt honum frá öllum þeim störfum sem hann hefði verið beöinn um. -SMJ Fréttir Reglugerð um brunavamir brotin 1 Borgarleikhúsinu: Sætaraðir eru lengri en krafist er í reglugerð - „heildaröryggi“ hússins á að vera í lagi Stóri salurinn í Borgarleikhúsinu stenst ekki reglugerð um brunavarnir. Sætaraðir eru lengri en vera skal. Stóri salurinn í Borgarleikhúsinu nýja stenst ekki kröfur sem gerðar eru í reglugerð um brunavarnir í opnum sölum af þessari gerð. í reglu- gerðinni segir að aðeins skuli vera 24 sæti í hverri sætaröð en ef þau eru fleiri á að skipta röðinni með gangi. Lengstu sætaraðir í Borgarleikhús- inu eru með 36 sætum. Allar raðirnar eru með fleiri en 24 sætum. Allt frá því hönnun hússins hófst var gert ráð fyrir lengri sætaröðum en reglur kveða á um og við lokafrá- gang hússins voru nokkrar sætarað- ir lengdar enn. Upphaflega var þetta frávik frá reglunum samþykkt árið 1975 af Bárði Daníelssyni, þáverandi bruna- málastjóra. Þegar húsið var tekið í notkun var þetta frávik enn sam- þykkt en endanleg brunaúttekt á leikhúsinu hefur ekki verið gerð. Guðmundur Gunarsson hjá Bruna- málastofriun sagði í samtaii við DV að reglugerðin tæki af öll tvímæh um að sæti mættu ekki vera fleiri en 24 í hverri röð. Hins vegar hefði undan- þágan verið veitt með tilliti til „heifdaröryggis hússins". Þá er sér- staklega farið fram á að vel sé gætt að eftirliti og viðhaldi á brunavama- kerfupum. Með heildaröryggi er átt við að húsið uppfyllir aðrar öryggiskröfur til hins ýtrasta. Þar kemur einkum til álita að í húsinu er sjálfvirkt slökkvikerfi og viðvörunarkerfi. „Öryggisins í húsinu er svo vel gætt aö því má hkja við að menn séu bæði með belti og axlabönd á buxun- um,“ sagði Guðmundur. Það eru einkum leikarar sem leggja áherslu á að sætaraðir í leikhúsinu séu ekki rofnar með gangvegum. Er þá hugsað til þess að sætin standa þéttar og salurinn þarf ekki að vera eins stór og ella. -GK á raftœkjum og eldhúsáhöldum. AFSLATTUR ALLTAÐ 70%!! Nokkur dœmi um verð: ~ Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 — S 16995 og 622900 Fullt verð Útsölu verð Þú sparar BLOMBERG bökunarofn, hvíturmeðgrilli 41.900 29.900 12.000 TOSHIBAörbylgjuofn ER 5740 ásamt töfrapotti Rafmagnsgólfofnar 31.890 4.690 24.600 " 1.900« 7.290 2.790 Töfrapottar fyrir örbylgjuofna 1.490 990 500 Ennfremur alls konar eldavélar, gufugleypar, kæliskápar og frystiskápar meö 10-20 % afslætti, kaffivélar, brauð- ristar, pelahitarar, partígrill, hraðsuðukatlar, eldhúsvaskar og margt fleira með allt að 40 % afslætti. / • Öll útsfiluverð eru slaðgr. verð. nw PETRA krullujárn með hitablæstri. Fullt verð: 2.190. Útsöluverð: 990. Þú sparar 1.200. BLOMBERG 4 hellu eldavél með klukku. Blástursofn, grill, kjötmælir, sjálfhreinsibúnaður, hitaskúffa og margt fleira. Fullt verð: 89.900. Útsöluverð: 59.900. Þú sparar 30.000. Athugið að allar gerðir TOSHIBA örbylgjuofna verða seld- ar með 10% afslætti meðan á útsölunni stendur og að þeim fylgir öllum frír töfrapottur að auki! Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn að hverri vörutegund að ræða! BLOMBERG kæliskápur, hvítur. 3 stjörnu frystihólf, vinstri eða hægri opnun, hæð 85 cm. Fullt verð: 33.900. Útsöluverð: 25.900. Þú sparar 8.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.